Tíminn - 17.07.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.07.1965, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 17. júlí 1965. TÍMINN J 'SGITAR HEFÐI SLITIÐ HJÓNABANDINUÁ ÞREM DÖGUM Gítar hefur verið tízkuhljóðfæri ungs fólks víða um heim í seinni tíð, og allra seinast raf- magnsgítar, sem svo hátt lætur í, að alla ætlar að æra og með tilheyr&ndi tilburðum allt um koll að keyra, sá gítar sem er aðal hljóðfæri bítlanna, síðan þeir komu til sögunnar. En gítar hef ur lengst verið þjóðarhljóðfæri Spánverja, leikið á hann undir aldagömlum söngvum og dönsum. Og þaðan úr landi kom sá mað ur, sem sýnt hefur gítarnum þá virðingu að útsetja fyrir hann sí- gilda tónlist meístara frá ýmsum tímum, Andres Segovia. Þessi mað ur sem opnaði augu umheimsins fyrir möguleikum þessa hljóðfær is fyrir fáum áratugum og hefur síðan verið talinn mestur meist- ari í sígildum gítarleik, kom hingað fyrir nokkrum árum að flytja list sína fyrir Reykvíkinga, og verður þeim, er honum kynntust þá, ógleymanlegur. Nú fyrir skömmu var hann í London að halda tónleika, og notaði þá blaðamaður tækifærið að leggja nokkrar spurningar fyrir meistar ann, úr þvi hann var komihn í upprunaland Bítlanna, sem hafa líka stuðzt við gítarinn, ’þ.e.a.s. rafmagnsgitarinn. Blaðamaðurinn kveðst hafa rof Sð sex klukkutíma daglega æfingu meistarans og spurt hann rakleitt um álit hans á gítarmúsík bítlanna og hítilæskunnar, og Það var eins og við manninn mælt, þessi 73 ára spænski meistari varð aldeilis andagtugur, þegar blaðamaðurínn sló því fram, að sumir héldu því fram, að hann, Segovia, hefði átt upptökin að gítaræðinu. — Upp á síðkastið heyri ég stundum þetta hljóð, sem svo er j látið heita að séu gítarhljómar, og það er í mínum eyrum viðurstyggð in ein, svaraði Segovia. Hér hefur hreint ekki annað gerzt en að yndislegu hljóðfæri hefur verið umbreytt í rafmagnsófreskju, sem framleiðir verksmiðjuhávaða, en músík getur það alls ekki kallazt. Það getur vel verið spennandí fyr ir marga, en þá er sama að segja um skothríð. Blaðamaðurinn spurði, hvort Segovia sem málsvari sígildrar tón listar væri ekki fullharður í dóm um um piltana, sem kepptust við að flytja popmúsíkina. Hvort ekkí mætti til sanns vegar færa, að gítarleikur án magnara myndi ekki heyrast á fjöldasamkomum. En Segovia hristi höfuðið: — Eg þykist vita, að þér álítið mig gamlan mann, sem ekki er í neinní snertingu við ungt fólk. En Því er alls ekki þannig varið. Minnst þriðjungur áheyrenda minna um allan heim er undir tvítugsaldri. Mér hefur verið sagt, að mér sé að þakka eða kenna, að tuttugu og fimm háskól ar hafi tekið gítarkennslu á kennsluskrá nú, en fyrir tíu árum var boðið upp á slíka kennslu í aðeins einum háskóla. Einu sinni sagði Stravinsky:„Ef rétt er spilað á gítar, þarf það ekki að vera hávært til að heyrast langt.“ Eg hef spilað á gítarinn í fimm þús- und manna sal og það án þess að nota plectrum (spjald til að smella strengina með), og allir heyrðu hverja einustu nótu. Blaðamaðurinn kveðst ekki hafa getað varizt brosi við að hugsa til þess, að á flestum bítlatónleik um, þar sem hljóðfæraleikararnir með alla magnarana sjást bara en heyrist ekkí til þeirra fyrir Andres Segovia öskrum áheyrenda. En gítarmeist arinn hélt áfram: — Þér eruð að hugsa um fagn aðaröskur áheyrendanna. Eh ég er ekki frá því að áheyrendur mínir öskri líka — en þeir gera það inn á við. Og ef hávær spenn ingur er æskilegur úr virkilegum gitar, þá er tíl dansgítarleikurinn j Flamengo, sem heyrist án magn- j ara. En músík er eins og hóll.! Öðrum megin við hólinn er fólk, er vill músík til að dansa eftir, hin um megin er óskað músíkur til að j hlusta á í alvöru. Eg er þeím meg- jin — og þetta tvennt ætti aldrei ' að mætast. Blaðamaðurinn kveðst hafa sagt Segovia, að hann hefði nýlega átt viðtal við Yehudi Menuhin, sem hafði sagt, að beat-músíkin og Baeh mundu mætast, margt væri sameiginlegt. Þá svaraði Segovia: — Yehudi er kurteisari og meiri hjartaknosari en aðrir einleiks- meistarar. En ég er ekki viss um að hann hefð,i sagt þetta, ef hann hefði þurft að þola þá hörmung að heyra í rafmagnsfiðlum úr öllum áttum. Um hina heimsfrægu bítlahljóm sveitir út af fyrir sig lét Segovia þessi orð fálla: „Þetta eru sjálf sagt beztu strákar inn við beinið, en þessi hljóð, sem þeir framleiða, eru andstyggileg og sjúkleg og eiga ekkert skylt við list„‘ Þegar hér var komið spjalli blaðamannsins og gítarsnillings- ins, seildist hann eftir hijóðfær- inu, sem hann hafði lagt til hlið ar, strauk fingrunum eftir nokkr urn strengjum, sagði siðan: „Mér verður hugsað til minnar elskuleeu konu Emilítu. Það er ekki nbg með það að hún sé minn framkvæmdastjóri, heldur gerir hún sér að góðu að hlusta á mig langtímum saman, þegar ég er að æfa mig. Við höfum verið í hjóna bandi í þrjú ár — (þau voru ekki gift þegar þau komu til Reykja víkur fyrir nokkrum áram, þá var Emilíta einkaritari gítarsnillings ins) en ég gæti bezt trúað, að ef hún hefði orðið að hlusta á raf- magnsgítar svona lengi, þá hefði hjónaband okkar ekki enzt í þrjá daga.“ Heimaalningsstorkur með gerfigogg Það kostar klof að ríða röftum, segir íslenzkt máltæki, sem okkur datt í hug, þegar barst hingað storkasaga frá Hamborg í Þýzka landi, en svo slysalega vildi til, að græðgin kostaði storkinn gogginn, og án hans á storkur æði- bágt með að komast áfram í henni veröld. Þó fór betur en á horfðist, og er læknislistinni fyrir að þakka að blessaður storkurinn getur nú haldið áfram að bjarga sér — með flunkunýjum gljáandi goggi úr alúmíni. Sagan hefst fyrir röskum tveim árum á bóndabæ, utan við Ham- borg ,þar sem Wilhelm nokkur Schwens bjó búi. Þar bar sjald séðan gest að garðí einn góðan veðurdag, storkunga, sem alls ekki var orðinn fleygur og fær. Þessi fáséði fugl var kvenfugl. En Vil- hjálmur bóndi tók þessari ósjálf bjarga kvenvera með kostum og kynjum, því hann má ekkert aumt sjá, er dýravinur mikill. Þessi tígulega fuglategund verður æ sjáldgæfari þar í landi og fáír eiga því láni að fagna að telja slíka tegund meðal húsdýra sinna. Storkhænan unga óx og dafnaði á sveitabænum og fékk bóndinn innan tíðar auknefnið ,,storka- pabbi.“ Svo varð þessi unga stork- dama heimakær, að hún misnotaði aldrei frelsið, sem hún átti við að búa, skilaði sér ætíð heim aftur á bæinn úr lystiferðum út um hvippinn og hvappinn, eínnig eftir að hausta tók, þegar ættingjar hennar tóku sig upp og héldu suð- ur á bóginn til heitari landa fyrir veturinn. Nú er þessi storkheimaln ingur búinn að hafa vetursetu tvisvar í N-Þýzkalandi, sem er harla sjaldgæft að storkar geri þar um slóðir, nema þá helzt í dýragörðum. En annar „útlendingur" var vist aður á bæ Vilhjálms bónda, það var mörður, sem geymdur var í búri. Eitt sinn var honum gerður dagamunur í mat með því að fleygja inn til hans glænýjum fisk utan mála. Þar var storkdaman unga n-ærri, og er hún kom auga á fískinn Uggja inni búrinu, stóðst hún ekki freistinguna, teygði gogg inn inn milli rimlanna og á kaf í hnossgætið En merðinum fannst þetta ekki til skiptanna, Læknarnir útbúa storkinn meðalúmíngoggi. var ekki seinn á sér að grípa til sinna ráða, hjó kjafti og kló í gogginn á hinni óboðnu dömu af slíkri heift og fítonskrafti, að efri goggurinn rifnaði af í þeini svipt ingum. Þetta fannst Vilhjálmi bónda hið versta slys, sem von, yar, kallaði á lækni og gerði sitt ftrasta til að græða gogginn á fiömuna, en allt kom fyrir pkki. Þá hugkvæmdist læknunum gð búa til gervigogg og klemma þann á stúfinn, og það heppnaðist pndravel. Storkdaman fór innan tíðar allra sinna ferða komst vel af með sínum silfurgljáandi nýja gogg, sem máske hefur gert sitt til að hún gekk mjög í augun £ lausum og liðugum karlstorkum, pg í vor trúlofaðist hún einum, pem allt bendir til að sé nú hennar pktamaki. Hún verpti nokkram pggjum og fór nú í fyrsta sinn Pð liggja á, snemma sumars, og yarð í fyllingu tímans ein hinna gtoltu mæðra í storkahópnum, gem dvelst sumarlangt við Norður gjóinn. Storkar þykja sýna mikla hjóna þandstryggð. Og nú bíða Vilhjálm ur bóndi og sveitungar hans þess milli vonar og ótta, hvernig hjóna bandinu muni reiða af þegar hausta tekur Hvort frúnni muni Framhald á bls. 12 Á VÍÐAVANGI í skæruhernaði við landsfólkið Dagur á Akureyri segir svo um flótta ríkisstjómarinnar í síldarskattsmálinu: ,,Þegar ríkisstjórnin féll frá bráðabirgðalögunum um sfld- arskattinn, beygði sig fyrir sjó- mönuum og útgerðarmönnum og neyddist sjálf til að gefa út tilkynningu um það efni í blöð um og útvarpi áður en síldveiði flotinn lét úr höfn á ný, áttu margir bágt í herbúðum stjóm arinnar. Þegar svo stjórnarblöð in og fréttaþjónusta útvarpsins lögðu sitt til málanna, munu margir hafa brosað, því þar eru þakkirnar til ríkisstjórnarinnar undirstrikaðar svo sem eftir markverða sigurför! Það er hins vegar ekki broslegt, að þjóðin skuli hafa yfir sér þá ríkisstjórn, sem alltaf á í ó- friði við landsfólkið, svo sem væri hún óvinsæl leppstjórn frá öðru ríki. Landbúnaðarráðherr ann lá undir kæru bændastétt- arinnar út af vafasamri skatt- heimtu, skammt er að minnast kaupfestingarfrumvarps stjóm arinnar. sem hún síðan heykt ist á og svo bráðabirgðalaganna nú um síldarskattinn. Vera má, að það sé að vissu leyti gott að hafa svo veika ríkisstjórn, að hún láti undan réttlátum mótmælum stórra hópa þjóðfé lagsþegnanna. En á síðustu tím um, sem einkennast af stefnu leysi öðru fremur, fipna menn þörf fyrir sterkari og ábyrgari stjórn en Þá, sem nú situr og alltaf er í skæruliernaði við landsfólkið.“ Kemur við kaunin Ekkert virðist koma cins illa við kaun stjórnarmálgagnanna og sú staðreynd, sem öllum ligg ur í augum uppi, að krafa stjórnarandstöðunnar um taf- arlausa þingkvaðningu vegna bráðabirgðalaga rikisstjórnar- innar um síldarskattinn, sem stöðvuðu síldarflotann, flýtti mjög fyrir lausn deflunnar og var sá herzlumunur, sem knúði ríkisstjórnina til þess að leysa deiluna tafarlaust með því að hverfa frá bráðabirgða- lögunum. Stjórnarblöðin leggja slíkt ofurkapp á að telja fólki trú um hið gagnstæða, að þau stagast á því dag oftir dag, að krafa þessi hafi aðeins verið til óþurftar. En heldur eru rök in smá — og minnka dag frá degi ,eru raunar ekkert orðin annað en vanmáttkar upphróp anir, helzt einhverra ókvæðis orða. „Rök“ Vísis í gær eru t. d. aðeins orðið ,,fíflsháttur“, en það er nafn forystugreinar blaðsins í gær — og eiginlega öll greinin. Fólk brosir að þess um tilburðum, en staðreyndin breytist ekki, og hún er þessi: Stjómin hafði ekkl meiri- hluta þing á bak við bráða- birgðalög sín og borði því ekki að fallast á þingkvaðningu, en þegar krafan kom fram, losn- aði málið úr sjálfheldu. Stjórn in átti þá aðeins um tvo kosti að velja og gat ekki haldið á- fram þófinu gegn síldveiðimönn um. Féllist hún á þingkvaðn- ingu ,kæmi í ljós, að lögin höfðu ekki meirihluta. Neitaði hún þingkvaðningu yrði hún að lcysa deiluna tafarlaust, og það var ekki hægt með öðru en taka sfldarskattstilskipunina aft ur, eins og hún hefði auðvitað Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.