Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.03.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981 „Við teljum okkur vinna uppeldisstörf“ Spjallað við Jóhönnu Thorstein- son og Kristjönu Stefánsdóttur, fóstrur í Kópavogi — ViA litum svo á að dagvist- arstofnanir hafi fengið viður- kenningu flestra foreldra og ráðamanna á þvi að fólkið sem þar starfar sé að vinna að uppeldisstörfum. Dagvistar- heimili eru menningarstofnanir og okkur finnst það vera sjálf- sögð mannréttindi barna að eiga þess kost að dvelja á ieikskóla eða dagheimili a.m.k. 3—4 tíma á dag. Þetta segja þær Jóhanna Thorsteinson, forstöðumaður dagheimilisins við Furugrund i Kópavogi og Kristjana Stefáns- dóttir, dagvistarfulltrúi. Eins og alkunna er hafa málefni fóstra verið i brennidepli, um það þarf ekki að fjölyrða og sér reyndar ekki fyrir endann á þvi máli enn. Nýlega var gengið frá samningum við fóstrur á Akur- eyri og í Kópavogi og í fram- haldi af því rabbaði blm. við Kristjönu og Jóhönnu. m.a. til að forvitnast um uppbyggingu dagvistarmála i Kópavogi, innra starf þeirra o.fl. Aðspurðar um niðurstöður samninganna við ráðamenn Kópavogskaupstaðar sögðu þær að almennt virtist gæta þess misskilnings, að fóstrur í Kópa- vogi væru ekki ánægðar með þá samninga, sem við þær voru gerðir og mæni á Akureyrar- samningana. Þetta sé misskiln- ingur, fóstrur í Kópavogi hafi fengið mikilsverða leiðréttingu á sínum kjaramálum, þótt vitan- lega stefni þær hærra. — Okkur hefur fundist þróun- in í uppbyggingu dagvistarmála í Kópavogi dálítið sérstæð miðað við ýmis önnur bæjar- og sveit- arfélög, hún hefur verið hæg og jöfn og ekki sízt hefur innra starf dagheimilanna orðið öflugt og margvíst. Til dæmis hefur Kristjana Stefánsdóttir þar starfa tvær fóstrur á deild og á það sjálfsagt sinn þátt í því, hversu vel hefur gengið. Nú eru um 326 börn á dagvistarstofnun- um í Kópavogi og líklega er biðlistinn annað eins. Sl. tvö ár hefur dregið nokkuð úr fram- kvæmdum í dagvistarmálum. Því ráða ýmsir samverkandi þættir, mest náttúrulega pen- ingaleysi. Kannski væri réttara að orða það svo að það verði að velja, hvað skuli hafa forgang. Og þar sem Kópavogur er ungt bæjarfélag þarf að framkvæma margt á skömmum tíma. Og nú hefur endurnýjun gatnakerfisins sem sagt verið látin ganga fyrir að sinna. Við höfum alla tíð átt mjög gott samstarf við Félags- málaráð Kópavogs, sem hefur stutt okkur með ráðum og dáð og það hefur ekki verið lítils virði. Og um flest hefur Kópavogs- kaupstaður sýnt virðingarvert framtak í þessum efnum, þótt auðvitað sé ekki nærri nóg að gert í þessu. En það mun áreið- anlega koma. En vitanlega verð- ur maður líka að skilja að vegna þess m.a. hversu tiltölulega fá atvinnufyrirtæki eru í bænum fer hann á mis við þá tekjulind sem aðstöðugjöld eru víða. Þær lögðu báðar á það mikla að samstarf við foreldra væri .afar mikilvægt. — Reglulega eru haldnir for- eldrafundir og það er gott og gilt. En það getur verið erfitt að fá foreldra til að tjá sig, sumir líta á það sem hálfgildings hnýsni og skilja ekki tilgang okkar með því að spyrja þá um heimilishagi barnsins. En það segir sig sjálft að það geta komið upp vandamálatimabil á heimili barnsins, og barn sýnir mjög fljótt viðbrögð við slíku. Þá er mikilsvert að fóstra barnsins viti hvað er að, svo hún geti brugðist rétt við. Það hefur verið fylgt þeirri stefnu í Kópavogi, sem við telj- um mjög svo rétta að blanda saman aldurshópum. Það gerir til dæmis það að verkum að barn getur haft sömu fóstruna allan tímann sem það er á heimilinu. Og það þarf nú ekki meira en ör mannaskipti til að koma róti á litlar sálir, svo að við teljum þetta mjög gott. Með þessu — þ.e. að hafa börn á öllum aldri saman verður betra og heimilis- legra andrúmsloft og það verður ekki eins þrælskipulagt og eftir klukkuslætti, og þar sem þetta fyrirkomulag er ekki. Þetta reynist vera dýrara í rekstri en við álítum að reksturinn sé það miklu betri að það skili sér. Fóstrur eru mjög metnaðar- samar fyrir sína hönd og stéttar sinnar, sögðu þær báðar Jó- hanna og Kristjana — og þær sögðu að fóstrur tækju starf sitt alvarlega og reyndu að búa sig sem bezt undir það. Meðal ann- ars þess vegna hefði verið nauð- synlegt að fá viðurkennda heimavinnutíma „ekki til að föndra eins og ég sá haft eftir Guðrúnu Helgadóttur" sagði Jó- hanna, „heldur til að finna lesefni, fá hugmyndir um verk- efni og gera alls konar áætlanir sem börnunum geta komið að gagni. — Nú er rætt um að talgallar það verið regla í Kópavogi, að áherzlu, Jóhanna og Kristjana Jóhanna Thorsteinson ásamt börnum sínum. færist í vöxt meðal ungra barna og orðaforði sé heldur snautleg- ur. Sumir vilja rekja þetta til léttmetis á dagvistarstofnunum. — Það er ugglaust töluvert til í þessu og á sér náttúrulega margar skýringar. Við skulum gæta að því að börn koma víðar en aðeins á dagheimili svo að ekki tjóir að ætlast til þess að dagvistarstofnanir annist alger- lega um uppeldi barns og ábyrg- ist allan þess þroska. Við kapp- kostum að velja lestrarefni sem vekur börn til umhugsunar og kallar fram spurningar, en það er eins og stefnan hafi verið að framleiða bækur fyrir börn með svo einföldum texta að hann gefi ekki tilefni til neinna hugleið- inga hjá barninu. Við fitjum upp á ýmsu öðru sem við teljum þroskavænlegt, við getum nefnt sem dæmi að við vinnum ákveðin verkefni til dæmis um vorið. Þá er rætt um vor í bæ og vor í sveit, gerðar myndir og módel, sagðar sögur, við reynum að grafa upp lestrarefni allt og vísur sem tengjast vorinu o.s.frv. Við látum foreldrana vita að nú séum við að vinna í þessu verkefni til að reyna að draga þá inn í þetta líka. Eins og við höfum sagt er auðvitað misjafnt hvað foreldrar eru samvisku- samir og áhugasamir, en yfir- leitt er allt gott um það að segja. — Sennilega viðurkenna flestir gildi skammdvalar barna á dagheimili — þá er einkum átt við leikskólavist. En ekki eru allir á einu máli um hversu mikil hollusta það sé ungu barni að vera á dagheimili kannski allt upp í 8—9 stundir á dag. Hvað segið þið um það? — Okkur finnst skilningur foreldra hafa aukizt á því að hafi þeir annað hvort sveigjanlegan vinnutíma, losni fyrr ellegar eitthvað það komi upp að þeir geti sótt börn sín fyrr, sé það gert. Það eru mjög fáir foreldrar sem nýta opnunartímann alveg í botn, ef það er ekki brýn þörf á því. Það hefur líka gert það að verkum að við höfum getað sýnt þeim börnum meiri og nánari sinnu, sem vinnu foreldra vegna verða að vera allan tímann. En við erum sammála því að það getur verið hörku erfitt fyrir barn að vera allt upp í 8—9 tíma á dagvistarheimili á dag, en við reynum sem sagt að gera allt sem við getum til þess að hjálpa börnunum og gera þessa löngu vist þeim eins góða og eftirsókn- arverða og hægt er. h.k. Orka og öryggi Af raf magns- og símamálum í Miðfirði Á þessum síðustu tímum er um fátt meira talað en orkumál og víst er um það að þau snerta alla landsmenn á einn eða annan hátt. Vissulega var það mikið átak að komið skuli rafmagn á flesta sveitabæi landsins, þó enn séu nokkrir, sem ekki eru í sambandi við héraðsveitur, en hafa þá fengið fyrirheit um aðstoð við olíudrifnar rafstöðvar. Og mikill er munurinn frá því sem áður var að hafa ljós og hita fyrirhafnarlaust í hverjum kima þegar allt gengur eins og vera ber, þó vitanlega kosti það peninga en um það þýðir ekki að fást. En hvað þá um öryggið! Er það eins og best verður á kosið? Um það leyti er byggðalínan var lögð hér norður var hafin mikill áróður fyrir því að rafmagn væri sem víðast tekið til upphitunar, og skiljanlega urðu margir við þeirri áskorun og munu nú flestir bæir hér í sveit vera háðir rafmagni hvað upphitun snertir. En nú í tvö skipti á einum mánuði hefur þessi svo til nýja byggðalína bilað það mikið að rafmagnslaust hefur verið á stórum svæðum, svo fólk hefur mátt sitja í kuida og myrkri svo dögum skiptir. Má raunar með sanni segja, að veður eins' og 16. febrúar komi ekki oft sem betur fer, en veður álíka og var nú hinn 6. mars má heita árlegur viðburð- ur hér norðanlands, og hafa oft staðið í fleiri sólarhringa svo að ógjörlegt hefði verið að standa að viðgerðum. Óneitanlega setur kuldahroll að ýmsum að hugsa til þess að vera án rafmagns í lengri tíma þegar kaldast er og verst gegnir. Er það virkilega að þessar línubyggingar séu ekki það traust- ar að þær þoli íslenska vetrarveðr- áttu? Með tilliti til þessa er merkilegt, að ýmsir af ráða- mönnum þjóðarinnar skuli enn vera á því að best verður séð fyrir orkuþörf landsmanna með því að framleiða orkuna að mestum hluta á mjög takmörkuðu svæði, sem auk þess er mjög mikið áhættusvæði hvað náttúruham- farir snertir. Allir eru meira eða minna háðir rafmagninu og þegar það er ekki til staðar, skapast allskonar erfið- leikar og óþægindi. Mjólkurfram- leiðendur sem ekki hafa sérstakar rafstöðvar verða að handmjólka sínar kýr, sem er mikil aukavinna. Ekki þýðir að opna sjónvarp eða útvarp. Margir bæir hér í Miðfirði stilla sjónvarp sitt á endur- varpsstöð hjá Bjargi, ekki skal ég segja um hverju er að kenna, en þeir eru æði margir dagarnir auk óveðursdaganna, sem ekkert sjón- varp hefur sést hér. Þeir sem hafa rafhlöðuútvarpstæki geta auðvit- að fylgst með útvarpi og eru þá alltaf mest áberandi tilkynningar frá Rafveitunum að öðru leytinu um lokun eða skömmtun á vissum svæðum og að hinu leytinu frá RARIK og innheimtu útvarps og sjónvarps um greiðslu afnota- gjalda með tilheyrandi hótunum um lokun ef ekki er greitt á réttum tíma. Þegar rætt er um öryggismál „má ekki gleyma garminum hon- um Katli". Það er Landssímanum. Hér búum við við sama ástand og fyrir rúmum 50 árum, þá var lagður hér einkasími um sveitina og voru 10—12 símanúmer á hverri línu, þetta ástand varir enn, það er sama línan og númera- fjöldinn, en nærri má geta að allt er þetta farið að gangá úr sér. Við höfum samband við Hvamms- tanga frá 9—20 á virkum dögum, það er að segja þegar allt á að heita í lagi, en um helgar frá laugardagskvöldi til mánudags- Benedikt Guðmundsson morguns í 37 tíma er aðeins opið í 5 klst. Þætti víst sums staðar ekki nógu gott. Það skal tekið fram að afgreiðsla á Hvammstanga er eftir aðstæðum mjög góð. Við höfum sex þingmenn, þar af tvo ráðherra, þeir vinna án efa mikið starf, en ekki held ég að væri sanngjarnt að ásaka þá fyrir fyrirgreiðslupólitík í þessu máli. Það sem sagt hefur verið um ástand og horfur í þessum málum er að mestu bundið við þetta byggðarlag, hvort líkt horfir ann- ars staðar á landinu er annarra um að dæma. Benedikt Guðmundsson Hjálpar- starf Ananda Marga í Úganda Á VEGUM Hjálparstofnunar Ananda Marga eru enn fremur á hverjum tíma starfandi hjálp- arsveitir þar sem tímabundið neyðarástand ríkir, svo sem nú er á Suður-Ítalíu og í Austur- Afríku. í sambandi við þetta starf safna deildir stofnunar- innar matvælum, lyfjum, hjúkr- unargögnum, fatnaði og ábreið- um víða um lönd. Hjálparstofn- unin á íslandi hefur nú tekið að sér það verkefni að safna ábreiðum, fötum og peningum vegna neyðarástands, sem ríkir í Uganda, en talið er að þar séu nú um 2 milljónir manna þurf- andi vegna þurrka og ótryggs stjórnmálaástands. Þeir sem óska að leggja fram peninga geta greitt beint eða með gíróseðli inn á ávísana- reikning nr. 51078 (nnr. 8443— 8960) í Landsbanka íslands, aðalbanka, Fatnað og ábreiður má afhenda í Aðalstræti 16, 2. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.