Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981 31 Olafur Haraldur Kjartansson - Kveöja „Ok vindar haía horid marvl vísnaA sko»farhlaA. um vcginn som við KcnKum. Iní mcAan hjortun sofa. hýst sor»dn hciman aA. ok sorxin Klcymir cnjfum.** (T.G.) Sorgin gleymir engum, satt er það. Hve órannsakanlegir geta ekki vegir guðs verið á löngúm. Sárt mun alltaf vera að missa þá sem manni eru kærir en sárast þegar ungt og hraust fólk fellur skyndilega í valinn. Ólafur bróðir minn, eða Onni eins og við kölluð- um hann, lést af slysförum þann 20. maí 1979 aðeins 25 ára að aldri. Síst hefði mig grunað þá er ég kvaddi hann síðast áður, að þetta yrði okkar síðasta kveðja. Síðasta kveðjan hans bróður míns var alveg jafn hlý og aðrar kveðjur áður, brosið hans jafn hýrt og lifandi og vanalega. Við ræddum komandi vor og sumar af tilhlökk- un. Eg hafði orð á því hve mig langaði í sauðburðinn, því alltaf er það sá tími árs sem sterkast laðar til sín þá sem sveitinni unna. Hann hvatti mig, sagði ég væri velkomin að hjálpa til. Eg fór einmitt þegar sauðburður stóð sem hæst, á annan hátt þó en mig hafði grunað. Það var föðursystir mín sem flutti mér þá fregn að hann bróðir minn væri allur. Ég tíndi saman hið nauðsynlegasta og hélt norður til minna föðurhúsa. Það var vetrarkuldi og dauðasvip- ur yfir æskuslóðum mínum þetta vor og hjörtu okkar grétu vininn horfna. Stórt skarð var höggvið í fjöl- skylduna. Það er náttúrunnar lög- mál að alltaf vorar á ný og svo mun einnig um þessa hluti. Tím- inn græðir sár og sefar sorg. Þó maður geti ekki alltaf skilið 'til- gang ýmissa hluta þá verður að beygja sig fyrir vilja þess sem öllu ræður. Eftir lifir í huga heitt þakklæti fyrir að hafa átt svo góðan vin og bróður sem Onni var. Það sem einna best sýndi hans góða hjartalag var hve öll börn hændust að honum. Ef svo bar við þá átti hann allan hópinn af litlu frændsystkinunum og var þá oft glatt á hjalla. Mig langar hér að þessum leið- ariokum sérstaklega að þakka elsku bróður mínum alla hans ást og umhyggju fyrir syni mínum. Það er í hans huga hver dagur ævintýri sem þeir frændur áttu saman og víst er um það að hann Onni vissi vel hvað hæfði tápmikl- um strákum. Snemma varð hann duglegur sjálfur. Man ég það frá okkar æskuleikjum að fátt vafðist lengi fyrir honum. Þetta ein- kenndi hann þá er hann óx og þroskaðist, hann var úrræðagóður jafnan og duglegur til allra verka. Helga Jónsdóttir gjaldkeri - Minning Það var seinni hluta árs árið 1928 að ung stúlka réðist til starfa hjá 0. Johnson & Kaaber hf., og tók að sér stöðu aðalgjalkera. Þetta var Helga Jónsdóttir, dóttir hjónanna Guðrúnar Jakobsdóttur og Jóns Guðmundsonar trésmíða- meistara og bónda sem þá voru búsett á eignarjörð sinni, Narfeyri á Skógarströnd við Breiðafjörð. Þau Guðrún og .Jón voru bæði ættuð úr Rangárvallasýslu. Helga Jónsdóttir var útskrifuð frá Kvennaskólanum í Reykjavík, og fer það ekki á milli mála að það vegarnesti sem hún hafði úr for- eldrahúsum og frá þeim skóla reyndist óbrigðul undirstaða til að byRttja á lífsstarf hennar og lífs- feril allan. Það var svo fyrri part árs 1978, þegar aðeins skorti nokkra mán- uði á að Helga ætti fimmtíu ára starfsafmæli hjá 0. Johnson & Kaaber hf., að hún kvaddi okkur vini sína og samstarfsfólk hjá fyrirtækinu, en skyndilega hafði þá hallað undan fæti með heilsu- far Helgu, sem alla tíð fram að því hafði hinsvegar verið þannig, að þeir sem unnu með henni um áratugi minntust þess varla að henni yrði misdægurt. Helga Jónsdottir fæddist í Reykjavík þann 14. maí 1901 en lézt þann 6. september síðastlið- inn. Að hennar eigin ósk fór útför hennar fram í kyrrþey. Helga var elzt systkina sinna, en þau sem lifa hana eru Jakob fyrrverandi lögregluvarðstjóri, Elín kennari, Soffía húsfreyja, Sigríður gjaldkeri, öll búsett hér í Reykjavík, en Guðrún húsfreyja, systir hennar, hefur áratugum saman verið búsett í Englandi. Guðmundur bróðir þeirra, mikill efnismaður, lest ungur að árum. Eins og framan getur fæddist Helga Jónsdóttir í Reykjavík, en foreldrar hennar áttu heimili sitt þar um árabil í upphafi búskapar síns. En það fór aldrei á milli mála að hugur þeirra Guðrúnar og Jóns tengdist mjög uppruna þeirra í sveitabúskap landsins. Ákváðu þau því á sínum tíma að bregða búi í Reykjavík en stofna til sveitabúskapar, og bjuggu þau rausnarbúi um árabil með börnum sínum á eignarjörð sinni Narfeyri, sem er kirkjujörð og þekkt í landnámi íslands. Sú vinátta sem tokst með fjöl- skyldunni á Narfeyri og fjölskyldu undirritaðs í Stykkishólmi er fersk í barnsminni fram á þennan dag, og tengdist þeirri hugsun að fátt muni verðmætara ungum dreng en náin handieiðsla og kynni við mannkostafólk, en minningar þessar tengjast meðal annars sumardvöl í sveit að Narf- eyri í bernsku. En leið fjölskyldunnar lá aftur til Reykjavíkur þegar flutt var frá Narfeyri eftir nokkurn veginn fjórtán ára búskap þar, en nokkru áður hafði Helga ráðið sig til starfa hjá 0. Johnson & Kaaber hf. eins og getið er hér að framan. Nú, þegar Helga er liðin, er hennar minnzt af eigendum, stjórn og starfsfólki 0. Johson & Kaaber hf. með söknuði, þakklæti og virðingu. Öll störf Helgu báru raunar svipmót eigin persónuein- kenna, sem voru snyrtimennska, reglusemi og elja, þannig að af bar. Skoðanir Helgu voru fastmót- aðar og einkenndust af hispurs- leysi og heilindum og var þannig cinnig farið um dagfar hennar atlt. Er ekki örgrannt um að stundum hafi óharðnaðir nýliðar sem réðust til starfa með henni, jafnvel litið til þessa sterka per- sónuleika með nokkrum votti af beyg, sem þó fljótlega alltaf breyttist í virðingu og vináttuþel, en það voru einkenni þeirra tengsla sem urðu með Helgu og okkur sem unnum með henni dagleg störf, mörg í áratugi. Kom þessi hlýhugur ekki sízt í ljós á merkum tímamótum á ævi og starfsferli Helgu. I daglegu einka- lífi einkenndust samskipti Helgu við fólk sem hún átti samleið með, af umhyggju og hlýju, og var hún hrókur alls fagnaðar á mannfund- um. Var það alla tíð augljóst að ásamt lífsstarfi hennar áttu fjöl- skylda hennar og vinir sterkust ítök í fari hennar. Og nú er Helga Jónsdóttir kvödd með þakklæti og söknuð í huga. í fjarveru forstjóra 0. Johnson & Kaaber hf. er henni þakkað framúrskarandi lífsstarf í þágu fyrirtækisins, og eru þakkir þessar og kveðjur fluttar fyrir hönd stjórnar og eigenda fyrir- tækisins. Helga er kvödd með þakklæti og söknuði af vinum öllum og samstarfsfólki, og þó einkum af eftirlifandi systkinum og fjölskyldu. — En við sem störfuðum með Helgu flytjum fjölskyldu hennar okkar alúðar- fyllstu samúðarkveðjur. Og við sem nú kveðjum Helgu, biðjum henni allrar blessunar á þeim leiðum sem hún nú gengur. Jóhann Möller Ólafur bróðir minn hafði valið sér sitt framtíðarstarf þá er hann lést. Hugðist hann verða bóndi líkt og faðir okkar og afar. Hóf hann búskap fyrir nokkrum árum á jörð þeirri er afar okkar höfðu setið um langan aldur, Þórustöð- um. í fyrstu bjó hann á móti föðurbróður okkar en sat jörðina einn eftir að sá hætti búskap. Ekki er að efa að starf hans hefði orðið honum til sóma er fram liðu stundir ef honum hefði enst aldur til. Ég hef þá trú að þegar jarðvist okkar líkur bíði okkar annað tilverustig og þar hafi hver sínu hlutverki að gegna og min trú er að hann bróðir minn hafi fengið í sinn hlut mikið hlutverk sem ekki þoldi bið, handan landamæra lífs og dauða, þvi hafi hann verið burtkallaður svo skyndilega^ frá okkur. Ég veit einnig að ein- hverntíma kvöldar að hjá sjálfri mér og vona ég þá að hann taki á móti mér með brosið sitt bjarta sem við öll munum sem þekktum hann. Að enduðum þessum fátæklegu orðum langar mig að þakka Onna fyrir það sem hann var okkur fjölskyldu sinni. Foreldrum sínum skyldurækinn og góður sonur, hlýr og hjálpsamur bróðir okkur systk- inunum. Megi góður Guð geyma hans sál. _l dimmum skuKKa af Iiiiiku liAnum vi'tri. mitt IjuA til þín var árum saman KrafiA. Svu unKur varstu or hólstu út á hafiA. huKljúfur. Kla'stur. iillum dronKjum hotri." (T.fi.) Systir ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið. af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með gt>ðu línubili. Svefnherbergishúsgögn í geysimiklu úrvali. Einnig geysigott úrval alls konar húsgagna af ýmsum gerðum. iL ' ?'>• KM Langholtsvegi 111, Símar 37010 — 37144. húsgögn Leiðtogar í Ijóstœkni Einkaumboð á Íslandi j'Ný^d[lgöiu26 I Sími: 13309-19477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.