Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 31 Við töluðum stundum um það, við Þorsteinn, að hætta samtímis hjá Þingvallanefnd. Fyrr en varir eigum við samleið! Sú sé kveðjan og bænin. Eirikur J. Eiríksson Kveðja írá embætti Húsameistara ríkisins or starfsfélöRum Þorsteinn Sveinsson lögmaður réðst bókhaldari og gjaldkeri við embætti Húsameistara ríkisins árið 1947 og var skipaður skrif- stofustjóri árið 1956. Gegndi hann þeim störfum þar til hann fyrir nokkrum árum baðst lausnar af heilsufarsástæðum eftir langan og farsælan starfsdag í opinberri þjónustu. Að loknu háskólanámi fékkst hann fyrst við lögmannsstörf en síðan við ýmiss konar stjórnsýslu- störf á vegum ríkis og sveitarfé- laga. Hann var bæjarstjóri ísa- fjarðarkaupstaðar árin 1940— 1943. Til Reykjavíkur fluttist hann 1943, og varð þá starfsmaður verðlagsstjóra um tveggja ára skeið. Lögfræðingur Landssmiðj- unnar var hann frá árinu 1945 til 1947. Jafnframt aðalstarfi stund- aði hann alla tíð nokkur lög- mannsstörf, og hin síðustu ár var það hans aðalstarf. Hann var ritari Þingvallanefndar frá 1955. Áhugamál Þorsteins Sveinsson- ar voru mörg, og afskipti hans fjölbreytt af ýmsum félagsmálum. Á því sviði munu tónlistarmál hafa staðið hug hans næst, og helgaði hann þeim krafta sína eftir því sem við varð komið til hinstu stundar. Hann var í for- ustusveit söngmála um árabil, m.a. í stjórn Tónlistarfélagsins og einn af stofnendum Þjóðleikhús- kórsins og formaður hans frá 1955 og síðan. Þorsteinn Sveinsson var hagmæltur vel, og nýlega kom út eftir hann Ijóðabók er hann nefndi „Gengin spor“. Við embætti Húsameistara ríkisins starfaði Þorsteinn Sveinsson í tíð þriggja forstöðu- manna þess. Samstarfsmenn Þor- steins, fjölmargir, á rúmlega þrjá- tíu ára embættisferli í erilsömu ábyrgðarstarfi, eiga margs að minnast um góðan dreng, fölskv- alausa tryggð og vináttu. í störf- um hans fyrir embættið var hagur þess ætíð í fyrirrúmi svo og hollusta við yfirboðara og sam- starfsmenn. Kom það fram í einstakri trúmennsku og þjón- ustuhæfni. Þegar samstarfsmenn hans við húsameistaraembættið, nú að leiðarlokum, minnast sérstæðs og mikilhæfs persónuleika, þakka þeir jafnframt samfylgdina hin „gengnu spor“, biðja ástvinum hans blessunar og honum farar- heilla um ófarna stigu. Þegar við nú kveðjum Þorstein vin okkar og félaga kemur margt fram í hugann frá liðnum stund- um, við söng og leik á sviði og utan þess, því jafnframt því að vera einn af okkur var hann líka alltaf lífið og sálin í öllu sem gera þurfti, svo að allir hrifust með. Því var það engin tilviljun að þegar Dr. Victor Urbancic var ráðinn til að stjórna óperuflutningi Þjóðleik- hússins, valdi hann Þorstein fyrst- an manna til að starfa með sér þar, og ekki hafði Þjóðleikhúskór starfað nema tvö ár, þegar hann var valinn þar til forustustarfa enda var þörf á réttsýnum mann- kosta manni til að stýra og móta félagsskap, sem var fyrstur sinnar tegundar hér á landi, kór sem skyldi starfa við leikhús og hafa söng að atvinnu, þó að aukastarf væri. I félagsstörfunum var Þorsteinn óþreytandi og ekki var haldin svo skemmtun að hann legði ekki til meira eða minna frumsamið efni til skemmtunar, því ljóðasmið var honum í blóð borin, og svo var hann réttsýnn og raungóður að aldrei kom til álita meðal kórfé- lagsmanna, að fá nýjan mann í formannsstarfið, þar til hann baðst undan endurkjöri af heilsu- farsástæðum, á síðasta ári og hafði þá staðið í stafni í 25 ár. Og nú þegar við kveðjum Þor- stein Sveinsson með söng í Dóm- kirkjunni i dag, þá er það heit um að halda því merki á lofti sem hann bar fram á veg meðan kraftar entust. Við vottum eftirlifandi eigin- konu og börnum samúð á sorg- arstundu. Þjóðleikhúskórinn. Jónas ó. Magnússon. Þorsteinn Sveinsson lögmaður í Reykjavík verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. Þorsteinn fæddist 20. des. 1913 á Hvítsstöðum á Mýrum. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1939. Hann vann að málflutn- ingsstörfum um tíma eftir það, var bæjarstjóri á ísafirði 1940—43 og gegndi þar jafnfram ýmsum trúnaðarstörfum, bæði á vegum bæjarfélagsins og fyrir önnur fé- lagasamtök í bænum. Árið 1943 fluttist Þorsteinn til Reykjavíkur og vann þá m.a. á skrifstofu verðlagsstjóra, sem skrifstofu- stjóri húsameistaraembættisins og lögmaður Landssmiðjunnar, jafnframt sjálfstæðum lög- mannsstörfum, sem hann stund- aði reyndar áfram svo lengi sem heilsa og kraftar entust. Þorsteinn vann um skeið ábyrgðarstörf fyrir Stórstúku ís- lands og hann var alla tíð virkur þátttakandi í félagsmálastörfum. I þeim efnum lagði hann meðal annars sönglistinni drjúgt lið. Þorsteinn var hagmæltur vel, og eru til ótal greinar og ljóð eftir hann í ýmsum tímaritum. Fyrir ári síðan gaf hann út ljóðabók með kveðskap sínum, sem ber gott vitni um þennan þátt í lífi Þor- steins. Þorsteinn var tvíkvæntur. Var fyrri kona hans Þórunn Sveins- dóttir úr Fljótshlíð, en hún andað- ist 1969. Síðari kona Þorsteins er Sigríður I. Þorgeirsdóttir, kenn- ari, og lifir hún mann sinn. Þorsteinn var virkur félagi í Alþýðuflokknum og lagði mikið starf að mörkum fyrir flokkinn. Þess minnumst við félagar hans í flokknum með sérstöku þakklæti. Eftirlifandi eiginkonu, börnunum og öðrum ættingjum og ástvinum vottum við samúð þegar þessi félagi okkar er kvaddur í dag. Kjartan Jóhannsson Gamalt máltæki segir að lengi skuli manninn reyna. Um nokkra menn er því svo varið að manni þykir æ meir til þeirra koma sem maður kynnist þeim betur. Þannig fór mér í kynnum okkar Þorsteins og sömu sögu hygg ég fleiri kunni að segja. Að minnsta kosti úr hópi félaga Þjóðleikhúskórsins, þar sem hann ekki að ófyrirsynju naut svo einstæðra vinsælda að aðrir komu ekki til greina í formennsku þar meðan hann gaf kost á sér. Og það var einmitt sem formanni Þjóðleikhúskórsins að ég kynntist honum bæði fyrst og best. Mér er mjög minnisstæður fyrsti fundur minn og stjórnar kórsins fyrir níu árum; ég hafði þá nýlega sest í emb?etti fyrirrennara míns, sem hafði látið sér mjög annt um velferð kórsins. Mál Þorsteins var lagt og nokkuð umbúðamikið og ég verð að segja eins og er, að ég gerði mér ekki alveg grein fyrir því, hvaðan á mig stóð veðrið, ég hafði einhvern veginn ekki skilið, að óperuflutningur og þátttaka Þjóðleikhúskórsins í sýningum væri kjarninn í starfsemi leik- hússins. En smám saman skildist mér, að svo var auðvitað, ekki aðeins þátttaka kórfólksins, held- ur allra annarra, sem taka þátt í starfi hússins; meðan sá hugsun- arháttur ríkir, að allt standi og falli með því sem maður leggur af mörkum, hvort sem það er að réttir leikmunir séu á réttum stað á réttri stundu, eða að gefa gestum elskulega til baka þegar þeir kaupa leikskrána, eða þá hreinlega að kunna textann sinn svo leikstjóri og aðrir leikarar (og þá öll skipulagning í húsinu) þurfu ekki að hafa baga af — á meðan þá hugsunarháttur ríkir, er einu leikhúsi borgið. Nei, hér var á ferðinni hugsjónamaður, sem barðist fyrir helgum málstað; ég hefði verið mjög grunnhygginn ef ég hefði ekki skynjað að við vorum bandamenn. Síðan áttum við mörg skipti og ég vil segja öll góð. Þorsteinn gat verið fylgin sér og þungur á bárunni og í samningum reyndi ég að koma til móts við hann af sanngirni og ganga eins langt eins og leikhúsinu var ýtrast unnt, án þess þó að hætta á, að söngleikjaflutningur legðist alveg niður. En það verður að segjast eins og er, að enn í dag eru kjör kórfólks í Þjóðleikhúsinu ekki nema rétt svo að maður sleppur við að blygðast sín, og án þess hugsjónaelds og þeirrar sönggleði, sem Þorsteinn og félagar hans í kórnum áttu í svo ríkum mæli, væri söngsaga þessa lands skrifuð færri orðum en raun ber vitni; fyrir tíu árum voru þessi laun til háborinnar skammar. Þorsteinn var heldur ekki skoðanalaus um verkefnaval og kom það skýrt fram á aðalfundum; skýrsla for- manns var þá gjarna svo firna löng og ýtarleg, að bæði hann og aðrir höfðu í flimtingum, en sjálf- ur var Þorsteinn gæddur ágætri kímnigáfu, sem einnig gat beinst gegn honum sjálfum, en var græskulaus öðrum. Hann krydd- aði líka ræður sínar bundnu máli, enda mjög létt um að yrkja, svo sem flestum mun kunnugt; ætli það hafi ekki verið svo, að fæstum hafi þótt mál hans nokkurn tíma nógu langt. Þorsteinn Sveinsson var fæddur 20. desember 1913 á Hvítsstöðum í Álftaneshreppi í Mýrasýslu og var því 67 ára, er hann lést, að morgni 6. þ.m. Hann var bóndasonur, sem gekk menntaveginn og varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1934 og lauk lögfræðiprófi 1939. Hann stundaði almenn lög- fræðistörf í fyrstu, en gegndi síðan starfi bæjarstjóra á ísafirði 1940—1943. Síðan gerðist hann fulltrúi á skrifstofu verðlagsstjóra og var samtímis lögmaður Lands- smiðjunnar, en stundaði jafn- framt önnur lögfræðistörf. Árið 1956 varð hann skrifstofustjóri Húsameistaraembættisins og gengdi því starfi til ársins 1974, en eftir það sjálfstæð lögfræðistörf. Hann var mikill félagsmaður og kom víða við, enda áhugamálin mörg. Hann starfaði að bindindis- málum, var ritari Þingvalla- nefndar, átti sæti í stjórn Tón- listarfélagsins í Reykjavík, og formaður Borgfirðingakórsins um skeið. Hann var stofnfélagi í Þjóðleikhúskórnum og formaður í aldarfjórðung. Ljóðabók hans, þar sem meðal annars getur að líta ýmis smellin tækifæriskvæði úr starfi Þjóðleikhúskórsins, kom út á sl. ári. Ekki veit ég hvað af öllum hans áhugamálum stóð hjarta hans næst, enda gekk hann heill að því sem hjartað bauð. Hitt veit ég að Þjóðleikhúsið, kór þess og söng- listin í landinu hefur sjaldan átt heilskiptari talsmann. Til marks um þann hug sem hann bar til ríkisleikhúss okkar (sem hann reyndar ævinlega leit á sem ríkis- óperu okkar), er það heimildasafn um sögu Þjóðleikhúskórsins og óperuflutnings í ieikhúsinu, sem hann afhenti leikhúsinu fyrir ein- um tveimur árum. Þegar óperu- saga okkar verður skráð, eru þarna ómetanlegar heimildir. Fyrir framlag sitt var Þorsteinn sérstaklega heiðraður á 30 ára afmæli leikhússins í fyrra. Þorsteinn vissi að hverju dró og þótti miður, því að þessi höfðingi hafði gaman af að lifa. En eigi má sköpum renna og maður kemur í manns stað. Við sáumst síðast, er við sátum saman á síðustu sýn- ingu á Lá Bohéme í vor; hann lét þess þá getið, að sér þætti ekki örvænt um framtíð óperuflutnings á íslandi. Og enga þekkti hann unum meiri. Maður kemur í manns stað. Megi þá hinir nýju menn eiga fórnfúsan eldmóð Þorsteins Sveinssonar. Sjálfur þakka ég honum trausta vináttu og bið aðstandendum hans velfarnaðar. Sveinn Einarsson Svefnbekkur utanmál 75x195 cm. Verö kr. 1.640. — meö dýnu og 3 púöum. Áklæöi: köflótt og brúnt riflaö flauel. Fura og Eik. afslætti vegna sma tniniJ HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.