Tíminn - 17.07.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.07.1965, Blaðsíða 7
LMJGARDAGUR 17. júlí 1965. Guðrún Þórðardótti! frá Svínanesi F. 15 ágúst 1878 D. 29. júní 1965 In Memoriam. „Tíminn líður furðu fljótt fölnar hár á vanga. Söngvar þagna, nálgast nótt — nóttin hljóða og langa. Ljósið dvínar, lokast brá. Lætur vel í eyrum þá ómur æsku söngva.“ Fyrir okkur, sem nú erum orð- in grá í vöngum er það ótrúlegt, hve stutt er síðan sveitin okkar við litlu firðina, sem mynda eins og M inn í fjöllin norðan Breiða- fjarðar var þrátt fyrjr strjálbýl- ið, auðug af gáfuðu og góðu fólki. Nú eru þarna flestir bæirnir inni í sveitinni komnir í eyði, og fólk- ið sem eftir- er flýr óðum suður. Það munu vera rúm 40 ár síðan miðaldra hjón með fjögur börn á fermingaraldri og yngri fluttu að Svínanesi í Múlasveit. Það hafði verið eitt af höfuð- bólum sveitarjnnar eða ein stærsta jörðin og hreppstjórasetur um ára tugaskeið. i En ættin sem hafði búið þar í j meira en öld hafði sleppt jörðinni j og þessi hjón settu því að ýmsu leyti annan svip á bæjnn. Og þótt þau væru ekki sama fólkið, héldust vel allar venjur um | gestrisni, greiðvikni og höfðings lund. En þess var jafna mikil þörf á Svínanesi vegna tíðra sam- gangna við eyjarnar einkum Flat- ey og flutninga yfir firðjna. En svo var og hafði verið sem brú væri bæði yfir Kvígindisfjörð og Skálmarfjörð meðan vel var búið á Svínanesi. Oft þurfti að hýsa fjölmennar skipshafnir jafnvel dögum saman að haustinu og mörgum voru stytt mörg spor hringum firðina með ár og segli. Þessi hjón voru Halldér Sveins- son og Guðrún Þórðardóttir. Hann var af hiani þekFtu skálda- ætt Breiðfirðinga náskyldur Ólínu og Herdísi, en hún af Djúpadals- ætt, sem þekkt er öllum Breið- firðingum og mörgum landsmönn um að gáfum og dugnaði. En óhætt mun að fullyrða að þar var Guð- rún „væn og göfug grein á göml- um traustum hlyni.“ Það fannst á að hún var dugleg og hann umhyggjusamur og nær- gætinn um allt. Því að þeim bún- aðist ágætlega og efnuðust þau vel miðað við erfiðleika kreppuár- anna. En það voru ekki margir, sem þá græddist fé. Heimilisbrag- ur allur bar vott um framsýni, forsjálni og myndarskap, nýtni og sparsemi, sem var þá svo nátengd örlæti og myndarskap, að þar varð ekki á milli greint. En þar voru líka góðir trúræknissiðir í heiðri hafðir, og er bæði mér og öðrum í minni, hve fallega húsbóndinn söng við húslesturinn og húsfreyj- an var hátíðleg og heiðrík á svip- inn, þar sem þau sátu undir stofu- glugganum innst í baðstofunni. Og þá er ekki síður að minnast þeirrar eindrægni og ástúðar, sen> alls staðar birtist í framkomu þe ara hjóna og starfsemi allrar fjr. skyldunnar. En minnilegust eru þessi Svína neshjón í sambandi við Ung- mennafélagið, sem stofnað var f sveitinni nokkru eftir að þau komu. Þetta var húsnæðislaust félag, fátækt og raunar líka fremur fá- mennt, svona um eða innan við þrjátíu manns. Fundi varð því að hinrað oe bangað á bæjun- um. En ekki vorum við sérstaklega , vinsæl, sem varla var von, með dans og skvaldur mest alla næturn ar, þegar fundir voru. Þreyttust margir á því sem von var til. Og lá við að yrði að leggja félagið niður hin fyrstu ár, sökum hús- næðisleysis. En þá lét Halldór stækka bæ- inn á Svínanesi og byggði þar við- bót, sem var góð og falleg stofa, sem hann bauð eða þau hjónin fél- agsfólkinu unga að halda fundi sína hvenær sem þörf væri á í syðri hluta sveitarinnar, en Fjörð ur þótti sjálfsagður fundarstaður í vestari parti sökum húsrýmis og risnu. Guðrún Þórðardóttir kom þama mikið við sögu, blessunin. Ekki af því að hún væri hrókur á fagn- aðarfundum. Ég man aldrei eftir henni þar innan dyra. En hver hafði búið til kökurnar, kaffið og matinn, sem borið var fram á hrokuðum diskum, handa öll- um, sem að garði bar. Ekki einu sinni heldur oft voru bornar fram veitingar á hverjum fundi. Hver tók til fyrir fundi og eftir skemmt anirnar nema hún og dæturnar, ekki með neinum kvörtunum, held ur eins og það væri skemmtun og ánægja að standa í þessu fyrir okkur. Og húsnæðið, veitingarnar, hús- þrifin, það allt og öll óþægindin, sem af okkur hlaut að stafa. Það kostaði ekki neitt, ekki eyri. Ef við vorum ánægð þá var allt í lagi, hvað sem gera þurfti fyrir „blessaða krakkana." Svona var þessi húsmóðir, svona voru þessi hjón, gð og glöð, fórn fús og yndisleg. Það láta því vel í eyrum ómar minninganna frá sönglögum ,og danslögum þessapa æskustunda. Þá var gaman að lifa, allar vonir fleygar, allir söngvar fagrir, og oft var dansað heilu næturnar út og lagt af stað heim þegar lýsti af degi. Og frægt er jólaballið á Svínanesi þegar dansað var, spilað og sungið þrjá sólarhringa í röð. Þá kom svo mikill norðanbylur að fólkið komst ekki heim. „En það bar ekki skuggann á þótt nóttina syrti.“ Hvaða nútíma heimili mundi hafa talið þetta sjálfsagt. En þetta unga fólk kunni lika ótrúlega vel 1 skemmta sér vjð leiki, söng og spil- Og ekki voru kröfurnar háar. Stundum var músíkin hárgreiða eða munnharpa. En alltaf var gaman. En aldrei var meira gam- an, en þegar Halldór kom fram í stofu dáðist að dansinum og hvatti unga fólkið til að draga ekki af sér. Já, þau voru svo frjálsiynd. góð og skilningsrík á æskuna Svínaneshjónin Og þá var ekki lítið fagnað. þegar komið var í slæg.iuna til ungra kaunamanna með kaffi og ilmandi kökur um nónsbilið á laugardögum að sumr inu, og sagt, að nú inætti hætta vinnu og fara að sækja hestana til að fara í einhverja skemmti- ferðina Þetta gjörðist varla nema þar og sízt óumbeðið. En þetta gleym ist aldrei, hvílík fórnarlund og nærgætni, sem enn getur orðið tár í augum af eintómri gleði og þakklátsemi. Þá var oft svo mikill og lotulaus þræidómur í sveit- inni. Eða nestið, sem hún Guð- rún á Svínanesi útbjó, það var sízt við neglur skorið. Svona stréyma minnligarn- ar fram. En nú er þetta löngu liðið og bærinn þeirra aðeins tóftir og túnið í auðn undir fjallinu fríða, við útsýni • til blá- fjalla, eyja og sólarlags, sem engu öðru er líkt, draumsjón æskudaga. Þau fluttu vestur, og var sárt saknað af mörgum, ekki sízt unga fóikinu í sveitinni. En það hvarf þá líka vonum bráðar á braut og nú er Ungmennafélagið „Vísir“ ekki lengur til. Eg sá þessa vin konu mína og raunar þau hvorugt fyrri en eftir mörg ár og þá hér í borgínni. En bar hún samt allan blæ þeirr ar konu, sem teygði sig svo langt eftir hrífunni að líkast var vél gengi og skóf saman Ijána í hvaða karga sem var með ótrúlegum krafti á ótrúlega stuttum tíma. Og enn kom hún til guðræknis- stunda í kirkju, þegar kostur var, og svo kom sjúkl'eiki og örmegni — en ekki meira um það. Við vilj um öll muna þessa vini okkar eins og fólkið sem verður í órofa sam bandi eilífðar við æskusöngvar og fagrar framtíðarvonir. Tvær dætranna, Ingibjörg pg . Pálína eru enn fyrir vestan á Pat'' reksfirði, en þar áttu þau hjónjnfv frá Svínanesi heima síðustu árin öll. En tvö barnanna Þórður og Sesselja eru hér fyrjr sunnan. En hvar sem þau dvelja og starfa munu þau blessa sína góðu og traustu, frjálslyndu og nærgætnu foreldra. Og minning þeirra er mörgum fleiri dýrmæt og heiiög. „Þar sem góðir menn fara um eru Guðs vegir.“ Vertu blessuð Guðrún mín, þökk fyrir allt, sem þú varst og veittir með dug og dáð og þeirri skyldurækni, sem alltaf leizt fyrst til eigin manngildis og annarra gleði. Árelíus Níelsson. H ÚSMÆÐUR TIL SÖLU notaður olíukynntur miðstöðvarketili, 2Vz hita- ferm og tilheyrandi tæki Tilboð í síma 36012 eða sendist blaðinu merkt 315. Trúlofunar- hringar afgreiddir camrlror?urs. Sendurr urr allt land. H A t L D Ö R Skólavörðus^ig 2 Vélin yðar þarfnast sérstaks þvottaefnis — þessvegna varð DIXAN til. DIXAN freyðir lítið og er því sérstaklega gott fyrir sjálf- virkar þvottavélar. DIXAN fer vel með vélina og skilar beztum árangri, einnig hvað viðkemur gerfiefnum. DIXAN er í dag mest keypta efni í þvotta- vélar í Evrópu. DIXAN er framleitt hjá HENKEL í Vestur- Þýzkalandi. Opinber stofnun óskar eftir að ráða bókara nú hið fyrsta. Góð reiknings- og nokkur vélritunar- kunnátta nauðsynleg. Umsóknir með upplýsing- um um adur, menntun og fyrri störf sendist afgr. blaðsins fjrrir 28. júlí n. k. merktar „Framtíð-1965“ Kópavogur, nágrenni Allt til húsamálunar, úti sem inni. Við lögum litina. — Við sendum heim. Opið til kl. 10 mánudaga til föstudaga og til kl. 6 S laugardögum. LITAVAL, Álfhólsveg 9, sími 41585. LOKAÐ vegna sumarleyfa frá 19. júlí til 16. ágúst. KRISTINN JÓNSSON, Vagna- & bílasmiðja Frakkastíg 12 — Reykjavík. TIL SOLU Á bifreiðaverkstæði lögreglunnar við Síðumúla eru til sýnis og sölu eftirtaldar bifreiðar: Volkswagen árgerð 1960 og Ópel caravan árgerð 1955. Upplýsingar á staðnum. Tilboð sendist Skúla Sveinssyni varðstjóra fyrir 22. júlí. Lögreglstjórinn í Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.