Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 Á amerískum hraða Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson ' Stjörnubió: Allt er fertugum fært. („Chapter Two“.) Handrit: Neil Simon, byggt á sam- nefndu leikriti. Leikstjórn: Robert Moore. Tónlist: Marvin Hamlisch. Kvikmyndataka: Richard Kratina. Aðalhlutverk: James Caan, Marsha Mason, Joseph Bologna, Valerie Harper. Banadri.sk frá 1980. Columbia. í upphafi myndar kynnumst við tveim einmana sálum. Rit- höfundinum, James Caan, sem nýlega hefur misst konu sína, og leikkonunni, Mörshu Mason, sem er nýskilin við mann sinn sökum gjálífis hans, að manni skilst. Kru þau bæði tvö enn í sárum, er þau kynnast fyrir tilviljun. Allt gerist nú á amerískum hraða. Þau fella á fysta degi brennandi ástarhug hvort til annars, og eftir tólf daga sælutíð láta hjúin pússa sig saman. Þó í óþökk bróðurins, Joseph Bol- ogna, sem finnst sem þau hraði sér um of. Úr kirkjunni er haldið til Karabíska hafsins, þar sem hjónakornin njóta lífsins um hríð. Adam er þó ekki lengi í Paradís, þar sem Caan tekur nú að sakna fyrri konu sinnar svo sárt, að haldið er heim til New York í miðri brúðkaupsferð. Þá tekur ekki betra við, því nú leggst skáldið í hugarvíl og sjálfsmeðaumkun sem leiðir til þess að hann heldur vestur til Hollywood í atvinnuleit og skilur konuna örvinglaða eftir heima. En eins og í fallegu ævintýr- unum (og leikritum Neil Simon), fellur allt í ljúfa löð undir leiks- lok. Skáldið hafði semsé gleymt því óbrigðula ráði við geðfýlu, að tölta hana úr sér. En því slær loks niður í huga hans þegar vestur er komið, og hann heldur til baka og allt verður gott og blessað á nýjan leik. Talsvert bragð hlýtur að hafa skolast úr verkinu við umbreyt- ingu þess í kvikmynd, einkum þegar haft er í huga að Allt er fertugum fært er álitið eitt besta sviðsverk Neil Simons. Enda er það byggt á reynslu höfundar, segir frá því skeiði er hann STÁLSTOÐ við Óðinstorg s. 23363 VÉRITUNARBORÐ TÖLVUBORÐ SKRIFBORÐ SKÁPAR Húsgöng sem henta vel á skrifstofuna Gott verð og góðir greiðsluskilmálar íslensk framleiðsla STÁLSTOÐ við Óðinstorg s. 23363 VELA við Óðinstorg s. 23363 VELA við Óðinstorg s. 23363 ÞETTA ERU STÓLARNIR SEM SÉRFRÆDINGARNIR MÆLA MED Seinasta sending er uppseld. — Pantið timanlega. Ný verslun með stóla og borð fyrir fatlaða og alla sem vilja vernda heilsuna Ropox stillanleg borö og hjálpar- . ... ‘ '-‘Ma tæki fyrlr Tauov„. diuaw! skrifstofustólar og fundar- stólar. Vela stólar vernda bakið Stólar fyrir fatlaöa, fyrir skólafólkiö. Skrifstofustólar, iönaöar stólar, tannlæknastólar. Sérsmíöaöir stólar sem henta öllum. kynntist seinni konu sinni — sem er engin önnur en Marsha Mason. Maður fær frekar litla tilfinningu fyrir söguper- sónunum og enga samúð með skáldinu í sorgum hans og sút. Hér kemur og berlega í ljós grundvallar mismunur á skoðun- um okkar og Bandaríkjamanna á undirstöðu hjónabandsins. Mis- munur sem við höfum oftsinnis furðað okkur á hér heima. Þær persónur þættu vitsmunalega skertar sem rykju út í hjóna- band án þess að þekkja hvort annað nokkurn skapaðan hlut, að maður tali nú ekki um eftir slíka lífsreynslu sem um getur. En þetta er víst alltítt vestra. Af þessum ástæðum þykir mér, og sjálfsagt flestum löndum mín- um, efnisþráður Allt er fertug- um fært hálfgerð endaleysa. Hér bólar full sjaldan á hinni velþekktu kímnigáfu Simons, á hann þó nokkra góða spretti, einkum í fyrri hluta myndarinn- ar. Ekki bætir úr, að James Caan, sá annars ágæti leikari, passar engan veginn í hlutverkið, er satt að segja ómögulegur á köfl- um, verstur er hann þegar hann er að tjá hugarvíl sitt sökum Þau sktttuhjúin James Caan og Harsha Mason, mettan allt leikur í lyndi. konumissisins. Marsha Mason kemst miklu betur frá sínu, enda hæg heimatökin þar sem hún er að Íeika sjálfa sig. Þá er Joseph Bologna hreint ágætur í hlut- verki hins veraldarvana bróður. Allt yfirbragð Allt er fertugum fært er fallegt og fínpússað, enda undir eftirliti smekk- mannsins framleiðandans Ray 1 Stark. Siglufjörður: „Sakna einskis“ segir Viðar Ottesen, hótelstjóri í Siglufirði, flestum kunnur sem barþjónn á Naustinu „ÞETTA er sérstök lífsreynsla, að vera innfæddur Reykvíking- ur og taka sig upp og flytja hingað til Siglufjarðar. Við hjónin sjáum ekki eftir neinu því við höfum verið afskaplega heppin með vini og kunningja og fólkið fyrir sunnan hefur líka verið duglegt að heim- sækja okkur,“ sagði Viðar Ottesen, hótelstjóri í Siglufirði, í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins sem nýlega var á ferð í Siglufirði. Viðar er þekkt andlit úr Reykjavík, eftir 23 ár sem barþjónn á Naustinu. Hann er innfæddur Reykvíkingur en haustið 1980 keypti hann Hótel Höfn í Siglufirði og ákvað að fara út í hótelrekst- ur. Viðar sagði einnig: „Ég finn ekki annað en Siglfirð- ingar hafi tekið mér, og því sem ég er að reyna að gera, vel. Siglufjörður er að vísu einangraður en það kemur ekki að sök því nóg hefur verið að gera. Á meðan þann- ig er saknar maður einskis. A veturna er oft dauft yfir hótelrekstrinum en þá er fé- lagsstarfsemin í blóma og V5J2T bar UPP a móti. Hótel Höfn e*r eina nGÍeJ bæjarins og fer meirihluti félags- starfseminnar hér fram. Þetta hefur gengið alveg þokkalega, að vísu eru vissir erfiðleikar yfir veturinn," sagði Viðar að lokum, „þar sem ferðamannastraumur- inn er ekki mikill þá byggist þetta meira uppá vinnu- flokkum og mönnum sem koma hingað í ýmsum erindagjörðum til Siglufjarð- ar“. HBj. Vittar Ottesen, hótebtjíii < Síjhi- firfti, betur þekktur f Reykjavík sem barþjónn á Naustinu, en hann flutti til Siglufjarðar fyrir tveimur árum og hóf þar hótelrekstur. Ljósm. Mbl. HBj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.