Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 19 Frakki lifir fallhlífarstökk Osló. 12. áicÚHt. AP. FRÖNSKUM fallhlífarstökkv- ara. sem sat fastur á hamraveRK í TrollveRRen í Romsdal í Noretfi á þriöjudau. var bjargað í daR. Fallhlífin opnaðist ekki al- mennilega, þegar hann stökk fram af Brudeskaret. Maðurinn var talinn af, en hann fannst heill á húfi eftir mörg hundruð metra hátt fall, eftir nokkra leit. Tveir þýzkir fallhlífarstökkmenn lifðu af svipað ævintýri á sömu slóðum í síðasta mánuði. Bandarískir ráðgjafar til Honduras Washington. 12. ágúst. AP. Bandarikjamenn hafa sent 21 hernaðarráðgjafa til Hond- úras til að auka örvggið á landamærum E1 Salvador og Hondúras. Bandaríska utan- ríkisráðuneytið sagði í dag. að ráðgjafarnir myndu ekki bera vopn. en leiðbeina her Ilond- úras í meðferð þyrlna og annarra hernaðartækja. Herfylki frá E1 Salvador fór yfir landamærin til Hondúras í síðasta mánuði til að vinna á salvadorískum skæruliðum, sem halda til í fjalllendi Hond- úras. Um 70.000 manns flúðu frá E1 Salvador til Hondúras á síðasta ári. Sagt er, að hluti flóttamannanna veiti skæru- liðunum nokkra aðstoð, þar sem þeir geta ferðast yfir landamærin með auðveldara móti. Iranir her- taka danskt flutningaskip lleirút. 12. ánust. AP. ÍRANSKA fréttastofan I*ars sagði í dag. að danskt flutn- ingaskip með „hernaðarvopn og sprengiefni" hefði verið tekið í Hormuz-sundi 10. ágúst. Skipinu verður leyft að sigla. eftir að farmurinn verður gerður upp- tækur. Pars sagði, að vopnin" hefðu verið ætluð írökum. sem íranir eiga í stríði við. Danska útvarpið sagði, að skip- ið, Else Cat, hefði verið á leið með 177 tonn af dýnamíti til Baghdad og skotfæri til Dubai. Erik Stein, lögfræðingur eigenda skipsins, sagði, að farmurinn hefði ekki verið hernaðarlegs eðlis. Hann sagði, að dýnamítð „gæti ekki einu sinni hrært við húsi“. Stein sagði, að það yrðu brot á alþjóðalögum, ef Iranir gera vopn- in, sem tilheyra stjórnvöldum í Dubai, upptæk. Miklir hitar hafa undanfarið verið í Þýzkalandi. Krakkarnir í Frankfurt létu það ekki á sig fá; þau léku sér bara í gosbrunni í almenningsgarði í borginni. Hafréttarráðstefnan Yiðræður í Genf um and- stöðu Bandaríkjamanna Þyrla ferst í Norðursjó Loirvík. 12. áKÚst. AP. EINN starfsmaður Dunlin-bor- pallsins í Norðursjó lést á mið- vikudag, þegar þyrla með 14 menn innanborðs fórst. Þyrlan var á leið til svefnstaðar mannanna. Tals- maður Shell-fyrirtækisins sagði, að skip, sem var statt skammt frá, hefði flutt mennina til Aberdeen. (ienf. 12. áKÚst. AP. ÓOPINBERIR fundir hófust í dag á Ilafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um andstöðu Bandarikjanna við uppkast það að hafréttarsáttmála. sem nú liggur fyrir. Tommy Koh. forseti Hafréttarráðstefnunnar. stýrði fundinum í dag. James Malone, formaður banda- Sea Shepherd aftur í sovéskri landhelgi Aukin átök í Afganistan # Islamahad. 12. ÚKÚst. AP. ÁRÁSIR sovéskra og afganskra herliða á bækistöðvar andspyrnu- sveita norðan við Kabúl hafa aukist að undanförnu. íbúar Kahúl sáu langa lest hervagna halda norðureftir á mánudag og þótti það benda til fyrirhugaðra átaka. Fyrri fréttir hafa hermt, að mannfall hafi verið mikið í átök- unum. Undanfarið hafa mörg tilræði verið gerð við stjórnarleiðtoga í Kabúl. Á föstudag var starfsmað- ur varnarmálaráðuneytisins skot- inn fyrir framan heimili sitt. Van Nuys. 12. ÚKÚst. AP. SEA SIIEPIIERD. skip kanad- ískra hvalfriðunarmanna. sigldi i dag inn í sovéska landhelgi áleið- is til sovésku hafnarborgarinnar Lorino í leit að sovésku hvalveiði- skipi. Skipverjar á Sea Shepherd hyggjast freista þess að koma í veg fyrir hvalveiðar Sovétnianna. Þetta er önnur tilraun skipverja Sea Shepherd til að reyna að koma í veg fyrir hvalveiðar Sovétmanna undan ströndum Síberíu. Fyrr í vikunni stugguðu sovésk- ar flugvélar við litlum bát frá Sea Shepherd. Síðan hófst eltingar- leikur; sovésk herskip eltu togar- ann og tvívegis neituðu skipverjar Sea Shepherds að hlýða fyrirmæl- um Sovétmanna um að stansa. Sovésku herskipin hættu elt- ingarleiknum þegar Sea Shepherd komst inn í bandaríska landhelgi á Beringsundi. Þegar síðustu fréttir bárust höfðu Sovétmann látið Sea Shep- herd óáreitt. Sovésk DC-3 flugvél flaug yfir skipið en hélt síðan á brott. 28 manna áhöfn frá fimm þjóðlöndum er um borð í Sea Shepherd. rísku nefndarinnar, sagði á fund- inum, að þingið í Washington myndi ekki samþykkja uppkast það sem nú liggur fyrir um vinnslu málma af hafsbotni. Hann sagði, að gera yrði grundvallar- breytingar á kaflanum um vinnslu málma af hafsbotni. Þróunarríkin hafa lýst andstöðu sinni við breyt- ingar á kaflanum um vinnslu málma af hafsbotni. Nú eru sjö ár liðin síðan fundir Hafréttarráðstefnunnar hófust. Samkomulag hafði náðst í öllum meginatriðum og var búist við að hafréttarsáttmáli yrði undirritað- ur á þessu ári. Þær vonir urðu að engu þegar ríkisstjórn Ronald Reagans tók við völdum vestan- hafs. Reagan-stjórnin er andvíg uppkasti sáttmálans um vinnslu málma af hafsbotni. Einkum er Reagan-stjórnin andvíg fyrir- komulagi um skipan og valdsvið ráðs þess, sem hafa skal eftirlit með vinnslu málma af hafsbotni. Iman U1 Hag, formaður Hóps '77, óformlegra samtaka þróunar- ríkja, sagði í dag að „ekkert ríki innan Hóps '77 hefur svo mikið sem látið að því liggja að endur- skoðun komi til greina. Eg tel þó, að gefa eigi Bandaríkjunum tæki- færi til að lýsa skoðunum sínum, en slíkt þýðir ekki samkomulags- umleitanir um endurskoðun upp- kastsins um vinnslu málma af hafsbotni." Sprengjutilræði í Kaupmannahöfn Frá Ih Bjornhak. fréttaritara Mbl. i haupmannahofn. 12. áKÚst. TVÆR öflugar sprengjur sprungu í nótt í skriístofum svissneska flugfélagsins Swissair í Kaupamannahöfn. Vegfarandi særðist þegar hann varð fyrir rúðuhrotum. Daily Express: KGB stóð á bak við tilræðið við Daoud Lundúnum. 12. ágúst. AP. PALESTÍNSKI skæruliðinn Abou Daoud. sem var sa'rður lífshættulega í Varsjá í síðustu viku. var ekki skotinn af isra- elskum leyniþjónustumönnum. heldur stéið KGB, sovéska leyni- þjónustan. á bak við tilra'ðið. Ilrezka blaðið Daily Express heldur þessu fram i frétt i dag. Blaðið segir, að Daoud hafi verið skotinn vegna þess að hann hugðist láta CIA, bandarísku leyniþjónustunni, í té upplýs- ingar um samskipti sovéskra yfirvalda við hermdarverkasam; tök víðs vegar um heim. í staðinn hugðist Daoud fá hæli í Bandaríkjunum sem pólitískur flóttamaður og „nýtt einkenni"; hann hugðist láta sig hverfa vegna þess að hann óttaðist að ísraelska leyniþjónustan væri komin á hæla honum. Daoud var særður lífshættu- lega á kaffihúsi í Varsjá. Hann var skotinn fimm skotum og liggur nú milli heims og helju á sjúkrahúsi. Tilræðismaðurinn komst undan. Daoud skipulagði Munchen- árásina 1972. Þá réðust skæru- liðar PLO inn í búðir íþrótta- manna á Olympíuleikunum og myrtu 13 Israelsmenn. ísraelar hafa neitað ásökunum um að hafa staðið á bak við tilræðið í Varsjá. Blaðið bar „heimildir innan leyniþjónustunnar" fyrir frétt- inni og sagði, að ísraelar hefðu komið upplýsingum um flótta- áætlun Daouds til Sovétmanna, sem síðan hefðu fengið „Abu Nidal“, sem eru palestínsk sam- tök, til að koma Daoud fyrir kattarnef. en lögreglan sagði að það gengi kraftaverki næst að fleiri skyldu ekki hafa sa*rst. Ilringt var til skrifstofu AP- fréttastofunnar í Kaupmanna- höfn í dag og áhyrgð var lýst á hendur samtökum sem kalla sig „9. júní hreyfinguna“. Ilér er um að ra'ða samtök arm- enskra útlaga. sem krefjast aðskilnaðar frá Tyrklandi. Þetta er í annað sinn, sem samtök þessi láta til skarar skríða í Danmörku. Þann 3. apríl í vetur skutu meðlimir samtak- anna tyrkneskan diplómat á heimili hans í Kaupmannahöfn. Síðustu 14 árin hafa samtök þessi staðið á bak við morð á 14 tyrkneskum diplómötum. Fyrir þremur vikum ollu sam- tökin mikilli skelfingu í Sviss. Daglega um viku skeið sprungu sprengjur í Zurich. 50 manns særðust í þessum sprengjutilræð- um. Með sprengjutilræðunum vildu samtökin freista þess, að fá meðlimi samtakanna lausa úr fangelsum. Samtök þessi hafa og framið hermdarverk í Moskvu, París, New York og Lundúnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.