Tíminn - 17.07.1965, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.07.1965, Blaðsíða 4
4 TÍMINN LAUGARDAGUR 17. júlí 1965 Ólafur Gunnarsson: Rannsóknir í þágu fræðslumála FJórða grein Þýðine skólanna fyrir menn ingarþjóðfélögin eykst með ári hverju Meðan fólk flest um heim allan bjó í strjálbýli var uppeldi allt miklu eðlilegra en nú er. Börnin sáu störf hinna fullorðnu fyrir sér frá blautu barnsbeini og lærðu þau smám saman þegjandi og hljóðalaust. Nú búa tugir milljóna í stór- borgum og þar skapast mörg vandamál, sem óþekkt voru áð ur. Þjóðfélög tækninnnar hrúga hundruðum og jafnvel þúsund- um m»nna saman á sama vinnu staðinn. Oft eru heimilisástæð- ur þannig, að húsfreyjan verð- ur að vinna utan heimilisins átta klukkustundir á dag. Til þess að greiða götu foreldr- anna, sem þannig stendur á fyrir er komið á fót vöggu- stofum, barnagörðum, frí- stundaklúbbum og síðar skólum. Það er misskilningur að halda að fremsta hlutverk skólamanna í stórborg sé að kenna börnunum ákveðin fræði, fyrsta skylda þeirra er að forða börnunum frá því að flækjast eftirlitslaust á götun- um. Kennari, sem starfar í stór borg verður þannig miklu meiri uppalandi en kennari í fámenni, sem getur leyft sér þann lúksus að gera sjálfa þekkingarmiðlunina að aðalatr iðinu. Með tilliti til þess sem ég hef minnzt á áður, og sem sýn- ir, að þekkingin, sem hægt er að troða inn í marga litla kolla er ekki á marga fiska, er ekki nema eðlilegt að reynt hafi verið að skyggnast eftir leið- um til að gera starf kennar- anna í þágu barnanna enn þýð- ingarmeira en gerzt hefur áð- ur. Er ég nú kominn að þeirri grein sálfræðinnar, sem vinnu- sálfræði nefnist, en sem mér vinnst ekki tími til að gera nein skil hér. Hlutverk vinnusálfræðinn- ar er í sem fæstum orðum þetta. Hann veitir unglingum starfsleiðbeiningar, hæfnis- prófar þá, sem þess óska. Til- gangurinn er sá, að koma sem flestum á sem réttasta hillu í lífinu. Vinnusálfræðingur reyn ir að fylgjast með því sem er að gerast í atvinnulífi þjóða og reikna út eftir því sem hægt er hvar atvinnumöguleikar muni verða mestir í framtíð- inni. Þá aðstoðar vinnusálfræð ingur við ráðningu fólks til ákveðinna starfa þannig, að hann reynir með hæfni- og skap gerðarprófun að velja þá menn eina til starfa, sem þar eiga heima. Þá reynir vinnusálfræð- ingur að bæta samband vinnu- veitenda og vinnuþiggjenda báðum aðilum til góðs, hann leiðbeinir verkstjórum við verkstjórn, og verkamönnum í aðlögun að vinnustað. Hann reynir að hafa áhrif á starf- semi ungmennafélaga til hags- bóta æskunni. Eins og nærri má geta leit- ar vinnusálfræðingur mjög samvinnu við kennara, því þeir eru allra manna kunnugastir æskunni og um leið velviljað- astir í garð unglinga. í Banda- ríkjunum er það orðinn sjálf- sagður hlutur að veita starfs- leiðbeiningar í efstu bekkjun- um í öllum skólum og er farið að breyta kennslunni þannig, að hún verði beinlínis undir- búningur undir lífið sjálft. Áð- ur en langt um líður mun þró- unin vera orðin slík, að flest- ar þjóðir munu fyrirgefa börn- um sínum, þótt hann viti ekki hvar Fez, Togoland og jafnvel Natal eru, ef þau kunna að handleika hamar og hefil. Þeir tímar munu koma að verð- launakeppni skólaþátta verði ekki miðuð við: Hann byggir sér hreiður í dæld o.s.frv. held ur fremur, hvenær sáningar- tími nytjaplanta hefjist. Bandaríkjamenn hafa riðið á vaðið í þessum efnum eins og á svo mörgum öðrum sviðum í uppeldismálum. Englendingar og Norðurlandaþjóðirnar eru á mörgum sviðum komnar eins langt og á sumum sviðum eru Danir komnir lengra en Banda- ríkjamenn a. m. k. í skólasál- fræði. Hvað hana snertir eru allar Norðurlandaþjóðirnar nema við fslendingar komnar langt, t. d. voru 3500 ungling- um veittar starfsvalsleiðbeining ar í Osló s. 1. ár. Bylting sú, sem orðið hefur í okkar þjóðfélagi á síðustu áratugum og þó einkum á síð- ustu 12 árunum valda því, að við verðum að endurskoða for stöðu okkar til uppeldismála í fullri einlægni og alvöru. At- burðir þeir, sem eru að gerast svo að segja vikulega hér í Reykjavík meðal æskumanna, eru svo alvarlegir að ekki dug- ir annað en grípa alvarlega í taumana. Það verður ekki gert með orðum einum. Hver oz einn einasti ábyrgur uppalandi verður að líta á það sem sína aðalskyldu að útvega æskunni verkefni, sem hún getur unað við og þroska má hana á allan hátt. í því sambandi er það ekk ert aðalatriði hvort mikið eða lítið fæst fyrir unnið starf í bráðina, aðalatriðið er, að æsk- an skapi verðmæti um leið og hún eykur þroska sinn í stað þess að eyða verðmætum um leið og hún brunar niður sið- ferðisbrekkur þjóðfélagsins. Allir, sem útvega þó ekki sé nema einu ungmenni starf, sem heillar huga þess og hjálp- ar því á eðlilega þroskabraut hafa unnið gott starf í þágu einstaklings og heildar. Síðan Reykjavík varð svo stór, að pabbi og mamma eru þess ekki umkomin að tengja barnið sitt eðlilegum böndum við atvinnulífið eru kennararn ir líklegustu mennirnir til þess að gera það á heillavænlegan hátt. Ykkar er þekkingin, þolin mæðin og góðvildin. Framtíðin krefst mikilla átaka í þessu efni. Til ykkar verður leitað um ráð og dáð bæði í nútíð og framtíð. *i%á/íon 'táTcf 8b ,bÓ[I i JJi; XI Í)ííki i iöj-'i fittocf ÍbflGÖ'lEV Fra strætisvogöiun Reykjavíkur Frá og með laugardeginum 17. júlí verða far- gjöld með Strætisvögnum Reykjavíkur sem hér segir: Fargjöld fulorðinna: Einstök fargjöld kr. 5. 00 Farmiðaspjöld með 30 miðum kr. 100.00 Farmiðaspjöld með 6 miðum kr. 25.00 Sama gjaldskrá gildir fyrir leiðina Reykjavík- Baldurshagi. Fargjöld barna (innan 12 ára): Einstök fargjöld kr. 2.00 Farmiðaspjöld með 18 miðum kr. 25.00 Sama gjaldskrá gildir fyrir leiðina Reykjavík- Baldurshagi. MUNIÐ að Flóruvörur eru söluvörur og fást í heild sölu hjá S.Í.S. í Reykjavik og hjá verksmiðj Iunni á Akureyri. Efnagerðin FLÓRA. Sími 11700, Akureyri. Vd________________________'_____________________________ * í öllum kaupfélagsbúdum JÓN EYSTEINSSON lögfræðingur ögfræðiskrifstota Laugavegl 11, simi 21516 Gerizt áskrifendur að Títnanum — Hringið í síma 12323

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.