Tíminn - 17.07.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.07.1965, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 17. jólí 1965. Útgefandi: FRAMSÓkNARFLOKKURÍNN Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. innanlands. — f lausasölU kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. „Vinnufriður“ Mbl. - og staðreyndirnar I .jrgunbaðið er hneykslað yfir því, að Tíminn skuli h-~a sagt, að ríkisstjórnin hafi líkt og Vöggur verið litlu fegin, þegar hún kalli ástandið á vinnumarkaðnum síðastliðin 2—2Vz ár sérstakan „vinnufrið“ eins og hún hefur látið málgögn sín halda fram nú síðustu daga, — og auðvitað er það hin ágæta ríkisstjórn, sem tryggt hefur þennan „vinnufrið“ í frásögnum stjórnarblaðanna. Þessi iðja stjórharblaðanna getur varla verið stunduð í alsælu sjálfsblekkingarinnar, heldur frekar í trausti þess að almenningur sé fljótur að gleyma. Stjórnarblöðin virðast í æ ríkara mæli grundvalla lofgerðaráróður sinn um störf núverandi ríkisstjórnar á þeirri trú, að almenn ingur hafi slæmt minni og sljóa hugsun og muni ekki annað en rjómalogn og hinn mesti friður hafi verið á vinnumarkaðinum síðasthðin ár. En almenningur man vissulega betur —og veit, að síðustu ár hefur ríkt sér- stö'k og áður óþekkt upplausn á vinnumarkaðinum, sem bakað hefur launþegum og þjóðinni milljónatjóni. Til að gera upptalninguna ekki of langa skulum við bara líta á þetta ár, sem nú er rúmlega hálfnað og skoða „vinnufrið“ stjórnarblaðanna í ljósi staðreyndanna: í byrjun ársins lá nær allur bátafloti landsmanna bund- inn í höfn vegna verkfalls sjómanna. Stóð verkfall báta- sjómanna hér sunnanlands í hvorki meira né minna en 34 daga og er það eitt lengsta og dýrasta verkfaU, sem hefur verið háð hér á landi, og höfðu verið boðaðar samúðarvinnustöðvanir í flestum verstöðvum landsins í lok janúarmán., er deilan leystist loks með því að sjó- menn féllust á lækkun skiptaprósentu á þorsknótaveið um. Hins vegar gerði ríkisstjórnin ekkert til að auð- velda lausn þessarar deilu, heldur lét málgögn sín þvert á móti spilla fyrir. í marz var verkfall y|irmanna á farþega og flutninga- skipum og verkfall 70 iðnverkamanna á Akureyri hjá atvinnurekendum, sem neitað höfðu að samþykkja sömu samninga og SÍS. í apríl stóð flugmannaverkfailið, sem bannað var með kúgunarlöggjöf ríkisstjórnarinnar. í júní og fram í þennan máijuð stóðu stöðug verkföll ýmissa starfsstétta ásamt skæruverkföllum, yfirvinnu- banni og fl. og ekki er enn séð fyrir, hverju fram muni vinda á vinnumarkaðinum, þar sem ósamið er enn við yfir 30 launþegafélög. Ekki skal gleyma síldardeiiunni margumræddu, sem orsakaðist af bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar. Hún hélt gervölium síldveiðiflotanum bundnum í höfn í heila viku —eða þar til ríkisstjórnin varð að láta undan og hóf „sókn“ og vann „sigur“ með því að éta ofan í sig bráðabirgðalögin. „Vinnufriðupnn á þessu ári, sem ríkisstjórnin hefur „tryggt" skv.1 frásögnum stjórnarblaðanna hefur kostað þjóðina hundruð miíljóna. Ríkisstjórn sem er hæst ánægð með slíkan „vinnufrið“ og telur sér slíkt ástand til vegsemdar og sæmdarauka er óþolandi. Slík ríkis- stjórn á að segja af sér. Það má geta þess um leið, að það voru ekki stjórnar andstæðingar sem voru að vinna þessi ,,skemmdarverk“ eins og verkföll eru stundum kölluð í stjórnarblöðunum, þetta langa verkfall var háð undir forustu þeirra Jóns Sigurðssonar, aðalleiðtoga krata í verkalýðshreyfingunni, og Péturs Sigurðssonar, alþ.manns Sjálfstæðisflokksins. TÍMINN Sænska stjórnin mun gefa ót hvíta bók um Wallenberg-málið Sænska stjómin er nú að gefa út ihvíta bók, sem þó verð ur ekki birt fyrr en í septem- ber og fjallar um Wallenberg- málið svonefnda, en það hef ur verið framhaldssaga í sænsk um utanríkiismálum í tvo ára- tugi. Talið er, að útgáfa þess- arar hvítu bókar megi skiljast svo, að sænska stjómin láti þar með tjaldið falia eftir síð- asta þátt þessa harmleiks, sem i hófst í höfuðborg Ungverja- lands fyrir 20 ánm. Raoul Wallenberg var ung- ur sænskur arkitekt, sem fékk brennandi áhuga á hjálpar- starfi fyrir Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni. Hann bauðst til þess að fara til Ung verjalands og stjóma þar hjálparstarfi,' sem bandarískir aðilar ætluðu að leggja fé til. Hann var tilnefndur sendiráðs. ritari í sænska sendiráðinu í Búdapest og hófst þegar handa. Einn þeirra helztu þýzkra embættismanna, sem hann komst þegar í kast við, var hinn frægi Eichmann. Wallenberg safnaði um sig æ fleiri mönnum, sem tóku þátt í þessu björgunarstarfi, og þeim tókst- að bjarga þúsund- um Gyðinga á nokkrum mánuð um.'Hann gaf út fjölda vemd- ar-vegabréfa, sem reyndust frellaisbréf ótrúlega margra Gyðinga. Hann skipulagði mat- argjafir og sendingar, flótta- mannaflutninga og húsnæðis- hjálp, og hann fann felustaði handa þeim Gyðingum, sem nazistar eltu. Dugnaður hans og úrræðasemi þótti með ólík indum. Hann hvikaði hvergi fyrir voldugum nazistaleiðtog- um og hikaði ekki við að ræða hiklaust við þá og ásaka þá op. inberlega. Um nýárið 1945 héldu Rúss ar inn í Budapest, og hið síð- asta, sem menn sáu með vissu og staðfest er af opinberri hálfu, til Wallenbergs, var það að hann fór inn í rússneska bifreið og var ferðinni heitið til aðalstöðva rússneska herliðs ins — annað hvort sem gestur eða fangi, eins og hann sagði sjálfur. Stuttu síðar fengu sænsk yfirvöld orðsendingu frá Rúss- um um það, að Wallenberg væri engin hætta búin. Hann væri á öruggum stað. En síðan hefur algjör þögn af Rússa hálfu hulið þennan mann og afdrif hans. Mikil ringulreið var næstu missiri i þessum heimshiuta, en þó leið ekki á löngu þangað til Svíar tóku að knýja á um vitneskju um Wall enberg. En þá var sem Rússar kæmu af fjöllum, og þeir kváð ust enga hugmynd hafa um neinn mann, sem héti Wallen- berg. Svíum brá í brún við þessi svör, og hófu nú harða hríð að stjórnarherrunum í Moskvii, en þeir höfðu aðeins hin sömu svör, að þeir þekktu engan Wallenberg, og fullvíst væri, að enginn sænskur Wall- enberg væri á rússneskum yfir ráðasvæðum. Þeir kváðust hafa gengið úr skugga um það með nákvæmri rannsókn. Það var ekki fyrr en sjö ár- um eftir stríðið, að Svíum bár- ust í hendur gögn, sem byggja mátti á nýja sókn í málinu. Það gerðist, er fyrstu stríðs- fanganiir voru látnir lausir í Rússlandi og leyft að fara til Vestur-Evrópu. Samhljóða vitnisburður fékkst frá mörg- um austurrískum, þýzkum og ítölskum föngum um það, að Wallenberg hinn sænski hefði setið í fangelsi í Moskvu sam- tímis þeim að minnsta kosti fram til sumarsins 1947. Eigi að síður neituðu Rússar sem áður að vita nokkuð um þetta og kváðu Wallenberg sér al- gerlega óþekktan. Enn gekk í þófi allt fram til ársins 1956, en þá loks kom svolítil glufa í þetta járntjald Rússa um Wallenberg, er Er- lander, forsætisráðherra Svía, var í opinberri heimsókn í Rússlandi og fékk Búlganin, Krustjoff og Molotov til þess að heita sér því að láta fram fara ítarlega rannsókn málsins. Þetta dróst þó á langinn, og Íoks eftir nokkrar áminningar sænska utanríkismálaráðuneyt- isins barst það bréf frá Grom- yko, utanríkisráðherra Rússa, að rannsóknin hefði leitt það pítt í ljós, að bréf jiokkurt hefði fundizt f skjalasöfnum varðandi þettaí nSál, og þar kæmi í ljós, að Wallenberg hefði setið í rússnesku fang- elsi. í bréfi þessu tilkynnti heilsugæzluvörður í Lubljanka- fangelsinu, A. L. Smoltsov að nafni, að fangi einn, sem héti Wallenberg, hefði látizt í klefa sínum. Bréfið var sagt dagsett 17. júlí 1947. í bréfinu biður Smoltsov um fyrirmæli um það hver skuli annast líkskoðun, en í áritun á bréfinu sést, að mælt hefur verið svo fyrir, að líkið skuli brennt án krufning ar. Bréf þetta var sagt stílað beint til öryggismálaráðherra ríkisins, en sá hét Abakumov. Gromyko bætti því hins vegar við, að því miður væri Smolts ov líka látinn, og Abakumov hefði verið tekinn af lifi fyrir sviikastarfsemi. Engin önnur vitneskja var finnanleg um þennan Wallenberg og með þessum hætti þvoðu Rússar hendur sínar alveg. Svlar vildu þó ekki gefast upp, og almenningur í Sví- þjóð knúði fast á. Sænsku blöð in lágu heldur ekki á liði sínu og svo virðist sem þeim hafi tekizt að afla vitneskju, sem nálgast sannanir fyrir því, að Wallenberg hafi verið á lífi eftir 1947. Þau gögn benda meira að segja til þess, að Wallenberg hafi verið á lífi um áramótin 1960—61. Þess- vegna tók Erlander upp Wall enberg-málið aftur, er hann heimsótti Moskvu í júní og ræddi málið við Kosygin, en svör hans voru einnig alveg neikvæð. Einn þeirra, sem mjög hefur lagt sig fram um að afla gagna í Wallenberg-málinu og halda því vakandi, er rithöfundunnn Rudolph Philipp, og í .síðasta blaði Idun/Vecko-Journalen birtir hann grein, þar sem Raoul Wallenberg í sænskum herbúningl fyrir rúmum 20 árum. Hvar er hann nú? margt nýtt kemur fram og hlýtur að vekja mikla athygli. Því miður virðast sumar upp- lýsingar hans þó ebki hvíla á nægilega sterkum rökum eða sönnunum. Philipp sakar sænska utan- ríkisráðuneytið um handvömm í Wallenberg-málinu og nefn- ir meðal annars, að ekki hafi verið fylgt nógu vel eftir kröf unum um upplýsingar í málinu þegar í upphafi. Nefnir hann sem dæmi um gagnstæð vinnu- brögð, að Gerhardsen forsætis ráðherra Norðmanna hafi tek- izt 1955 að fá Rússa til þess að láta lausan Norðmanninn Osvald Harjo með því að hóta því að hætta við opinbera heimsókn til Rússlands. Norsk yfirvöld segjast þó ekki vita til þess, að gangur þessa máls hafi verið á þá lund. Philipp lætur í það skína, aS ekki sé allt með felldu um þetta Wallenberg-mál, og mjög vanti á, að þar sé allt komið fram í dagsljósið, sem þó sé vítað um. Menn vona, að hin hvíta bók stjómarinnar létti hulúnni af því. Það er til dæm- is talið fróðlegt að vita, hvers vegna Rússar tóku Wallenberg fastan. Samfangar hans halda því fram, að í yfirheyrslum yfir honum hafi rússneska leynilögreglan sakað hann um njósnir í þágu Breta og Banda- rikjamanna. Því verður heldur ekki á móti mælt að öðrugt er að leggja trúnað á Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.