Tíminn - 17.07.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.07.1965, Blaðsíða 13
LAUGARJ>AGUR 17. júlí 1965. Unglingalandsliðfö í knattspyrnu 1965. Aftari röð frá vinstri: Ólafur Lárusson, Sævar Sigurðsson, Arnar Guðlaugsson, Halldór Einarsson, Anton Bjarnason, Sigurður Jónsson, Ragnar Kristinsson og Magnús Guðmundsson. Fremri röð; Halldór Björnsson, Elmar Geirsson, Sigurbergur Sig- steinsson, Karl Steingrjmsson, Þorbergur Atlason, Eyleifur Hafsteinsson, Sævar Tryggvason og Gunnsteinn Skúlason. (Timamynd GE). ÍÞRÓTTIR (iolfmótið: lleppn in er jöfn Alf-Reykjavík. — Veður- guðirnir hafa ekki verið hliðhollir golfmönnum okk ar, sem um þessar mundir halda meistaramót sitt á Grafarlioltsvellinum. Bæði í fyrradag og í gær var nokk uð hvasst og gekk á með rigningarskúrum. Fyrir bragðjð næst ekki eins góð- ur árangur og eru „topp. mennirnir" langt frá sínu bezta. í gærkveldi höfðu verið leiknar 60 holur af 72 og þá hélt Magnús Guðmunds- son frá Akureyri enn for- ystunni (265 högg), en Ótt- ar Ingvarsson, Rvík, kemur ekki langt á eftir (269 högg). í 3. sæti er Gunnar ® Sólnes, Akureyri (274 högg) og í fjórða sæti Ólafur Bjarki Ragnarsson, Rvík (279 högg). í 1. flokki hafði Hafsteinn Þorgejrsson, Rvík, forystu (280 högg) og í öðru sæti var Kári Elíasson, Rvík, (287 högg). í 2. fl. var Páll Ásg. Tryggvason, Rvík, fyrstur (308 högg) og Júlíus Snorra son, Vestm., annar (332 högg). Golfmcistaramótinu lýkur i dag, laugardag, og verða þá leiknar 12 síðustu hol- urnar. Keppnin í meistara- flokki er spennandi og verð ur fróðlegt að vita, hvort Óttari Ingvarssyni tekst að ná Magnúsi Guðmundssyni núverandi íslandsmeistara. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðjnu bar Akureyri sigur úr býtum í bæjakeppninni. Standa hin- ir akureyrsku keppendur sig vel á þessu landsmóti golfmanna. - en líta verður á þátttöku þess í NIVI sem tilraun Piltarnir mæta Dönum og Rússum í næstu viku Alf — Reykjavík, föstudag. Á þriðjudaginn í næstu viku heldur ísl. unglingalandsliðið í knattspyrnu utan til keppni í Norðurlandamóti unglinga, sem háð verður í Halmstad í Svíþjóð. Þetta er í fyrsta skipti, sem ísland sendir unglingalandslið í knattspyrnu til keppni við aðrar þjóðir og má því segja að með þátttöku í þessu Norðurlandamóti sé um nokkurs konar tilraun að ræða. Við vitum ekki um styrkleika annarra þjóða — og við vitum í rauninni ekki um styrkleika okkar unglinga, þvi þeir hafa . ekki fengið að reyna sig áður. Sem fyrr segir, verður mótið háð í Halmstad í Svíþjóð, sem er í nágrenni Gautaborgar. Allar Norðurlandaþjóðirnar senda lið til þátttöku, en Rússar verða einnig með í mótinu. Keppt verð ur í tveim riðlum og er ísland í riðli með Dönum og Rússum.. Fyrri leikur ísl. piltanna verður | gegn Dönum 22. júlí og síðari j leikuriun gegn Rússum 24. júlí : Það er mjög sennilegt, að bæði i Danir og Rúsar tefli fram sterk | um liðum. Danir urðu t. d. Norð I Þrír leikir í 2. deild í dag 2. deildar keppnin í knattspynnu. heldur áfram i dag og fara þá fram 3 Ieikir. í a-riðli fer fram j mjög þýðingarmikill leikur í j dag á Melavellinum i Reykjavík. leikur Þróttur og Siglfirðinga, en takist Þrótti að sigra, hefur Þrótt ur borið sigur úr býtum í a-riðli. Leikurinn hefst kl. 16. —• í dag leika einnig FH og Vestmanna eyjar í Hafnarfirði kl. 16 og á ísa firði mæta heimamenn Breiða- blik kl. 16. í fyrrakvöld fóru þessir leikir fram: Haukar—Reynir 2:0 Breiðablik- Staðan í 2 A-riðill Þróttur Siglf. Haukar Reynir -Víkingur 4:3 deild er nú þessi: 5 4 1 0 22:8 9 4 2 11 9:7 5 6 2 1 3 9:10 5 5 0 1 4 2:17 1 Skarphéðinn hætti keppni og er 12:0 sigur Þróttar ekki reiknaður með. B-riðill. Vestm. 7 5 ísafj. 6 4 Breiðabl. 7 4 FH 7 2 Víkingur 7 1 0 2 23:11 10 0 2 19:13 8 14:26 8 17:15 5 12:20 3 0 3 1 4 1 5 urlandameistarar í fyrra, en Rúss ar velja lið sitt úr hópi 90 þús. unglinga. Um styrkleika ísl. liðs ins er það eitt að segja, að piltarn ir hafa leikið nokkra æfingaleiki að undanförnu við hérlend meist araflokkslið og hafa staðið sig eftir atvikum vel. Og i fyrrakvöld léku þeir gegn meirihluta lands liðsins, sem lék gegn Dönum fyrr í mánuðinum, og unnu það mcð 4:1. Þessi úrslit lofa óneit anlega góðu, en forðast ber að y.era með of mikla bjartsýni, þvi ísl. piltamir eru reynslulitlir. Unglinganefnd KSÍ hefur valið eftirtalda pilta í unglingalands- liðið (aldur 16—18 ára) Þorbergur Atlason, Fram Magnús Guðmundsson. KR Arnar Guðlaugsson. Fram Sigurbergui Sigsteinsson, Fram Sigurður Jónsson. Val Sævar Sigurðsson KR Anton Biarnason Fram Sævar Tryggvason, ÍBV Eyleifur Hafsteinsson. ÍA (fyrirl) Ólafur Lárusson, KR Gunnsteinn Skúlason. Val Elmar Geirsson, Fram Ragnar Kristinsson. KR Halldór Einarsson. Va' Kar] Steingrímsson. KR Halldór Biörnsson. KR Piltarnir halda utan n. k. þriðju dag. 1? PUNKTAR , •• Nú um helgina fara fram tveir þýðingarmiklir leiRir * 1. deildar keppninni i knatt- spymu, en úrslit þeirra gætu gefið vísbendingu um það hvaða lið hreppir Íslandsmeíst aratign og hvaða lið fær far- seðil nlður i 2. deild. Rétt er að undirstrika, að hvernig svo sem úrslitin verða, gefa ÞatJ ekki svar við þeirri spumingu hvaða Iið sigrar i delldinni eða hvaða lið fellur niður — aðeins vísbendingu. Fyrri leikurinn verður á sunnudaginn hér f Reykjavík og mætast þá KR og Akureyri kl. 16, en síðari leik urinn verður á mánudagskvöld og einnig hér í Reykjavík og þá leika Fram og Akranes kl. 20.30. — Áður en lengra er haldið er rétt að líta á stöðuna eins og hún er fyrir leikina: KR 6 3 2 1 13: 8 8 Valur 6 3 12 12:11 7 Keflav. 6 2 2 2 9: 6 6 Akranes 5 2 12 11:11 5 Akureyri 5 2 1 2 8:10 5 Fram 6 114 7:14 3 Eins og sjá má af stöðunnL stendur KR bezt að vígi og myndi með slgri gegn Akureyri á sunnudaginn vera komið með 10 stig. Jafnvel þótt útilokað sé að vinna mótið á 10 stigum myndi staða KR vera mjög góð — og tækist KR að sigra á sunnudaginn, myndi ég spá KR sigri í mótinu, því KR-liðið hef ur það mikinn baráttuvilja, að því ætti að reynast auðvelt að krækja í þau fáu stig sem vant aði upp á til sigurs. En enn þá er KR ekki búið að vinna leikinn á sunnudag og ómögulegt er að segja hvað Akureyringum tekst. Akureyri lék nýlega tvo aukaleiki, hinn fyrri gegn Akranesi og síðan gegn Fram. Og báða þessa leiki vann Akureyri. Akureyri hef- ur hlotið 5 stig eftir 5 leiki, en með sigri gegn KR væri liðið með 7 stig — einu stigi á eftr KR og með einum leik færra. Það væri ekki svo slæm staða fyrir norðan-Iiðið. Staða Fram í deildinni er mjög slæm og takist liðinu ekki að krækja í stig gegn Skagamönnum á mánudags- kvöld, eru harla litlar líkur til þess, að Fram leiki í 1.. deild' næsta ár. Með sigri gegn Fram myndu Skagamenn hins vegar laga stöðu sína verulega og komast í eldlínuna (með 7 stig eftir 6 lelki). Það verður fróðlegt að fylgj ast með þesum tveimur leikj um og hver veit nema að staðan eftir þá verði einkennileg. Hugsmn okkur bara, að ut anbæjarliðin ynnu báða leikina en þá yrði staðan í deildlnni svona: KR 7 leikir 8 stig Valur 6 — 7 — Akranes 6 — 7 — Akureyri 6 — 7 — Keflavík 6 — 6 — Fram 7 —» 3 — — alf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.