Tíminn - 17.07.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.07.1965, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 17. júlí 1965. TÍMINN JANE GOODELL 22 ræSa augnabliks þunglyndi, sem bréfritarinn hafði með ei- ingirni og hugsunarleysi ætlað að losa sig við með því að skrifa bréfið. Þegar menn eru langt .fjarri heimili sínu — svo langt í burtu, að ógjörningur er að komast heim á stuttum tíma — hafa þeir miklar áhyggjur af ástandinu heima fyrir, nema því aðeins, þeir fái eingöngu bréf, sem skýra frá, hve „allt sé í góðu lagi.“ Ef eiginkonan lætur þess óvart getið, að barnið sé með kvef, þá sér hermað- urinn fyrir sér, hvernig barnið hefur dáið á þessum þriggja eða fjögurra vikna tíma, sem liðinn er frá því bréfið var skrifað, og þangað til það komst til hans. Bréf sem þessi, er koma mönnum í þunglyndislega hugsanir, og þeir einir skilja, sem verið hafa á herstöðvum erlendis, kallaði ég „skemmandi efni.“ Ég komst brátt að raun um, að af þeim bréfum, sem maður varð að lesa fyrir mennina, voru mörg, allt of mörg, sem innihéldu eitur fyrir huga þeirra og kjark. Kvartandi, þunglyndisleg og full af illadulbúnum hótunum og lítilmótlegum ásökunum — slík bréf urðu þess valdandi að fjöldi manns lá í vonleysishugarvíli svo dögum skipti. Það er næstum því betra að fá alls ekki bréf . . . ja-a, næstum því. — Sjáðu, hún er hætt við mig . . . Jæja, ég fann það alltaf hálfpartinn á mér, að hún myndi gera það. Hún hefur að undanförnu alltaf verið að tala um þennan ákveðna strák. Og nú sendir hún hringinn aftur . .. Maðurinn ráfar í burtu dapur og einmana. — En sjáðu nú til, segi ég. — Er ekki betra að komast að þessu núna í staðinn fyrir seinna? Þú hefðir ekki viljað vera búinn að vera kvæntur henni í tíu ár, og komast þá að því, að hún væri ekki sú rétta, þegar öllu var á botninn hvolft, eða hvað? Hann yppti öxlum. — Ef til vill hefurðu á réttu að standa, en þó . . . það er erfitt að taka þessu, þegar maður er búinn að reiða sig á það í svona langan tíma. Já, við skiljum, hvernig honum er innanbrjósts. Suma er hægt að hressa við: — O, skyldi þér ekki mega standa á sama? Þú ert ungur og laglegur og það er heil- mikið eftir af fiski í sjónum . . . Líkast til verður það hún, sem á eftir að sjá eftir öllu saman einn góðan veð- urdag, ekki þú. Það er hægt að afsaka fáein þessara bréfa, sem koma af brýnni nauðsyn. Fjölskylda, sem er í mikl- um vandræðum getur þurft að skrifa til hermannsins síns, og biðja hann um hjálp, og þannig vandamál er líka hægt að ná tökum á. Á stuttum tíma getur ungfrú Baldwin og Rauðakrossdeildin í heimaborg hermannsins komizt fvrir vandræðin. En þegar bréf að heiman eru þrungin þung- lyndi, finnurðu til óhamingjutilfinningar, sem þau læða in hjá lesandanum, og í þeim tilfellum sendir þú þann, sem skrifað hefur bréfið norður og niður í huganum. Svo voru líka önnur bréf, sem voru hrein meistarastykki bæði fyndin og skemmtileg, og ég blessaði höfunda þeirra í huganum, á meðan ég las þau. Sum voru meira að segja skáldleg, þótt það væri eflaust ekki af ásettu ráði — en ekkert þeirra jafnaðist þó fullkomlega á við bréf, sem ég hafði séð, og verið hafði til þeldökks sjúklings í Fort Belvoir, en kona hans hafði endað skrafhreifið bréf með orðunum: — Þú ert minn miðnæturdraumur og daglangt ég hugsa um þig .. . Þarna voru tilfelli, sem komu inn eftir að hafa bjargazt úr sjóslysum, og þjáðust af taugaáfalli og bruna, og þurftu á fatnaði, hreinlætisvörum og reyktóbaki að halda, en fóru aftur eftir fárra daga dvöl. Alvarlegri voru þau tilfelli, sem komu frá skipum, sem orðið höfðu fyrir tundurskeyt- um. Ég var mjög snortin af því að fylgjast með ungum mönnum, sem komizt höfðu af einu slíku skipi, og höfðu skaðbrennzt um allan líkamann. Hugrekki þeirra og glað- •lyndi, á meðan á lækningunni stóð, sem var óhemju sárs- aukafull, var óviðjafnanlegt og líktist engu, sem ég hafði áður séð, og vonast eftir að þurfa ekki að sjá aftur. Og þegar komið var að lokastiginu í lækningunni, og nýja skinnið, Ijósrautt eins og á ungbarni, fór að koma í ljós, gerðu þeir góðlátlegt grín hver að öðrum. Áður en langt leið voru þeir gjörsamlega grónir sára sinna, og ekki eitt einasta ör var sjáanlegt. Þegar sá dagur rann, er þeir skýjdu útskrifast voru bæði ég og ungfrú Baldwriii hryggar ýfir að þurfa að sjá af þeim, og ég er viss um, að bæði lækn- arnir og hjúkrunarkonurnar, sem höfðu komið þeim í gegnum þessa erfiðleika söknuðu þeirra jafnmikið. Frá þeirri stundu, er þeir komu inn í sjúkrahúsið og mögu- leikarnir á því, að þeir lifðu voru tæplega 50%, hafði ástand þeirra krafizt hæfni og leikni bæði hjúkrunarkvenna og lækna. Og það var áfall fyrir hjúkrunarkonurnar, að þurfa nú að snúa sér aftur að lítilfjörlegum sjúkdómstil- fellum, eftir þetta mikla starf. Það voru auðvitað margir aðrir, sem komu á eftir þessum AST 0G ST/ERILÆTI MAYSIE GREIG 5 gætinn. Hann hafði verið grimm- ur, harðsvíraður, er hann yfirgaf hana og lét mánuð eftir mánuð líða án Þess að sýna nokkurt lífs- mark. Ósjálfrátt þrýsn bú'n hönd Druce. — Jú, það væri indælt! Hann dró hana að sér, hún var hrædd um, að hann mundi kyssa hana svo allir sæu. Svo Monty sæi! Aðdáunin, sem hún hafði lesið úr augum ^hans fyrr um kvöldið, var heitari núna. En hann sagði aðeins, og röddin var hrjúf: — Farðu varlega með þig, Ray. Ég vil ekki að stúlkan mín verði úrvinda af þreytu á morgun. Hún brosti snöggvast til hans, en brosið náði ekki til augnanna. Svo flýtti hún sér fram í forsal- inn. Hljómsveitin lék lágt og ang- urblítt lag. Það elti hana eins og þunn, mjúk tónaslæða, sveipaðist um hana og hindraði hreyfjngar hennar, fannst henni . . . Hún fór ekki upp í herbergið sitt. Hún fór út í garðinn. Svalt kvöldloftið lék um fætur hennar og gekk í bylgjum kringum hana í takt við músíkina, sem streymdi út um opna gluggana. Bak við húsið var dálítill hóll. Ray rakti hellulagðan stíginn, sem lá upp á hólinn. Hellurnar voru ójafnar og hál- ar af döggjnni, sem var eins og perlumóða í myrkrinu. Blómin voru eins og svartir skuggar. Ray hélt áfram upp að litlu lystihúsi, sem var umvafið limgirðingu á þrjár hliðar. Þar stóð bekkur, og í dagsbirtu var fallegt útsýni yfir bæinn þarna af hólnum. Hún sett- ist, þreytt og móð. Endurminningarnar sóttu að henni. Þarna höfðu hún og Monty setið saman oft og lengi. Nú sat hún þarna ein og spennti greipar um hnéð. Hún reyndi að hugsa skýrt og hrinda frá sér minning- unum um óskadraumana. Hvað var Monty eiginlega? Afturganga frá fortíðinni, fortíð, sem fyrir löngu var á enda skráð. Það var hann, sem haf ði • sett lokapunktinn. Af frjálsum vilja. Hún skalf í þunna kjólnum. Þetta var kalt kvöld. Druce er tífalt meira virði en Monty, hugsaði hún með sér. Druce mundi aldrei hafa svikið stúlku, sem elskaði hann. Hann hefði aldrei farið eins illa með nokkra stúlku og Monty hefur far ið með mig. En nú vildi hún ekki hugsa meira um þetta. Það var gengið um garðinn. Einhver kom labbandi upp stíg- inn. Ray hélt niðri í sér andan- um. Hún stælti vöðvana eins og hún ætti að verjast óvini. Á næsta augnabliki dró aftur úr henni all an mátt, hún sat þarna þreytt og ósjálfbjarga. Hún beið hins óhjá- kvæmilega. Monty var kominn — eins og hún hafði vonað, und ir niðri. — Ég þóttist vita, að þú hefðir farið hingað, sagði hann lágt. Hann stóð kyrr og horfði á hana og magurt andlitið var hvítt í tunglsljósinu. —Og ég þóttist líka vita, að þú vildir að 'ég kæmi hlng- að, bætti hann við. Ray sárnaði, að hann skyldi hafa getað lesið hugsanir hennar. Mon- ty var ergilega öruggur. Það var ekkert í honum af auðmýktinni, sem Druce var svo ríkur af. Hana langaði til að segja nei, en hún vissi, að Monty þekkti hana of vel til þess að hún gæti leikið á hann. Monty hafði alltaf getað séð gegn- um hana. Hann hafði skilið hana út í æsar, en hún hafði aldrei skil- ið hann. Jafnvel ekki, þegar hún elskaði hann heitast. Þarna stóð hann og reykti vindl ingjnn hinn rólegasti. Henni gramdist hve ósnortinn hann var. Hvernig gat hann verið svona ró- legur. en hún titrandi af angist? Hana langaði til að þrífa vindl- inginn úr munninum á honum og kremja hann undir fætinum. Hana langaði blátt áfram til að berja hann. Monty las hugsanir hennar. Hann glotti í annað munnvikið. — Ertu að hugsa um að kasta 11 Rest best koddar Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver, æðardúns- og gæsadúnssængur og kodda af ýmsum stærðum. — PÓSTSENDUM — Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3 — Sími 18740 (Örfá skref frá Laugavegi) einhverju í hausinn á mér, Ray? Mér finnst ég kannast við þennan svip á þér frá því í gamla daga. En gerðu það bara, ef þú heldur, að það sé til nokkurra bóta. Ég skil bara ekki hvers vegna . . . Hann hleypti brúnum. Augun voru rannsakandi og ekki laus við hæðni. — í allt kvöld hefur þú hagað þér eins og við þekktumst varla! sagði hún loks ákærandi. — Var ekki réttast að haga því svo, barnið mitt? Eða viltu að ná- unginn, sem þú ætlar að giftast, viti allt, sem okkur hefur farið á milli? — Þú hefðir að minnsta kosti getað beðið mig um dans, sagði hún barnalega. — Ekki hefði það þurft að verkja eftirtekt! — Ekki það? Dettur þér í hug að við getum dansað saman án þess að koma upp um okkur? Hún svaraði ekki. Kannske ihafði hann rétt fyrir sér. Það | hafði alltaf vakið athygli, þegar í hún og Monty dönsuðu saman. iÞau fylgdust svo vel að í dansin- um. Það var líkast og þau hefðu bráðnað saman í eina veru, þegar þau voru komin út á gólfið. Og hún skyldi líka, að ef dansinn hefði ekki komið upp um þau mundi andlitið á henni hafa gert 1 það. Hann fleygði vindlingnum. Það lýsti af glóðinni í myrkrinu eins og hafastjörnu. Svo settist hann hjá hennj á bekkinn. — Ég hef ekki óskað þér til hamjngju ennþá, sagði hann ertn- islega. — Ég frétti, að þú værir trúlofuð. Og þegar Fernshaws- hjónin, sem ég er gestur hjá þessa dagana, báðu mig um að koma með sér hingað, gat ég ekki sagt nei. Þetta er allra myndarlegasti maður. Og svo á hann auðvitað peninga? — Já, vitanlega, sagði Ray stutt. Hann andvarpaði tilgerðarlega. — Þetta eru forlög, Ray. Ekkert við því að gera. Hún kipptist víð. Jarpur hár- lokkur losnaði og féll niður á kinn. Hún strauk hann til baka í fáti. — Hvað áttu við með því? — Það var skráð í stjörnunum, að þú ættir að giftast peningum. Uppeldið þitt hefur gert það óhjá- kvæmilegt. Ray hugleiddi það, sem hann hafði sagt. Hún sat álút og hrukka hafði komið milli augnabrúnanna. 1 Hún hafði ekki hugsað málið frá | þessu sjónarmiði fyrr. 1 — Þú munt hafa rétt fyrir þér,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.