Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 44
Síminná QQfiQQ afgretösiunni er OOUOO IttorgtsitliIiiMfe löírjpwtM&foifo SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 Hækkun síðustu tólf mánuði: Áfengi launin ÁI'IA'GI og tóbak hækkaði að mc- ali um 12% 26. ágúst s.l. ein g skýrt hefur verið frá og hel .fengi og tóbak því hækkað um plega 57% á siðustu tólf má' ■ •nn, en á sama tímabili hef- ur ðhótavísitala hækkað um lið! 10%. í þessu samhandi má mi á yfirlýsingu frá fjármála- ráði vtinu frá 1. apríl á sl. ári, þai 'i því var lýst yfir, að áfengi og tk þurfi að hækka í takt við aln lar launahækkanir í land- int' áfengis- og tóbaks- ha nirnar fjórar á síðustu tólf nia m hafa verið töluvert iii" hækkun á laun á hverj- um na, mismikið þó. Bátsstrand viö Hænuvík Vélbáturinn Jón júlí frá Tálknafirði strandaði snemma í gærmorgun í Patreksfirði, og er háturinn nú þar í fjörunni. Mannhjörg varð, en ekki er Ijóst hve mikið skemmdur báturinn er né hvenær tekst að ná honum út. Strandið varð skammt frá ba num Hænuvík, sem er rétt við Örlygshöfn sunnan fjarðarins, gegnt kauptúninu, og sést bátur- inn vel þaðan þar sem hann er í fjörunni. Að sögn lögreglunnar á Pat- reksfirði fóru björgunarsveit- armenn á staðinn með dælur og útbúnað til að styðja við skipið, og einnig kom vélskipið Núpur á staðinn ef aðstoðar yrði þörf. um 57% um 40% í byrjun desember á sl. ári hækkaði áfengi og tóbak að með- altali um 15%, en laun hækkuðu hins vegar ekki nema um 9.92%. í byrjun marz s.l. hækkaði áfengi og tóbak að meðaltali um 10%, en á sama tíma hækkuðu laun um 7.51%. I byrjun júní s.l. hækkaði áfengi og tóbak að meðaltali um 10.5% á sama tíma og laun hækk- uðu um 10.33%. Loks hækkaði áfengi og tóbak að meðaltali um 12% í liðinni viku, en laun munu hækka um 7.5% nú um mánaðamótin. Af þessari upptalningu má vera ljóst, að áfengi og tóbak hef- ur að meðaltali hækkað um tæp- lega 57% á sama tíma og launin hafa hækkað um liðlega 40%, eða um 17 prósentustigum meira á einu ári. Laimahækkunm frá í sumar verður horfin á miðvikudag ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS og Vinnuveitendasamband íslands und- irrituðu 30. júní s.l. nýjan aðalkjarasamning, þar sem gert var ráð fyrir 4% grunnkaupshækkun til aðildarfélaga ASÍ og síðan kæmu strax til flokkatilfærslur, sem metnar voru upp á liðlega 2%, þannig að laun hækkuðu að meðaltali um 6% um mánaðamótin júní/júlí. Hinn 1. september n.k., þ.e. á miðvikudag, verður þessi hækkun orðin að engu og vel það. í aðalkjarasamningnum er gert ráð fyrir sérstakri 2,9% skerð- ingu, en því til viðbótar kemur svo skerðing upp á 1,39%, vegna bú- vörufrádráttar, vegna verðhækk- unar tóbaks og áfengis í júníbyrj- un og vegna viðskiptakjararýrn- unar. Þessi skerðing er því upp á 4,29%. Af fyrrnefndri 6% launahækk- un frá því í júní stendur því eftir um 1,45%, en það fer síðan með þeirri 13% gengisfellingu, sem ríkisstjórnin tók ákvörðun um í liðinni viku, en hún hefur þegar leitt af sér gríðarlega hækkanir á vöru og þjónustu. Á síðustu tólf mánuðum hefur verðbótavísitala, þ.e. hin almennu laun, hækkað um 40%, en á sama tíma hefur framfærsluvísitalan hækkað um tæplega 50% og láns- kjaravísitala hefur á einu ári hækkað um 51%, en þess má geta, að flest þau lán, sem almenningur tekur í dag, t.d. vegna húsakaupa og bygginga, eru bundin af láns- kjaravísitölu. Þess má geta, að ríkið og Reykjavíkurborg hafa einhliða ákveðið að veita starfsmönnum sínum í BSRB 2.9% launauppbót um mánaðamótin, eða sem nemur samningsbundinni skerðingu fé- laga í Alþýðusambandi íslands. BSRB og rlk- ið funda Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Þjóðin sæki stjórn- málamenn til ábyrgðar „RÍKISSTJÓRNIN er ekki ein- gongu í stjórnskipulegri sjálfheldu hcldur einnig siðferðilegri. Það er nauðsynlegt til að skapa heilbrigð- ara andrúmsloft í íslenskum stjórn- málum og þjóðmálum, að þjóðin sæki stjórnmálamenn til ábyrgðar fyrir orð þeirra og athafnir,“ sagði (ieir Hallgrimsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, þegar Morgun- blaðið spurði hann álits á því, hvaða leiðir væru út úr þeirri stjórnskipu- legu sjálfheldu sem nú hefur mynd- ast á Alþingi að sögn Gunnars Thoroddsens, forsætisráðherra. „Vissulega er komin upp stjórn- skipuleg sjálfhelda," sagði Geir Hallgrímsson, „ef ekki kemur á daginn, sem alls ekki er ólíklegt, að fleiri stjórnarþingmenn hætta stuðningi við ríkisstjórnina og stjórnin falli þannig. Á það verður ekki reynt fyrr en þing kemur saman og því er nauðsynlegt að kalla þing saman strax því að vandamálin eru enn óleyst. Ef stuðningur þingmanna við ríkis- stjórnina og andstaða við hana er óbreytt, þá er eina færa leiðin út úr sjálfheldunni að efna strax til nýrra kosninga. Rökin fyrir því eru augljós. Svokallaðar efnahagsaðgerðir rík- isstjórnarinnar hafa þau áhrif á verðbólguna, að hún verður 60% á þessu ári og því næsta. Vandi tog- araútgerðar er óleystur svo að vænta má rekstrarstöðvunar hvenær sem er. Ríkisstjórnin hef- ur því sýnt úrræðaleysi sitt og það er óafsakanlegt að hún streitist við að sitja áfram við þessar að- stæður.“ Geir Hallgrímsson sagði enn- fremur: „Ástandinu nú hefur verið líkt við það sem gerðist 1958, en þá Geir Hallgrímsson hafði Hermann Jónasson, forsæt- isráðherra í vinstri stjórn, dug til þess að viðurkenna úrræðaleysi stjórnarflokkanna og sagði af sér. Það er óeðlilegt og ekki í sam- ræmi við þjóðarhag að krefjast þess af stjórnarandstöðunni við þessar aðstæður, að hún láti af kröfu sinni um að þing verði taf- arlaust kallað saman og síðan efnt til nýrra kosninga. Núverandi stjórnarflokkar, Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur, lofuðu fyrir síðustu kosningar allt öðru en þeir framkvæma nú. Alþýðu- bandalagsmenn vildu samningana í gildi og framsóknarmenn telja niður verðbólguna, hvort tveggja hefur verið svikið. Flokkarnir eru því þegar orðnir umboðslausir og nauðsynlegt er að þjóðin sæki stjórnmálamenn til ábyrgðar fyrir orð þeirra og athafnir." SAMNINGAMENN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, funduðu hjá ríkissáttasemjara með viðsemjendum sínum í gærdag, en þegar blaðið fór í prentun í gærdag var ekki vitað um lyktir. Fjármálaráðherra lagði á föstu- dag fram formlegt tilboð, sem er mjög í anda samkomulags þess, er ASI og VSÍ gerðu með sér í sumar og um það ræða menn nú, auk þess sem sérkjaraviðræður fara fram samtímis. Samkvæmt upplýsing- um Mbl. hefur miðað þokkalega áfram í viðræðunum og allt eins líklegt, að samkomulag náist inn- an fárra daga. Radarmælingar í Kópavogi: 108 teknir á tveimur dögum KÓPAVOGSLOGREGLAN var við radarmælingar á fimmtudag og föstudag og á þessum tveimur dögum voru 108 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur, en mælt var á götum bæjarins. Sá sem hraðast ók var tekinn á liðlega 90 km hraða. Að sögn lögreglunnar virðast menn aka óvenjulega hratt um þessar mundir, en ekki var óalgengt, að menn væru teknir í námunda við gangbrautir og bið- skýli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.