Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 21 Berlínarmúrinn 20 ára Óbrotgjarn minnisvarði um þjóða- fangelsið Berlínarmúrinn er 20 ára í dag, en smíði hans var hafin 13. ágúst 1961. hann er óbrotgjarn minnisvarði um það þjóðafangelsi, sem kommúnisminn hefur komið á fót. Sjötíu og einn maður hefur látið lífið á flótta við Berlínarmúrinn og hundrað og tólf hafa særzt. Um 1600 sinnum hafa heyrzt skothvellir við múrinn. En fjölda- flóttinn til Vestur-Berlínar var stöðvaður og þannig náði austur-þýzka stjórnin markmiði sínu. Frá því í ágúst 1961 hafa samt 177.000 manns flúið frá Austur-Þýzkalandi en langfæstir þeirra yfir múrinn. Berlín í ágúst 1961 — austur-þýzkur lógregluþjónn stekkur yfir í trelsið til Vestur-Berlínar. Þúsund manns flýðu hvern dag Sumarið 1961 magnaðist Berlín- ardeilan stöðugt. Öllum var ljóst, að afdrifaríkar aðgerðir voru í vændum. Ótti greip um sig og flóttamannastraumurinn frá Austur-Berlín jókst stöðugt. í júlímánuði þetta ár héldu um eitt þúsund manns á dag til Vestur- Berlínr, án þess að snúa til baka. Kviksögur voru á lofti um, að leiðinni vestur í frelsið yrði lokað, hvenær sem væri. Fólkið, sem kvaddi Austur-Þýzkaland fyrir fullt og allt, var úr öllum stéttum þjóðfélagsins, verkamenn, kennar- ar, læknar, verkfræðingar, námsmenn og skrifstofufólk. Austur-Þýzkaland var að komast á heljarþröm. Allir vissu, að þetta ástand gæti ekki staðist til fram- húðar. Á fundi Varsjárbandalags- ríkjanna, sem boðað var til í skyndi og haldinn 3. til 5. águst, var ákvörðun tekin og aðgerða var ekki langt að bíða. Hinn 13. ágúst var hafizt handa um smíði múrs- ins um Berlínarborg þvera. Smíði Berlínarmúrsins kom ráðamönnum á Vesturlöndum á óvart. Flestir höfðu búizt við ráðstöfunum af öðru tagi og þá einna helzt, að Austur-Berlín yrði afgirt frá öðrum hlutum Austur- Þýzkalands og mönnum yrði á þann hátt meinuð för þaðan vest- ur yfir. Hins vegar voru viðbrögð manna á Vesturlöndum átakalítil í byrjun, þar sem smíði múrsins hafði ekki þá hættu í för með sér fyrir Vestur-Berlín og heimsfrið- inn, sem menn höfðu óttast, að Berlínardeilan ætti eftir að leiða til. Aðgangur vesturveldanna til V-Berlínar var eftir sem áður óhindraður og staða þeirra þar hafði í engu breytzt. KISW WWR FAIMGABIDIR GADDAVIR 5arf.: t Ar'.r'-. fC'O ft w % OTOfáll -3T- rxDm . . - - ■ v:. Þröskuldur tveggja heima Eitt örlagaríkasta mannvirki 20. aldarinnar — Berlínarmúrinn Það var á raðstefnu í Moskvu, er haldin var í marz 1961, sem Walter Ulbricht, þáverandi leið- togi austur-þýzkra kommúnista kom fyrst fram með uppástungu um a binda endi á flóttamanna- strauminn með því að koma upp gaddavírsgirðingu þvert í gegnum Berlín. Austur-Þýzkaland var að því komið að blæða út. Því okki gífurlegur straumur flóttamanna til Vestur-Berlínar. Frá árinu 1955 höföðu um 200.000 manns flúið frá Austur-Þýzkalandi á hverju ári og á árinu 1961 var gert ráð fyrir, að þeir yðu um 300.000. Nikita Krúsjeff, þáverandi leið- togi sovézka kommúnistaflokksins tók ekki undir tillögu Ulbrichts að sinni. Á árinu 1958 hafði Krúsjeff lagt fram úrslitakosti, sem mið- uðu aö því að bola Vesturveldun- um burt frá Berlín. Honum var mikið um að láta Vesturveldin bíða álitshnekki í viðkvæmu og mikilvægu máli og hann þóttist þess viss, að Vesturveldin myndu ekki leggja heimsfriðinn að veði fyrir Berlín. Samtímis vildi Krúsj- eff lysa málefni Þýskalands á þann hátt, að skipting þess yrði staðfest. Vestur-Þýzkaland yrði hlutlaust en Vestur-Berlín ein- angruð. Krúsjeff var mikið mun að kanna, hvort hinn ungi, nýi forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy, myndi ekki láta undan hæfilegum þrýstingi og hopa frá Berlín. Markmið Bandaríkjamanna Markmið Bandarikjanna voru tvenns konar, annars vegar að varðveita friðinn og hins vegar að gefa ekki eftir í Berlínarmálinu. Bandarísku stjórninni var hið alvarlega ástand innanlands í Austur-Þýzkalandi áhyggjuefni. Þó að það væri fleinn í holdi Austur-Þjóðverja og Rússa, var ekkert líklegra en þar væri fólgið hættuástand, sem breiðzt gæti út hvenær sem væri. Með hinum sívaxandi flóttamannastraumi gat soðið upp úr þá og þegar, eins og gerzt hafði raunar áður í Austur- Þýzkalandi 1953 og í Ungverja- landi 1956 og þá væri heimsfriður- inn í hættu. Vestur-þýzka stjórnin undir forsæti Konrads Adenauers óttað- ist það einnig, að allt kynni að fara í bál og brand og heimsfrið- urinn yrði úti. En vestur-þýzka stjórnin hafði einnig mikinn hug á, að hin óleystu málefni Þýzka- lands yrðu leyst með hagsmuni Þjóðverja fyrir augum, það er með sameiningu landsins. Flótta- mannastraumurinn vestur væri óræk sönnun þess, að Austur- Þýzkaland sem slíkt fengi ekki staðizt, þegar til lengdar léti. Á fundi þeirra Kennedys og Krúsjeffs í Vínarborg í júníbyrjun 1960 hafði þetta mál verið mál málanna. Krúsjeff hótaði að gera sjálfstæðan friðarsamning við Austur-Þýzkaland, sem hefði bundið enda á allan aðgang Vest- urveldanna að Vestur-Berlín. — Ef Bandaríkin eru reiðubúin til þess að fara í styrjöld vegna Berlínar, þá geta Sovétríkin ekk- ert að því gert, sagði Krúsjeff. Kennedy hins vegar hafði gert Fréttasíður Morgunblaðsins dagana sem múrinn var reistur það ljóst að Bandaríkin óskuðu ekki eftir því að ryðjast inn á valdasvæði Sovétríkjanna og allar ábyrgðaryfirlýsingar Kennedys eftirleiðis náðu aðeins til Vestur- Berlínar, ekki til Berlínar allrar. Yfirlýsing sú, sem Kennedy gaf 25. júlí 1961 hafði þannig að geyma þrjú atriði: Herlið vesturveldanna yrði áfram í Vestur-Berlín, að- flutningar til borgarhlutans yrðu óhindraðir og íbúum þar skyldi gert kleift að búa áfram í lýðræð- islegu þjóðfélagi. Kennedy lagði áherzlu á, að frá þessari aðstöðu myndu Bandaríkjamenn ekki hvika, hvað svo sem á gengi og hverjar sem hótanir Rússa yrðu. Það var ekki fyrr en síðar, að skilningur manna vaknaði til fulls á því, hve ofboðslegar aðgerðir voru þarna á döfinni og'hvílíka breytingu til hins verra þær áttu eftir að hafa fyrir óbreyttan almenning jafnt í Vestur- sem Austur-Berlín. Vinir og nánir vandamenn voru allt í einu skildir að og sumir þeirra áttu aldrei eftir að sjást framar. Fjöldi manns hafði búið í Austur-Berlín og sótti vinnu í Vestur-Berlín. Öllu slíku var nú lokið. Borg með um 3 millj. íbúum hafði verið skipt i tvennt með svo afdrifaríkum hætti, að samgangur þar á milli gat ekki átt sér stað í framtíðinni nema við- komandi væri þess reiðubúinn að stofna lífi og limum í hættu í kúlnaregni vélbyssanna. Það samkomulag, sem gert var varðandi Berlín 1971 fyrir atbeina Willy Brandts, bætti að nokkru úr því misrétti, sem íbúar borgarinn- ar höfðu mátt þola. Greiðari aðgangur en takmarkaður þó skapaðist þá á nýjan leik fyrir fólk að vestan til þess að heimsækja vini og ættingja í austurhiuta borgarinnra. En fólki að austan var eftir sem áður meinuð för til Vestur-Berlínar. Þannig stendur Berlínarmúrinn enn sem óbrotgjarn minnisvarði um það þjóðarfangelsi, sem kommúnisminn hefur komið á fót. Þar sem nnirinn skerst, 167 km langur, í gegnum Berlínarborg, er hann sem þröskuldur tveggja heima, þar sem enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. (Þýtt og endursagt úr Die Zeit)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.