Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAftUR 29. ÁGÚST 1982 19 (Adalmynd). Mynd af Marz sem geimskipið Víkingur I tók er það nilgaðist reikistjörnuna irið 1976. (Innfelld mynd). Þannig lítur , Jarð„-vegurinn i Marz út, en i myndinni sést einnig „skófla** Víkings-Marzferjunnar. Greining Marz-,jarð“-vegsins í fjarstýrðri rann- sóknastofu Marzferjunnar sýndi engin merki um lífræn efnasambönd. FLENOX FLENOX ál loftstokkarnir eru seldir í 80 cm lengd- um sem má teygja út í 3. m lengd þegar þeir eru settir upp. FLENOX er til í 80 til 160 mm þvermáli, einangraðir eða án ein- angrunar. jMnuwtiitmHmmi rmwmvtim *t IHipiUlimilliliMlliWltWWM ••NmatMtantaiaMaNauM Látiö FLENOX leysa vandann á ótrúlega ein- faldan hátt. Hagstætt verð. BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF Leitiö nénari uppiýaingm mó Sigtúni 7 Simii29022 GM ÞJONUSTA VIKI MYRDAL Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skaftfellinga jgiVtlADtiLD K lAkll IOTI lllinOTAn WONUSTUMIÐSTÖÐ Höfðabakka 9 45 86750 manna um að aukin vitneskja um Marz gæti veitt ómetanlega vitn- eskju um fortíð jarðarinnar og framtíð. Geimnýlenda á Marz Það tekur langan tíma fyrir geimfar að ná til Marz svo sjálf- sagt þykir að geimfararnir myndu dvelja þar um nokkurn tíma, áður en þeir snéru aftur til jarðar. Fyrstu áætlanir bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, um slíka geimferð gerðu ráð fyrir a.m.k. tveggja mánaða dvöl geimfaranna á plánetunni. Sumar áætlanir hafa gert ráð fyrir enn lengri viðdvöl. Nýlegar áætlanir gera t.d. ráð fyrir að Marzfarar muni setja upp búðir sem þeir svo dvelji í tvö og hálft ár þar til afleysingaáhöfn komi í þeirra stað og verði þannig um stöðugt landnám á Marz að ræða. Kostnaður við slíkt landnám á Marz þyfti samkvæmt áætlunum nokkurra háskóla ekki að vera mikið meiri en við margar stuttar heimsóknir til plánetunnar — með því skilyrði þó, að Marzfararnir gætu komist upp á lag með að „lifa á landinu". Penelope J. Boston, eðlisfræð- ingur við Colorado-háskóla, hefur ásamt nokkrum félögum kannað hvernig menn gætu hugsanlega orðið sér úti um helztu Iífsnauð- synjar á Marz. Samkvæmt niður- stöðum þeirra virðist tiltölulega auðvelt að afla þar vatns og súr- efni væri unnt að framleiða úr vatninu með efnahvörfum. Korn ætti að vera hægt að rækta með góðum árangri í gróðurhúsum úr plasthjúp, sem pumpuð hefðu ver- ið upp um nokkrar Marzloft- þyngdir. Þá hafa fleiri sérfræðingar lagt orð í belg um hugsanlegt landnám á Marz og gaumgæft ýmsa lang- sótta og torkennilega möguleika. Þeir telja sennilegt að með tíman- um geti landnemar frá jörðinni gerbreytt bæði veðurfari og lofts- lagi plánetunnar — gert hana sér undirgefna og jafnvel skapað þar hálfgerða paradís. Þótt áætlanir um mannaða rannsóknaför til Marz séu flestar fremur draumórakenndar gæti pólitísk ákvörðun ráðamanna þó í einni svipan brúað bilið milli þeirra og raunveruleikans. Hugs- anlega verður slík ákvörðun tekin áður en langt um líður, því kröfur um nýjan áfanga í geimferðum verða sífellt háværari — og í því sambandi beinast augu margra að Marz, þar sem hann tindrar ögr- andi á næturhimninum. (Samantekt: — bó.) Eitt hinna geysimikhi eldfjalla sem ern á Mara — gígurinn er tæplega hundrað kílómetrar f þvermál og barmar hana rúmlega tuttugu og fimm kilómetra háir. Geysimikil hraunflóó sjást storknuð i hlíðum eldfjallsins. Myndin var tekin frá Víkingi I í júlí árið 1976.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.