Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 Robin Kern segjandi sojfu sína á sjúkrahúsi Varnarliðsins á Kefiavíkurflugveili. Hún ætlar aftur að Glym og skoða þar aðstæður, og klifra þangað niður sem hún datt. Ég lamaðist af skelf ingu Inn af botni Hvalfjarðar er Botnsdalur og eftir honum fellur Botnsá úr Hvalavatni. í Botnsá er foss sá sem hæstur er á íslandi. fossinn Glymur. Hann mun vera um 200 metrar. Laugardaginn 28da febrár sl. fóru sjö Bandaríkjamenn, ungt fólk starfandi á sjúkrahúsi Varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, að fossinum Glym. Þau voru öll nokkuð vön löngum göngum og höfðu gengið á íslensk fjöll og sum farið áður að Glym — en þessi Glymsferð verður þeim sennilega eftirminnilegust allra göngu- ferða um ísland: Hér fer á eftir frásögn af þvi, þegar tvær bandarískar konur féllu tæpa niu metra í Glymsgljúfri og sluppu lítt meiddar og var hjálpað af borgfirskum björgunarmönnum. Robin er önnur konan sem féll og Miller einn karlmannanna í hópnum. Frásögnin af því, þegar tvær bandarískar konur féllu tæpa níu metra í Glymsgljúfri Miller: Klukkan var um 11.00 þegar við komumst ekki lengra og stöðvuðum bilinn. Um klukkan 13.30 vorum við komin að fossinum og virtum fyrir okkur þetta mikla vatnsfall. Það var kalt þó veður væri stillt. Við gengum hægt niður brattann, ætl- uðum að komast niður gljúfrið og safna steinum af árbotninum. Ég tók að mér að leiða hópinn, leitandi að öruggri leið niður, og klukkan hefur verið 14.15 þegar ég hélt ég hefði fundið greiðfæra leið. Ég stökk niður á klettsyilu, um það bil í mittishæð fyrir neðan brúnina, þar sem félagar mínir stóðu og fylgdust með mér. Standandi á syllunni leist mér ekki á niður- gönguna, hún sýndist brött og sleip, og ég klifraði upp aftur og sagði sem var að hér væri ekki heppileg leið niður. En konurnar í hópnum, konuna mína, Debbie, og Robin Kern langaði á sylluna, og konan mín sagðist ekki trúa öðru en hún gæti fikrað sig þaðan niður. Ég maldaði í móinn, en konan mín sagði sér litist leiðin svo vel, að hún vildi áfjáð fara, og ég sagði henni að gera það sem henni fyndist réttast, en mér þætti þessi niður- ganga afleit og ætlaði lengra með ánni og leita betri leiðar. Ég og Tiso tókum aftur upp göngu okkar og áður en við höfðum farið 50 metra fundum við mjög greiðfæra leið niður og örugga. Þegar hér kom sögu, stóð ég í þeirri trú að félagar okkar í hópnum hefðu fylgt okkur Tiso, en svo var ábyggilega ekki, því allt í einu heyri ég Paul Mervine kalla ofsa- lega, að tvö okar hefðu fallið niður! Konan mín og Robin ... Robin: Þegar Miller og Tiso voru farnir Krossinn sýnír hvaðan Debbie og Robin féllu, og neðst á myndinni liggur Robin og tvö úr hópnum hlúa að honum. Björn Egilsson frá Sveinsstöðum: Ein nótt á Hofi Að Hofi hjá Varmahlíð eru tjaldstæði fyrir ferðamenn. Þetta svæði er í brekku á móti austri dálítið frá veginum. Stallar voru gerðir í brekkuna og á þeim eru tjaldstæðin vel slétt. Framan und- ir hverjum stalli er lítil brekka og þar er gott að halla sér út af og njóta sólar þegar hún skín, eða láta sér iíða í brjóst eftir vökunótt með bakkusi. A þessum tjaldstæðum mun vera pláss fyrir 150 tjöld eða allt að því. Útsýni er fagurt þarna. Það sér yfir grænan Hólminn og handan við hann rísa hin formr fögru Blönduhlíðarfjöll. Hreinlæt- isaðstaða er góð, heitt og kalt vatn og rafmagn, svo karlmenn geta skorið skegg sitt og konur undið upp hárið, ef það hefur farið í flóka yfir nótt. Þá eru tveir klefar með steypiböðum og var það vel þegið. Margt fólk hefur látið þess getið, að hvergi í kringum landið væri betri aðstaða né skemmti- legra að tjalda. Eg, sem þetta skrifa, hef verið tjaldvörður á Hofi í þrjú sumur, eða frá því að tjaldstæði voru búin til á þessum stað. Mér hefur liðið vel þarna og allir hafa verið mér góðir. Eg hef líka verið þjáll, svaf í húsinu og gegndi kalli á nótt sem degi. Á meðan nótt var björt, var fólk að koma til klukkan tvö á nóttu. Eg hef líka reynt að vera kurteis, og ef eg er góður við alla, þá eru allir góðir við mig. Það er réttlætislögmálið. Áður fyrr var skaplyndi mitt ekki gull í skel. Það var eins og fugl, sem flögrar stefnulaust. Á seinni árum hef ég reynt að marka því stefnu eins og ég væri stjórnmálamaður. Sú „niðurtalning" hefur borið þann árangur, að nú kemur það sjaldan fyrir að eg skipti skapi. Sumarið áttatíu voru tjaldgestir á Hofi 1762. Auk þess gistu 206 börn sem ekki voru látin greiða gjald og voru þau innan 12 ára. Fjöldi af þessu fólki voru útlend- ingar. Ferðaskrifstofur með út- lendinga tjölduðu tvisvar í viku og stundum oftar. Auk þess voru margir útiendingar á leigubílum og margir gangandi. Illa gekk mér að skilja Frakka, því þeir hafa svo mikla andúð á Bretum, að þeir hvorki vilja né kunna að tala ensku. Mér þótti það harla undarlegt, að upp til hópa voru íslenzkar konur miklu fallegri en útlendar. Þegar eg hugleiddi þetta komst eg að þeirri niðurstöðu, að þjóðern- istilfinning mín væri alltof sterk. Það var kvöld eitt, að tvær konur komu að sunnan og tjöld- uðu. Þær voru komnar til vits, en ekki ára, rúmlega tvítugar. Þær voru að fara norður, eg held til Eyjafjarðarsýslu og ætluðu að vera nokkra daga á því svæði þar sem þær drógu andann í æsku. Þessar ungu konur buðu mér í kaffi og voru svo blíðar og góðar við mig, að mig dauðlangaði að sofa á milli þeirra og finna ylinn yfir nótt, bæði frá hægri og vinstri. Svalt var úti. Eftir nokkra daga komu þær aftur. Þá tjölduðu þær ekki, en gerðu sér ómak til að kveðja mig og þakka mér fyrir. En fyrir hvað? Fyrir það að eg talaði við þær. Á liðnu sumri var eg sjötíu nætur á Hofi. Allan þann tíma var næði gott á tjaldstæðunum, friður og ró, nótt og dag, nema um Verzlunarmannahelgina, þegar blóð rann eftir barsmíð aðfaranótt 3. ágúst, á sunnudagsnótt, þegar hátíðin náði hámarki. Það er annars undarlegt hvað fólk safnast saman í mikinn mannfjölda um þessa nafnfrægu sumarhelgi. Það er eins og lýðnum Björn Egilsson sé stjórnað af einhverri múgsefj- un eins og í forsetakosningum. Mikið vín er drukkið, kæruleysi magnast og skemmdarverk eru unnin. Að kvöldi 1. ágúst var fjölmenni mest á tjaldstæðunum. Það voru 86 tjöld og 196 manns. Syðst á tjaldstæðunum voru nokkur tjöld, sem fólk á Vesturlandi átti. Vest- lendingar áttu nóg vín og drukku. Vestlendingar voru mér góðir, og þegar eg kom til þeirra og bað þá að hafa ekki hátt lækkaði kliður- inn til muna. Mér fannst þeir láta vel að stjórn, enda voru þeir af því svæði á Vesturlandi, þar sem fyrirmað- urinn er kallaður einræðisherra. Einræðisherra þarf að vera í hverri sveit og bæ, því agaleysi er yfirþyrmandi með íslendingum. Þessa fyrstu nótt mátti heita rólegt og lítill hávaði. Þó var það síðla nætur að miðaldra kona frá Þjóðverjalandi kom til mín með miklu fasi, klagaði og flutti orð- ræðu nokkra, sem eg sá í svip konunnar að var röð af blótsyrð- um. Þessi kona var í tjaldi nálægt Vestlendingum. Svo kom nóttin vonda aðfara- nótt sunnudags. Fyrri hluta nætur var enginn hávaöi meðan fólk var á dansleik í Miðgarði og þá var líka myrkur yfir allt. Klukkan að ganga fjögur fór að birta og þá kom fólkið af dansleiknum og varð hávaði nokkur. Leið svo fram um hríð og Vestlendingar stóðu í smáhópum úti fyrir sínum tjöld- um. Klukkan rúmlega 6 kom bílstjóri úr Reykjavík inní húsið til að stöðva blóðrás. Hann hafði verið barinn í andlit, var illa útlítandi og blóðslettur um öll gólf. Eg hafði ekki síma, en mér var fengið tæki, sem eg gat kallað í og heyrðist þá gegnum holt og hæðir. Eg kallaði í lögregiuna og hún kom innan tíðar. Kona bílstjórans, lítið drukkin og falleg, var manni sínum til halds og trausts og flutti mál manns síns við lögregluþjón, sem ekki var úr Skagafjarðarsýslu. Konan sagði að það væri hart að vera búin að borga fyrir tjald- stæði og hafa ekki frið. Voruð þið í ykkar tjaldi? spurði lögreglu- þjónninn. Konan lækkaði róminn og sagði nei. Já, þið áttuð að vera í ykkar tjaldi, sagði lögregluþjónn- inn. Svo hélt konan áfram og sagði að það væri furðuleg ósvífni að berja manninn sinn, hún væri búin að búa með honum í 16 ár og hann hefði aldrei gert flugu mein og svo væri hann tveggja manna maki. Já, en eg er átta manna maki, sagði Gústi lögregluþjónn. Hann var eins og Egill Skalla- Grímsson, sem barðist einn við átta og hafði sigur. Konan endaði frásögu sína með því að Vestlend- ingurinn hefði barið með jap- anskri aðferð, sem karate er nefnd. Lögregluþjónarnir gengu suður á tjaldstæðin, töluðu eitthvað við þá sem í ófriði áttu og fóru svo. Eftir litla stund var bankað á gluggann hjá mér. Það var 14 eða 15 ára piltur, sonur bílstjórans, sem búið var að berja til blóðs. Drengurinn var blóðugur um var- ir, grátklökkur og bað mig kalla fljótt í lögregluna, því það væri brjálaður maður á tjaldsvæðinu. Lögreglan kom mjög fljótt og fór með bílstjórann og konu hans og son til læknis. Síðar frétti eg að meiðsli þeirra feðga hefðu ekki verið alvarleg. Á Vesturlandi eru margir góðir sjómenn. Þeir eru hertir í átökum við Ægi og líklega nota þeir karate í baráttunni við öldur hafsins. Og kjark skortir þá ekki, að þora að berja mann sem er tveggja manna maki og þar að auki frá stórveldinu Reykjavík. Á mánudagsnótt var allt hljótt. Ég heyrði engan hávaða þegar fólk kom af dansleiknum, en það hafði verið umgangur um húsið. Nærskjól af kvenmanni hafði ver- ið skilið eftir á klósetti karl- manna. Ég skildi ekki hvernig stóð á þessu og lögreglan gat ekki gefið mér neina skýringu á því fyrir- bæri. Klukkan eitt um nóttina lét eg heilar rúllur af pappír á salernin, en þegar eg kom á fætur klukkan 6 var búið að rekja niður allan pappírinn á klósettum karlmanna. Sumt lá á gólfinu, sumt fyrir utan húsið og sumu hafði verið vafið utan um tvö tjöld norðast á svæðinu. Þar láu tveir ungir menn framan í brekkunni, höfðu meðvitund, en bærðu ekki á sér. Við vegamótin heim að Hofi var stórt spjald með áletrun: „Tjald- svæði fjrir fjölskyldur". Skammt norðan /ið tjaldstæðin er hlið og þar vai annað spjald og á það skrifað: „Allur akstur bannaður frá kl. 12 á miðnætti til kl. 8 að morgn". Bæði þessi leiðbein- ingarspjöld voru mölbrotin á mánudagsnótt. Þetta atferli virð- ist sýna það, að sú kynslóð, sem nú er að vaxa til vits og valda, þolir ekki boð og bönn, vill ekki hlýða lögum og reglum. Þegar þessi mannfagnaður eða ófagnaðarhátíð sumarsins var lið- in fór eg að slá og slá. Eg varð að slá vellina einu sinni í viku til þess að grasið yrði ekki of mikið og gæti horfið ofan í rótina. Mannlíf að Hofi er ekki „salt- fiskur" heldur hitt sem skrifað stendur: „Allt hold er gras“, sem „afskorið verður fljótt".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.