Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981 100 MX-flaugar faldar í Nevada New York. 16. sept. AP. RONALD REAGAN forseti er talinn munu tilkynna að Bandaríkjastjórn muni koma fyrir 100 MX-eldflaugum og fela þær i 1.000 neðanjarðarskýlum í Nevada að sögn „Daily News“ í dag. Blaðið hefur eftir heimildum í stjórninni að forsetinn muni einnig leyfa smíði á fullkomnari útgáfu af B-l-sprengjuflugvél- inni, sem Jimmy Carter forseti hætti við fyrir fjórum árum. Blaðið segir að forsetinn muni tilkynna þetta eftir hálfan mán- uð. B-1 kæmi í stað B-52 sem hefur verið bakhjarl sprengjuflugvéla- flotans síðan á árunum fyrir 1960. „Daily News“ segir að fyrst í stað verði smíðaðar 50 til 100 sprengjuflugvélar og hver þeirra mun kosta 200 milljónir dollara. Þetta er liður í endurvígbúnað- aráætlun Reagans, sem vill sýna Rússum að Bandaríkjamenn ætla að styðja stefnumið sín með hernaðarmætti samkvæmt heim- ildum blaðsins. Auk þess verður haldið áfram rannsóknum á svokallaðri „Stealth“-sprengjuflugvél. Hlut- irnir, sem sú flugvél verður sett saman úr, munu ekki sjást í ratsjám Rússa. Framleiðsla verð- ur hafin ef það verður talið borga sig samkvæmt fréttinni. Gert er ráð fyrir að MX-áætl- unin muni kosta milli 30 og 70 milljarða dollara. Færeyskt sjónvarp? rrá Aricf. fróttaritara Mhl. í Ktrshófn. 16. soptomhor. LANDSSTJÓRNIN í Færeyjum hefur lagt til í þinginu að sjónvarp verði tekið í notkun í Færeyjum. Málið verður tekið fyrir 10. nóvember. Landsstjórnin leggur til að útvarpið og sjónvarpið verði sjálfstæðar stofnanir, en út- varpsstjóri verði þó einnig for- maður í sjónvarpsráði. Aðrir fulltrúar eiga ekki að eiga sæti í báðum nefndum. Sjónvarpsaf- notagjald á að vera um 250 krónur, en rekstrarfé sjónvarps- ins um 1,75 milljónir króna. Ein ástæðan fyrir því að landsstjórnin leggur stofnun sjónvarpsins til nú, er sú, að sjónvarpssendingar einstaklinga hafa verið gagnrýndar vegna sýningarleyfa, en efni sem er tekið upp úr danska sjónvarpinu er gjarnan sýnt. Rússar og Sýrland í hemaðarbandalag? Sovézkir sendiráðsmenn fara frá sendiráði Rússa í Kairó eftir brottvísunina. beir óku á brott í svörtum Mercedes Benz. Moskvu. 16. sopt. AP. SOVÉZKA sjónvarpið fordæmdi Anwar Sadat Egyptalandsforseta í dag fyrir að reka sovézka stjórnarerindreka úr landi og kvað hlægilegar þær ásakanir á hendur þeim að þeir hefðu kynt undir trúarbragðadeilur. „Sadat hefur ákveðið að beina þrýstingi og öldu mótmæla í farveg andsovétisma," sagði sov- ézka sjónvarpið. Þetta eru fyrstu opinberu viðbrögðin í Moskvu við brottvísun stjórnarerindrekanna í gær. Egypzkir hermálafulltrúar búa sig undir að loka skrifstofu sinni í Moskvu og halda heimleiðis í samræmi við skipun Sadats. Jafnframt herma arabískar heimildir að herforingjanefnd frá Sýrlandi kunni fljótlega að hefja viðræður í MoskVu, ef til vill undir forystu sýrlenzka varnarmálaráð- herrans, Mustafa Tlass hershöfð- ingja. Fréttin um þessa fyrirhug- uðu heimsókn fékkst þó ekki staðfest. Fulltrúar erlendra ríkja velta því fyrir sér hvort versnandi sambúð Rússa og Egypta og horf- ur á nýjum hermálasamningum Bandaríkjanna og ísraels kunni að leiða til enn nánara sambands Sýrlendinga og Rússa. Korchnoi segist vera vel búinn undir heimsmeistaraeinvígið Wohlon. Sviss. 16. scpt. AP. VIKTOR Korchnoi lét þau orð falla í dag, að nú, hálfum mánuði fyrir heimsmeistaraeinvígið milli hans og Anatoly Karpovs, væri hann mjog vel undir það húinn, and- lega og líkamlega, jafnvel þótt sovésk yfirvöld neit- uðu enn að hleypa konu hans og syni úr landi. Blaðafulltrúi hans, Petra Leeuwerik, sagði, að ólíkt því sem væri með Friðrik Olafsson, forseta Alþjfiða- skáksamhandsins. þá hefði Korchnoi aldrei búist við því að fá fjolskyldu sína til sín fyrir heimsmeistara- einvígið, „vegna þess, að hann þekkir Rússana“. Heimsmeistaraeinvígið átti upphaflega að hefjast 19. sept- ember en Friðrik Ólafsson Blaðafulltrúi hans ber Friðrik Ólafs- son fyrir því, að fjölskyldu Korch- nois verði ekki sleppt fyrr en í apríl á næsta ári frestaði því vegna fjölskyldu- mála Korchnois og ákvað síðar að það yrði 19. október eftir að Rússar höfðu gefið góð svör um lausn málsins. Leeuwerik sagði, að það væri síðast að frétta, að Friðrik Ólafsson hefði sagt Michael Steen, aðstoðarmanni Korchnois, að Sovétmenn ætluðu að láta konu Korchnois og son hans Igor laus í apríl á næsta ári. Þá mun Igor hafa setið af sér tveggja ára vinnubúðadóm fyrir Korchnoi að neita að gegna herþjónustu. Petra Leeuwerik sagði, að þær fullyrðingar Sovétmanna, að Korchnoi hefði ekki lagt fram formlega beiðni um fararleyfi fyrir fjölskyldu sína, væru „hlægilegar. Allir vita, að Korch- noi og lögfræðingur hans hafa Friðrik ólafsson sent slíkar beiðnir árum saman og m.a. til Brezhnevs forseta." Síðustu þrjár vikurnar hefur Korchnoi hvílst á svissnesku hressingarhæli, en er nú að hefja lokaæfingarnar fyrir heims- meistaraeinvígið á leyndum stað, til að forðast ágang fréttamanna. Heimildir í Beirút herma að Sýrlendingar kunni að hafa mik- inn áhuga á að ræða hernaðar- legar hliðar „herfræðilegs banda- lags“ Rússa og Sýrlendinga. Sýr- lendingar, sem eru hörðustu ná- grannar ísraelsmanna, gerðu í fyrra „vináttu- og samstarfssátt- rnála" við Rússa og þar er hvatt til aukinnar hernaðarsamvinnu. I samningnum er þó aðeins talað um tafarlaust „samband" landanna þegar öðru þeirra er ógnað. „Herfræðilegt bandalag" gæti leitt til gagnkvæmra skuld- bindinga um tafarlausa aðstoð. Ungverskum stjórnarerindreka hefur einnig verið vísað úr landi í Egyptalandi fyrir að hafa verið viðriðinn trúarbragðadeilur. Sov- ézkum tækniráðunautum í Egyptalandi hefur einnig verið sagt upp, en talið er að þeir séu 1500, þótt Egyptar nefni miklu lægri tölur. Þá hafa tveir sovézkir blaða- menn verið reknir úr landi og hermálaskrifstofu Rússa í Kaíró hefur verið lokað. Blaðið „A1 Ahram" segir að 17 sovézkir liðsforingjar hafi starfað í skrif- stofunni, embættismaður sem sé líklega KGB-maður auk nokkurs annars starfsliðs. Egyptar fá ekki lengur sovézka varahluti. Talið er að flestir sovézku ráðu- nautarnir hafi starfað í álveri, stálveri, skipasmíðastöð, við land- græðsluframkvæmdir og við Aswan-stífluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.