Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981 Að ganga niður rúllu tröppur á uppleið eftir Pétur Pétursson þul Naumast líöur sá dagur að vinn- andi fólki berist eigi'til eyrna hvers kyns tilkynningar um hækkun vöru- verðs o« þjónustu. Allt gerist það jafnframt því að enn er þvættað og þæft um niðurfærslu verðlags og verðmeiri krónur. Þau hin sömu stjórnvöld er staðhæfa, að krónu- fjöldi í launaumslagi sé ekki eftir- sóknarverður og klifa í sífellu á varnaðarorðum um verðlitlar krónur þá er launakröfur koma fram, krefj- ast þessara sömu króna í síauknum mæli á vegum opinberra stofnana og einkafyrirtækja. í -verzlunarhúsum erlendra stór- borga eru víða rafknúnir rúllustigar er flytja fólk milli hæða, því til hagræðis. Viðskiptamenn stíga í tröppu og bíða þess að hún beri þá af jarðhæð á fyrstu hæð, og þannig koll af kolli. Engum heilvita manni hefir enn dottið í hug, að hann hraði för sinni, með því að ganga niður rúllustiga, sem er á uppleið. Hjal stjórnarherra er ræða um niðurfærslu verðlags í sívaxandi dýrtíð minnir helst á mann er fetar sig hægt niður rafknúinn rúllustiga í Kjörgarði er æðir upp á við án afláts. Sá veslingur á sér iitla von um að komast nokkurn tíma á jarðhæð. Hann þarf alltaf að víkja úr vegi fyrir þeim sem eru á uppleið, hvort sem það eru lærðir eða leikir, er vilja hækka ágirndarborð á fleytu sinni, eða eignast nýjasta bílmódel á hag- kvæmum kjörum. Ekki virðist vanta umhyggjuna fyrir velferð launaþrælanna. Nú seinast má sjá ræðu félagsmálaráð- herra hinn 4. september, þar sem hann ræðir um og ráðgerir að „reisa varnarmúr um lífskjörin". Hér talar sá hinn sami ráðherra er kvarnaði árið 1979 3% úr múr þeim er opinberir starfsmenn höfðu reist með frjálsum samningum. Að visu tókst almennum félögum að koma í veg fyrir það áform. En félagsmála- ráðherrann lét eigi þar við sitja. Með vitorðsmönnum sínum undirbjó hann enn nýja aðför að samningsrétti og tókst að mola 7% úr varnarmúr alþýðu, með lagaboði hinn 1. marz sl. Með þeirri aðför hjó hann enn skarð í múrinn. Óll samtök launamanna hafa nú boðað uppsögn samninga. Hvert af öðru halda þau ráðstefnur og lands- fundi, auk almennra funda. (Nema BSRB. Þar er „samráðið" og vitorðið í fullum gangi og engra almennra funda þörf. Nema ef vera kynni að fáeinir Dannebrogs-menn hittust á Bunuráðstefnu.) í hvaða skyni heldur félagsmála- ráðherra að boðað sé til funda í samtökum launamanna um þessar mundir? Er það til þess að fagna árangri á niðurfærsluleið eða í varn- arskyni gegn samningsrofum stjórn- valda og vaxandi dýrtið? I’étur Pétursson þulur „í hvaða skyni holdur félagsmálaráðherra að hoðað sé til funda í samtökum launamanna um þessar mundir? — Er það til þess að fagna árangri á niðurfærslu- leið, eða í varnarskyni Kegn samninKsrofum stjórnvalda og vaxandi dýrtíð.“ Þeir sömu aðilar er sótt hafa fylgi sitt og frama í raðir alþýðunnar hafa vegið með stjórnarboði og lagasetn- ingu í þann knérunn, fært í fjötra, slævt eggjar stéttarvopna og ruglað dómgreind með hjali sínu í Þrasta- lundi Alþýðubandalagsins um „rót- tækt jafnvægi". Um skeið hafa stjórnvöld fetað svokallaða niðurfærsluleið kaup- gjalds og verðlags með tilstyrk oddvita verkalýðssamtaka. Fróðlegt er að kynna sér fyrri afstöðu ASI til þeirrar leiðar, þá er Stefán Jóhann Stefánsson og ríkisstjórn hans settu dýrtíðarlög um áramótin 1947—48, og valdi niðurfærsluleið kaupgjalds og verðlags. Liðinn er aldarþriðjung- ur síðan Jónas Haralz, þáverandi hagfræðingur ASI, ritaði grein í tímarit samtakanna, Vinnuna, og nefndi: Viðhorfin í dýrtíðarmálun- um. í grein Jónasar segir svo: „Með dýrtíðarlögum rikisstjórnar- innar, var að nokkru farið inn á verðhjöðnunarleiðina. Að vísu var þetta í mjög litlum mæli, enda talað um þessar ráðstafanir sem „fyrsta skref“, en sú reynsla sem síðan hefir fengist, ætti þó að hafa gefið mönnum nokkrar visbendingar um afleiðingar og eðli þessarar leiðar yfirleitt." Síðar segir: „Menn hafa gert sér í hugarlund að verðhjöðnunarleiðin þýddi það að kauplag og verðlag lækkaði í nokkuð svipuðum hlutíöll- um. þannig að krónufjöldinn, sem menn hefðu handa á milli, væri t.d. helmingi minni en það væri hægt að fá jafnmikið af vörum fyrir hann.“ Ennfremur segir Jónas: „Að verð- hjöðnunarleiðin yfirleitt er leið í dýrtíðarmálunum, byggist á því, að afleiðingar hennar eru allt aðrar en almenningur hefur gert sér í hug- arlund. Við verðhjoðnun hlýtur sem sé kauplagið alltaf að lækka miklu meira en verðlagið.“ Niðurlagsorð Jónasar llaralz í greininni 1948 eru: „Er þvi óha tt að fullyrða. að með þessari löggjöf hafi byrðunum af dýrtíðarráðstöfunuum fyrst og fremst verið velt á launþega. og má fastlega gera ráð fyrir, að sú verði einnig reyndin. ef fleiri skref eru tekin á verðhjöðnunarleiðinni.“ Grein þessi er eigi dregin fram í dagsljósið í því skyni að undirritaður telji sig geta mælt með einhverri annarri leið við núverandi skipan samfélagshátta. Aðeins til þess að sýna að hver sú leið er hagspekingar og fésýslumenn leita úr ógöngum framleiðsluhátta stéttaþjóðfélagsins bitnar á vinnandi alþýðu, en færir þeim er nærast með margvíslegum hætti og misjöfnum á striti hennar, arð og upphefð. Vert er að hafa í huga að allar áætlanir stjórnvalda um tilfærslu verðmæta miðast við það að ráðstafa með einum eða öðrum hætti vinnu fólksins. Án vinnu almúgans væri ekkert til skipta. Dreissugum stjórn- arherrum, forstjórum og ráðgjöfum er standa á stalli þýðir eigi að þruma ræður sínar um fórnir og sjálfsaf- neitun. Þeir eru bara að æsa sig upp í nýtt bílmódel og koma sér fyrir í Lífskjaramúrnum. Langt er nú síðan alþýða manna nefndi Stjórnarráðshúsið „Múrinn“. Það kemur úr hörðustu átt þegar félagsmálaráðherra talar um að reisa varnarmúr um lífskjörin. Meira að segja Kristján Thorlacius kemst að þeirri niðurstöðu í seinasta tölu- blaði Ásgarðs að „þeir sem betur megi sín, atvinnurekendur og aðrir, hamri á kröfum sínum og nái þeim fram í fiestum tilfellum". „Samráðsmaðurinn“ Haraldur Steinþórsson er enn á gömlu línunni og minnist þess að eitt sinn voru „samtök launafólks á íslandi sterkt þjóðfélagslegt afl“. Þeirri ályktun fylgir rnynd frá útifundi ASÍ, BSRB og BHM 1. marz 1978 (í stjórnartíð Geirs Hallgrímssonar). Nú þarf enga útifundi. Félags- málaráðherrann á að verja „Lífs- kjaramúrinn" og koma hagvextinum fyrir í bílskúrnum og rúllstigi verð- lagsins æðir uppávið í niðurtaln- ingarleið. Gyðingar eiga sér grátmúr í Jerús- alem, þangað safnast þeir til þess að minnast fornra frægðarverka og gráta hlutskipti sitt. Verður „Lífs- kjaramúr“ félagsmálaráðherra með 7% launaskarði grátmúr Alþýðu- bandalagsins í komandi kjarasamn- ingum? Sigurður Sigurðarson og Þór Erling Jónsson yfirfara smíði á undirstöðu seilingarvélarinnar. Útflutningur hafinn á seilingarvélum ÚTFLUTNINGUR er hafinn á seilingarvelinni, sem Alexander Sigurðs- son fann upp og hannaði fyrr á þessu ári. Hafa Norðmenn nú pantað alls 66 vélar og fulltrúi frá stóru fyrirtæki í Norður-Noregi er nú staddur á íslandi þeirra erinda að skoða vélina. Þá hafa Færeyingar sýnt áhuga og einnig Grænlendingar, en fréttir um vélina hafa birst i fjölmiðlum í öllum þessum löndum. Fyrstu vélarnar eru nú í sam- setningu í Vélsmiðjunni Stálbergi hf. og koma á markað innanlands og í Noregi um 50 vélar í fyrstu umferð. Vélin er smíðuð í nokkrum smiðjum í Reykjavík og á Selfossi. I sumar hefur tæknifræðingur frá Iðntæknistofnun unnið ásamt uppfinningamanninum að því að betrumbæta vélina. Meðal annars má nefna að færiband er frá vélinni þannig að hausar frá vélinni renna sjálfkrafa að fiskkörunum. Þá er vélbúnaður allur í einu lagi þannig að þurfi að skipta um hann er það einfalt verk. Þafhefur tekist að gera vélina þannig úr garði að hún mun vinna sitt verk á mun hljóðlátari hátt en frumgerðin. Veitingahúsið Torfan: Óljóst með áfram- haldandi rekstur NÚ ER óljóst með áframhaldandi veitingarekstur Veitingahússins Torfunnar vegna aukinna krafna heilbrigðiseftirlitsins um vinnuaðstöðu, matvælageymslur og meðferð sorps, en veitingaleyfið er gefið til hráðabirgða frá ári til árs. Þá munu vera hnökrar á endanlegum frágangi leigusamings Torfusamtakanna og veitingahússins. Að sögn formanns Torfusamtak- anna, Þorsteins Bergssonar, virðist krafa heilbrigðiseftirlitsins fyrir endurnýjun veitingaleyfisins vera nokkuð skýlaus og tæplega verði hægt að verða fyllilega við kröfum þess, nema að veitingashúsinu verði veitt aðstaða í bakhúsi, sem fyrir- hugað er að byggja við húsið. Torfusamtökin hafa hins vegar lagt á það áherzlu, að ekki verði af því nema fyrst verði gengið frá endan- legum leigusamningi. Þar ganga samningaviðræður hins vegar treg- lega vegna þess að framlagðar tölur um það, hvaða upphæðir leigutakar hafa lagt fram til endunýjunar hússins nema rúmum 30 milljónum gkr. En sú upphæð, miðað við leiguverð, nemur talsvert meiru en 6 ára leigu eins og áður hafði verið kveðið á um að skyldi vera hámarks leigutími. Torfusamtökin sætta sig ekki við hugmyndir leigutaka um lausn þess máls og ber um 20.000 krónur þar á milli. Að sögn Þor- steins væri það, af hálfu Torfusam- takanna, hugsanleg lausn að fram- Iengja hámarks leigutíma um 2 ár gegn því að þessi mismunur rynni þá upp í leigu. Hér ber því talsvert á milli og virðist lausn varla í sjónmáli. Áframhaldandi veitingarekstur byggist því á því tvennu, að leigu- samningar takist og kröfum heil- brigðiseftirlitsins verði fullnægt. Vetrarstarf kórs Langholtskirkju: Jólaóratóría Bachs og plötuupptökur KÓR Langholtskirkju er nú kominn heim úr mikilli ferð til Vesturheims, sem kórsmenn kalla ekki annað en „ævintýrið", en nú er veturinn framundan og boðuðu aðstandendur kórsins til fundar með hlaðamönnum og kynntu vetrarstarfið. Vetrarstarfið hefst á tónleikum með Hauki Guðlaugssyni, söng- málastjóra, vegna biskupsskipta þann 27da september. Einnig er ætlunin síðast í september að kórinn syngi tvö lög Jóhanns G. Jóhannssonar inn á jólaplötu fyrir börn sem Sjálfsbjörg mun standa að til styrktar lömuðum og fötluð- um. Þann 18da desember heldur svo kórinn jólasöngva í hinu nýja kirkjuskipi Langholtskirkju með svipuðu sniði og í fyrra, og vilja kórsmenn gera slíka jólasöngva að árlegum viðburði. í fyrra var kirkjuskipið ekki fokhelt um þetta leyti árs og var það lýst upp með kyndlum, en mjög næddi um menn, þó troðfullt væri, og þegar gestirnir voru orðnir bláir af kulda stoppaði kórinn sönginn og bauð upp á heitt kakó í safnaðar- heimilinu. Vettlingakonsertinn voru þeir kallaðir Jólasöngvarnir í fyrra. Um jólin flytur svo kórinn aðalverkefni sitt á komandi vetri, og það er Jólaoratoría eftir Back. Kórinn mun hefja æfingar á verkinu í byrjun otkóber, og halda síðan þrenna tónleika milli jóla og nýárs. Einsöngvarar verða ís- lenskir, en þó standa vonir til að fá frægan útlenskan tenór frá Vínarborg til að syngja hlutverk guðspjallamannsins. Tónleikar Nokkrir aðstandendur kórs Langholtskirkju á fundi með hlm.: Kjartan Jóhannsson, formaður stjórnar kórsins, Jón Stefánsson. songstjóri, Stefán Guðjónsson. gjaldkeri sóknarnefndar og Guðmundur Gunnarsson i fjáröflunarnefnd. I.jóKm. Mbl. Kristján. þessir verða væntanlega haldnir í Fossvogskirkju. Bíða kórsmenn mjög spenntir eftir að byggingu Langholtskirkju lýkur, því eftir öllum sólarmerkjum að dæma verður hún gott tónleikahús. í þessu sambandi má minna á, að í gangi er söfnun sem gengur undir nafninu „Nýtt hljóðfæri handa Jóni", og hefur þegar safnast mikið. Mun Jón Stefánsson athuga með orgelkaup nú í haust í Evr- ópuferð organista á íslandi, en afgreiðslutími orgela er. 1—5 ár, því orgel eru sérstaklega byggð fyrir hverja kirkju. Sagði Stefán Guðjónsson, gjaldkeri sóknar- nefndar, að ekki kæmi til álita annað en kaupa vandað orgel og koma upp góðri aðstöðu fyrir Jón. Um mánaðamótin febrúar/mars mun kór Langholtskirkju væntan- lega taka upp hljómplötu, ef ekki tvær, en um efni er allt óráðið. Á páskum endurflytur svo kórinn Messías frá síðustu páskum, og með vorinu er ætlunin að leggja í tónleikaferð út á land, en ekki er afráðið með hvaða sniði hún verður. Þá mun karlakórinn Stjúpbræð- ur — karlaraddir úr kór Lang- holtskirkju — halda áfram starfi í vetur til fjáröflunar fyrir kórinn. Stjúpbræður skemmtu við góðar undirtektir síðastliðið starfsár, og mun Jón Stefánsson, söngstjóri, taka við óskum um söng Stjúp- bræðra við hvers konar tilefni. Þessi er semsé vetrardagskrá kórs Langholtskirkju, en í lokin vildu meðlimir kórsins þakka al- menningi stuðning við Vestur- heimsförina, sérstaklega með þátttöku sinni í Sunnudagsgát- unni, sem stóð undir % af kostn- aðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.