Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 Hlaut styrk til að gera kvikmynd um blaðamenn SIGURJÓN Siífhvatsson, sem nemur kvikmyndagerð við „University of Southern-California" í Bandaríkjunum, hlaut í haust sem leið styrk frá kvikmyndadeild skólans til að jjera kvikmynd eftir eigin handriti. Var Sigurjón einn af sex nem- endum skólans sem hlutu styrkinn að upphæð 12.000 dollara, eftir að handrit höfðu verið lögð fyrir dómnefnd. Um 300 nemendur stunda nám við kvikmyndadeild Suður-Kaliforníuháskóia, en milli 40 og 60 munu hafa komið til greina við styrkveitinguna. Sigur- jón lauk við myndina í febrúar á þessu ári. Hún er hálftími að lengd og ber heitið „Sagan af Sharkey" og fjallar að sögn Sigur- jóns um þau vandamál sem ungir-- blaðamenn standa frammi fyrir í dag. Sigurjón er staddur hér á landi þessa dagana, en hann er einn aðalhvatamaður Grafísku kvikmyndadaganna sem nú standa yfir. Hátíð heim að Hólum Hólahátið verður haldin að Ilólum í Iljaltadal nk. sunnu- dag. Hátíðin hefst með klukknahringingu og skrúð- göngu presta í hina fornu dómkirkju. Hátíðarguðsþjón- usta hefst kl. 14 miðdegis. Fyrir altari þjóna sr. Bolli Gústa- vss<»n. Laufási, sr. Iljálmar Jónsson. Sauðárkróki, sr. Gunnar Gíslason. prófastur i Glaumhæ. og sr. Sighvatur B. Kmilsson. Ilólum. Biskupinn yf- ir Íslandi. herra Sigurbjörn Einarsson, flytur predikun. Kirkjukór Sauðárkrókskirkju annast söng undir stjórn Jóns Björnssonar, organista. Bæn í kórdyrum flytur Guðmundur Stefánsson. Hátíðarsamkoma verður í dómkirkjunni kl. 16. Þar flytur sr. Árni Sigurðsson, formaður Hólafélagsins, ávarp. Jóhann Már Jóhannsson, bóndi í Kefla- vík í Hegranesi, syngur einsöng. Jónas Þórisson, kristniboði, flyt- ur ræður. Kirkjukór Sauðár- króks syngur. Oskar Magnússon frá Tungunesi flytur frumsamið ljóð. Lokaorð flytur sr. Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup. Loks verður almennur söngur. Á sama tíma og hátíðarsam- koman fer fram verður barna- samkoma í skólahúsinu í umsjón Margrétar Jónsdóttur, forstöðu- konu. Kaffiveitingar verða í nýja barnaskólanum í hléi. Barm- merki sem minna á upphaf kristniboðs á íslandi verða til sölu á staðnum. Aldarminning Huldu skáldkonu VttKufn. Mývatnssvpit. 7. áxúst. Fimmtudaginn fi. ágúst síðastlið- inn var afhjúpaður minnisvarði um Huldu skáldkonu. llnni Bene- diktsdóttur Bjarklind, að Huldti- lundi. en það er skógarlundur. sem Ungmennafélagið Ljótur i Laxárdal hefur komið upp í landi Auðna. en þar var fæðingarstað- ur llnnar. Það var Kvenfélaga- samhand Suður-Þingeyinga. sem stóð fyrir gerð þessa minnisvarða og vill með því votta hinni látnu skáldkonu virðingu sína og þökk. og um leið vekja athygli á verkum hennar og þeim menn- ingararfi. sem hún skilaði þjóð sinni. Athöfnin hófst klukkan 14 og söng þá kvennakór á vegum Kven- minningu móður sinnar. Jóhanna Steinsdóttir í Árnesi flutti erindi um skáldkonuna, kórinn söng nokkur lög og einsöng sungu Sigrún Jónsdóttir og Hólmfríður Benediktsdóttir, en tvísöng Sigrún Jónsdóttir og Bergljót Benedikts- dóttir, Björg Friðriksdóttir ann- aðist undirleik. Gunnlaugur Tryggvi Gunnarsson talaði fyrir hönd heimamanna og að því búnu þakkaði Jón Bjarklind fyrir þann sóma, sem móður sinni væri sýnd- ur með athöfn þessari. Þá var veitt kaffi, sem kvenfélag Laxdæla bauð til. Mikið fjölmenni var viðstatt og Laxárdalur skartaði sínu fegursta í glampandi ágúst- sól. Kristján Unnur Benediktsdóttir Bjarklind félagasambands Suður-Þingey- inga, sem stjórnað var af Hólm- fríði Benediktsdóttur, skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur. Síðan talaði Hólmfríður Pétursdóttir, formaður Kvenfélagasambandsins og rakti tildrög þess, að þarna væri kominn minnisvarði og hvaða tilgangi hann ætti að þjóna og bað Unni Bjarklind, sonardótt- ur skáldkonunnar, að afhjúpa minnisvarðann, sem er steinn úr Laxárdalshrauni með ágreyptri blágrýtisplötu og áletruninni: „Hulda, Unnur Benediktsdóttir Bjarklind, aldarminning 6. ágúst 1981. Gefðu mér lind og lítinn fugl, sem ljóðar um drottins frið á meðan sólin að morgni rís við mjúklátan elfar nið, kyrrlátan dal með reyr og runn, rætur og mold og sand, sólhvíta steina, ber og barr, blessað ósnortið land. Með virðingu og þökk. Kvenfé- lagasamband Suður-Þingeyinga." Síðan sungu ailir ' viðstaddir „Hver á sér fegra föðurland". Að því búnu var haldið í veiðiheimilið í Laxárdal og þar hófst dagskrá. Henni stjórnaði Hólmfríður Pét- ursdóttir og afhenti þar, frá Kven- félagasambandinu, Safnahúsinu á Húsavík ofið teppi, mynd af skáldkonunni, sem Hildur Hákon- ardóttir, listvefari gerði. Finnur Kristjánsson, safnvörður, tók við teppinu og þakkaði fyrir það og einnig þakkaði hann börnum Unn- ar fyrir veglegar gjafir, sem þau færðu Safnahúsinu daginn áður í Síldveiðar loðnuskipa: Sjómenn ósammála útgerðar- mönnum, en sammála ráðherra SJÓMENN studdu þá tillögu sjávarútvegsráðherra, að banna loðnuskipum síldveiðar í haust, en ákvörðun um tilhögun síldveiða var tekin á þriðjudag, eins og frá hefur verið greint. Útgerðarmenn töldu hins vegar að leyfa hæri loðnubátum síldveiðar og skyldi minnkaður kvóti koma jafnt niður á þeim bátum, sem leyfi fcngju. Fundur var boðaður í sjávarútv- egsráðuneytinu á mánudag þar sem ræða átti fyrirkomulag síld- arvertíðarinnar. Ætlaði sjávar- útvegsráðherra að kynna sér við- horf hagsmunaaðila á þessum fundi, en vegna mistaka mættu fulltrúar sjómanna ekki og var fundinum því frestað. Á þriðjudag ræddi ráðherra síðan við fulltrúa sjómanna og að þeim fundi lokn- um var gefin út reglugerð um aflahámark og hvaða bátar fá leyfi til síldveiða. Ingólfur Falsson, formaður Far- manna- og fiskimannasambands íslands, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að skoðanir FFSÍ og Sjómannasambandsins færu sam- an í þessu máli. Á fundi fram- kvæmdarstjórna sambandanna í lok siðasta mánaðar hefði verið fjallað um þessi mál og þar verið samþykkt, að þar sem takmarka ætti síldarkvótann í haust væri ekki hægt að hleypa loðnuskipun- um á síldveiðar. „I fyrra voru veidd um 52 þúsund tonn af síld og þá veiddu loðnuskipin rúmlega 8 þúsund tonn,“ sagði Ingólfur Falsson. „Ráðherra gerir ráð fyrir, að nú verði leyft að veiða 24.500 tonn í hringnót og 18 þúsund tonn í reknet. Þá leggur hann til, að loðnuskip fái ekki kvóta á síld I haust eins og var í fyrra. Þó svo að okkur hafi alls ekki verið það ljúft, þar sem það bitnar á félögum okkar á loðnuskipunum, styðjum við tillögu ráðherra hvað varðar loðnubátana. Við teljum ekki, að hægt sé að bæta 52 loðnuskipum við þann flota nóta- skipa, sem sótt hefur um leyfi til síldveiða. Það hefði í för með sér að aðeins 150-160 tonn kæmu í hlut hvers skips og þá væri grundvöllur brostinn fyrir útgerð Akureyrarblaðið heíur nú lokið Ronjíu sinni, en það kom út alls sex sinn- og mannskap. Svo lítið kæmi í hlut hvers og eins. Hins vegar leggjum við áherzlu á það, að verði síldveiðikvótinn aukinn þá fái loðnuskip hlutdeild í honum. Einnig erum við andvígir því, að leyft verði að veiða meira en þúsund tonn í lagnet, en mjög margir, sem ekki stunda sjóinn í atvinnuskyni, sækja um slíkt leyfi nú,“ sagði Ingólfur Falsson. um. Að sögn Geirs S. Björnssonar, eins af útgef- endum blaðsins, reyndist ekki fjárhagslegur íírundvöllur fyrir útgáfu þess og því hefði ekki verið um annað að ræða en hætta útgáfunni. Akureyrarblaðið hættir göngu sinni Geir sagði ennfremur að það, sem útslagið hefði gert, var að ekki fengust nægar auglýsingar í blaðið, en því hefði verið vel tekið af almenningi og selzt vel í lausasölu, og því væri það leitt að útgáfan hefði ekki gengið. Þá hefði það verið orðið ljóst að ekki væri hægt að skrifa blaðið af mönnum, sem væru í fullri vinnu annarsstaðar, slíkt gengi ekki til lengdar, og því hefði það legið fyrir að ráða hefði þurft tvo blaðamenn til að halda útgáfunni áfram, en það hefði orðið fjárhag blaðsins ofviða. Frá fundinum með sjávarútvegsráðherra á mánudag, frá vinstri: Gunnar Flóvenz, framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, Þórður Eyþórsson, deildarstjóri, Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri, Steingrímur Hermannsson, Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri, Már Elisson, fiskimálastjóri, Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. og Haraldur Sturlaugsson. framkvæmdastjóri, Akranesi. Talsmenn SÍ og FFSÍ mættu ekki á fundinn. (I.jósm. Ól. K. Max.) Þá sagðist Geir ekki telja, að um fjárhagslegt tap vegna útgáfunnar yrði að ræða og að einhver laun yrði hægt að greiða. Þessu hefði verið hætt til að koma í veg fyrir taprekstur, enda þjónaði slíkt eng- um tilgangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.