Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 7 HUGVEKJA eftirsr. Þóri Stephensen Ég hef oft verið um það spurður, hvað vitað sé um postula Krists eftir að hann hvarf til himins og þeir hófu sjálfstætt starf að boðun fagn- aðarerindisins. Þess vegna ætla ég að rifja upp hér á þess- um stað þá fróðleiksmola sem fyrir liggja um þessa menn, og eru mér kunnir. Öll þekkjum við örlög Júdas- ar. Honum auðnaðist ekki að fylgja lærisveinsköllun sinni eftir nema skamma hríð og hlaut að lúta örlögum, sem við eigum erfitt með að skilja. Sá af hinum ellefu, sem fyrstur lét lífið, var náfrændi Krists, Jakob Zebedeusson. Salóme móðir hans og Jóhann- esar er talin hafa verið systir Maríu og þeir þá systrasynir. Heródes Antípas lét háls- höggva Jakob árið 44, rúmum áratug eftir upprisu Jesú. Hann var einn af þeim þrem- ur, sem handgengnastir voru Kristi og með aftöku hans var stórt skarð höggvið í forystu kirkjunnar. — Spánverjar telja sig varðveita jarðneskar leifar hans í borginni Santiago de Compostella á Spáni. Um helmingur postulahóps- ins lagði leið sína austur á bóginn til kristniboðs í þeim löndum, sem nú nefnast írak og íran og alla leið til Ind- lands. Bartólómeus, sem einnig er nefndur Natanael, byrjaði í Eþíópíu, en fór svo austur og Postular og læri- sveinar alla leið til Indlands, en leið píslarvætti í Babýlóníu, þar sem hann var fleginn lifandi að talið er. Þeir Jakob Alfeus- son og Júda Taddeus hafa sennilega verið bræður. Sá síð- arnefndi og Símon Kananei, eða vandlætari eins og hann var líka nefndur, hafa tilheyrt flokki Zelóta, sem var harður þjóðernissinnaflokkur í Gyð- ingalandi. Þessir þrír liðu allir píslarvættisdauða í Persíu, þar sem nú heitir Iran, eða á ná- lægum slóðum. Mattheus guð- spjallamaður var áður toll- heimtumaður og bar þá nafnið Leví Alfeusson. Leið hans mun hafa legið til Eþíópíu og þaðan til Persíu líkt og Bartólómeus- ar. Óvíst er um dauðdaga hans, en sennilega hefur hann liðið píslarvætti eins og hinir. Eng- illinn er merki hans sem guð- spjallamanns. Tómas komst alla leið til Indlands og lét þar lífið fyrir trú sína í Madras árið 53 að talið er. Enn eru þar finnanlegar leifar af starfi hans, hinir Tómasarkristnu söfnuðir á Malabar-ströndinni. Tveir af postulum Krists voru áður, að talið er, í hópi lærisveina Jóhannesar skír- ara, þeir Andrés bróðir Símon- ar Péturs og Filippus. Þeir voru báðir við trúboð við Svartahaf- ið. Filippus var krossfestur og er tákn hans í helgimyndum venjulega mjög hár kross. Andrés var einnig krossfestur, en kross hans er eins og X í laginu. Andrés er þjóðardýrl- ingur Skota og ber fáni þeirra kross hans. Jóhannes Zebede- usson er talinn hafa farið til Efesus í Litlu-Asíu. Hann var þar forystumaður safnaðarins, og hjá honum mun María móð- ursystir hans hafa átt sitt ævikvöld. Sennilega hefur Jó- hannes látið lífið fyrir trú sína. A^m.k. var Kristur búinn að spá honum því. Samt varð hann fjörgamall maður, og til er falleg helgisögn um síðustu ræðu hans til safnaðarins. Hann var þá borinn inn á sam- komu og hélt ræðu, sem var ekki nema 5 orð, en það gleymdi henni heldur enginn: Börn mín, elskið hvert annað. Merki hans er örninn. Hann kemur fyrir í Opinberunarbók hans, en svq á hann líka að minna á hinn háfleyga boð- skap í ritum Jóhannesar. Þá er bara postulaforinginn eftir, Símon Pétur. Hann var í fyrstu foringi kristinna manna í Jerúsalem, en síðan er talið, að hann hafi dvalið síðustu 25 ár ævi sinnar í Róm og verið hennar fyrsti biskup. Hann mun því hafa verið krossfestur þar árið 64 og með höfuðið niður, af því hann taldi sig ekki verðugan þess að vera krossfestur á sama hátt og frelsari hans. Það er þó sjaldn- ast hinn öfugi kross, sem er merki hans, heldur lyklar himnaríkis til samræmis við orð Krists, að hann afhenti honum þá, í líkingu talað. Flest þekkjum við sjálfsagt söguna um það, þegar Pétur var að flýja undan ofsóknum og hélt eftir Appíusarveginum burt frá Róm. Hann sá þá ljós nálgast og stækka, og hann sá, að Jesús var í ljósinu. Þá spurði Pétur: Quo vadis, Dom- ine? Hvert ætlar þú herra? Inn í Róm, sagði Jesús, til að láta krossfesta mig fyrir þig í ann- að sinn. Þá skildi Pétur, að tími hans var kominn. Hann sneri aftur og var krossfestur. Þetta er mikil saga í fáum orðum sögð. Hún er saga um venjulega alþýðumenn, sem kallaðir voru til fylgdar við óvenjulegan trúarleiðtoga, ein- stæðan persónuleika, sem gaf þeim svo sterka sannfæringu, og skóp þeim slíkan kjark og staðfestu, að fylgdin við hann varð þeim eitt og allt. öll hálf- velgja var þeim fjarri. Þeir voru svo brennandi í andanum, að þeir létu heldur lífið en trú sína. Þess vegna vöktu þeir og athygli. Það hlaut að vera eitthvað merkilegt, eitthvað dásamlegt við þá trú, sem gerði menn svo sterka. Sér- staka athygli vakti óttaleysi þeirra við dauðann. Vegna upprisu leiðtoga síns vissu þeir, að dauðinn er aðeins þáttaskil, að handan hans er ný og æðri lífsbraut, sem í sjálfri sér er fagnaðarefni hverjum kristnum manni. En svo var frumkristninni það líka mikið mál, sem hún var sannfærð um, að mæta Kristi þar á ný og ganga til eilífs samfélags við hann. Af lifandi vitnisburði þessa manna óx og dafnaði hin kristna hjörð. Samt voru ekki allir sterkir í þessari tíð, eng- an veginn, en ótrúlega margir þó. Það hefur orðið eins um aldirnar. Það eru aldrei allir brennandi í andanum, alltaf einhverjir hálfvolgir, alltaf of margir. En eftir fjölda og styrkleika hinna brennandi fer farsæld mannanna og ekki bara samtíðarinnar, heldur einnig og ekki síður framtíðar- innar. Ég rakti sögu manna, sem við nefnum ýmist postula eða lærisveina. Örðið postuli þýðir boðberi. Hverjir eru þá postul- ar okkar daga? Við allir, sem kristna trú játum. Við erum allir lærisveinar Krists og um leið postular, boðberar, sem ætlað er að vitna um þá trú, sem við höfum meðtekið. En hvernig? Sýn mér trú þína af verkunum, segir heilagt orð. Líf okkar, orð okkar, hugsanir og framkoma eru sterkasta játningin. Allt slíkt hefur ótrúleg áhrif, sú fyrirmynd, sem við sýnum og gefum, ekki síst þeir, sem ábyrgðarstörfum gegna í þjóðfélaginu, en jafn- framt hver vaxinn maður. Það sýnir hún vel saga hinna fyrstu postula. Verðbréíamarkaður Fjárfestingarfélagsins GENGI VERÐBRÉFA 29. ÁGÚST 1982 VEÐSKULDABRÉF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur Sölugenoi pr. kr. 100.- 8.088,70 7.122,94 6.175.17 5.231,96 3.794,34 3.495,49 2.412,76 1.981,02 1.492,29 1.414.18 1.132,48 1.050,60 877,32 712,36 560,51 472,50 365,23 271,27 213,17 183,19 136,04 fttoAalávöxtun ofangreindra flokka um- fram verölryggingu ar 3,7—5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: Sölugengi m.v. nefnvexti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 40% 1 ár 66 67 68 69 71 80 2 ár 55 56 57 59 61 74 3 ár 46 48 50 51 53 70 4 ár 40 42 44 46 48 67 5 ár 35 37 39 41 43 65 Sölugengi nafn- Ávöxtun m.v. vextir umfram 2 afb./ári (HLV) verötr. 1 ár 96,49 2%5 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2V4% 7% 4 ár 91,14 2V4% 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7</4% 7 ár 87,01 3% 7%% 8 ár 84,85 3% 7V4% 9 ár 83,43 3% 7V4% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLAN , RÍKISSJÓÐS Pr. x” B — 1973 2,715,42 C — 1973 2.309,24 D — 1974 1.958,25 E — 1974 1.339,56 F — 1974 1.339,56 G — 1975 888,58 H — 1976 846,63 I — 1976 644.18 J — 1977 599,43 1. fl. — 1981 119,55 TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF i UMBOÐSSÖLU ^ Verðbréfamarkaður fc' Fjárfesungarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavik lónaóarbankahúsinu Sími 28566 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU LÁNTAKA - HVAÐ ER ÞAÐ? Landssamband lífeyrissjóða og Samband almennra lífeyrissjóða hafa ákveðið að birta röð auglýsinga í daglöðum til þess að upplýsa lántak- endur um þær breytingar, sem orðið hafa á láns- kjörum hér á landi á undanförnum árum, og er þá átt við verðtryggingu lána. Það er álit þessara aðila að nokkurrar vanþekk- ingar og jafnvel misskilnings gæti á eðli þeirra lána, sem lífeyrissjóðirnir veita sjóðfélögum sínum. Sé það að hluta skýring á þeirri miklu eftir- spurn eftir lífeyrissjóðslánum, sem kemur i veg fyrir að sjóðirnir geti veitt eins há lán og vera þyrfti til þeirra, sem eru að koma yfir sig þaki í fyrsta sinn. Hér í þessu blaði munu birtast á næstu dögum auglýsingar, sem hver um sig svarar einni spurn- mgu:______________ ____________________________ 1. Hver er helsta breytingin frá eldri óverð- tryggðum lánum? 2. Hvað þýðir „verðtryggt" lán? 3. Hvaða þýðingu hefur lánstíminn? 4. Hvað þýða vextir af verðtryggðum lánum? 5. Hver er greiðslubyrðin af verðtryggðum lánum? 6. Hvernig hækka lánin miðað við fjárfestingar einstaklinga? 7. Hvað kostar húsnæði miðað við núgildandi vaxtakjör? S. er skattaleg meðferð vaxta og verð- bóta? 9. Borgar sig að spara? 10. Hvernig eru verðbætur reiknaðar? 11. Má greiða upp verðtryggð lán? 12. Hvað þýði r veðleyfi ? SAMBAND ALMENNRA LANDSSAMBANDI X LÍFEYRISSJÓÐA LÍFEYRISSJÓÐA|>J7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.