Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 í tilefni af ummælum Gunnars Thoroddsens forsætisráðherra í útvarps- fréttum sl. fimmtudagskvöld um að stjórnskipuleg sjálfhelda gæti komið upp á þingi ef ríkisstjórnin hefði einungis 31 þingmann á bak við sig, innti Mbl. Sighvat Björgvinsson og Ragnar Arnalds eftir afstöðu þeirra til stjórnmálaástandsins. Þeir voru spurðir eftirfarandi spurninga: 1) Hvað viltu segja um þá skoðun forsætisráðherra, að stjórnskipuleg sjálfhelda geti komið upp í þinginu? 2) Telur þú að réttlætanlegt sé að ríkisstjórnin sitji við slíkar aðstæður? 3) Á ríkisstjórn, sem mynduð var við þær aðstæður sem kunnar eru, samningskröfu á hendur stjórnarandstöðu um stuðning við einstök mál? 4) Hvort ber rikisstjórn eða stjórnarandstaða meginábyrgð á því að rjúfa þá stjórnskipulegu sjálfheldu sem upp getur komið? 5) Hvaða leiðir eru fyrir hendi til að rjúfa þessa stjórnskipulegu sjálf- heldu? Hér á eftir fara svör stjórnmálamannanna: „Engin stjórn á samningskröfu á hendur stjórn- arandstöðuu — segir Sighvatur Björgvinsson Ragnar Arnalds: „Þjóðinni enginn greiði gerður með kosningabaráttu“ 1) „Á okkar löggjafarsam- kundu gilda ákveðnar leikregl- ur. Menn geta deilt um hvort ástæða sé til að breyta þeim, en meðan það hefur ekki verið gert ber mönnum að fylgja þeim reglum sem gilda. Utanríkis- ráðherra, Ólafur Jóhannesson, sem er fyrrverandi lagaprófess- or við Háskóla íslands, hefur réttilega skýrt frá því að einn þáttur í þessum reglum, sem al- þingi starfar eftir, sé sá, að rík- isstjórn þurfi að hafa 32 þing- menn við að styðjast, svo að hún hafi starfhæfan meiri- hluta. Gunnar Thoroddsen verður að sætta sig við þessar reglur hvort sem honum er það ljúft eða leitt. Hafi ríkisstjórn hans ekki 3^ þingmenn á bak við sig er hún ekki starfhæf." 2) „Nei, ég tel það alls ekki réttlætanlegt að ríkisstjórn reyni að sitja við þær aðstæður, þar sem ljóst er að hún kemur ekki lagafrumvörpum fram. Engin ríkisstjórn getur setið við slíkar aðstæður." 3) „Engin ríkisstjórn á samningskröfu á hendur stjórnarandstöðu. Þessi ríkis- stjórn hefur ekkert samráð haft við stjórnarandstöðuna, hvorki um þetta mál né annað sem hún hefur lagt fram. Og svo lengi sem ríkisstjórn reynir að fyrra bragði ekki að hafa neitt samstarf við stjórnar- andstöðuna á hún að sjálfsögðu enga kröfu á hendur þeirri stjórnarandstöðu." 4) „Það er engin sjálfhelda önnur en sú að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens hefur ekki lengur þingmeirihluta. Það hefur oft gerst bæði hér á landi og erlendis að ríkisstjórn- ir missi meirihluta sinn. Og það er engin sjálfhelda heldur eðli- legur hlutur og getur gerst í lýðræðisþjóðfélagi. Það eru fjölmargar leiðir út úr þeim vanda. T.d. er unnt að mynda nýja meirihlutastjórn ef sam- komulag næst um það. Annar möguleiki er sá að meirihluti alþingis uni minnihlutastjórn. Einnig getur náðst samstaða um það á þingi að styðja utan- þingsstjórn um skamman tíma. Og enn einn kosturinn er sá ef allt annað þrýtur að efna til nýrra kosninga. Við heyrum Sighvatur Björgvinsson það næstum því daglega í frétt- um að ríkisstjórnir glati meiri- hluta sínum." 5) „Ég vil leggja á það áherslu að það er engin sjálf- helda að neita að styðja Gunn- ar Thoroddsen. Þjóðin er ekki í sjálfheldu þó að Gunnar Thor- oddsen hafi ekki stuðning til alls þess sem hann vill. Við sitj- um nú í því í fyrsta sinn í sög- unni að bráðabirgðalög hafi verið sett um að rýra kjör hvers einasta manns í landinu af rík- isstjórn sem hefur ekki-lengur þingmeirihluta. Og það verður ekki betur séð en núverandi ríkisstjórn ætli að þrjóskast við að sitja og stefni m.a. leynt og ljóst að því að beita aftur þráðabirgðalagavaldi um ára- mótin í jólaleyfi þingmanna þegar ljóst verður að hún getur ekki komið þeim lögum sem hún þarf á að halda gegnum deildir þingsins. Og ef hún ætl- ar að starfa fram í lok kjör- tímabilsins eins og forsætis- ráðherra hefur gefið til kynna er henni aðeins fær sú leið að láta alþingi, löggjafarsam- kundu þjóðarinnar, sitja verk- laust en stjórna síðan með til- skipunum á þeim tímabilum sem alþingi ekki situr, þ.e. á sumrin og í jólaleyfinu. Þá er- um við komin með stjórnarfar sem jaðrar við hreint einræði. A.m.k. mætti halda því fram að ef formaður stjórnarskrár- nefndar beitti slíkum stjórnar- aðferðum hefði hann framið valdarán." 1) „Það verður einungis að koma í ljós hvort bráðabirgða- lögin verða staðfest á alþingi eða ekki. Eins verður það auðvitað að koma í ljós hvort ríkisstjórn- in hefur nægan meirihluta til að koma fram lagafrumvörpum á alþingi í vetur eða ekki. Ég get ekkert vitað um það á þessari stundu og í raun og veru getur enginn vitað það nú hvernig þingmenn munu greiða atkvæði eftir tvo eða þrjá mánuði. Ég hef aldrei vitað til þess fyrr að svo ákafar tilraunir væru gerðar til að láta atkvæðagreiðslu fara fram í fjölmiðlum sem í raun- inni á að fara fram á alþingi." 2) „Ég get ekkert um það sagt. Það fer allt eftir aðstæðum sem upp koma. Það er alveg rétt sem fram kom hjá forsætisráðherra á fimmtudagskvöld að í raun og veru er það í mjög fáum tilvikum að greinir á um raunverulegan meirihluta á þingi. Þar er mikill meirihluti mála afgreiddur með miklum meirihluta atkvæða. Og fjárlögin verða örugglega af- greidd með miklum meirihluta atkvæða, en þau eru sjálfsagt langmikilvægustu lög þingsins. Þar eru stærstu ákvarðanirnar teknar. Það hefur auðvitað oft gerst að stjórnir hafa setið hér á Islandi um nokkurn tíma án þess að þær hefðu meirihluta í báðum deildum þingsins. Það dæmi, sem mér dettur fyrst í hug, er ríkisstjórnin sem sat hér 1971—1974. Hún missti hreinan meirihluta, 32 atkvæði, haustið 1973, en hún sat nú samt sem áður 7—8 mánuði eftir það. Og ég vil ekki útiloka að slíkt gæti gerst aftur. Hitt vita allir að það verður kosið á næsta ári.“ 3) „Þjóðin á kröfu til að stjórnarandstaðan gegni lág- marksskyldum sínum og taki á jafn stórtækum málum og nú eru á döfinni á málefnalegan hátt, en láti ekki málið snúast aðeins um það eitt hvort hægt er að koma ríkisstjórn frá völdum eða ekki. Ég á eftir að sjá það að þingmenn stjórnarandstöðunnar treysti sér til að kalla yfir þjóð- ina þá ringulreið og óstjórn sem hlyti að sigla í kjölfar þess að bráðabirgðalögunum yrði hafn- að á alþingi. Og ég tel að það sé fyrst og fremst þjóðin sem eigi kröfu á hendur stjórnarandstöð- unni að hún sýni lágmarks- ábyrgðartilfinningu." 4) „Alþingiskosningar eiga að fara fram ekki seinna en haustið 1983, að öllu eðlilegu og réttu. Hins vegar hefur ríkisstjórnin á hverjum tíma rétt til þess að láta kosningar fara fram fyrr. Og það er auðvitað vel hugsan- Kagnar Arnalds legt að svo verði, en það fer eftir því hvernig málin þróast. Ég er gjörsamlega sannfærður um að þjóðinni er enginn greiði gerður með því að henda henni út í kosningabaráttu nú á þessum haustmánuðum. Og þar með að öllum ákvörðunum í verðbólgu- og efnahagsmálum sé frestað fram yfir áramót." 5) „Ég get ekkert lagt þar til málanna. Menn verða auðvitað að ræða saman um málin og ég er sannfærður um að það hljóti menn að gera þegar þing kemur saman." Fjölmennur borgarafundur um málefni þroskaheftra: Þörf fyrir heimild til skammtíma vistunar Lóðaúthlutun til Styrktarfélags vangefinna í athugun Sl. fimmtudagskvöld var haldinn á Hótel Sögu fjölmennur borgara- fundur, þar sem rætt var uni bygg- ingu heimilis til skammtímavistunar þroskaheftra. Var það samdóma álit fundarmanna, að þörf væri fyrir slíkt heimili. Þá var í fyrradag sam- þykkt í borgarráði tillaga frá Albert Guðmundssyni og Guðrúnu Jóns- dóttur um athugun á lóðaúthlutun til Styrktarfélags vangefinna fyrir 4—5 raðhús. Tildrög borgarafundarins voru þau, að í júnímánuði sl. var sam- þykkt í borgarráði tillaga frá Al- bert Guðmundssyni þess efnis, að kjörin yrði nefnd borgarfulltrúa Gulri Mazda- bifreið stolið GULRI Mazda 1300 bifreið, árgerð 1973, var stolið frá Bíóhöllinni í gærkvöldi. Númer bílsins er G—14294 og eru þeir, sem hafa orðið bifreiðarinnar varir, beðnir að hafa samband við Hafnarfjarð- arlögregluna. til að athuga hvort þörf væri fyrir heimili til skammtímavistunar fyrir þroskahefta. Heimili þetta er ætlað til þess að foreldrar, sem eru með þroskaheft börn heima geti komið þeim fyrir til skemmri tíma, þeim sjálfum til hvíldar eða vegna veikinda, sumarleyfis eða af öðrum ástæðum og vita af þeim í öruggum höndum. Hinn 27. júlí sl. var nefndin skipuð og í hana voru kjörin Al- bert Guðmundsson, formaður, Guðmundur Hallvarðsson, Úlfar Þórðarson, Jón Hjálmarsson og Guðrún Helgadóttir. Þegar nefnd- in hafði komið saman á tvo fundi ákvað hún að efna til borgara- fundar í Reykjavík, þar sem fjall- að yrði um málefni þroskaheftra og tækifæri gæfist til að fá fram skoðanir aðstandenda og þeirra, sem starfa að þessum málum, um slíkt heimili. Þessi almenni borgarafundur var haldinn sl. fimmtudagskvöld að Hótel Sögu og var húsfyllir. Fundarstjóri var Albert Guð- mundsson, en Davíð Oddsson, borgarstjóri, flutti ávarp. Enn- fremur flutti Margrét Margeirs- dóttir ávarp, sem fulltrúi félags- málaráðherra, sem ekki gat komið á fundinn sökum anna. Margar framsöguræður voru fluttar, og stóð fundurinn framundir kl. 1 um nóttina. Niðurstaða fundarmanna var sú, að slíkt heimili yrði þarfa- þing. Á fundinum kom fram ósk frá formanni Styrktarfélags van- gefinna, þess efnis að borgar- stjórn úthlutaði félaginu lóðum undir nokkur raðhús til að auka fjölbreytni í starfi félagsins. Mikl- ar umræður urðu á fundinum að öðru leyti. í fyrradag fluttu þau Albert Guðmundsson og Guðrún Jóns- dóttir, borgarfulltrúi Kvenna- framboðs, tillögu í borgarráði, þar sem lóðanefnd er falið að kanna, hvort til séu lóðir til úthlutunar fyrir 4—5 raðhús fyrir starfsemi Styrktarfélags vangefinna. Hefur félagið áhuga á að auka starfsemi sína nú þegar í tilefni af 25 ára afmæli félagsins á næsta ári, eins og kom fram í ræðu formanns Styrktarfélags vangefinna, Magn- úsar Kristinssonar. Börnum er nú aftur tekió aA fjölga f eldri hverfum borgarinnar, eins og þessi mynd er staðfesting á, en hún er tekin í gær þegar verið var að flytja skólastofur frá Ölduselsskóla í Breiðholti að barnaskólanum við Öldugötu, vegna fjölgunar barna í hverfinu. Ljósm.: Emiiia Bj. Bjöm»dóuir Vilja gera skógrækt að búgrein Á aðalfundi Skógræktarfélags ís- lands sem haldinn er í Menntaskólan- um á Akureyri nú um helgina var í gær annars vegar fjallað um útivist og land- nýtingu í þéttbýli og hins vegar trjá- rækt á útivistarsvæðum. Framsögu- menn voru Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, og Vilhjálmur Sigtryggs- son, framkvæmdastjóri Skógræktarfé- lags Reykjavíkur. Stóð fundurinn um þrjár stundir í gærmorgun. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru umræður á eftir framsöguerindum. Eftir hádegið var svo ætlunin að leggja af stað í hringferð um Eyja- fjörð. Verður m.a. komið við í Vaðla- skógi, Grund og Kjarnaskógi þar sem útivistarsvæði verða skoðuð. Um kvöldið hélt sýslunefnd og bæj- arstjórn Akureyrar boð fyrir fund- argesti. í dag, sunnudag, hefst fundur kl. 9.30. Þá verður umræðum fram hald- ið um skýrslur skógræktarfélaganna og þau málefni sem hafa verið á dagskrá. Eftir hádegið verður framhalds- fundur, þar verða ýmis mál afgreidd og stjórnarkosning. Er gert ráð fyrir að fundi ljúki síðdegis. Um 120 full- trúar frá flestum héraðsskógrækt- arfélögum á landinu sitja fundinn. Eitt helzta stefnumál skógræktar- félaganna er að gera skógræktina að búgrein. Sjá Eyfirðingar, Austfirð- ingar, Þingeyingar og Árnesingar aðallega um að skipuleggja áætlun til að greiða fyrir að svo verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.