Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981 5 Markús Qrn Antonsson í útvarpsráði: Athugasemd fréttamannsins kallar á ítarlega rannsókn „Á FUNDI útvarpsráðs hinn 11. september sl. stóð ég ásamt þrem- ur (iðrum fulltrúum í útvarpsráði að hókun. þar sem segir m.a.: Ekki er því að neita, að þess hefur orðið vart. að trúnaðarbrot fréttamanna og formlcK tcntísl sumra þeirra við ákveðna stjórn- málaflokka vekja tortryKKni ok kalla á pólitiskar deilur eins ok dæmin sanna. — Útvarpsráðs- menn höfðu skömmu áður lýst furðu sinni og áhvKKJum vettna þess að tiltekin ummæli Kjartans Jóhannssonar. í trúnaðarsamtali við fréttamann hljóðvarps höfðu borizt út. seKÍr m.a. í bókun, sem Markús Örn Antonsson. fulltrúi Sjálfsta'ðisflokksins i útvarps- ráði. lagði fram á fundi ráðsins i fyrradag. Þá segir ennfremur: Vegna sam- þykktar framkvæmdastjórnar út- varpsins þann 14. september hefur settur útvarpsstjóri nú á þessum fundi lagt fram gögn í málinu, sem á engan hátt hnekkja um- mælum okkar um tortryggni vegna trúnaðarbrots fréttamanna. Staðfest er hins vegar, að um- rætt einkasamtal hafi verið leikið af segulbandi fyrir starfsmenn fréttastofunnar. Viðkomandi fréttamaður víkur að því í skýrslu sinni, að spurningin snúist ekki að hans mati um trúnaðarbrot við Kjartan Jóhannsson, heldur um hugsanlegan þjófnað á persónu- legum gögnum hans á fréttastof- unni. Þessa athugasemd frétta- manns tel ég mjög alvarlegs eðlis og ótvírætt kalla á ítarlegri rann- sókn. Fyrrgreind bókun Markúsar Arnar Antonssonar og Ellerts B. Schram, Ernu Ragnarsdóttur og Guðna Guðmundssonar, var lögð fram í útvarpsráði 11. september sl. og hljóðar svo: „Fréttastofur Ríkisútvarpsins og fréttamenn eru ekki hafnir yfir gagnrýni og útvarpsráð getur ekki og á ekki að hefta hana. Þeir sem slíka gagn- rýni bera fram eru sjáflir ábyrgir orða sinna, en meðan áburður um fréttafalsanir fréttamanna út- varps er ekki rökstuddur er hon- um vísað á bug. Ekki er því að neita, að þess hefur orðið vart, að trúnaðarbrot fréttamanna og formleg tengsl sumra þeirra við ákveðna stjórnmálaflokka vekja Heiðmörk friðuð fyrir skotveiði VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í gær, þar sem sagt er frá rjúpna- varpi í Heiðmörk, ber að taka fram að Heiðmörkin er friðuð. Þar er öll skotveiði stranglega bönnuð og hefur svo verið síðastliðin 30 ár. Enda er Heiðmörk innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, þar sem meðferð skotvopna er bönnuð. Raunar hefði það lítið upp á sig að fara til rjúpnaveiða í Heiðmörk, því rjúpan verpir þar einungis. Rjúpnaveiðitíminn hefst þann 15. október og þá eru rjúpur farnar til fjalla og fátt um rjúpur í byggð. „SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna er með tvo sérsjóði, cn mjög lítið fé er til i svokölluðum stofnsjóði. Aðal upphæðin, 3 milljarðar gamlir, er á svokölluð- um endurgreiðslurcikningi og þar er safnað saman tekjuaf- gangi hvers árs og hann siðan endurgreiddur frystihúsunum,1* sagði Eyjólfur ísfcld Eyjólfsson, forstjóri SH i samtali við Morg- unblaðið. „í stórum dráttum er fyrir- komulagið þannig að SH tekur 2% í sölulaun og siðastliðin 10 ár hefur um helmingur þeirrar upp- hæðar verið endurgreiddur sem tekjuafgangur. Það fer inn á þennan sérstaka reikning og hver aðili á ákveðna upphæð inni á þeim reikningi. Þessu er skipt í hlutfalli við útflutningsverðmæti hjá hverjum og einum. Þessir peningar koma til endurgreiðslu við uppgjör í lok hvers árs,“ sagði Eyjólfur. Eyjólfur sagði að þessi tilhögun væri öðruvísi hjá Sambandinu, þar skiptist upphæðin fyrst í tvennt, og Sambandið fengi helm- inginn. Þá væri samanburður erf- iður vegna þess að SH seldi einungis frystan fisk, en Sam- bandið seldi skreið, fiskimjöl og fleira og væru því með fleiri tekjustofna. Þá sagði Eyjólfur að félagsmenn fengju vexti á það fé sem þeir ættu í sjóðnum og greiddust þeir út, en hjá Sam- bandinu virtust vextirnir leggjast við sjóðinn. Þá gat Eyjólfur þess að sérsjóð- ir SH hefðu aldrei verið notaðir til að kaupa frystihús og væru þeir ekki lánaðir út heldur væru þeir eingöngu í rekstrinum. Fiskverði vísað til Yfirnefndar ÁKVÖRÐUN um nýtt fiskverð, sem taka á gildi 1. október nk., hefur verið vísað til Yfirnefndar, scm enn hefur ekki komið saman til fundar. Nýtt verð á síld, sem taka átti gildi 20. ágúst sl., hefur enn ekki verið ákveðið, en Yfirnefnd hefur haldið nokkra fundi um málið, síðast í fyrrakvöld. Verið er að skoða ýmis gögn, sem Þjóðhagsstofnun hefur unnið vegna málsins, og er ekki að vænta niðurstöðu um nýtt síldar- verð alveg á næstu dögum. tortryggni og kalla á pólitískar deilur eins og dæmin sanna. Við sjáum því ekki ástæðu til að gefa öllum fréttamönnum allsherjar- traustsyfirlýsingu, en fordæmum ómerkilegar dylgjur í þeirra garð.“ Síðan kom framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins saman til fundar 14. september sl. og gerði þá eftirfarandi bókun: „Fram- kvæmdastjórn Ríkisútvarpsins lýsir fullu trausti á fréttamenn stofnunarinnar, heiðarleika þeirra og málefnalegt fréttamat. Á fundi útvarpsráðs 11. þ.m., stóðu 4 útvarpsráðsmenn að bókun, þar sem talað er um trúnaðarbrot fréttamanna og fleira í þá átt. Þessum fullyrðingum er eindregið mótmælt, sem órökdstuddum og skaðlegum starfsemi Ríkisút- varpsins." Þessi bókun var færð í fundar- gerð útvarpsráðs á fundi þess í fyrradag og lagði Markús Örn Antonsson fram bókun sína, sem kom fram.í upphafi, en ennfremur lagði Ellert B. Schram, fram eftirfarandi bókun vegna málsins: — Vegna ályktunar framkvæmda- stjórnar frá 14. september sl. þar sem bókun minni og þriggja ann- arra ráðsmanna um trúnaðarbrot fréttamanna er lýst sem órök- studdum og staðleysu, vil ég taka fram: Margsinnis hef ég upplýst þegar talað er um trúnaðarbrot, var það atvik haft í huga, þegar ummæli Kjartans Jóhannssonar í einkasamtali við fréttamann út- varpsins „láku út“. í umræðum á yfirstandandi útvarpsráðsfundi hefur að mínu mati verið staðfest enn frekar, að brot á trúnaði hafi átt sér stað. Með bókuninni er ekki verið að kasta rýrð á einstaka fréttamenn, heldur sagt það eitt, að trúnaðarbrotið hafi vakið trotryggni. Bókun mín og þriggja ráðsmanna frá 11. september sl. er því fyllilega rökstudd og rétt-„ mæt.“ Þá má geta þess, að í gærkvöldi var haldinn fundurí starfsmanna- félagi útvarpsins, m.a. vegna málsins þar sem til umfjöllunar voru fréttastofan og útvarpsráð. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri SH: Mestur hluti sérsjóða SH endurgreiddur Félagsmenn fá vexti - hjá SIS bætast þeir við sjóðinn fKENWOOD Túrbó Hi-Fi n~: ^ KENWOOD ir— I r— t L — L-J Ný háþróuð tækninýjung SIGMA DRIVE NEW HI-SPEED S SIGMA DRIVE magnarakerfið er tækninýjung frá KENWOOD ar sem hátalaraleiðslumar eru nú í fyrsta sinn hluti af magnaranum. ’ý áður óþekkt aðferð til stjómunar á starfsemi hátalaranna og tryggja lágmarksDjögun í hljómtækjunum. Tækmfræðingar og starfsmenn KENWOOD hafa ávallt verið í fararbroddi með tækninýjungar í hljómtækjum, kynnt og þróað fram- farir í þeim efnum eins og: Dynamic Damping Factor, DC Direct- Coupling, High-Speed, Zero switching og Non Magnetic. í>að nýjasta í þróun hljómtækja er SIGMA DRIVE, nákvæm samtenging magnara við hvem hátalara með fjórum leiðslum, tækni- nýjung sem gerir kleift að hafa eftirlit með og stjóma nákvæmlega tonblæ hátalaranna og heildarbjögun. BJÖGUNARTÖLUR ERU TÓMT BULL ... Þegar aðrir magnaraframleiðendur gefa upp afburða bjögunar- tölur eins og 0.005%, er mikið sagt að þeir ljúgi allir fullum hálsi — og aðeins KENWOOD SIGMA DRIVE magnarinn geti sýnt og sannað bjögunartöluna 0.005%. Staðreyndin er nú sú, að ef mæld er bjögun við hátalaraúttak á magnara, geta fjölmargir þeirra mælst með bjögunartöluna 0.005% — eins og SIGMA DRI\E magnarinn mælist með. En slík bjögunarmæl- ing er alls ekki marktæk því nún er framkvæmd án viðtengdra hátalara við magnarann. Ef magnarinn er hins vegar mældur í gegnum hátalara- leiðslur að hátölurum, mælist bjögunin í KENWOOD SIGMA DRIVE sannarlega 0.005% — þegar magnarar frá öðrum framleið- endum sýna aðeins biögunartöluna 0.1%. Óneitanlega er það allt önnur tala eða um það bil 20 sinnum lakari, og það heyrist. KenwoodKA- 800 2 x Kenwood KA - 900 2 x Kenwood KA - 1000 2 x 50 RMS WATTS/0.009% THD: 4.150 kr. 80 RMS WATTS/0.005% THD: 5.600 kr. 100 RMS WATTS/0.005% THD: 8.300 kr. Eins og TÚRBÓ kostaði SIGMA DRIVE miklar rannsóknir, og eins og TÚRBÓ gefur SIGMA DRIVE mestan kraft og beztan árangur. FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI85884

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.