Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 Góður togaraafli að undanförnu: Enn strandar norskur bátur í Skutulsfirði ívdfirrti. 12. áKÚst. NORSKUU ra'kjutogari. Odd Erik F 90 BI). strandaAi í innsÍKÍinKunni til ísafjarAar í moriiun. midvikudaK. Er þat) í annad sinn á skömmum tíma aö norskur bátur strandar í þossari þroniíu innsii;linKU. Báturinn var að koma frá Tromsö á leið til rækjumiðanna við Grænland. Hér ætlaði hann að t.aka vatn ok olíu. Lóðsbátur- inn fór á strandstað, en ekki tókst honum að ná norska bátnum út, en á flóðinu í kvöld náðist báturinn svo út óskemmdur enda er sandbotn þarna. Skipverjarnir bjuuKust við að vera um sex vikur í túrnum og sö({ðu þeir að fjórir aðrir norskir bátar væru á mið- unum, en veiði hefði verið treg undanfarið. Um tildrög óhapps- ins vildu þeir lítið segja, ypptu öxlum og brostu. Hafnsögumaður var ekki um borð. Úlfar Oddur Eiríkur á sandrifinu sunnan við Sundahöfnina á ísafirði. I.josmynd ÍJIfar. Örðugleikum að ljúka í Atlantshafsfluginu ATLANTSIIAFSFUIG Flugleiða hefur gengið fremur háglega að undanfornu vegna verkfalls flug- umferðarstjóra í Bandarikjunum og vegna samúðarverkfalla kanad- ískra flugumferðarstjóra. Af þess- um sökum urðu um 100 manns enn, munu fara með Frankfurt- vélinni í dag og unnið er að því að fá leigða vél til að koma þeim farþeg- um, sem enn bíða á áfangastað. Sveinn sagði ennfremur, að ef þessir möguleikar yrðu allir að veruleika mætti búast við því að vandinn væri að mestu úr sögunni. Hins vegar gengi mjög seint inn í New York nú, en það virtust vera byrjunarörðugleikar, því betur gengi að komast þaðan. Fundur var haldinn í flokksstjórn Alþýðuflokksins í gærkvöldi og áttu um 80 manns rétt til setu á fundinum. Fjallað var um Alþýðublaðið og kröfu ritstjórnar þess um traustsyfirlýsingu. Fundinum var ekki lokið, er Morgunblaðið hafði siðast spurnir af honum nokkru eftir miðnætti. Myndin sýnir þrjá þingmenn Alþýðuflokksins ra'ðast við er þeir komu til fundarins, þau eru Jóhanna Sigurðardóttir, Magnús H. Magnússon og Árni Gunnarsson. (Ljósm. Guójón). Kjartan Ólafsson héraðslœknir látinn 1130 lestum landað í Revkjavík í vikunni strandaglópar hér i fyrrinótt og ga'r og nú mun láta nærri að Flugleiðir séu einni ferð á eftir í áa'tlun sinni. I»ví er unnið að því að fá leigða vél til einnar ferðar fram og til baka til lausnar þeim vanda. Framvinda þessara mála er ekki enn Ijós. en kanadisku flug- umferðarstjórarnir hafa nú að óllum líkindum ha'tt verkfallsað- gerðum. svo von er til að úr ra-tist fljótlega. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaöafulltrúa Flugleiða, komu hingað tvær vélar í fyrrinótt á leið vestur um, en urðu stopp. Önnur vélin, sem var á leið til Chicago, komst svo vestur um klukkan 13 í gær og var væntanleg aftur hingað Um 1.30 í nótt á leið til Luxemborg- ar. Vélin til New York komst ekki af stað fyrr en seint í gærkvöldi, en er væntanleg aftur hingað í dag á leið til Luxemborgar. Farþegar, sem hér hafa beðið eftir flugi til Luxemborgar og ekki fengið far Sjónum da'lt úr Dagstjornunni. Eins og kunnugt mun af fréttum kom leki að skuttogaranum Dagstjörnunni er hún var stödd á Jökultungunni i fyrradag. Skuttogarinn Ingólfur Arnarson dró Dagstjörnuna til Reykja- víkur og í dag var unnið að þvi að dæla sjónum úr skipinu og kanna skemmdir af völdum lekans. Ljósmynd Mbl. Krístján. KJARTAN Ólafsson, héraðslækn- ir í Keflavík. er látinn. 60 ára að aldri. Ilann var sonur hjónanna Ólafs Ólafssonar skólastjóra á Þingeyri og Kristínar Guð- mundsdóttur. Kjartan lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942, læknisprófi frá Háskóla íslands 1949 og hlaut almennt lækninga- leyfi 1951. 1948 var hann um tíma settur héraðslæknir í Ögurhéraði og Árneshéraði. 1950 var hann settur héraðslæknir í Flateyrar- héraði og skipaður til sama héraðs 1951. Hann var skipaður héraðs- læknir í Keflavíkurhéraði frá og með 1. janúar 1958 að telja og gegndi hann því embætti siðan auk þess sem hann var læknir elliheimilisins Hlévangs í Kefla- vík. Kjartan tók mikinn þátt í fé- lagsstörfum og var meðal annars formaður Læknafélags Vestfjarða um tíma, formaður Rauða kross- deildar Flateyrar og formaður Krabbameinsvarna Keflavíkur um í Reykjavík hafa þrír skuttogar- ar landað afla það sem af er þessari viku, Otto Þorláksson var með 260 lestir af þorski, Jón Baldvinsson með 210 lestir af þorski og Engey 290 lestir, mest- megnis karfa. Þá hófst löndun úr Bjarna Benediktssyni á 250 lestum af karfa í gær og þá kom Ingólfur Arnarson inn eftir örfáa daga með 120 lestir af karfa. Guðbjörgin landaði á ísafirði í fyrradag 290 lestum af þorski og von er á Guðbjarti og Páli Pálssyni inn í dag. Þorskveiðar fyrir vestan hafa gengið vel að undanförnu, en lakar hefur gengið á „skrapinu,, og TALSVERT hefur borizt af fiski á land á hclztu útgcrðarstöðum landsins að undanförnu og cru jafnvcl brögð að því að þurft hafi að sigla með aflann vegna þess að vinnslustöðvar í landi hafa ekki haft undan. Þá munu aflabrögð vcra mcð cindæmum góð út af Austfjörðum og eru flestir togar- anna þar komnir með meiri afla nú en allt árið í fyrra. er afli þar nú heldur minni en á sama tíma í fyrra. Víðast hvar um landið er aflinn svipaður og í fyrra samkvæmt þeim heimildum, sem Morgunblað- ið hefur aflað sér, nema á Aust- fjörðum, þar sem mikil aflaaukn- ing hefur orðið og hafa verið brögð að því að sigla hefur þurft með aflann, þar sem vinnslustöðvar í landi hafa ekki haft undan. Þá hafa einnig verið brögð að því vegna mikillar þorskgengdar að skipin hafa þurft að færa sig burt af ýsumiðum í þorskbanni vegna þess hve mikið af þorski hefur verið í aflanum. árabil. Hann var Garðprófastur árið 1947, formaður skólanefndar Flateyrarskólahverfis í 3 ár og í stjórn Rótarýklúbbs Keflavikur um tíma. Eftirlifandi kona hans er Ásdís Helga Jóhannsdóttir og varð þeim þriggja barna auðið. Loðnan dreifð og ís hamlar veiðum — segir skipstjórinn á Albert GK SÆVAR Þórarin.sson skipstjóri á Albert GK 31 kom með fyrstu haustloðnuna inn til Siglufjarð- ar í ga'r. fullfermi. eða 600 lestir alls. Loðnan fékkst á miðunum milli íslands og Græn- lands. við miðlínuna norðvestur af Kolbeinsey. Sævar sagði, að loðnan á þess- um slóðum væri enn nokkuð dreifð og ís hamlaði einnig veið- unum, en talsvert væri af henni og líklega færri hún að þéttast fljótlega. Þeir hefðu fengið þenn- an afla í 10 köstum og sér væri kunnugt um að hinir bátarnir, 13 alls, væru einnig að reita eitt- hvað, þó þeir hefðu ekki tilkynnt um afla enn um miðjan dag í gær. Verkfall loftskeytamanna í Grænlandi: Reynt að tefja för skip- anna hér að beiðni Dana N/ESTU daga er von á tveimur skipum frá Konunglegu Græn- landsverzluninni til Reykjavikur og koma þau með farþcga sem orðið hafa innlyksa á austurstrond Gra'n- lands vegna verkfalls loftskeyta- manna þar í landi. Ilefur félag loftskeytamanna í Danmörku sent félagi loftskeytamanna hér bréf, þar sem íarið er fram á að islenzkir loftskeytamenn geri það sem i þeirra vaidi stendur til að hindra siglingu skipanna. þvl að að áliti danskra og grænlenzkra loftskeyta- manna er um verkfallshrot að raða. Ólafur Björnsson, form. Félags ísl. loftskeytamanna, sagði í gær, að vegna verkfalls loftskeytamanna og fleiri tæknimanna í greininni hefði farþegaflug milli Syðri-Straum- fjarðar, Kúlusúk og Meistaravíkur lagzt niður og biðu 122 farþegar í Angmaksalik og fleiri stöðum á austurströndinni fars til Danmerk- ur. Nú hefði Konunglega Græn- landsverzlunin ákveðið að senda tvö skip, Tala Dan og Nakok S., og láta þau flytja fólkið til íslands, en héðan er svo ætlunin að það fljúgi til Danmerkur. Mun annað skipanna, Tala Dan, vera væntanlegt, til Reykjavíkur í dag. Danska loftskeytamannafélagið „Radio- og telegrafist foreningen", hefur sent félagi loftskeytamanna bréf, þar sem farið er framá að hér verði reynt að hindra þessa flutn- inga, þar sem Danirnir líta á þá sem verkfallsbrot. Félag loftskeyta- manna hefur sent Farmanna- og fiskimannasambandinu bréf þar sem farið er framá liðsinni í þessu máli. „Já, við höfum fengið bréf frá félagi loftskeytamanna þar sem þeir biðja okkur um að veita sér stuðning í þessu máli,“ sagði Ingólfur Falsson, forseti Farmanna- og fiskimanna- sambandsins. „Við munu fara þess á leit við hin ýmsu félög innan okkar vébanda að þau hafi í frammi einhverjar aðgerðir til að hindra siglingu skipanna eða tefja fyrir þeim.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.