Tíminn - 17.07.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.07.1965, Blaðsíða 8
8 TÍMINN LAUGARDAGUR 17. juU 1965 Helgi á Hrafnkelsstöðum: 13. des síðastliðið var stutt við- tai við mig í Lesbók Tímans. Þetta var auðvitað hvorki fugl né fiskur, því ég var á hraðri ferð, og vissi ekkert hvað tekið mundi verða af samtalinu. En samt hafa tveir menn gert þetta samtal að umræðuefni, og held ég að ég verði að svara þeim með örfáum orðum. Bjöm Guðmundsson Rauðnefs- stöðum skrifar í Suðurland grein sem hann nefnir: „Getgátur um Njálu“. Það er auðvitað öllum frjálst að skapa sér skoðanir um það, hver sé höfundur Njálu, og ég hefi aldrei farið dult með mína skoðun á því máli. Annað er það sem mig hefur oft undrað í þessu sambandi, og það er, að þegar verið er að eigna hinum og öðrum Njálu. Þá er helzt að heyra á mönnum, að þeir telji að næstum hver sem er hefði get- að hrist þetta listaverk fram úr erminni. Þá eru allir á sama máli um það að Njála sé eitt mesta snilldarverk frá 13. öld og þeir sem bezt ættu að kunna skil á þeim málum skipa höfundinum hiklaust á bekk með snillingum heimsbókmenntanna. Telja menn líklegt að Njála sé byrjendaverk, og höfundur henn- ar hafi ekkert fleira ritað. Þeir, sem halda slíku fram, ættu að nefna eitthvert svipað undur úr veral^sögunni. -Ég ipan ekki eftir neinu dæmi sem væri hlið- stætt. Méstu listaverkin skrifa menn venjulega á fullorðinsaldri, eftir langa þjálfun, og Njála er rituð af þrautþjálfuðum snillingi, það fær mig enginn ofan af þeirri skoðun. Björn Guðmundsson hallast að kenningu Barða Guðmundssonar að Þorvarður Þórarinsson sé höf- undur Njálu og telur að ég hafi ekki kynnt mér ýmislegt það í Njálu og öðru er síðar hefur kom- ið fram, sem gæti bent tjl þess, að Þorvarður væri höfundurinn. Ég hefði sannarlega gaman af að vita hvað hefur komið fram nýtt í þessu máli, og ég get fullvissað Björn að ég hefi lesið allt sem skrifað hefur verið um þetta mál, vægast sagt mér til lítillar upp- byggingar. Mér finnst það mál einna likast því, ef manni væri fengin garnhespa til þess að vinda og í stað þess að leita eftir rétt- um enda, byrjaði hann á því að flækja hespuna, aðeins til þess að geta sýnt lærdóm sinn í því að greiða úr henni aftur. Björn segir að það sé undarlegt hvað hljótt er um þennan Þorvarð í sögum og bætir við, að fyrir fáum árum hafi dr. juris Björn Þórðarson uppgötvað að Þorvarður hefði ver- ið mikill höfðingi stórgáfaður og mikill mælskumaður. Það er nú helzt að hljótt hafi verið um Þorvarð í sögunni. Hon- um er lýst eins vel og nokkrum öðrum manni á 13. öld og það af samtíðarmönnum. Fyrst og fremst af Sturlu Þórðarsyni í ís- lendingasögu og svo í Þorgilssögu skarða, sömuleiðis af samtíðar- manni „Þórði Hitnesing" og vil ég vinsamlega benda Birni Guð- mundssyni á að lesa þetta vel og vita hvaða mynd hann fær út úr því. Eða hvort það er svipuð mynd og sú hugmynd sem hann hefur gert sér um höfund Njálu. Þetta er sú frumheimild sem hægt ®r;að.?irimuÆaM9a PívMI Síf WSffiíWWHRíTOÍ Þetta er stjórnmálavofsari, sem heldur hvorki orð sín né eiða og hefur það aldrei verið talið til kosta á höfðingjum og mjög ólíkt þeirri lífsskoðun sem höfundur Njálu virðist meta mest í færi manna. Ekki er líklegt að þannig maður leggi Kolskeggi orð i munn á Gunnarshólma, sem frægust eru og munu lengi lifa sem eitt fleyg asta spakmæli á vora tungu. Enda hefi ég aldrei lesið fá- ránlegri samsetningu hjá ræðu- manni, en þegar Barði heldur því fram að Þorvarður Þórarinsson hafi ritað Njálu sem varnarrit til þess að réttlæta víg Þorgilsar skarða. Hitt fer ekki á milli mála að Þorvarður er höfuðkempa til vopna sinna, eins og þeir voru báðjr Valþjófsstaðabræður. Björn telur það líkur í málinu að Þorvarður var tvo vetur í Odda og heldur að þá hafi hann verið að skrifa Njálu. Langt er það sótt að ætla að hann hafi orðið skáld við það að dvelja í Odda. Mér kemur í hug vísa sem nemandi í Kennaraskólanum setti eitt sinn undir prófstíl, en prófið var tekið í kennslustofu Háskólans og er svona: Stoðar lítt að setja sig í sæti lærðra manna, ekki kom hann yfir mig andi spekinganna. Hitt rengi ég ekki að höfundur Njálu hafi verið vel kunnugur leiðinni úr Þórsmörk norðan við Mýrdalsjökul. Það ætla ég ekki að deila við Björn. En þegar á að halda einhverju fram verður að meta rökin bæði með og móti, og eitt atriði sé það nógu sterkt, getur það slegið allt niður sem mælir með. Alveg eins og festi er aldrei sterkari en sá hlekkur sem er veikastur. Er það til dæmis jftkki all veikur/hlekkur í þessari jfgsti að í’oryarður er alveg ókunn- ugur ,á Austurlandi og lil dæmis alveg áttavilltur á Hofi í Vopna- firði. Þetta hefur Benedikt frá Hofteigi sannað að höfundur Njálu er, og ætti hann bezt að geta dæmt um það. Þetta eitt þó ekki kæmi annað til, er alveg nóg til þess að útiloka Þorvarð frá þeim heiðri að hafa skrifað Njálu. Að sömu niðurstöðu kemst Einar Ól. Sveinsson í formála fyrir Njálu. Hann segir Þorvarð hafa ekki skrifað Njálu, Hitt getum við Björn verið sammála um að Njála Helgi Haraldsson. og sálmar Hallgríms séu okkar mestu þjóðargersemar. Aðeins sá munur að ég held að við höfum aldrei átt nema einn Snorra og einn Hallgrím. Það vill Björn ekki sætta sig við. Hvernig væri nú ef við vissum ekki um höfund passíusálmanna frekar en um höf- und Njálu, hverjum væru þeir eignaðir? Mér kæmi ekki á óvart þá að það kæmi einhver vísinda- maður á borð við Barða Guð- mundsson og héldi því fram að þeir væru eftir Leirulækjar-Fúsa. Það er þó vitað að Fúsi var gott skáld, en það veit enginn til þess að Þorvarður væri það, og má enda slá því föstu að Sturla Þórð- arson hefði ekki legið á því, ef honum hefði einhvern tíma orðið ljóð að munni, eins og til dæmis eftir sigurinn á Þveráreyrum. Svo endar Bjöm greinina á þess- ari klausu. En það er alveg sama, hvað hver segir eða skrifar mn þetta efni, það getur enginn full- yrt neitt, þar sem Njála er höf- undarlaus. Það eru því eingöngn getgátur. Þetta samþykki ég alls ekki, að Njála hafi hér einhverja sérstöðu fram yfir allar aðrar ís- lendingasögur. Þær eru allar höf- undalausar og þá er því slegið föstu af fræðimönnum hverjir séu höfundarnir. Má þar til nefna Egilssögu og Grettissögu, sem báð- ar eru eignaðar Sturlungum. Svo er verið að leita uppi einhvern gauk eins og Þorvarð, til þess að verpa þriðja egginu í hreiðrið, þvert á móti öllum staðreyndum. Ég hef haldið því ákveðið fram, að Njála sé runnin frá Oddaverj- um og Sturlungar lagt síðustu hönd á verkið. Fyrir þessu er hægt að benda á fjölda margar líkur, en um hitt er hægt að deila endalaust, hvað margar líkur þarf til þess að sanna eitthvert mál, eins og þetta. Hvað er þá sem við vitum og allir eru sammála um? Njála er skrifuð á 13. öld og er mesta listasmíð síns tíma og jafnvel alltaf. Hitt vitum við líka að Snorri Sturluson er alinn upp í Odda, mesta menntasetri þess tíma, og á sjálfum sögu- stöðvunum. Þá dettur mönnum ekki í hug að tengja þetta neitt saman, og má furðulegt heita. Það er sagt um Goethe að hann hafi alla sína ævi verið að glima við Faust og skrifað þetta mesta listaverk sitt á gamals aldri. Væri það nú fjarstæða, að líkt væri farið um Snorra að hann hafi alla ævi haft Njálu í smíðum. Tekið efnið í sig í æsku hjá fóstra sínum Jóni Loftssyni og lokið við verkið í Reykholti um 1230 eða þar í kring, þegar þeir eru þar frændurnir' Sturla Þórðarson, Ól- afur hvítaskáld og Styrmir fróði. Auðvitað hefur Snorri skrifað minnst sjálfur. Það er ekkert lík- legra en hann hafi haft fleiri af- burðasnillinga í sinni þjónustu, jafnvel prestlærða menn. Hann var nógu ríkur til þess að geta gert það sem honum sýndist, þar sem hann réði yfir meira fjár- magni en nokkur annar maður á landinu, eins og Sturla frændi hans orðar það. Páll biskup í Skálholti, fóstbróð ir Snorra hafði í sinni þjónustu Framhald á bls. 12 r NYJAR ERLENDAR BÆKUR Deutsche Márchen aus de«> Donauland. Útgefandi: Eugen _ Diederichs Verðlag 1958. Verð: £ DM 14.80. *. JL'.iOC A Diederichs útgáfan hefur gef ið út bókaflokk þjóðsagna víðs- vegar að. í þjóðsögunni birt ast þrár og vonir fólksins. og mat þess á réttu og röngu, því er hún opinberun á hugsun- arhætti þjóðanna og viðbrögð- um. Með rómantísku stefnunni hefst þjóðsagan til virðingar sem listaverk og einnig sem heimild um þjóðarsálina. Fram að þeim tíma voru þær nefnd ar kerlingabækur og hindur- vitni, rugl og vitleysa, en nú varð þjóðsagan ótæmandi brunnur skálda og listamanna, sem enn er ausið af. Þessar sögur varðveittust gegnum ald- irnar og voru sagðar og endur sagðar, börnin námu þær við móðurkné og þannig varðveit- ast þær lítt breyttar öld eftir öld, þar til farið er að safna þeim og skrá þær á 19. öld. Aðall ' þjóðsögunnar er frá sagnarmátinn, þetta eru sögur sem á að segja, það er annað að lesa þjóðsögu eða heyra hana sagða á þann hátt sem talinn var við eiga. Nú eru þessar sögur ekki lengur sagð- 'ar, þær eru lesnar og oft þeg- ar þær voru skráðar voru regl ur ritaðs máls látnar ráða en ekki tekið nögsamlegt tillit til frásagnamátans. Söfnun þjóð- sagna hefst í Þýzkalandi og það an eru margar vinsælustu þjóð- sögurnar komnar, ýmsar þjóð- sögur hafa borizt vítt um og hafa þá í meðförum tekið á sig sérstakan blæ hjá hverri þjóð, í meðförum gegnum ald- irnar. Þessi útgáfa þýzkra ævin- týra úr Dónárlöndum er smekk lega útgefið eins og allt það, sem gefið er út af þessu fyrir- tækj. Murderer‘s Houses. Höfundur: Jennie Melville. Útgefandi: Michael Joseph 1964. Verð 18 -. Melville hefur skrifað alls þrjár glæpasögur með þessari meðtalinni. Lík og morðingi. sem hatar kvenfólk. Líkið finnst í ánni, sem rennur gegn um Deerham Hills, sem er vax- andi iðnaðarbær einhvers stað- ar á Englandi. Charmian er starfandi f kvenlögreglu stað- arins og tekur að sér rann- sókn málsins. Nú hefst mikil rannsókn og spennandi atburð ir, sem ógna tilveru og starfi Charmian sjálfrar. Þetta er spennandi reyfari. Coffin in Malta. Höfund- ur: Gwendoline Butler. Útgef- andi: Geoffrey Bles 1964. Verð: 13/6. Höfundurinn hefur skrifað fjórar aðrar glæpasögur, sem eru hver annarri ólíkari bæði persónur og umhverfi. Sagan gerist á eynni Möltu, höfund- ur gefur góða lýsingu á þessari fögru eyju og íbúunum, sem tortryggja ókunnuga og standa saman í blíðu og stríðu. Það er framið morð, sem er sjald- gæfur atburður. Sonur þvotta- konu er afhöfðaður og rann- sókn málsins gengur erfiðlega, þar til sent er eftir lögreglu- manni frá London. Þetta er góð saga. Moulin Rouge. Höfundur: Pi erre Ia Mure. Útgefandi: Coll- ins — Fontana Books 1965 Verð: 5 - Þetta er skáldsaga byggð á ævi Henri de Toulouse- Lautrec, málarans fræga. Hann fæddist 1864 og deyr 1901. Hann mejddist illa í æsku og það leiddi til þess að hann náði aldrei fullum vexti. Hann tók að stunda listnám í París 1882 og sýna. Hann var strax viðurkenndur og myndir hans flugu út. Hann sýndi einnig í Brussel og kom til London 1895, þar sem hann þekkti Oskar Wilde og Beardsley. Síð an fór hann til Hollands, Portú gal og Spánar. 1898 var heilsu hans tekið að hnigna vegna drykkjuskapar og varð það hon um að aldurtila. Þessi bók kom út 1951 og hefur oft verið endurprentuð og selzt mjög vel. Höfundur lýsir einkalífi hans og því kvenfólki sem mest kom við sögu hans, litauðugt líf Parísar birtist á þessum síð um. The Hotel Room. Höfundur Agnar Mykle. Útgefandi: Panther Books 1965. Verð: 5 -. Mykle er þekktur hérlendis fyrir bækur, sem draga að sér lesendur af mismunandi ástæð um. Mykle er duglegur að aug- lýsa verk sín og mesta auglýs- ingin urðu honum hin fáfengi legu málaferli hér um árið og ekki var ástæðan til þeirra síð- ur fáfengileg. Hann kann að skrifa bækur og kryddar þær efni sem mörgum er hugleikið. Þetta er fyrsta skáldsaga hans. gefin út á ensku. Þessi bók kom fyrst út á norsku 1951 og hér segir frá málaferlum vegna árásar á næturvörð hó- tels nokkurs og ástæðunum fyr ir árásinni. Men and Gods. Höfundur: Rex Warner. Útgefandi: Mac Gibb on & Kee 1963. Verð: 18 -. Þetta eru fornar goðsögur endurritaðar af Rex Warner og bókin er myndskreytt af Elza beth Corsellis. Grísku goðsög- urnar hafa löngum verið mönn um hugstæðar og eru meira og minna samflettaðar listum og bókmenntum Evrópu. List Evrópu verður aldrei skilin nema menn kunni einhver skil á goðsögunum. Goðaheim- ur Forn-Grikkja var mjög frá- brugðinn goðaheimi Austur landaþjóðanna, guðir Grikkja höfðu ýms mannleg einkenni, sem ekki er að finna í sama mæli með guðasögnum i austri. Sumir þessara guða minna mikið á norræna guði, og er ekki ólíklegt að hug myndir Grikkja hafj eitthvað mótað hugmyndir norrænna manna um goðheima. Þetta er vel skrifuð saga og efnið lífg. ast í meðförum höfundar, bók- in kom fyrst út 1950 og er þetta fjórða prentun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.