Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 37 Samsköttun eða sérsköttun hjóna: „60 þingmenn til sömu starfa og einn gæti sinnt64 Kæri Velvakandi. Mig langar mjög til að vekja athygli á vesaldómi okkar 60 þingfulltrúa og biðja ykkur að endurbirta grein dr. Péturs H. Blöndals, stærðfræðings, um sam- sköttun eða sérsköttun hjóna. Ég vil og bæta því við, að i þeim dæmum sem Pétur H. Blöndal setur fram fá barnlausu hjónin sem bæði vinna úti öll almenn lífeyrissjóðsréttindi en aðeins annað foreldrið í hinu dæminu, auk þess sem heilsu þeirra síðar- nefndu er meiri hætta búin. Það má og bæta því við að undir seinna dæmið falla sennilega allir kvæntir/giftir öryrkjar á landinu. Það er vægast sagt hart fyrir okkur íslendinga að þurfa 60 þingmenn til sömu starfa og einn gæti sinnt, þ.e. að þrjóskast við að leiðrétta það misrétti sem upp kemur hverju sinni og þeim hefur margsinnis verið bent á. Skattgreiðandi Um kommúnismann - og svar til Guðrúnar Helgadóttur Núna hafa þó unglingarnir sam- anburðinn, þegar þeir fara að læra söguna um frelsisstríð þjóðanna. í mínu ungdæmi gladdist maður með þeim þjóðum sem frelsið fengu, því hjá þeim öllum bötnuðu kjörin. Þjóðirnar voru einhuga í barátt- unni, nema einstaka frávillingar, sem svo fengu forsmán sína festa á spjöld sögunnar. Eftir byltinguna í Rússlandi breyttist þetta. Þegar þjóðirnar eru núna að berjast undan nýlendu- þjóðunum, þá er einhugurinn horf- inn, því kommúnistarnir, sem til eru í öllum löndum berjast ekki fyrir frelsi heldur til að koma kúgunarhnappheldu kommúnism- ans á ættjörð sína. Kommúnisminn reynist svo fólkinu miklu ver en nýlenduþjóðirnar, sem voru að mjólka þær, því það er lítið að græða á sveltandi lýð. Rússar hafa bæði hryðjuverka- skóla og nóg vopn handa kommún- ismum, því þeir herða bara sultar- ólina að alþýðunni heima fyrir þegar þá vantar peninga til slíks. Frjálsa pressan hefur líka stutt þá, og fjölmiðlar hér kalla þetta frelsis- veitir, og svo sigrar þessi fámenni hópur sem nóg hefur vopnin. í Angola, Mósambik, að ég tali nú ekki um Eþíópíu, þar sem alitaf er barist, hvernig er líf fólksins þar? í Mosambik fór aðalútflutningurinn, sem er hnetur, úr 0,5 mill. tonna niður í 45 þús. tonn, og landbúnaö- arráðuneytið þar er kallað hung- urmálaráðuneyti. Þar tók því ekki að setja á útflutningsbann til þess að bæta kjörin eins og hér var gert, og vonandi bara einu sinni. Út yfir allan þjófabálk tók þó Víetnamstríðið. Suður-Víetnamar báðu heiminn um hjálp því þeir vildu vera sjálfstæðir, en hvernig fór? Rússar sendu Víet-Congvopnin og svo tóku pressan og friðardúf- urnar við. Og hverjir unnu stríðið og hvar er svo friðurinn. Þjóðin er hneppt í þrældóm hjá Norður- Víetnömum og þeir fengu ekki svo mikið sem að halda gamla nafninu á höfuðborginni. Síðan verða þeir að halda úti 200 þús. manna herliði í Kampútseu, og eitthvað kostar það. Ég vil láta félagsvísindamenn hér, kauplaust, reikna og gefa út handa friðardúfunum til fróðleiks, hversu mikið mætti framleiða af matvælum og rækta mikið af landi fyrir þetta, þær heyra þá síður neyðaróp drukknandi Víetnama sem þær hröktu út í opinn dauðann með áróðri sínum. Þær gleðjast sjálfsagt yfir árangrinum. Það sit- ur síst á þeim að flögra mikið núna. Ég má til með að bera hönd fyrir höfuð mér gagnvart Guðrúnu Helgadóttur. Viðtalið við hana var þannig birt í Alþýðublaðinu, að ómögulegt var annað að finna en að hún væri á móti frjálsi verslun og iðnaði, og þess vegna áleit ég að hún og flokkur hennar gætu ekki beðið Reykvíkinga uma atkvæði. Þá fjall- aði ég um bréfið sem Guðrún sendi öllum ellilífeyrisþegum fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar, meira að segja mér sem ekki varð löglegt gamalmenni fyrr en ári seinna. Það var ómögulegt að gleypa þessa flugu, því að Guðrún var upp á kaup að útdeila peningum skattborgaranna en ekki sínum. Samúð Guðrúnar Helgadóttur og annarra kommúnista dugar ekki til þess að opna Gúlagið í Austan- tjaldslöndunum, enda þýðir það lítið að tala um samúð en berjast svo fyrir kerfi sem engin miskunn finnst fyrir í, eins og dæmin sanna, t.d. í Póllandi núna. Ilúsmoðir Þessir hringdu . . . Bundið slitlag á Þingvallaveg Ökuþór hringdi og talaði um íslenzku þjóðvegina. Sagði hann að það væri að bera í bakkafullan lækinn að fjölyrða um hversu lélegir þeir væru eða tíunda hörm- ungarástand þeirra á hinum ýmsu árstímum. Væri sú umræða þegar orðin skilmerkileg í fjölmiðlum — þó auðvitað væri seint of mikið gert af því að minna á að gera þyrfti betur. „Mig langaði þó alveg sérstak- lega til að fjaila um einn vegar- spotta, Þingvallaveginn," sagði hann. „Það er okkur íslendingum til skammar að sá vegur skuli ekki hafa bundið slitlaga alla leið á Þingvöll — þann fornfræga sögu- stað þjóðarinnar. Um þennan veg, sem er einhver sá voðalegasti í öllu landinu hvað varðar grjótkast og moldrok, er oft afar þung umferð að sumrinu og ég er handviss um að framkvæmdim myndi fljótt svara kostnaði ef menn tækju inn í útreikningana það slit sem verður á bílum er aka þessa leið.“ ^SfrKARNABÆR Laugavegi 66 — Glæsibæ — Austurstræti ?? Sími tri skiptiboröi 85055 jakka ÞESSAR^xu, getur þú fengið með 15% afslætti Út þennan mánuð Ættarmót /Ettingjar Sigríöar Gunnjónu Vigfúsdóttur og Bjarna Sigurössonar, fv. bónda aö Lambadal í Dýrafiröi, halda ættarmót laugardaginn 22. ágúst á Hótel Borg, Gyllta sal, kl. 3.00. Þátttakendur láti vita í síma 81583, Sesselía Guömundsdóttir; 99-1453, Sæunn Sigurlaugsdóttir; 40032, Rúna Jónsdóttir og 74878, Hanna Kolbrún, fyrir þriöjudaginn 18. ágúst. Utanborðsmótorar Vorum aö taka upp aukasendingu af Chrysler- utanborösmótorum, 4 til 20 hestöfl. Mest seldi utanborðsmótorinn á íslandi í 8 ár. Viðgerðar- og varahlutaþjónusta. Eigum einnig nokkra Terhi-vatnabáta til af- greiöslu strax. Vélar & Tæki hf. Tryggvagata 10. Símar 21286 og 21460.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.