Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 23 Forstöðumaður Tónabæjar: Málinu var frestað í þriðja sinn Á horKarráðsfundi srm haldinn var á þridjudaKÍnn var máli um rádninuu forstciðumanns félaifs- miðstdðvar í Tónaha- frestað. en þetta er í þriója sinn sem slíkt Kerist. Fyrst óskaði Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, eftir frestun, því næst bað Kristján Benediktsson, oddviti Framsóknarflokksins, um að málinu yrði frestað og á þriðjudag- inn fór Björgvin Guðmundsson, odd- viti Alþýðuflokksins, fram á frestun. Búist er við að málið verði tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Norræna húsið: Síðasta opna húsið SÍÐASTA Opna hús sumarsins i Norra-na húsinu verður í kvöld, fimmtudag 13. ágúst. kl. 20.30. Nanna Ilermansson b<irgar- minjavörður flytur þá erindi á dönsku og sýnir litskyggnur um Reykjavík fyrr og nú. Eftir hlé verður sýnd kvikmynd Osvaldar Knudsens. Reykjavík 1955. en það er 35 mín. kvikmynd tekin i lit og sýnir þróun horgarinnar. ýmsar hyggingar og íbúa. Myndin er með íslensku tali. Góð aðsókn hefur verið að Opnu húsi í sumar og hafa ferðalangar frá Norðurlöndunum fengið að hlýða á erindi um upphaf byggðar á íslandi, þjóðvísur, íslenskar nútímabók- menntir, ísland í dag, eldvirkni á íslandi og nú síðast um Reykjavík fyrr og nú, auk þessa hafa þjóðdans- ar verið á dagskrá sem og tónleikar Manuelu Wiesler og Helgu Ingólfs- dóttur. Kvikmyndir Osvaldar Knud- sens hafa verið sýndar eftir hlé. Yfirlitssýningunni á verkum Þorvaldar Skúlasonar lýkur um næstu helgi eða sunnudaginn 16. ágúst. Sýningin er opin daglega kl. 14-19. Gengu frá Stokks- nesi inn á Höfn Höfn. 10. áKÚst. FRIÐARGANGAN, sem gengin var frá Stukksnesi að Höfn, fúr vel fram og var nokkuð fjölmenn, eða 200—250 manns, ásamt bíl- um sem fylgdu á eftir. Gangan húfst við hlið stöðvarinnar ug voru málin þar rædd. að sögn Geirs Gunnarssunar. læknis. sem var einn af fursvarsmönnum göngunnar. — Við fengum ekki að fara í gegnum stöðina, en það náði ekki lengra. Göngunni lauk við Fiskhúl um miðjan dag, og var þar haldinn stuttur útifundur, en þar voru um 300 manns. Að loknum fundi hélt svo hver til síns heima. Geir sagði, að kvöldið áður hefði verið haldin samkoma í Mánagarði og hafi vígbúnaðarmálin verið þar ítar- lega rædd. Að lokum sagði Geir, að sárast hefði verið að fá nifteindasprengj- una í friðargöngugjöf. — Einar. Leiðrétting í FRÉTT Morgunblaðsins í gær af Viðeyjarsundköppum misritaðist eitt ártal. Þar stóð að Magnús Magnússon frá Kirkjubúli hefði synt árið 1931, en hið rétta er að Magnús synti árið 1930. Eru við- •komandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Freeportklúbb- urinn fimm ára MIÐVIKUDAGINN 12. ágúst voru liðin fimm ár frá stofnun Free- port-klúbbsins. Í fréttatilkynningu frá klúhhnum segir. að þennan dag árið 1976 hafi komið saman hópur fólks. er átti það sameiginlegt að hafa á undangengnum mánuðum leitað vestur til Bandaríkjanna til að ná tökum á sjúkdómi sinum — alkóhólisma — á Freeport-spítal- anum, sem er í smábænum Free- port á Long Island I Ncw York- riki. Þessir einstaklingar, sem þá voru 33 að tölu, höfðu kynnst nýjum viðhorfum til alkóhólisma og nýjum aðferðum til að meðhöndla sjúk- dóminn, og var Freeport-klúbburinn stofnaður til að hrista upp í ríkjandi skipulagi í þessum málum hér á landi, annast fræðslu um þau og veita aðstoð við ferðir alkóhólista vestur um haf vegna sjúkdóms síns meðan ekki væri svipuð aðstaða fyrir hcndi hér. Útskrifaðir sjúkl- ingar af Freeport urðu sjálfkrafa meðlimir, þannig að klúbbnum óx fljótlega fiskur um hrygg. Fræðslustarfsemi varð strax mik- il og hafði klúbburinn forgöngu um að fá hingað þekkta fyrirlesara um áfengismál vestan um haf, sem vöktu athygli og umræður manna á meðal, og félagar komu fram í fjöimiðlum og ræddu sjúkdóm sinn fordómalaust, en það var nýlunda. Með stofnun Freeport-klúbbsins og þeirri almennu umræðu, er félagsmenn stóðu fyrir, voru mörk- uð afgerandi tímamót í afstöðu alls almennings til áfengismála á ís- landi; þetta skref varð áhrifavaldur að því Grettistaki, sem þjóðin hefur orðið vitni að á vettvangi áfengis- mála sinna síðan, er nokkrir Freeport-félagar höfðu forgöngu um stofnun SÁÁ. Samtök áhugramanna um áfengismál Starfsemi klúbbsins breyttist eðlilega nokkuð við tilkomu SÁÁ; var í raun viljandi dregin fremur í skuggann, er þeim áfanga var náð. Forgöngu um hingaðkomu erlendra fyrirlesara var þó haldið áfram og innan klúbbsins er haldið uppi líflegu félags- og fræðslustarfi, með aðfengnum innlendum ræðumönn- um, er á einhvern hátt tengjast áfengismálum og því sem þar er að gerast á hverjum tíma. Þá hcfur klúhhurinn veitt styrki til náms erlendis I meðferðarmálum alkó- hólista og hafa fjórir aðilar notið styrkveitingar klúbbsins til þessa. Félagaskrá Freeport-klúbbsins telur nú hálft sjötta hundrað félaga, sem notið hafa meðferðar á Free- port Hospital frá upphafi Freeport- ferða — og þó svo aðeins hluti þeirra séu virkir meðlimir, er það samdóma álit þeirra, sem notfært hafa sér félagsskapinn, að hann hafi reynst þeim ómetanleg lyftistöng í gegnum tíðina. Fyrsti formaður klúbbsins var Anna Þorgrímsdóttir, núverandi deildarstjóri hjá SÁÁ, en formaður í ár er Rúnar Guðbjartsson, flug- stjóri. Félagar Freeport-klúbbsins hyggjast minnast fimm ára afmæl- isins á ýmsan hátt, er kemur fram á haustið — en að kvöldi afmælis- dagsins, 12. ágúst, verður sérstakur kvöldverðarfundur að Hótel Eddu í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni, þar sem aðalræðumaður verður dr. Alan Herzlin, framkvæmdastjóri Freeport Hospital. Þrír af foss- um Eimskips í siglingum erlendis ÞRÍR AF fjórhurunum svo- nefndu. Fjallfoss, Iláifoss og Laxfoss, eru allir í flutningum milli hafna erlendis. að þvi er segir í fréttahréfi Eimskipafé- lags íslands. Fjallfoss er á leiðinni frá Felixstowe til Trípolí í Líbýu og losar þar væntanlega um 20. ágúst. Háifoss er í Alsír og Laxfoss er í Misurata í Líbýu. Vegna verkefnaleysis fyrir þessi skip hér heima, munu þau verða eitthvað í siglingum er- lendis á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.