Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 Þingfréttir í stuttu máli: Hver er kaup- máttur launa og tryggingabóta? Leggst skógerð niður í landinu? Spurt um varnir gegn hafískomu Engum getum skal að þvi leitt, hvað stendur á þvi plaggi sem sjávarútvegsráðherra réttir hér forseta neðri deildar Aiþingis, en þeim er ekki hlátur i hug né bros i augum, eftir myndinni að dæma, svo málið virðist háalvarlegt. Skarkolaveiði í Faxaflóa? Myndsegulbönd til sjómanna „Ekki áhrifamaður í Alþýðubanda- lagi,44 sagði Garðar Sigurðsson Meðal máia sem lögð hafa verið fram á Alþingi siðustu daga eru þessi: ★★ Stjórnartillaga til þings- ályktunar um heimild til handa ríkisstjórninni til að staðfesta alþjóðasamning um varnir gegn töku gísla, sem lagður var fram til undirritunar í New York 18. des- ember 1979. ★★ Tillaga til þingsályktunar frá þingmönnum Norðurlands- kjördæmis eystra, þess efnis, að ríkisstjórnin láti fram fara könn- un á með hvaða hætti hægt sé að efla og styrkja rekstrargrundvöll skóiðnaðar (skógerðar) í landinu. Nú er aðeins ein skóverksmiðja (Iðunn á Akureyri) starfandi í landinu. Þar unnu áður 120 manns. Nú er tala starfsfólks komin niður í 50. Ráðgert mun nú að hætta starfseminni, vegna rekstrarhalla, og segja öllu starfs- fólkinu upp. ★★ Tillaga frá Helga Seljan (Abl) og Sveini Jónssyni (Abl), þess efnis, að fram fari könnun á því að hve miklu leyti unnt sé að framleiða með hagkvæmum hætti úr innlendum hráefnum og orku það fóður sem búpeningur lands- manna þarfnist. Könnunin nái m.a. til framleiðslu kjarnfóðurs úr innlendum hráefnum, til bættrar verkunar súrheys og þurrheys o.fl. ★★ Tillaga frá sömu flutnings- mönnum um að komið verði upp „viðunandi bankaþjónustu fyrir svæðið frá Stöðvarfirði um Breið- dalsvík og til Djúpavogs, með útibúum frá ríkisbönkunum". ★★ Þá hefur verið lögð fram fyrirspurn til forsætisráðherra frá Lárusi Jónssyni (S) um tíma- sett mörk í hjöðnun verðbólgu 1981, kaupmátt launa verkamanna og kaupmátt elli- og örorkulífeyr- is: ★1) Hver eru áform ríkisstjórn- arinnar um framkvæmd ákvæðis stjórnarsáttmálans þar sem segir: „A árinu 1981 verði ákveðin tíma- sett mörk í samræmi við markmið um hjöðnun verðbólgu." Hver eru þessi mörk, hvert er tölulegt markmið um hjöðnun verðbólgu hverju sinni, sbr. hliðstæð mörk 1980? ★2) Hver verður kaupmáttur tímakaups verkamanna sam- kvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar á 2. ársfjórðungi 1981, miðað við 100 á 1. ársfjórðungi 1980, þegar ríkisstjórnin tók við völdum? ★3) Hver verður kaupmáttur almenns lífeyris elli- og örorkulíf- eyrisþega, samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar á 2. ársfjórð- ungi 1981, miðað við 100 á 1. ársfjórðungi 1980, þegar ríkis- stjórnin tók við völdum? ★4) Hver verður kaupmáttur allra lífeyristekna elli- og örorku- lífeyrisþega almannatrygginga, sem fá tekjutryggingu, samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar á 2. ársfjórðungi 1981 miðað við: a) 100 á fyrsta ársfjórðungi 1981, b) 100 á 1. ársfjórðungi 1980? ★★ Fyrirspurn frá Stefáni Jónssyni (Abl) til forsætisráð- herra: „Hvaða ráðstafanir ætlar rikisstjórnin að gera í öryggis- skyni vegna bráðrar hættu á hafískomu að Norðurlandi á kom andi vori?“ í gær vóru fundir i báðum deiidum Alþingis, stórtiðinda- lausir og i styttra lagi, enda þingflokkafundir siðdegis. í efri deild vóru tvö mál afgreidd frá annarri til þriðju umræðu, eftir itrekaðar atkvæðagreiðslur vegna ónógrar þáttöku: • Stjórnarfrumvarp um ákvæði varðandi skráningu eiturefna og hættulegra efna til sérstakra nota. • Stjórnarfrumvarp um hækk- un tímabundins olíugjalds til fiskiskipa í 7,5% af fiskverði. Það kom fram í umræðu um síðara málið að gasolía hefur hækkað um 68% og svartolía um 99% frá því í júní á si. sumri en þessar hækkanir þýði sex millj- arða gamalkróna hærri rekstrar- kostnað fyrir fiskveiðiflotann á einu ári. Guðmundur Karlsson (S) lagði áherzlu á það að leitað yrði nýrra ráða til að mæta þessum vanda, sem utanaðkomandi að- stæður sköpuðu helzta undirstöðu- atvinnuvegi þjóðarinnar, naumast væri rétt að útvegsaðilar einir bæru slíkt áfall, sem þessi verð- þróun olíu væri þjóðarbúskapnum. Stefán Guðmundsson (F) mælti með samþykkt frumvarpsins en tók í sama streng um nauðsyn ALMUGI nýrra leiða og kvaðst „treysta sjávarútvegsráðherra til að hafa forgöngu um aðrar leiðir til að forða útgerðinni frá áföllum af þessum sökum". í neðri deild vóru tvö frumvörp: um Fiskvinnsluskóla og Fram- leiðsluráð sjávarútvegsins af- greidd frá deiidinni (til efri deild- ar). Tvö mál urðu tilefni nokkurra umræðna: ■ Frumvarp sjávarútvegsráð- herra um að leyfa dragnótaveiði í Faxaflóa, sem bundin skuii veið- um á skarkola, og háð tillögum Hafrannsóknastofnunar um afla- magn, veiðitíma, veiðisvæði og fjölda veittra leyfa. Friðjón Þórð- arson, dómsmálaráðherra, mælti gegn frumvarpinu, eða lýsti fyrir- vörum um afstöðu tii þess, og tíndi til verndarsjónarmið, sem réðu lokun flóans á sinni tíð. Matthías Bjarnason (S) mælti með sam- þykkt frumvarpsins og aðild Haf- rannsóknastofnunar að veiðiregl- um, nema ákvörðun um fjölda veiðiieyfa, sem vera ætti á verk- sviði stjórnmálamanna. Hann taldi rétt að nýta þennan vannýtta stofn, undir eftirliti, dragnót nú og fyrrum væru ekki sambærilegir hlutir. Garðar Sigurðsson tók í sama streng, nýta ætti þennan úrvals matfisk. „Ég er ekki valda- maður í Alþýðubandalaginu,“ sagði Garðar, „af skiljanlegum ástæðum, en ég ræð enn einu atkvæði" og það fellur með þessu frumvarpi. ■ Frumvarp Ólafs Þ. Þórðar- sonar (F) um að ríkisútvarpið skuli hafa til útlána myndsegul- bönd fyrir almenningssöfn og að- ila, sem ekki hafi aðgang að reglubundnum sjónvarpssending- um, með efni 2ja síðustu vikna hverju sinni a.m.k., enda náist samningar við eigendur flutnings- réttar. Pétur Sigurðsson (S) þakk- aði Ólafi fyrir að endurflytja nú, nær samhljóða, gamalt mál sitt, sem á sínum tíma hefði mætt harðri andstöðu þáverandi menntamálaráðherra Framsókn- arflokksins. Karvel Pálmason (A) fagnaði og breyttri afstöðu fram- sóknarmanna. Friðrik Sophusson (S) taldi málið horfa til góðs en þó væri sá hængur á að samningar um endurflutning aðkeypts efnis væru óhemju kostnaðarsamir. Pétur Sigurðsson (S) mælti fyrir frumvarpi sínu til breytinga á siglingalögum, varðandi örorku- og dánarbætur, ef slys ber að höndum í starfi sjómanna. Albert Guðmundsson (S) mælti fyrir frumvarpi sínu og Guðmund- ar J. Guðmundssonar (Abl) um að ekki megi taka meira en 75% af launagreiðslu hverju sinni upp í skattheimtu ríkis og sveitarfélaga. Guðmundur J. Guðmundsson (Abl) mælti fyrir frumvarpi sínu og Alberts Guðmundssonar (S), sem fjallar um lækkun tekju- skattsstofns þegar ellihrörleiki, veikindi eða slys, eða hliðstæð atvik, eru til staðar. Endurskoðuð ákvæði um björgunarlaun: „Áratugagömul og úrelt“ Fjórir þingmenn úr öllum þingflokkum: Magnús H. Magn- ússon, Guðmundur Karlsson, Garðar Sigurðsson og Halldór Asgrimsson, flytja tillögu til þingsályktunar, þess efnis, að rikisstjórnin skuli undirbúa breytingar á þeim ákvæðum siglingalaga. sem Iúta að björg- un skipa og skipshafna. með það að markmiði, að skipstjórn- armenn þurfi aldrei að veigra sér við, kostnaðarins vegna, að biðja um þá aðstoð, sem þeim sýnist að mestu gagni mætti koma í hverju tilviki. Flutningsmenn segja umrædd ákvæði áratugagömul og úrelt orðin. Þeir segja að þegar skip sem tryggt er eða endurtryggt hjá Samábyrgð íslands á skip- um, bjargi öðru skipi, sem einnig sé tryggt eða endurtryggt hjá Samábyrgðinni, gildi allt aðrar og nútímalegri reglur um greiðslur fyrir veitta aðstoð eða björgun. Þegar íslenzk fiskiskip veiti hvert öðru aðstoð sé einnig gjarnan dregið úr kröfum um björgunarlaun frá ákvæðum siglingalaga, en önnur skip geri ýtrustu kröfur um björgunar- laun. Nauðsyn beri til að endur- skoða nú þegar forneskjuleg ákvæði siglingalaga hér að lút- andi. Fréttir úr Reykhólasveit Snjókoma úti og inni á skjánum Reykhólasveit. G. mars. OKKUR vestur hér þykir vetur orðinn langur og strangur og lítið um að vera, sem stytt getur stundir. Félagslíf: Þorrablót hafa verið í Króksfjarðarnesi og Reykhólum og sóttu þau heldur færra fólk en oft áður vegna slæmrar veðráttu. Á mánudagskvöldið var hér æsku- lýðsmessa á Reykhólum, en nem- endur úr grunnskólanum þar sáu um söng og lestur ritningargreina. Þessi æskulýðsmessa var í góðri samvinnu miili skóla og kirkju. Skólastjóri er hér Unnar Þór Böðvarsson og sóknarprestur séra Valdimar Hreiðarsson. Söngstjórn annaðist Ólína Jónsdóttir. Um 80 ungmenni og fullorðnir voru í kirkju þetta kvöld og voru ungmennin úr þremur hreppum sýslunnar. Sjónvarp: Það væri fróðlegt að hafa það skráð, hve sjónvarp sést hér oft illa eða alls ekki. Mörg kvöldin heyrist aðeins urg og snjóhríð sést á skjánum, en af henni höfum við nóg útifyrir. Það gæti verið verkefni fyrir félagsfræðinema að athuga hina óendanlegu þolinmæði sem virðist ríkja í þessum máium hér. Siminn: Staðreynd er, að sím- inn er hér ónýtt rusl og enginn Reykvíkingur myndi láta bjóða sér upp á slíka þjónustu. Yfirleitt heyrist illa i símanum og þarf oft að margendurtaka setningar til þess að koma því sem segja skal til skila og þar ofan í kaupið er oft sambandslaust við umheiminn. En hvað um það, síminn gleymir ekki að telja mínúturnar og fær því hærri greiðslur en honum ber fyrir lélega þjónustu. Hér rísa öldur óánægjunnar það hátt, að undirskriftasöfnun er hér hafin til þess að mótmæla þessu þjónustu- leysi. Samgöngur: Það er stundum talað um það, hve sumar þjóðir séu háðar „kerfinu" og eru íslend- ingar ekki eftirbátar þeirra. Sam- göngur við Reykhóla eru engar á landi, sem skipulagðar eru af „kerfinu". Reykhólar eiga að vera enda- stöð Vestfjarðaleiðar yfir vetur- inn, en ekki má neinu breyta og skiptir ekki máli þó að ráðherrar séu kunnugir staðháttum hér eða ekki. Frá Reykhólum eru um 30 km í Króksfjarðarnes og fargjaldið er orðið býsna dýrt, ef farþegi frá Reykhólum þarf að kaupa bíl í veg fyrir rútuna. Flugvél kemur í Reykhóla einu sinni í viku, ef farþegi er fyrir hendi. Sveinn Guðmundwion

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.