Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 27 nú er það nýjasta Kísilmálmverk- smiðja, dúsa, sem Austlendingum er ætlað að totta næstu árin. Upplýst var i útvarpi nýlega að unnið yrði að rannsóknum „til undirbúnings Austurlandsvirkj- un“ og sagt var að ekkert ætti að byrja á verkinu í sumar, aðallega vegna þess að vatnsaðflutnings- skurðir væru svo voðalega langir og verkið geysilega stórt. Eru stórvirkjanir óhóflega dýrar? Hin vinstrisinnuðu afturhalds- öfl, hafa í marga áratugi látið þann óhróður klingja, að stórar virkjanir og stóriðja, séu svo óhóflega dýrar, að algert óvit sé að leggja fjármagn í þær, aðeins smáar virkjanir til heimabrúks og smáiðnaðar eigi rétt á sér. Þessum þjóðskaðlega áróðri hefir komm- um og hálfkommum Framsóknar, tekist að þrýsta svo kyrfilega, jafnvel langt inn í raðir andstöðu- flokka sinna, að þessi vinstrivilla stendur eins og „bögglað ráð fyrir brjósti þeirra". Ekkert er talið við það að athuga, þótt þjóðin kaupi og þambi með góðri lyst áfengi fyrir 25—30 milljarða g.kr. á síðasta ári (Ekki ólagleg stóriðja það!). Yfirleitt allt hrunadans- eyðslubrjálæðið, sem gengur nú eins og sálarlegur svartidauði gegnum þjóðfélagið, er jafnvel talið sjálfsagður hlutur. Stórvirkjanir og stóriðja er tvímælalaust lang- hagkvæmust fjárfesting. Skuggabaldar gegn stóreining- um orkubeizlunar virðast aldrei hafa eygt þá staðreynd að eignir, til dæmis hús eru ýmist reist eða keypt, oftast með miklum áhvílandi skuldum í byrjun, en sem greiðast niður á nokkrum árum og verður að lokum hrein eign til stórhags eiganda. Allar elstu virkjanir hér eru búnar að margborga sig, og orkan frá þeim mjög ódýr. Nú vil ég spyrja æðstu orkuyfirvöld ásamt núverandi rík- isstjórn. Eruð þið virkilega búnir ^TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI 44144 UMBOOIO A AKUflEYRI: BLAFELL S/F ÓSEYRI 5A — SlMI M-21090 “ ■ „Sofðu, sofðu góði“ - Orkuráðstefnan eftir Ingjald Tómasson Lokið er fyrir nokkru svo- nefndri ráðstefnu um orkumál. Það er nær augljóst, að hún hefir verið svipsett með aðeins það markmið í huga að svæfa bæði þjóðina í heild, stjórnarandstöð- una og öll einlæg áhugaöfl um sem fljótvirkasta virkjunar- og iðnað- aruppbyggingu. Þótt ótrúlegt sé, virðist þetta ráðstefnuherbragð orkuyfirvalda hafa tekist svo að þau megi vel við una. Orkumála- stjóri lýsti því yfir í útvarpi að ráðstefnu lokinni, að nú væru allir flokkar sammála um stóraukna orkubeizlun og stjóriðju nú þegar. Ég fullyrði að því miður er þetta ósatt. Eða eru æðstu yfirmenn orkumála svo miklir einfeldningar að halda að Alþýðubandalagið, með orkuráðherra í fylkingar- brjósti, hafi breytt margyfirlýstri orkumálastefnu sinni. Hvenær hefir núverandi orkumálastjórn sýnt minnstu viðleitni til að hraða orkuframkvæmdum, með það í huga að framleiða stóraukið magn útflutningsafurða, svo þjóðin geti séð hylla undir fall hins erlenda skuldahelsis af hálsi sér, og eygt þá björtu framtíð þegar allar samgöngur, öll fiskiskip og allar vélar bæði við sjó og í sveit — allt rekið með innlendri orku. Hinn mikli skaðvaldur olía og benzín sést vart á okkar landi, og við þá áreiðanlega orðnir stórir veitend- ur á erlendum, nú vanþróuðum vettvangi, bæði i beinum framlög- um, tækni og lánveitingum. Það er fullvíst, og ætti að vera öllum augljóst, að Alþýðubanda- lagið er enn við sama heygarðs- hornið. Það bara einblínir á þá þjóð sem lengsta reynslu hefir í sósíal. En hvernig væri nú að glugga aðeins í „sósíalinn" í Pól- landi. Sú fregn kom í útvarpi að allt efnahagsástand þar væri í algeru rusli, og þess vegna yrði óhjákvæmilegt að reka heim stór- an hluta af starfsliði ríkisbákns- ins. Það er óhrekjanlegt að valda- menn orkumála í núverandi ríkis- stjórn hafa frá byrjun stigið á orkubremsuna eins og þeir hafa haft afl og hug til. Marg oft hefi ég bent á þessar staðreyndir. Iðnaðaráætlun orkuráðherra með 50 nefndirnar, starfshópana og ráðin, er orðin sorgleg vitfirr- ing, sem engan grundvöll hefir. Sjóefni, salt, járnbræðsla, pappír, blómaútflutningur, og nú skal bjarga fólksflóttanum úr orkurík- ustu og bestu sveitum landsins fyrir austan fjall með svonefndri límtréverksmiðju og nota til þess erlent rándýrt timbur, sem stöð- ugt hækkar í verði á heimsmark- aði. Margt fleira mætti nefna. Og Lúxusbíll Traustur og tígulegur vagn. Glæsilega hannaður ytra sem innra, með sérlega vandaða innréttingu. Bíll sem rennur Ijúflega á vegum úti. „Það er óhrekjan- legt að valdamenn orkumála í núver- andi ríkisstjórn hafa frá byrjun stigið á orkubremsuna eins og þeir hafa haft afl og hug til.“ Bandarísk orkusparnaðarnefnd telur nær fullvíst, að ný og stærsta olíuverðsprengingin verði eftir fá ár og þessvegna hvetur hún bandarísk stjórnvöld til mik- illar olíusöfnunar. Að lokum vil ég segja við núverandi stjórnarandstöðu: Fall- ið ekki í þá gryfju að trúa á stefnubreytingu Alþýðubanda- lagsins í orkumálum. Það hefur ekkert breyzt á bænum þeim, og þess vegna fullvíst að orkubeizlun verður haldið í algeru lágmarki meðan Alþýðubandalagið og stuðningsmenn þess hafa alla stjórntaumana í sinni hendi. Og ég skora eindregið á stjórnarand- stöðuna að láta núverandi aftur- haldsstjórn í orkumálum aldrei í friði fyrr en þeir neyðast til að byrja, með fullum krafti á næstu stórvirkjun og auki virkjunar- hraða við Hrauneyjafoss eins og frekast er mögulegt. Toyota Crowri“ Öryggi í gæðum - Öryggi í verði Rúmgóður 5 manna bíll. Bensínvél 2800cc Diesel 2,2 4ra dyra sedan og station. Byggður á sjálfstæðri grind. Beinskiptur 5 gíra Sjálfskiptu 3ja gíra + yfirgír(overdrive). ■ Vökvastýri — Veltistýri. iI Farangursrými af stærstu gerð. Farangursrými og bensínlok opnað úr mælaborði. Rafmagnslæsingar í hurðum. Verð til atvinnubílstjóra kr. 111.000.- Innifalið í verði: Útvarps- og kasettutæki. Rafmagnsloftnet. Ingjaldur Túmasson að gleyma hinum mikla orkuskorti síðasta vetur og því gífurlega gjaldeyristapi og olíubruðli sem honum fylgdi? Verði næsti vetur svipaður og hin óvenju stöðuga þurrkatíð helzt í sumar og haust, þá er það augljóst að sagan endurtekur sig í auknum mæli, ef orkuyfirvöld sitja hálfdottandi á velmegunarstóli og gera lítið sem ekkert til umframorkuöflunar í sumar. Þótt fyrsta vél við Hraun- eyjafoss fari í gang í haust, þá er það augljóst að það nægir vart í ört vaxandi almanna notkun, hvað þá að sinna þeim fjölmörgu fyrir- tækjum sem nú neyðast til að nota hinn rándýra mengunarskaðvald, olíu. Verð á hagabeit fyrir hross VERI) Á hagbcit fyrir hross var mjög hreytilegt á sl. sumri. eða allt frá g.kr. 1.500 til g.kr. 6.000 á hest á mánuði. að þvi er segir i fréttahréfi frá upplýsingaþjón- ustu landhúnaðarins. Á fundi stjórnar stéttarsam- bands bænda þann 11. júní sl. var samþykkt að koma á framfæri ábendingu um að hæfilegt verð á hagbeit nú í sumar væri frá nýkr. 50 til nýkr. 100 pr. hest á mánuði eftir aðstæðum og gæðum ha- glendisins. Til samanburðar má geta þess að Hestamannafélagið Fákur mun taka kr. 110 pr. hest á mánuði í löndum félagsins vest- an Hellisheiðar en kr. 100 að Ragnheiðarstöðum í Flóa. Þar er um að ræða stórar girðingar, í minni girðingum hefur verið komið fyrir rétt til að auðvelda mönnum að handsama hrossin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.