Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 Varð að lenda í Reykja- vík á öðrum hreyflinum EIN Fokker-véla FluKleiAa. TF- FLO, varð að snúa við á leið sinni frá Reykjavík til Hornafjarðar um hádeKÍsbilið í ga'r þar sem aðvórunarljós í mælaborði gaf til kynna að eldur væri í öðrum hreyfli vélarinnar. Flugstjóri var Ámundi II. ólafsson ok aðstoðar- fluKmaður Lárus GuðKeirsson. Eftir viðeÍKandi ráðstafanir sneru þeir við ok lentu vélinni á öðrum hreyflinum á Reykjavíkur- fluKvelli. Gekk lendinKÍn vel ok var slökkviliðið til taks. — Við vorum komnir í farflugs- hæð okkar, 17 þúsund fet, og höfðum flogið í um 20 mínútur þegar rautt aðvörunarljós kvikn- aði. Það er aldrei að vita hvort um gabb eða alvöru er að ræða og í tilfellum sem þessum er það eina rétta að drepa á hreyflinum, tæma úr slökkvitækjum hans og lenda, sagði Ámundi H. Ólafsson flug- stjóri í samtali við Mbl. í gær. — Þegar ljósið kviknar stöðvum við hreyfilinn strax, snúum skrúfublöðunum upp í vindinn til að þau veiti sem minnsta mótstöðu og tæmum úr slökkvitækjum. Við tæmdum úr öðru hylkinu og vorum í þann mund að tæma úr hinu þegar ljósið slokknaði, sem þýddi að hitinn hafði þá lækkað. Ég tilkynnti þá farþegunum hvað gerst hefði, við snerum við og lentum eftir hálfa klukkustund. Lárus Guðgeirsson flaug vélinni þegar þetta gerðist og lauk hann fluginu og lenti vélinni, en í fluginu skiptum við oft verkum þannig að annar okkar flýgur aðra leiðina og hinn til baka. Um borð var 41 farþegi og lét flugfreyjan, Elisabet Jónsdóttir, þau orð falla um farþegana að þeir hefðu verið rólegir og helzt spurt hvenær þeir gætu komist af stað aftur. Ámundi H. Ólafsson sagði að flugmenn fengju þjálfun tvisvar á ári, m.a. til að bregðast við aðstæð- um sem þessum, en það væri einkanlega í flugtaki og að nokkru leyti í lendingu, sem beita þyrfti stýrum sérstaklega þegar flogið væri á öðrum hreyflinum, vélin leitaði þá alltaf á þann hreyfil sem væri „dauður". Eftir lendingu var vélin tekin til skoðunar og athugað hvort bilun væri í aðvörunarkerf- inu eða i hreyflinum sjálfum. Á laugardag varð þessi sama vél fyrir því á Aðaldalsflugvelli að annar hreyfill hennar hitnaði um of. Gylfi Jónsson var þá flugstjóri og sagði hann í samtali við Mbl., að í flugtaki hefðu þeir orðið varir við ofhitun í öðrum hreyflinum og hann misst afl þegar þeir reyndu að stilla hita á útblæstri háns. Sagði hann vélina ekki hafa verið í neinni hættu, en hann hefði eigi að síður ákveðið að lenda strax aftur og var ákveðið að skipta um hreyfil. Það var í hinum nýja hreyfli, sem aðvörunarljósið kviknaði. TF-FLO, sem var smíðuð fyrir 11 árum, var keypt frá Kóreu sl. vetur og það var sú vél sem sl. sumar varð að lenda á Keflavíkur- flugvelli þar sem annað aðalhjól hennar læstist ekki niðri sem skyldi. Urðu nokkrar skemmdir á vélinni, en farþega sakaði ekki. Bæði Gylfi og Ámundi kváðu það algjöra tilviljun að sama vélin yrði fyrir þessu og væri ekkert sam- band þarna á milli, en Ámundi kvaðst vonast til að „Eyjólfur færi nú að hressast". Ámundi H. ólafsson flugstjóri (t.v.) og Lárus Guðgeirsson flugmaður. Ljósm. RA.\ Slökkviliðið var til taks er vélin Jenti á öðrum hreyflinum. Ljósm. Tómas Helxason. Nefnd fjallar um ástæður orkuskortsins STARFSHÓPUR á vegum Lands- virkjunar, Rafmagnsveitna ríkis- ins og Orkustofnunar vinnur nú að því að kanna ástæður orkuskorts- ins í vetur og hvað af honum megi læra. Nefnd þessi skilar væntanlega sameiginlegu áliti til iðnaðarráðu- neytisins með vorinu. Gufuborinn til Færeyja LÍKLEGT er að gufuborinn. sem er í eigu Orkustofnunar og Reykjavíkurborgar, fari til Færeyja síðla næsta sumars eða næsta haust. Þar vilja Færeyingar láta bora rannsóknarholur til at- hugunar á jarðlögum á land- grunninu. 10—15 Islendingar munu væntanlega fara til vinnu í Færeyjum við þetta verkefni. Samningaviðræður við Færey- inga um leigu á bornum eru á lokastigi, en síðan á borgar- stjórn Reykjavíkur eftir að fjalla um málið. MSINLEN1T Dansarar Bolshoi-ballettsins sýna í Þjóðleikhúsinu i kvöld, annað kvöld og sunnudagskvöld og var myndin tekin á æfingu í gær. Um tima i gær var ekki vitað hvað hefði orðið um farangur hluta dansflokksins, en i honum voru m.a. dansskór. Komu þeir þó i leitirnar og varð að senda einkaþotu með þá til landsins. Náðu þeir hingað um sjöleytið, en sýning hófst i gærkvöldi á tilsettum tíma. Hitaveita Akraness og Borgarf jarðar: Stuðlastál með lægsta tilboð Hvanneyri, 10. marH. t DAG voru opnuð tilboð á Akra- nesi i fimmta áfanga Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, frá Seleyri gegnt Borgarnesi að Höfn f Melasveit. Alls bárust 11 tilboð, en þar af voru 3 ekki opnuð vegna formgalla. Tilboðin voru þessi, frá eftirtoldum aðilum: Grétar Ólafsson, 4.256.400 krón- ur, Borgarverk hf. 3.559.710, Ás- valdur Gunnarsson 3.201.304, ístak 2.952.258, Grétar Sveinsson 2.867.616, Vörðufell 2.859.245, Mið- fell 2.734.635, Stuðlastál Akranesi, 2.166.215, en áætlun gerði ráð fyrir að verkið kostaði 2.841.847 nýkrón- ur. Útflutningur á áli gegnum Sundahöfn FYRIR nokkru ákvað Eimskipa- félagið, sem sér um álflutninga fyrir ÍSAL til Hollands, að setja i flutninga gámaskip, og var þá ákveðið að flytja útskipunina frá Straumsvik til Sundahafnar i Reykjavik, að sögn Ragnars Ifall- dórssonar, forstjóra ÍSAL. Ragnar sagði enga aðstöðu vera fyrir hendi í Straumsvík til að skipa út í gámaskip, en ef reynslan yrði góð af þessum málum í Sundahöfn, myndi væntanlega verða komið upp aðstöðu í Straumsvík, en ekki væri talin ástæða til að fara út í svona mikla fjárfestingu fyrr en reynslan lægi fyrir. Það kom fram hjá Ragnari, að þessi útflutningur áls til Hollands væri á bilinu einn þriðji til helm- ingur af álútflutningi fyrirtækis- ins, og færi annar útflutningur og innflutningur eftir sem áður fram í Straumsvík. Formgallar tilboðanna þriggja voru meðal annars fólgnir í því að eitt þeirra barst 3 mínútum of seint og tvö höfðu ekki nægilegar ábyrgð- ir. Áttundi áfangi hitaveitunnar, frá Urriðaá að Akranesi, verður boðinn út í næstu viku, og tilboð í sjötta áfanga, frá Höfn að Læk í Leirár- sveit, verða opnuð 24. mars. Varð- andi útboð á lögninni frá Bæ í Bæjarsveit að Deildartunguhver, er óákveðið hvenær verður boðið út. Hús á Hvanneyri og í Borgarnesi hafa verið hituð með hitaveitunni um nokkurn tíma, en verulegt hitafall er á leiðinni, þannig að til dæmis fellur hitastigið frá dælu- stöð við Brún í Bæjarsveit til húsa á Hvanneyri á bilinu 20 til 50 gráður eftir veðurfari eða af öðrum orsök- um. — Ófeigur Laxveiðin í sumar: Breytingar á leigu Hofsár í Vopnafirði BREYTINGAR hafa nú verið gerðar á leigu árinnar Ilofsár i Vopnafirði, sem er ein kunnasta laxveiðiá landsins. Veiðifélagið í Vopnafirði leigir nú ána sjálft, og selur síðan út veiðileyfi. en und- anfarin ár hefur Skotinn Brian Booth leigt ána, og jafnframt aðstóðuna i veiðihúsinu. Halldór Björnsson, bóndi í Engi- hlíð í Vopnafirði, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Booth, sem er minjagripasali í Lundún- um, hafi verið við Hofsá í nær tuttugu ár. Fyrst var hann aðeins með hluta árinnar, en síðustu 10 til 12 árin hefur hann leigt ána alla. Hann hefur þó aldrei notað hverja stöng allt sumarið, heldur hefur hann leigt ána áfram, og hafa íslendingar verið í hópi veiði- manna þar ekki síður en útlend- ingar. Einn kunnasti laxveiðimaðurinn í ánni undanfarin ár hefur hins vegar verið Karl Bretaprins, sem þangað hefur komið til veiða ár eftir ár í boði Booths. Halldór sagði alls ekki útilokað að prinsinn kæmi oftar til veiða í Vopnafirði, því Booth hefði þegar leigt all- margar stangir í ánni næsta sumar, og einnig aðgang að veiði- húsinu. Alls eru átta veiðisvæði í Hofsá, þar sem veiða má á sjö stengur í einu, og neðar í ánni eru þrjú silungsveiðisvæði. Alls eiga þrjátíu jarðir veiðirétt á vatnasvæði Hofs- ár og Sunnudalsár, sem báðar renna um Vopnafjörð. Að sögn Halldórs í Engihlíð, verða laxveiði- menn í Vopnafirði í sumar víða að af landinu, auk þeirra útlendinga er keypt hafa stengur í ánni. Samninganefnd Húnvetninga ræðir við RARIK SAMNINGANEFND, skipuð full- trúum hreppa og annarra aðila, sem hagsmuna eiga að gæta i Húnavatnssýslu vegna væntan- legrar virkjunar Blöndu, er kom- in til Reykjavikur til samninga- viðræðna við Rafmagnsveitur ríkisins og eru þær hafnar. Þá munu nefndarmenn kynna sér framkvæmd fyrri virkjana og vinnubrögð í sambandi við þau frá sjónarhóli þeirra sem eiga land- nytja að gæta. Fóru nefndarmenn að virkjunum á Suðurlandi í gær til þess að kynna sér viðhorf manna þar og framgang mála. Ríkisstjórnin hlaup- ist ekki undan ábyrgð MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi samþykkt frá sameig- inlegum fundi hreppsnefnda i Sauðanes-, Svalbarðs- og Þórshafn- arhreppi og stjórnar Verkalýðsfé- lags Þórshafnar: Sameiginlegur fundur hrepps- nefnda í Sauðanes-, Svalbarðs- og Þórshafnarhreppi og stjórnar Verkalýðsfélags Þórshafnar sam- þykkir svohljóðandi ályktun til rík- isstjórnar lýðveldisins Islands. Fundurinn skorar á ríkisstjórnina, að hún standi við bókun sína frá 1. ágúst 1980, þar sem segir: að rík'is- stjórnin heimili kaup á notuðum, erlendum togara, sem gerður verði út sameiginlega af aðilum á Þórs- höfn og Raufarhöfn og tekur að sér að útvega fjármagn til kaupanna. Fundurinn átelur harðlega þann skrípaleik er sviðsettur hefur verið af einstökum aðilum vegna togara- kaupa Útgerðarfélags Norður- Þingeyinga. Fundarmenn hafa fram til þessa staðið í þeirri góðu trú, að Fram- kvæmdastofnun rikisins og Byggða- sjóður séu stofnanir stjórnvalda til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, en ekki til að setja á svið skollaleiki þar sem tekist er á um pólitíska hagsmuni einstakra manna, en byggðasjónarmið að engu höfð. Fundarmenn hafa einnig staðið í þeirri góðu trú, að landinu væri stjórnað af Alþingi og ríkisstjórn en ekki af misjafnlega vönduðum fjöl- miðlastarfsmönnum. Að lokum ítrekar fundurinn þá áskorun sína til ríkisstjórnarinnar, að hún hlaupist ekki undan ábyrgð í málinu og standi vörð um byggð á Norðausturlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.