Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 19
Undirbúningur hátíðarhalda á 200 ára afmæli borgarinnar: MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981 19 Tillögu Alberts var vísað BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi fyrir nokkru með 8 atkvæð- um, frávisunartillögu á tillöKu Alberts Guðmundssonar horjfar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en tillaga Aiberts varðaði hátíðar- höld á 200 ára afmæli Reykjavík- urbor)?ar. í tillögu Alberts segir að kosin verði sérstök hátíðarnefnd sem undirbúi veglega höfuðborgarhát- íð á 200 ára afmæli borgarinnar árið 1986. Nefndin geri tillögur um hátíðarhöld og um verklegar frá framkvæmdir, sem tengjast því að fegra og snyrta borgina, auk annarra verkefna. Borgarráð vísaði tillögunni frá á sínum tíma og staðfesti meiri- hluti borgarstjórnar frávísunina. í frávísunartillögunni segir að eðlilegt sé talið að sú borgar- stjórn, sem kosin verði á komandi vori, hafi veg og vanda af undir- búningi hátíðarhalda á 200 ára afmælinu og því sé ekki tímabært að skipa sérstaka undirbúnings- nefnd á þessu stigi. Fjárhagsvandi Jökuls enn óleystur: Atvinnuleysi blasir nú við ibúum Raufarhafnar ENN hefur engin lausn fundizt á fjárhagsvanda Jökuls hf. á Raufarhöfn, þrátt fyrir fundi með alþingismönnum og öðrum ráðamönnum og að rikisstjórnin hafi tekið málið fyrir á fundi sinum. Þó hefur verið ákveðið að fundað verði i málinu með ýmsum aðilum undir stjórn Tómasar Árnasonar, en erfiðlega gengur að ná mönnum saman. Því verður ekkert unnið enn um sinn hjá Jökli og biasir nú atvinnuleysi við ibúum Raufarhal Að sögn Ólafs H. Kjartansson- ar, framkvæmdastjóra Jökuls, er verið að reyna að fá að breyta hluta af eignum fyrirtækisins í rekstrarfé með því að taka 4 milljóna króna lán til 7 til 10 ára gegn veði í hluta eignanna. Eignir Jökuls nema nú um 27 milljónum en langtímalán 6 milljónum, þannig að ef yrði af lántöku myndu langtímaskuldir nema um 10 milljónum og eignir því vera talsvert umfram skuldir. Þessa niðurstöðu hefur Landsbankinn samþykkt og því talið Jökul ráða við lánið. Seldi í Cuxhaven HAMRASVANURINN seldi afla sinn í Cuxhaven í gærdag. Hann var með 72,2 tonn, og fengust 407.300 krónur, eða 5,58 krónur á kílóið. í dag er svo gert ráð fyrir, að tvö íslenzk skip selji í Þýzkalandi og eitt í Bretiandi. Ólafur sagði ennfremur að feng- ist þetta lán yrði fjárhagsvandi Jökuls leystur til frambúðar þar sem þá yrði hægt að greiða það mikinn hluta lausaskulda að veltufé yrði meira en þeim skuld- um næmi og þar með næði fyrir- tækið beztu veltufjárstöðu sinni frá upphafi. Langstærsti hluti vanskila fyrirtækisins væri laun og launatengd gjöld og næmu þær skuldir um 2,5 milljónum. Það væri mikil nauðsyn þess að greiða launaskuldir og því vonaðist hann til að lausn fyndist sem fyrst. Þá sagði Ólafur að nú stæðu yfir viðræður við SH um að taka að sér allan útflutning fyrirtækisins og byggist hann við því að svo yrði. Olafur sagði að lokum að þó að þessi dráttur hefði orðið á lausn mála, væri þar ekki eingöngu að sakast við ráðamenn, fyrirtækið hefði liklega brugðizt of seint við vegna þess að alltaf hefði verið búizt við að lausn væri í sjónmáli. En úr því sem komið væri vonað- ist hann til að lausn fyndist og það sem fyrst eðlis málsins vegna. Mozart, Poulenc, Faure, Debussy og Chaminade. Tveir aðrir heimsfrægir tónlist- armenn koma einnig á Listahátíð fyrir milligöngu Ashkenazys, rússneski útlaginn Gidon Kremer og ungverjinn Zoltan Kocsis. Fiðluleikarinn G. Kremer mun leika ásamt konu sinni, Elenu Krenier, hinn 11. júní. Hinn 16. júní mun Z. Kocsis, sem V. Ashkenazy hefur sagt að sé einn af fremstu píanóleikurum heims, leika einleik á píanó. Þeir G. Kremer og Z. Kocsis héldu báðir einleikstónleika á Edinborgarhá- tíðinni í ágúst sl. og hlutu báðir frábæra dóma. íslenzka kammersveitin, sem stofnuð var fyrir skömmu af ungu tónlistarfólki, mun leika 14. júní undir stjórn Guðmundar Emils- sonar. Frumflutt verður verk eftir Þorstein Hauksson. Þá mun kammersveitin einnig flytja verk eftir Mozart; einleikarar Þórhall- ur Birgisson og Ásdís Valdimars- dóttir, R. Strauss; einleikarar Sig- urður I. Snorrason og Hafsteinn Guðmundsson og verk eftir A. Ginastera. Þá hefur tekist fyrir milligöngu Brezka sendiráðsins og fjárstuðn- ing frá The British Council að fá brezku kammersveitina London Sinfonietta til að leika á Listahá- tíð, hinn 18. júní. Þessi hljómsveit er af gagnrýnendum talin einn besti flytjandi 20. aldar verka í heiminum, en á efnisskrá hennar hér verða einnig gömul klassísk hljómsveitarverk s.s. Branden- borgarkonsert Bachs nr. 5. Þá er einnig væntanleg fyrir milligöngu ítalska menntamálaráðuneytisins ítalska hljómsveitin Nuova Com- pagnia di Canto Popolare. Þessi hljómsveit flytur ítölsk þjóðlög á fjörlegan og nútímalegan hátt, og vakið athygli á ýmsum tónlistar- hátíðum t.d. í Edenborg, Helsinki og Berlín. Að sögn Örnólfs Árnasonar er enn að mestu óráðið hvaða mynd- listarsýningar munu verða á Listahátíð 1982. Hins vegar er von á erlendu leikhúsfólki í heimsókn, þó ekki sé tímabært að nefna nöfn í því sambandi. Islenzkar leiksýn- ingar verða að venju á Listahátíð, t.d. er ákveðið að Þjóðleikhúsið verði þá með ballett-sýningu og upplestrarkvöld. Um Listahátíðna almennt, sagði Örnólfur, að ætl- unin væri að halda þeim hætti að setja svip á bæinn með ýmsum uppfærslum og sýningum á götum úti. Þá hefði einnig komið til tals að bjóða bæjarfélögum úti á landi einhver af þeim atriðum sem verða á Listahátíð 1982. Opið í dag kl. 1—6 Xv Sýningarhöllinni við Bíldshöfða VÖRURKOM INN > LÆKKUN^ Á LÆKKUN OFAN Ný efni: vatt-efni o.fb ENNÞA , ER STÓRKOSTLEGT ÚRVAL AF: FYRIR LA- )LK Alullarpeysur 130 kr. Peysur 80—150 kr. Skyrtur kr. 30—60 og 90. Bolir kr. 30, 40, 60 og 90. Buxur, flauel, galla, khaki, kr. 150. Terylene, ull og slétt flauel kr. 200. Jakkar, khaki, kr. 100—120. Ullarjakkar kr. 150. Sportjakkar kr. 200 og 250. Jakkaföt, flannel, ný snið, kr. 550. Stakir ullarjakkar fyrir dömur kr. 190 og ullar- dragtir fyrir stúlkur kr. 250. Pils kr. 120. FYRIR D0MUR FYRIR HERRA FYRIR BÖRN Buxur kr. 150—200. Hnébuxur kr. 70—100. Blússur kr. 60, 90, 110. Peysur kr. 80-170. Bolir kr. 30-60. Pils kr. 120-150. Jakkar, khaki, kr. 100-150. Ullarjakkar kr. 100—150. Hálfsíðir jakkar kr. 300. Kápur kr. 450. Buxnadragtir kr. KJOLAR FRÁ KR. 100—250 Jakkaföt, lítil númer, kr. 500. Ullarfrakkar kr. 450. Stakir jakkar, flest númer. kr. 150—300. Sportblússur kr. 250. Buxur kr. 150—200. Skyrtur kr. 60—90. Bindi kr. 30. Bolir kr. 30—90. Nærbuxur kr. 15 og sokkar kr. 10. Kjólar kr. 70—100. Vattvesti kr. 150. Buxur, hné, kr. 30— 50. Síðar buxur kr. 50—70. Slaufur á kr. 15. Auk alls þessa bjóðum við á sannkölluöu SUPERVERÐI úrval af ýmsum vörum, s.s. herraskyrtur, stærðir 36—37, kr. 30.-. Buxur, stærðir 26 og 27, kr. 50.-. Jakkaföt, lítil númer, kr. 500.-. Dragtir, lítil númer, kr. 350.-. Vinnufatnaður, kuldaúlpur, stuttar og síðar, loðfóðraðar með hettu. .„ftNTRANS I stZJur'",; JkTí maÓrl""nn Í um og marair markaðn- kostleg TSI.n 11 f er' s,6r- plötun, “ 9®6» hlJÓm- 'V Mgrl d 'V*rtl6 h,<e9i- úrvalid og hér er fUk.Um. v,d horn af beím i- 8ma 8ýnis- öoöetólnum 2* ‘em 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.