Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 Frumskógafargjöld og stuðningur við Flugleiðir eftir Pétur Pétursson, þul Almennum skattborgurum kemur undarlega fyrir sjónir hve áfjáð íslensk stjórnvöld virðast í blindfluKsstuðnintfi sínum við ein- okunar og kverktakafyrirtæki FluKleiða. DrjÚKur skildingur er sóttur í vasa hvers einasta skatt- borgara til þess að fljúga skýjum ofar, út og suður, upp ok niður, allt eftir dintum ok doðröntum skýja- Klópa. Það vekur óneitanleKa furðu að fyrirtæki er eðli máls samkvæmt ætti að leKKja meKÍnáherslu á innanlandssamKönKur auk far- þeKaflutninKa þjóðbræðra fluK- hafna milli skuli lýsa frati á landa sína, en kosta kapps um að keppa á erlendum markaði ok bjóða sæti sín í austur ok vestur, kúrekum ok Capónum, en láta lönd ok leið samþeKna ok syni. NýleKt dæmi um heimfluK frá Kaupmannahöfn leiðir huKann að kjörum íslend- inKa Greinarhöfundur var staddur í Kaupmannahöfn fyrir skömmu ok spurðist fyrir um fluKfar heim. , Var tjáð í skrifstofu FluKleiða þar í borK að far frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur væri falt með vélum félaKsins ok kostaði heim- far danskar kr. 2.825,00. Þá er spurt var um kjör í næturfluKÍ kom í ljós að þar voru kjör með allt öðrum hætti. Þá kostaði farmiði fram ok til baka kr. 2.035,(X) danskar krónur. Væri sá kostur valinn varð Ijóst að betur borKaði sík að kagpa far fram ok til baka með næturfluKskjörum ok fleyKja miðanum er heim kæmi. Við það spöruðust 790.00 danskar jm/'/Mt/zM' 4ifru/va snr&n OfNMAMI NOMWAV SWIOIN PASSENGER TICKET AND 0t*9“> D.t. and Pt.e. Of I..UO 57AQP2? IBJUt? ’tmtTirirrT bethfín 20C0-C60r BAQQAQE CHECK s*s %0-COO. “ “ C0?fNH*CFN N*~ : — — Not tr.Mf.V.b® * Conionction nc.ol. CENMAKK j Carnor | Elight No j o.n D.to Timo St.tu* Foro Bo.it/Ticket do.ignotor [ Not vohd 1 Not volid boforo oftor Froo 1 allow ;"T 0PENHA5EN >1 2*5 vj X6JUL 01 tYNllf —1 f'H' II. KEYKJAVIK KE Fvor ÞVQID V0I0 YKJAV IK , El 0ÞEH Y| 0OFU YNVU 2? JULlfc *'J t?0f !'*C 0ÞENH4GE N voi fivoijj ckyoLp- M ? f .JIVOITJ NO VALJK B.yy.g. cn.ckod | Pc. /—wl ,Uocht.OV „ 1 / i Tc. m | j Unek O wtj Pe. wt r™l fit *n sona J t ; 1 • | V ?035\6JUL81CPH PJ RQKIOIT.SOEI CÞH10V7.100KR?05X.00 Subjcct to Cooditions 4of Contfoet on rovorto feido ofpottongor coupon 3 117 4439892864 6 □ 'ci T» BILLETPRISER Fra K0BENHAVN Ttl REYKJAVIK NORMALPRIS') UNGCXJM/STUDENT Normalpns m rabat 6/30 dages billet Enkelt DKr Retur DKr 1.2. 1.2.3. „Af dæmi þessu má sjá, að vandratað er í frumskógi fjargjald- anna og þeir af tals- mönnum Flugleiða er telja sig leika eins- konar hlutverk Tarz- ans apabróður í þeim frumskógi, svífandi frá blaðagrein til blaðagreinar, eru hvergi nærri bezt til þess fallnir að veita leiðvSögn þar.“ krónur. Fyrir tvo þýddi þetta sparnað er svaraði nær 160 þús- und Kamalla króna. Safnast þeRar saman kemur segir máltækið. Er spurst var fyrir á föstudegi um laus sæti í næstu viku kom í Ijós að kostur var á heimferð í næturflugi á þriðjudagskvöld. Þá er komið var á mánudagsmorg- un, í því skyni að fastsetja far- miða, var því svarað til að nú væri uppselt í þriðjudagsvélina, en laus sæti á miðvikudagskvöld. Þar fylgdi hinsvegar sá böggull skammrifi, að uppselt væri allan næsta mánuð til Kaupmannahafn- ar, þannig að eigi var léð máls á fari með næturflugskjörum, held- ur yrði að kaupa miðann á jöfnun- arverði dag- og næturflugs og kostaði hann þá danskar krónur 3.050.00. Nú vandaðist málið og varð Ijóst að litlum vörnum varð við komið fyrir þann er farið hafði utan með skipi, en hugðist fljúga MANEDSBILLET 6/30 dg ‘) Dagfly ud og hjem Natlly ud og hjem Kombi dag/nat 4060 1.3. 2035 1.3.4. 3050 1.3. APEX 7 dg '3 mdr APEX WEEKEND ••PAKKETUR" Gruppe IT 7 nætter med hotel 2325 1495 1.6.10. 56 5555 7. GRUPPERABAT 30 personer 60 personer 3485 8 2615 8 SKOLEGRUPPE 10 personer 1455 9. ’) Familierabat 50% for ledsagende »gtef*lle og born mellem Í2 og 26 ár Oer er gratis tilslutmngsfly fra/til provinsen i Dan- mark. undtagen pá Apex-billetterne og natfly. Bemærk: Islandsk lufthavnsafgift p t DKr 120.-. Der tages torbehold tor ændringer i priser, samt myn- dighedemes godkendelse heim með ríkisstyrktu fyrirtæki Flugleiða. Eftir umhugsun nokkra var þess þó freistað að finna að máli norrænt flugfélag, SAS, er hefir skrifstofur sínar í næsta nágrenni Flugleiða í Kaupmannahöfn. Var innt þar eftir samgöngum félags- ins við ísland. Kom þá í ljós að félagið taldi engin tormerki á því að selja farmiða í næturflugi. Kvað starfsmaður þess sæti laus með miðvikudagsvél og eftir stundarathugun á tölvuskjá gaf hann út miða er gilti til baka, allt til 16. ágúst, og var heildarupphæð danskar kr. 2.035.00 fyrir hvorn miða. Við nánari athugun stóð skírum stöfum að farmiðinn gilti með Flugleiðum FI 245 miðviku- daginn hinn 16. júlí klukkan 0010. Hér greiddi hið norræna flugfé- lag SAS úr flækju og sparaði íslenskum þegnum kr. eitthundrað og sextíu þúsund gamalla króna. Af dæmi þessu má sjá að vandratað er í frumskógi fargjald- anna og þeir af talsmönnum Flugleiða er telja sig leika eins- konar hlutverk Tarzans apabróður í þeim frumskógi, svífandi frá blaðagrein til blaðagreinar, eru hvergi nærri best til þess fallnir að veita leiðsögn þar. Blaðafulltrúi Flugleiða telur sjálfan sig skeleggan forsvars- mann félagsins. Hann veitist ný- lega að gömlum starfsmanni fé- lagsins er gengið hefir úr þjónustu þess. Sakar hann um fjölmiðla- gleði og ber honum á brýn árásir á félagið. Almenningur hefir á undan- förnum mánuðum fylgst með römmum átökum innan Flugleiða. Naumast leið sá dagur að ekki væri efnt þar til samkvæma og deilt út bréfum. Það voru boðskort og hanastél í Blómasalnum handa útvöldum, en uppsagnarbréf og hanaslagur í Víkingasalnum fyrir óverðuga. Og Bartersamningar, svonefndir fyrir þá er tóku að sér að skrifa „eitthvað gott“ um starfsemi félagsins. Að öðrum voru gerð hróp þótt þeim gengi ekki annað til en að ræða opin- skátt um kjör íslendinga í sam- göngumálum og ferðafrelsi þeirra til jafns við aðrar þjóðir. Er það til of mikils mælst að stjórnvöld hyggi að kjörum ís- lendinga að því er varðar skipti við Flugleiðir og geri samanburð á kjörum þeim er landsmönnum bjóðast? Um laxveiðar við Færeyiar eftir fíjörn Jóhannesson í 4. hefti tímaritsins Norsk Fiskeoppdrett fyrir árið 1981 eru birtar tölur um heildarlaxveiði íslendinga, Norðmanna, Dana, Færeyinga, Skota, Engiendinga og íra fyrir árin 1978 og 1979. Heildarveiði þessara þjóða var 4530 tonn fyrra árið en 4700 tonn hið síðara, eða að meðaltali 4600 tonn á ári. Samkvæmt þessum upplýsingum er hlutur íslands í heildaraflanum um 5'7,. Lítið er vitað um uppeldissvæði hinna ýmsu laxastofna á Atlants- hafi, en aflaklær hafa snuðrað uppi þrjú takmörkuð svæði, þar sem laxinn safnast saman í slíkum mæli, að unnt er að veiða mikið magn á skömmum tíma. Þessi svæði eru: við suðvesturströnd Grænlands, nálægt Færeyjum og við vesturströnd Noregs. Uthafs- veiðar voru fljótlega lagðar niður með öllu á síðast nefnda svæðinu, með því að í Ijós kom að þær drógu stórlega úr laxgöngum í norskar ár. Við Grænland er nú leyft að veiða 13(KJ tonn af laxi á ári. í nokkur ár var þetta aflamagn miklum mun meira, en var minnk- að af Dónum niður í 1300 tonn vegna viðskiptaþvingana af hálfu Kanada og Bandaríkjanna. Sem að ofan getur, er ekki vitað hvar nefnd veiðanleg tonn/ári af laxi alast upp á Atlantshafi, né hve mikill hluti þessa fiskmagns „þingar“ við Grænland og hve mikill hluti við Færeyjar og Nor- eg. Sú getgáta er ef til vill ekki öðrum ósennilegri, að laxamagnið skiptist nokkurn veginn jafnt í þessu efni milli Austur- og Vest- ur-Atlantshafs, þannig að um 2300 tonn mæti til leiks við Grænland og álíka magn á „fund- „En þegar helzti sérfræðingur ís- lenzku ríkisstjórnar- innar um laxveiði- mál heldur því fram, að „laxaskorturinn nú“ stafi ekki af veiðum við Færeyjar er þess naumast að vænta, að Færey- ingar geri sér grein fyrir því, að hér ræð- ir um tegund sjóræn- ingjastarfsemi, sem óhjákvæmilega veld- ur fjárhagslegu tjóni og leiðindum meðal nágrannaþjóða.“ arstaðina" við Færeyjar og Noreg. í framhaldi þessarar ágiskunar skulum við áætla 2000 „veiðanleg" tonn/ári við Færeyjar. Á fundi um laxveiðimál í At- lantshafi, sem nýlega var haldinn í Reykavík, upplýsti fulltrúi Fær- eyinga, að á sl. ári (1980) hefðu um 1000 tonn af laxi veiðst við Færeyjar (um fjórum sinnum meira en heildarlaxveiði Islend- inga), en í grein í dagblaðinu Vísi 7. þ.m. telur Árni Isaksson, laxa- sérfræðingur Veiðimálastofnun- arinnar, að þessi veiði hafi numið 12(XJ—1300 tonnum. Árið 1979 veiddu Danir/Færeyingar sam- anlagt 230 tonn, skv. fyrrnefndum upplýsingum í Fiskeoppdrett, og mun nokkuð af þessum afla fengið í Eystrarsalti, í námunda við Borgundarhólm. Hér er því um gífurlega aflaaukningu að ræða á einu ári. Laxinn við Færeyjar er veiddur á línu (en í net við Grænland), og má því búast við að nokkuð af smálaxi, sem ekki telst verslunarvara, týni einnig lífi við Færeyjar. Samkvæmt ofannefndum ágisk- unum og tölum fer ekki fjarri því, að um holmingur alls „voiðan- logs“ lax som olst upp á hafssvæð- inu austan íslands ok norðaustan Bretlandseyja hafi á sl. ári verið hirtur af Færeyingum. Nú er það ekki ólíklegt, þótt sé með öllu ósannað, að laxaseiði eða laxar sem ganga úr ám á norðaustur- hluta landsins hverfi á „Færeyja- mið“ fremur en t.d. laxaseiði úr ám suðvestanlands eða úr írskum eða skotskum ám. Sé þessi tilgáta rétt, verða norðauastur- og aust- urlenskir laxar Færeyingum að bráð í ríkara mæli en laxar sem eiga uppruna sinn í öðrum lands- hlutum. Á þessu sumri hefur laxveiði verið léleg eða mjög léleg í flestum ám landsins, en þó hefur laxa- þurrðin verið miklu mest á Aust- ur- og Norðausturlandi. Hefur þetta m.a. komið beriega í ljós í sleppitilraunum sem stundaðar hafa verið undanfarin ár í stöðu- vatninu Lóni í Kelduhverfi. í greinarkorni er ég ritaði í Morg- unblaðið 16. apríl sl. um áhrif veðurfars á laxagengd, drap ég á sennileg óhagstæð áhrif hins kalda sumars 1979, en gerði jafn- framt ráð fyrir tiltölulega góðri veiði af meðalstórum laxi í ár. Sú spá hefur reynst falsspá. Með tilvísun til þess sem að framan er rakið, virðist mér sennilegt að umræddar veiðar við Færeyjar eigi fremur sök á lélegri veiði í ár, einkum austan- og norðaustan- lands, en hið óhagstæða sumar 1979; sumarið 1980 var sem kunn- ugt er hagstætt um veðurfar. Ég leyfi mér að fullyrða, að staðhæf- ing Árna Isakssonar í nefndri Vísisgrein þess efnis, að „laxa- skorturinn nú muni ekki Færey- ingum að kenna“ sé órökstudd, gripin úr lausu lofti, sem og bollaleggingar hans um uppeldis- svæði „smálax" á Atlantshafi. Og sé „króknun" að sumarlagi talin orsök „geysilegs seiðadauða" 1979, skyldu þá ekki litlu „greyin" vera með sultardropa á nefi í frostnepj- um vetrarsins? Að lokum þetta: Framangreind- ar hugleiðingar undirstrika nauð- syn þess, að þjóðir þær sem hér eiga hlut að máli skipuleggi í náinni samvinnu frekari kannanir og söfnun staðreynda varðandi feril laxins í Atlantshafi og komi sér saman um skynsamlega og sanngjarna hagnýtingu þessa nytjafisks, m.a. varðandi svokall- aða hafbeit. Á meðan slíkar kann- anir fara fram, er einsætt að takmarka verður stórlega veiði á laxi við Færeyjar frá því sem var á síðasta ári. En þegar helsti sérfræðingur íslensku ríkisstjórn- arinnar um laxveiðimál heldur því fram, að „laxaskorturinn nú“ stafi ekki af veiðum við Færeyjar, er þess naumast að vænta, að Færey- ingar geri sér grein fyrir því, að hér ræðir um tegund sjóræningja- starfsemi, sem óhjákvæmilega veldur fjárhagslegu tjóni og leið- indum meðal nágrannaþjóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.