Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 3 Kristín Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri myndarinnar, ok María Pétursdóttir, 7 ára, sem á að ieika Julie Christie, eða rcttara saKt Ruby, i æsku. Kristín stundar nám í félags- fræði i Bretlandi. María er dóttir hjónanna Messiönu Tóm- asdóttur ok Péturs Knútssonar Ridttewell. Ljosm.: Emilía „JULIE Christie kemur til landsins þ. 22. ágúst og þá verður strax hafist handa við kvikmyndatökuna. en það er um einn fimmti hluti myndarinnar, sem verður tekinn hér á landi.“ sanði Kristin Óiafsdóttir i sam- tali við Mbl. i gær. Kristín er framkvæmdastjóri þess hluta kvikmyndatöku bresku kvik- myndarinnar, sem taka á hér á landi ok ber vinnuheitið „Gull". Gerð þessarar myndar er kost- uð af „British Film Institute" og eins og áður hefur verið sagt frá í Morgunblaðinu fjallar hún um tvær konur og ólíka upplifun þeirra á auðmagni, en í samein- ingu gera þær svo úttekt á ýmsum fyrirbærum er varða stöðu kvenna í gegnum tíðina. Annað aðalhlutverkið er í hönd- Julie Christie leikur í „Gull“ á Langjökli Tvær íslenzkar telpur leika hana unga um Julie Christie, en hitt leikur frönsk þeldökk leikkona, Colette Lafond. Tökur hér á landi fara fram á Langjökli og hópurinn, sem að verkinu stendur, mun hafa aðset- ur í Húsafelli þá u.þ.b. 9 daga, sem Kristín sagðist reikna með að tökurnar tækju. í handriti mun ísland gegna hlutverki ónefnds landsvæðis þar sem gullgrafarar hafa aðsetur og eru það bernskuslóðir persónunn- ar Ruby, sem Julie Christie leik- ur. Tvær íslenskar telpur munu fara með hlutverk þeirrar per- sónu á mismunandi aldursskeið- um, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, 3ja ára, og María Pétursdóttir, 7 ára. Einnig munu um 12 íslendingar hafa verið ráðnir í „statista"- hlutverk, allt karlmenn. Aðrir leikendur og aðstandendur mynd- arinnar eru breskir. Leikstjóri er Sally Potter, listrænn leikstjóri Rose English og tónlistin, sem er að sögn Kristínar afar mikilvæg- ur þáttur í myndinni, er samin af Lindsey Cooper. Kvikmyndatöku annast Babette Mangolte, en hún hefur m.a. unnið með Chantal Akerman. Leikmyndin, sem notast verður við á Langjökli, er einföld í sniðum, einn kofi, sem nú er verið að ganga frá. Hvildarákvæði og helgarviimubönn: Valda rýrnun á hráefni og erfið- leikum í vinnslu — segir Hjalti Einarsson framkv.stj. SH „ÞAÐ ER ekki vafi á því að iagaákvæðið um 10 stunda hvíld verkafólks frá vinnu og helgar- vinnubann verkalýðsfélaganna hefur gert fiskvinnslunni hér á landi erfitt um vik að undan- förnu og ekki er vafi á því að hráefni hefur rýrnað af þessum sökum. Þó er mér ekki kunnugt um bcina árekstra vegna þess. Vandinn hefur yfirleitt verið leystur á annan hátt." sagði Iljalti Einarsson. einn af fram- kvæmdastjórum SH, er Morgun- blaðið innti hann eftir áhrifum þessa lagaákvæðis. „Fiskvinnslan hér á landi er þannig, að afli berst í mjög misjöfnu magni á land, og þegar um aflahrotur er að ræða, er eina leiðin að vinna mikið til að forða fiskinum frá skemmdum. Við höf- um hreinlega ekki efni á að skemma dýrmætt hráefni á þann hátt að vinna það ekki. Þess ber einnig að geta, að þegar afli berst eins misjafnlega á land og raun ber vitni, koma dauðir launalitlir kaflar inn á milli, en það bil hefur einmitt verið brúað með mikilli vinnu í aflahrotum. Þá hefur þetta væntanlega orðið til þess, að útgerðarmenn hafa neyðzt til að sigla með aflann og einnig komið fram í samningum við starfsfólk og verkalýðsfélög, sem því miður draga oftast ein- hvern dilk á eftir sér. Þá hefur þetta valdið því, að í fiskimjöls- verksmiðjum hefur verið farið út í það að draga frídagana saman, þannig að teknir eru tveir dagar aðra hvora helgi og verksmiðjurn- ar þá stöðvaðar, sem vissulega er rekstrarlega óhagkvæmt. Það er því ekki nokkur vafi á því, að þessi lög og helgarbönnin koma fisk- vinnslunni illa og verða að teijast hæpin ráðstöfun, þó að þau séu einnig til góðs í vissum tilvikum," sagði Hjalti. Hermt að Gervasoni sé laus í GREIN í franska blaðinu „Le Monde" í gær segir. að fallið hafi verið frá öllum ásökunum á hendur Gervasoni og að hann geti farið frjáls ferða sinna. án nokkurra skuldbindinga. í samtali Mbl. við Pascal Biquil- lon, stuðningsmann Gervasonis, kom hins vegar fram, að lögfræð- ingur Gervasonis hefði ekki fengið nein svör um það hvort Gervasoni hefðu verið gefnar upp allar sakir endanlega og vissi hann ekki hvaðan Ije Monde hefði fengið upplýsingar sínar, né hvort þær væru réttar. Biquillon sagði, að lögfræðingi Gervasonis hefði verið lofað svörum um þetta frá varnarmálaráðuneyt- inu í dag, fimmtudag. Forystumenn málmiðnaðarmannafélaga: Sambandið taki sig út ú? samningasamflotinu hjá ASÍ „ÉG GET full.vrt það. að í minu félagi eru uppi háva'rar raddir um að Málm- og skipasmiðasam- bandið taki sig útúr samflotinu hjá ASÍ og semji sér. Ég er þeirrar skoðunar að þetta stóra samflot i samningunum hafi skert okkar hlut. Ég geri mér hins vegar fulla grein fyrir því að vinnandi fólk á Islandi getur ekki án heildarsamtakanna, ASÍ, verið. Þess hlutverk ætti hinsvegar að vera að ná fram félagslegu hliðinni. sem eitt og eitt samband gctur aldrei gert. Ég teldi því afar æskilegt og tel mig þar tala fyrir munn margra annarra, að ASl sjái um félags- legu hlið málanna sem snýr að ríkisvaldinu. en að sérsambtind- in sjái hvert fyrir sig um aðra þætti samningamálanna," segir Ilaukur Þorstcinsson, gjaldkeri Félags málmiðnaðarmanna, Ak- ureyri. m.a. i samtali við Málm, blað Málm- og skipasmiðasam- bands tslands. en i fyrsta tölu- blaði þessa árs birtast m.a. samtöl við 7 forystumenn félaga málmiðnaðarmanna. í svörum allra hinna sex koma fram sömu og svipuð sjónarmið og hjá Hauki. „Það sem menn hafa mest verið að ræða um undanfarið er að MSÍ taki sig útúr heildar- samtökunum og semji sjálft í næstu samningum og þær raddir heyrast líka að okkar félag semji sér,“ segir m.a. Halldór Þor- steinsson, formaður Málm- og skipasmiðafélags Norðfjarðar. „Menn eru ákaflega óhressir með síðustu kjarasamninga, við gerð þeirra misstum við yfirborganir og þegar allt er tiltekið fengum við ekki nema 6% hækkun." Stefán Friðþórsson hjá Sveinafélagi járniðnaðarmanna, Vestmannaeyjum, segir m.a.: „Ég hef tekið eftir því meðal okkar félaga, að þeirri hugmynd vex fylgi jafnt og þétt, að MSÍ fari sjálft að semja fyrir málmiðnað- armenn og hætti þátttöku í heildarsamningunum. Þær radd- ir heyrast meira að segja, að við höfum ekkert innan MSI að gera, við eigum bara að semja sjálfir fyrir okkur í Eyjum.“ „Þær raddir sem nú eru uppi um að MSI taki sig útúr og semji sjálft í næstu samningum eru ósköp eðlilegar," segir m.a. Kristján Guðmundsson, formað- ur Járniðnaðarmannafélags Ár- nessýslu. „Sannleikurinn er nefnilega sá, að við iðnaðarmenn höfum dregist verulega afturúr í samningum síðustu ára.“ „Menn eru almennt ánægðir með margt í síðustu samningum, eins og til að mynda breytingarn- ar á launaflokkunum, sem hafa gert samningana einfaldari. Hinu er svo ekki að leyna að hjá okkur eru uppi háværar raddir um aö MSÍ taki sig útúr heildar- samningunum og semji eitt og sér fyrir okkur,“ segir m.a. Jón Haukur Aðalsteinsson, formaður Iðnsveinafélags Suðurnesja. Jón Haukur bendir á, eins og Haukur Þorsteinsson, hvað ASI þurfi til að ná fram „félagsmálapökkun- um“. „Ekkert einstakt félag eða sérsamband getur náð þeim hlut- um fram sem ASI,“ segir Jón Haukur. Kjartan Guðmundsson, for- maður Sveinafélags málmiðnað- armanna, Akranesi, svarar spurningu um það, hvort félagar hans séu sæmilega ánægðir með síðustu kjarasamninga, m.a.: „Auðvitað eru skiptar skoðanir þar um eins og alltaf, en það fer ekki á milli mála að sú skoðun er almenn og henni vex fylgi meðal málmiðnaðarmanna á Akranesi, að Málm- og skipasmiðasam- bandið eigi að taka sig útúr samflotinu innan ASÍ við næstu samninga og semja eitt og sér. Með því móti telja menn að ýmis atriði, sem snerta okkur eina, náist fram, en að þau muni aldrei nást fram í heildarsamkomulagi sem ASÍ stendur að. Hitt er annað mál að menn gera sér jafnframt ljósa nauðsyn þess að ASI sjái um félagslegu hlið samninganna, alls þess er snýr að ríkisvaldinu og hefur verið nefnt „félagsmálapakki“.“ Og Tryggvi Sigtryggsson, for- maður Félags járniðnaðarmanna á ísafirði, segir m.a.: „En þótt menn séu sæmilega ánægðir með síðustu kjarasamninga, er því ekki að leyna, að okkur, eins og fleiri málmiðnaðarmönnum, þyk- ir sem ýms atriði sem snerta okkur eina hafi orðið útundan í samningum síðustu ára. Þess vegna viljum við að MSÍ taki að sér að semja fyrir okkur og hætti þá um leið þátttöku í heildar- samningum innan ASI.“ Jón Ilaukur Kjartan Tryggvi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.