Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 13 Erasmus var kunnasti húmanisti sextándu aldar ojí «aí sig aldrei á vald trúarofstæki margra sam- timamanna sinna. undan Adam Smith, greint við- skipti á markaði fræðilega. Á þetta bendir Emil Kauder í bók- inni Readings in the History of Economic Theory (I.H. Rima ed.). EUcki verður öllum gert til hæfis, þegar söguefnið er jafnvíðtækt og í þessu riti. Ég sakna þó rækilegri lýsingar ýmissa sértrúarsafnaða, anabaptista, hússíta, valdensa o.fl., sem minna mjög á sam- hyggjuhreyfingar nítjándu og tuttugustu aldar. Skipulagið í þýzku, borginni Munster, sem anabaptistar réðu á fjórða tug sextándu aldar, minnir á „stríðs- kommúnisma" Leníns og skipulag- ið í Kambódíu undir stjórn Pols Pots — fullkomið skömmtunark- erfi án peninga. Um þessa söfnuði eru til fróðlegar bækur, til dæmis The Pursuit of the Millennium eftir Norman Cohn og Socialism eftir Igor Shafarevich. Mér finnst höfundur ekki heldur lýsa af nægilegri glöggskyggni, hvernig trúfrelsið varð til á sextándu og seytjándu öld úr blóðugri baráttu ofstækisfullra trúmanna, sem tókst ekki þrátt fyrir margar tilraunir að neyða hver annan undir „rétta" trú og urðu því að sætta sig við trú hvers annars, og hvernig fólk reyndi á þessum öldum að lögbinda ríkisvaldið og breyta því úr gerræðisvaldi í réttarvald, þótt það tækist óvíða nema á Bretlandseyjum. Ríkishyggja höfundar blasir við; þegar hann segir um árið 1519: „I Þýzkalandi var þá hver höndin upp á móti annarri og það verk- efni að mynda þjóðríki með sterku konungsvaldi með öllu óleyst." Var það „verkefni", sem varð að leysa af sögulegri nauðsyn? Ekki leystu Svisslendingar það, og hafa þeir þó þótt farsælastir Norður- álfuþjóða. Sagnfræðingum hefur hætt til að dýrka valdið og stærð- ina, talið það lögmál, að ríki eigi að vera stór. En það á miklu fremur að vera undrunarefni og því tiiefni til skýringartilraunar, að sameinað Frakkland varð snemma til úr mörgum ólíkum smáríkjum eða héruðum, en að sameinað Þýzkaland varð ekki til fyrr en á nítjándu öld (og þá með hræðilegum afleiðingum fyrir nágrannaþjóðirnar). Sannleikur- inn er sá, að Norðurálfa (Evrópa) margra smáþjóða — Baska, Kata- lóníumanna, Portúgala, Dana, Norðmanna, Wales-búa og svo framvegis — er miklu eðlilegri og hæfir betur staðreyndum sögu og landafræði en Norðurálfa stórra ríkja, sem öll hafa verið stofnuð með valdi og kúgun minnihluta- hópa. Þjóðríkið er nýlegt og furðu- legt fyrirbæri (enda segist heim- spekingurinn Karl Popper í bók- inni Conjectures and Refutations ekki þekkja önnur dæmi um eðli- leg þjóðríki en ísland). Annað er umhugsunarefni. í þessu riti gætir þeirrar skoðunar eins og í mörgum öðrum, að mannkyninu hafi farið fram og siðferðilegir mælikvarðar orðið strangari á þeim tíma, sem liðinn er frá byrjun nýaldar. Höfundur talar t.d. um aðferðir, „sem jafn- vel þá þóttu miður geðslegar". En við höfum á tuttugustu öld orðið vitni að hryllilegum verkum Len- íns, Stalíns, Hitlers, Maós og Pols Pots, sem menn og stofnanir hafa varið suma kappsamlega á íslandi, ekki sízt það bókafélag, sem gefur út rit höfundar. Hann segir um þrælasöluna til Vesturheims: „Áætlað er að á þremur öldum hafi Afríka látið af hendi eitthvað um 20 milljónir manna á amerísk- an „vinnumarkað". Skuld mann- legra þjáninga Evrópubúans við blökkumenn og Indíána verður þannig seint ofmetin og aldrei greidd." Rétt er það. En að mati Alexanders Solsénitsyns (sbr. bókina Frelsisbaráttuna í Ráð- stjórnarríkjunum) bar Stalín fulla ábyrgð á dauða þrisvar sinnum fleiri manna. Á þetta minni ég, til þess að menn haldi ekki, að við nútímamenn höfum sloppið við þær vofur kúgunar og fjöldamorða, sem voru á kreiki á fyrri öldum. Þær eru enn lifandi og hafa jafnvel þjóna með hinum frjálsu þjóðum. Höfundur er jafnfjandsamlegur kirkjunni og „kapítalismanum". En það er þó lofsvert, að hann skrifar ekki upp úr eldri bókum það, sem missagt hefur verið um skipti kirkjunnar og vísinda- manna eins og Giordanos Brunos og Galileos Galileis, heldur kemur réttum upplýsingum að um þessi mál og önnur. Hann bendir einnig á það, að hinn illræmdi spænski rannsóknarréttur var stofnaður að frumkvæði ríkisins, sem notaði hann til þess að refsa óvinum sínum, þannig að kirkjunni sjálfri þótti stundum nóg um. Mannkynssaga 1492—1648 er ekki illa skrifuð, þótt ekki leiftri af stílnum. En höfundur er því miður ekki í nægilega lifandi tengslum við tungu sína til þess að geta kallað „Decamerone" Bocc- accios „Tídægru" eins og Ágúst H. Bjarnason og notað vísuorðin ís- lenzku: „Oft er viss í sinni sök/ sá er ekkert skilur" — um fleyg orð Montaignes (heldur íslenzkar þau svo klaufalega sem verða má: „Fífl ein eru viss í sinni sök“). Ósmekk- legt er einnig að segja, að hug- myndir „breiðist út“ og menn séu „þurrkaðir út“. íslenzkulegra er að segja, að hugmyndir berist um og mönnum sé útrýmt eða þeir séu myrtir. Vegna hleypidóma höfundar get ég ekki mælt með þessu riti, þótt mikill fróðleikur sé saman dreg- inn í því. En það er um merkilegt tímabil, svipir sögunnar koma að okkur hver öðrum meiri, þegar við flettum því — landkönnuðirnir sem sigldu austur fyrir Góðrar- vonarhöfða og vestur í álfu; menntamennirnir, Erasmus frá Rotterdam (einn geðslegasti mað- ur þessarar aldar), Montaigne, Machiavelli; trúmennirnir Lúter, Kalvín, heilagur Ignatius Loyola; að ógleymdum öllum valdabrösk- urunum. Sagan er miklu ótrúlegri en nokkur skáldsaga, yrkisefni veruleikans sjálfs eru óteljandi. Othar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Verktakasambands íslands: Vegagerð á Islandi og aískipti þingmanna Dæmi I. Veturinn 1979—1980 höfðu fulltrúar Vegagerðar ríkis- ins í Eyjafirði samband við verk- taka á staðnum vegna fyrirhugaðs útboðs á smáum verkum í um- dæminu næsta sumar. Stjórn Verktakasambandsins hafði sumarið 1979 gengið á fund um- dæmisverkfræðingsins og lagt til að meira væri boðið út. Þegar leið að sumri 1980 kom hins vegar babb í bátinn og barst verktökum til eyrna að ekkert yrði boðið út. Verktakasambandið spurðist fyrir um þetta mál og fékk svar frá vegamálastjóra en í þvi segir m.a.: „Svo sem fram kemur í bréfi yðar höfðu komið fram hugmyndir um að bjóða út tvö minniháttar verk á þessu svæði. Andstöðu við þessar hugmyndir gætti úr ýms- um áttum, svo sem frá vörubif- reiðastjórum, alþingismönnum o.fl. Þessi andstaða kom ekki á óvart, enda hafa skoðanir þessara aðila oft komið fram áður, og þá yfirleitt gengið í svipaða átt.“ Dæmi II. Nú í vetur bauð Hitaveita Akraness og Borgar- fjarðar út verk þar sem flutningur á efni var meginumfang verks. 17 tilboð bárust. Lægsta tilboð var kr. 369.022,50 en áætlun kr. 594.279,00. Var tilboð því 62% af kostnaðaráætlun en kostnaðar- áætlun var 75% af taxta vörubif- reiðastjóra og nemur kostnaðar- áætlun með fullum taxta kr. 742.848,00 og er tilboð 49% af þeirri fjárhæð eða kr. 373.826,00, sparnaður frá taxta. Lægsta tilboð þarf ekki að vera hagstæðast en mörg tilboð bárust og voru sum lítið hærri en lægsta boð. Vegagerð ríkisins ákvað nýlega, væntanlega með hliðsjón af hag- stæðu útboði Hitaveitunnar, að bjóða út flutning á efni í styrk- ingarlag Vesturlandsvegar frá Borgarnesi að Hreðavatni og skyldi verkið unnið á svipuðum tíma og hitaveituverkið. Útboðsgögn voru tilbúin í lok febrúar og átti að auglýsa útboð um mánaðamót febrúar/mars sl. Þá mun Vegagerðinni hafa verið tilkynnt að gera ætti tilraun til að semja við vörubifreiðastjóra á Akranesi og Borgarnesi. Einhverj- ir af þingmönnum umdæmisins höfðu knúið á um það að semja ætti við heimamenn. Athugasemdir og niðurstaða: 1. Ofangreind dæmi eru ekki nýlunda hér á landi. 2. Eina könnunin sem gerð hefur verið hér á landi um verklegar framkvæmdir mælir með út- boðsaðferð (gerð 1965—1966) og þess vegna var sú regla lögfest sem meginregla að bjóða skuli út enda ódýrasti kosturinn. 3. Alþingismenn, sumir hverjir, hafa dregið úr vegafram- kvæmdum í héruðum sínum með því að knýja á um að láta vinna verk með dýrari aðferð- um eins og í þeim dæmum sem að ofan eru nefnd. 4. Alþingismenn, sumir hverjir, hafa dregið verulega úr lífs- kjörum fólks hér á landi með því að stuðla að óheppiiegum og dýrum vinnubrögðum eins og í dæmunum hér á undan. 5. Þeir alþingismenn sem velja dýrari leiðirnar virðast ætíð ná sínu fram. 6. Sumir alþingismenn og aðrir hafa á óskammfeilinn hátt taiið „heimamönnum" trú um að það borgi sig betur að gera minna fyrir framlag ríkissjóðs en meira. 7. Ef t.d. dæmi II er tekið hér að framan er ljóst að það sem sparast hefði, mátti nota til annarra framkvæmda í hérað- inu, sem hleypir aftur fjöri í atvinnulífið. 8. Engin könnun hefur verið gerð um það hvort það borgi sig að nota þá aðferð sem nefnd er í dæmunum tveimur hér að framan til framdráttar byggðastefnu. Þá má frekar m.a. með vísan til þess sem áður hefur verið sagt benda á hagkvæmni fyrir hérað að boðið sé út. 9. Byggðastefnu sem er nauð- synleg að vissu marki er eng- inn greiði gerður með at- kvæðaþjónkun sem leiðir til lakari lífskjara. 10. Ætla má að verklegar fram- kvæmdir á þessu ári verði ca. 2—3 milljarðar króna (200— 300 milljarðar gamalla króna). 10% sparnaður eða hag- kvæmni við framkvæmdir þýðir 250 milljónir eða 25 milljarða gamalla króna. 11. Vegakerfi landsmanna væri betra ef alþingismenn létu sér nægja að úthluta fé til fram- kvæmda og setja meginreglu um verkaðferðir byggðar á reynslu (sbr. lög um opinberar framkvæmdir) í stað þess að vera með puttana í einstökum framkvæmdum á þann veg að afskiptasemin er ekki einu sinni þeim til góðs sem hjálpa skal. 12. Það eru til alþingismenn sem skilja nauðsyn þess að hafa lag á verklegum framkvæmd- um en þeir mega sín lítils gegn hinum, sem á misskilningi telja sér trú um að afskipti þeirra séu til góðs. Að öllu samanlögðu skal lands- menn ekkert undra að vegir eru ekki betri. Hins vegar er rétt að menn hafi þetta í huga næst þegar þeir velja sér fulltrúa á Alþingi. Othar örn Petersen hdl., framkvæmdastióri Verk- takasambands lslands. 308 krónur f yrir tonn af loðnu til bræðslu ÁGREININGUR varð í Yfir nefnd verðlagsráðs sjávarútvegs- ins um nýtt verð á loðnu til bræðslu, sem ákveðið var með atkvæðum oddamanns og full- trúa seljenda á föstudag. Teija kaupendur að með þcssari verð- ákvörðun muni vanta 1,7 millj- arða gamalla króna til að mæta áætluðum rekstrarkostnaði verk- smiðjanna á vetrarvertíðinni, en verðið gildir frá 1. janúar til loka vetrarvertíðar. Verðið á loðnunni var ákveðið 308 nýkr. fyrir hvert tonn af loðnu til bræðslu og er verðið miðað við 8% fituinnihald og 16% fitufrítt þurrefni. Verðið breytist um kr. 21,40 til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem fituinnihald breytist frá viðmiðun og hlutfalls- lega fyrir hvert 0,1%. Fitufrá- dráttur reiknast þó ekki, þegar fituinnihald fer niður fyrir 3%. Verðið breytist um kr. 25,70 til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem þurrefnismagn breytist frá viðmiðun og hlutfalls- lega fyrir hvert 0,1%. Ennfremur greiði kaupendur 50 aura fyrir hvert tonn til Loðnunefndar. Auk verðsins, sem að framan greinir skal lögum samkvæmt greiða 10% gjald til Stofnfjársjóðs fiskiskipa, og ennfremur 7,5% olíugjald, sem ekki kemur til skipta. Verksmiðj- unum ber þannig á grundvelli þessarar verðákvörðunar að greiða til veiðiskipa eftirfarandi heildarverð: Hoildarvorð til útKorðar að moð- tóldu oliugjaldi ok stofnfjár- sjoðsKjaldi kr. pr. tonn 1. Fyrir hvert tonn af loðnu miðað við 8% fitu- innihald og 16% fitufrítt þurrefni ...............................361,90 2. Viðbót eða frádráttur fyrir frávik um 1% að fituinnihaldi frá viðmiðun sbr. hér að framan ......................25,15 3. Viðbót eða frádráttur fyrir frávik um 1% að þurrefnisinnihaldi frá viðmiðun sbr. hér að framan ............................................................. 30,20 Ákvæði um ákvörðun fituinnihalds og fitufrís þurrefnismagns svo og afhendingarskilmála, eru óbreytt. Lágmarksverð á úrgangsloðnu til bræðslu frá frystihúsum skal vera kr. 29,55 lægra fyrir hvert tonn en að ofan greinir og ákvarðast á sama hátt og fyrir hvern farm samkvæmt teknum sýnum úr veiðiskipi. Vegna óvenju haRslæórar gengisskráningar franska frankans ueiuni við boóirt hina vinsælu PEUCKOT bíla á mjög }{óðu verði Panlið strax því aó aóeins örfáum híliim er óráöslaf*iö Peugeot 104 verð frá kr. 81.680.- Peugeot 305 verð frá kr. 104.320.- Peugeot 504 verð frá kr. 114.600.- Peugeot 504 station kr. 124.210.- Peugeot 505 verð frá kr. 134.500.- Peugeot 604 verð frá kr. 169.700.- HAFRAFELL HF. (Gengisskr. pr. 01.03. 81) UMB00 A AKUREYRI VÍKINGUR SF. VAGNHOFÐA 7^ 85 211 FURUVÖLLUM 11 •» 21-6-70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.