Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 25 Guðjón Árni Gestsson, skipverji á Faxa GK, með Ennisfiskinn. LjÓ8m. Mbl. Kristján. Enn um ennisfisk DR. GUNNAR Jónsson fiskifrað- ingur hefur fjallað um Ennisfisk i greininni „Nýjar fisktegundir á íslandsmiðum", sem birtist i NáttúrufræðinKnum í fyrra. bar segir hann svo frá kykvendinu: „Ennisfiskur Caristius sp. Ennisfiskur er lítill fiskur — nær varla meira en 25 sm lengd — hávaxinn og þunnvaxinn með mjög hátt og þvert enni. Augu eru allstór en munnur lítill. Bakuggi er mjög langur og hár. Geislar í bakugga eru 26—30 en 15—18 í raufarugga. Kviðuggar eru fram- an við eyruggana og eru með einn broddgeisla og fimm liðgeisla. Hreistur er mismunandi stórt, mjög þunnt og vantar oft. Rák er engin. Litur er dökkpurpurabrúnn, ljós á höfði en himna á milli ugga er svört. Heimkynni ennisfisks eru út- hafið suðvestan Írlands, sunnan og suðvestan íslands og milli íslands og Grænlands. Wheeler (1969) getur þess að einn hafi fundist á íslandsmiðum en ekki hvar né hvenær. Næst verður eins vart í apríl 1978 undan SV-landi og sá þriðji veiðist í júní 1979 SV af Ingólfshöfða. Mjög lítið er vitað um lífshætti þessa fisks. Hann mun vera út- hafs- og uppsjávarfiskur. Ógæftir hjá Hornaf jarðarbátum: Helmí ingi minni afli á land l frá áramótum Ilöfn. 11. marz. GÆFTIR hafa verið með eindæm- um lélegar frá áramótum og til marks um það hefur róðrafjöldinn frá áramótum verið um 180 róðr- um færra nú en á sama tima i fyrra og hafa aðeins borizt á land rúmlega 1957 tonn, sem fengust í 348 róðrum. Á sama tima i fyrra höfðu borizt á land tæplega 3800 tonn i 528 róðrum, og er þvi um 1840 tonna minnkun afla frá sama tima i fyrra. Margir netabátanna tóku ís í gær og héldu á miðin og er búist við þeim í land á föstudag. Eitthvað hefur frétzt af fiskiríi vestur við Höfða. Undanfarna daga hafa tvö skip Eimskipafélagsins, Háifoss og Ira- foss, verið hér á Höfn. Háifoss kom með 8—9 þúsund síldartunnur, sem er fyrsti tunnufarmurinn fyrir næstu síldarvertíð. Síðan lestuðu báðir, Háifoss og írafoss, saltsild á Rússlands- og Svíþjóðarmarkað. Frá Fiskimjölsverksmiðju Horna- fjarðar fóru um 4200 tunnur á Rússlandsmarkað og frá Síldar- söltunarstöð Stemmu hf. fara um 5200 tunnur en þar af fara 1200 tunnur með Irafossi til Svíþjóðar. Með þessari útskipun hefur Stemma flutt út það sem eftir var af framleiðslu síðasta árs, en um næstu helgi koma skip og taka síðustu tunnurnar, sem eftir eru hjá Fiskimjölsverksmiðju Horna- fjarðar af síðasta árs framleiðslu. Þeir fáu trillukarlar, sem eru hér á Höfn, eru farnir að hugsa sér til hreyfings, og eru þeir í óða önn að dytta að trillunum og veiðarfærum. Þess má geta að lokum, að nýtt glæsilegt íþróttahús hefur verið tekið í notkun hér á Höfn, og er mikill íþróttaáhugi, bæði hjá ung- um og öldnum. Húsið er í notkun frá 8 á morgnana til 12 á kvöldin. Til marks um þann áhuga, sem er hjá fullorðnum á íþróttum, má BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur sent frá sér áskorun til alþingis þess efnis að alþingi samþykki tillögu tíu þingmanna um afnám vinveitinga á vegum rikisins og tekur undir þá skoðun flutningsmanna. að mikinn þátt í vaxandi neyzlu áfengis hérlendis eigi það viðhorf að ekki sé hægt að koma til mannfagnaðar eða skemmta sér við önnur tækifæri án þess að áfengi sé þar á nefna að húsmæður hafa tekið sig saman og æfa leikfimi, handbolta og badminton. Einnig hafa vinnu- félagar á ýmsum vinnustöðum tek- ið sig saman og æfa handbolta og fótbolta. Aðstaða, sem þessi til inniíþrótta hefur ekki verið fyrir hendi fyrr, og segja gárungarnir að hér stundi allir íbúar einhvers konar íþróttir og hafi harðsperrur hrjáð íbúa fyrsta hálfa mánuðinn eftir opnun hússins. — Einar boðstólum. Þannig sé mjög mikilvægt að rikisvaldið hætti að veita áfengi og sýni í verki að án þess sé hægt að vera. Skorar Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar á ríkisstjórnina og aðra opinbera aðilja að hætta vínveit- ingum í veizlum sínum. Tillaga þessi var samþykkt á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar 10. marz sl. með 10 samhljóða atkvæðum en einn fulltrúi sat hjá. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar: Yill að ríki af- nemi vínveitingar Málverkauppboð Klausturhóla: Verk Kristínar Jónsdótt- ur selt á 16 þúsund krónur MÖRG málverk eftir kunna íslenska listmálara voru seld á uppboði Klausturhóla um helg- ina, og voru margir um flest boð og talsvert f jör á uppboðinu er verk kunnra málara voru á ferðinni. Dýrasta málverkið sem selt var á uppboðinu fór á 16 þúsund krónur, mynd eftir Kristínu Jónsdóttur. Af öðrum málverkum er seld voru má nefna að tvær myndir fóru eftir Matthías Sigfússon á 3.200 og 3.300 krónur, málverk eftir Kristján Davíðsson fór á 3.100 krónur, mynd eftir Eirík K. Jónsson á 2.100 kr., vatnslitamynd eftir Eyjólf Eyfells fór á 2.500 kt. og olíumálverk eftir hann á 8 þúsund. Málverk eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal fór á 10.200, þrjár landslagsmyndir eftir Pétur Friðrik fóru á 3.700, 5.800 og 6.100 krónur, tússmynd eftir Kjarval var slegin á 7.100 krónur, blý- antsteikning eftir Emil Thorodd- sen fór á 1.100 krónur, og mörg fleiri málverk voru slegin nýjum eigendum. Öll þau verð er að framan greinir eru verð án söluskatts, þannig að raunverulegt verð þeirra er 23,5% hærra en fyrr- nefndar tölur gefa til kynna. Stækkun Rækjuness. Stækkun Sig. Ágústssonar hf. Ljosm.: Arní Heixason Unnið að stækkun fískiðjuvera í Stykkishólmi Stykkishólmi. 11. marz. TALSVERÐ uppbygging hef- ir verið í Stykkishólmi undan- farið. Rækjunes hf. hefir ver- ið að stækka sitt fiskiðjuver og færa út kviarnar. Fyrir- tækið hefir rekið 4 báta sem allir hafa stundað skelfisk- veiðar og flutt björg i bú og vinnslan hefir gefið mörgum drjúgar tekjur. Fram- kvæmdastjóri er Sigurjón Helgason. Frystihús Sig. Ágústssonar hf. hefir haft mikil umsvif og veitt mörgum góða atvinnu undanfarin mörg ár og hefir fyrirtækið haft mikil umsvif og vélvætt fiskiðjuverið að nýtísku fyrirmynd. Skelfisk- vinnsla hefir þar verið um árabil og munu fyrstu við- brögð til skelfiskvinnslu hafa komið þaðan. Nýting og tilhög- un er alltaf að færast í ný- tískulegra horf. Ágúst Sig- urðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, er mjög hug- myndaríkur og tileinkar sér alla þá tækni, sem gert getur hráefnið að fyrsta flokks vöru og afköst sem mest. Enn er þar unnið að endurbótum og við- byggingum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. _ Árni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.