Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 41 skeið, endurskoðandi ýmissa reikninga s.s. sýslureikninga og margra félaga, enda ágætur reikn- ingsmaður og minnugur vel. Aldr- ei mun það hafa sést í sýslufund- argerðum Dalasýslu, meðan hann var oddviti, í rúma fjóra áratugi, að athugasemd væri gerð við reikninga Miðdalahrepps. í búnaðarmálum var Gísli áhugamaður, vildi stuðla að rækt- un búfjár og betri afurða. Oft átti hann 1. verðlaunahrúta á sýning- um, enda fóðraði hann allar skepnur vel. í ræktunarmálum var hann umbótamaður, vildi stuðla að meiri og betri ræktun túnanna, enda má sjá það á túnunum í Geirshlíð að þar hefur áhugamað- ur verið að verki. Formaður Rækt- unarsambands Suður-Dala var hann lengi. Skógræktin var hon- um kær. Þar fann hann að þörf var að leggja lið og gerði það líka. Áhugi hans og kraftur við að gróð- ursetja á vorin og kalla fólk sam- an til þeirra starfa var eftirminni- legur. Þar var hann aðalmaðurinn, fullur af áhuga og geislandi gleði. Þannig var hann, þannig viljum við muna hann. Um marga áratugi var svo, í Miðdölum, að væri hrundið í framkvæmd þarfamáli til heilla fyrir sveitina okkar, var Gísli í Geirshlíð með, ef ekki í fylk- ingarbrjósti. Eins og kunnugir vita, var Gísli í Geirshlíð organisti við kirkjur í Miðdölum yfir 60 ár og lét af því starfi fyrir tveimur árum, þá 83 ára að aldri. Mun það fátítt að sami maður gegni því starfi svo lengi. Þar var hann heill og óskiptur sem og í öðrum mál- um. Öll þessi störf voru unnin af alúð og góðri fórnarlund sem þakka ber. Á áttræðisafmæli sínu var hann kjörinn heiðursborgari Miðdalahrepps sem þakkar- og virðingarvottur fyrir vel unnin störf um áratuga skeið. Var hann um svipað leyti sæmdur riddara- krossi fyrir störf að félagsmálum. Hann var jarðsettur að Kvenna- brekku 17. júlí sl. að viðstöddu miklu fjölmenni. Nú að leiðarlokum, þegar litið er til baka yfir langan farinn veg, vakna margar minningar, sem eðlilegt er. Þar fást af þeim sjónarhóli skýrar myndir af lífi og starfi liðins tíma. Samtaka voru þau hjón Gísli og Steinunn að gjöra öðrum gott. Heimili þeirra var opinn griðastaður. Þar var öll- um vel tekið og leyst úr hverju máli eftir bestu getu og af fúsum vilja. Minningin um heimili þeirra, störf alúð, hjálp og greiða- semi, er björt og skýr. Það er sam- dóma álit okkar allra, að vel hafi til tekist eftir því sem í mannlegu valdi stóð. Eins og að framan greinir, var Gísli gerður að heið- ursborgara Miðdalahrepps í þakk- ar- og virðingarskyni fyrir vel unnin störf. Af sömu ástæðu fór útför hans fram á vegum hrepps- ins. Þakkir eru færðar. Blessuð sé minning Gísla Þor- steinssonar. F.h. hreppsnefndar Miðdalahrepps, Hjörtur Einarsson. Silfursett Fágætt viktoríanskt silfursett er til sölu, handsmíðaö og hand- skorið. Silfurþyngd 2,2 kg sterling. Þeir sem hafa áhuga á að skoöa gripina og/eða gera tilboð, leggi nafn og símanúmer til afgreiöslu auglýsingadeildar Mbl. fyrir 2. sept. merkt: „Z — 2414“. BOR-útihurðir Sænsku Bor-útihurðirnar eru elnangraöar. 5 geröir úr teak fyrirliggjandi og veröiö aérstaklega hagstætt. Einnig nýkomnar sauna-huröir. VALD. POULSEN i Suðurlandsbraut 10, sími 86499. Minning: Birgir Traustason Vestmannaeyjum Fæddur 9. júni 1959 Dáinn 4. ágúst 1982 Miðvikudaginn 4. ágúst síðast- liðinn lést minn besti vinur og frændi, Biggi Trausta. Hann var sonur Sjafnar Ólafsdóttur systur minnar og Trausta Marínóssonar vefslunarmanns í Vestmannaeyj- um. Birgir var elstur fjögurra bræðra. Þegar Birgir fæddist bjuggu foreldrar hans uppá lofti heima hjá foreldrum mínum. Þá var ég aðeins á fimmta ári og mamma var að klæða mig niðri í eldhúsi snemma morguns þegar hún spurði, hvort ég vissi hvað Sjöfn systir mín hefði eignast í nótt. „Saumavél?" sagði ég, og ég man eftir gleðinni yfir þessum nýja einstaklingi í fjölskyldunni. Þetta er ein af skírustu endurminning- unum frá því ég var barn. Birgir var sjómaður, þótti dug- legur, kappsamur og var eftirsótt- ur í skipsrúm. En honum líkaði aldrei á sjónum, hann vildi vinna við mannsæmandi laun í landi og átti óskir um að geta einhvern- tíma sett upp einkarekstur, Birgir átti sniðugar hugmyndir í því sambandi. Hann var reiknings- haus hinn mesti og hafði mikla lögnun til að mennta sig betur. En vonin um skjótfenginn gróða dró hann alltaf aftur á sjóinn. Ég bar velferð Bigga mjög fyrir brjósti og vitneskja mín um að honum líkaði ekki á sjónum, en sótti hann samt, gerði mig dapran. Sumarið ’81 kom hann norður til Akureyrar til að hjálpa mér að byggja ris ofaná húsið mitt. Það veitti fjölskyldu minni mikla ánægju að hafa Bigga, hann var alltaf glaður og hress, öll okkar samskipti voru opinská og óþving- uð. Ég stóð oft fyrir innan eldhús- gluggann og horfði á Bigga fúa- verja timbur útá lóð, ég hugsaði um hversu gott væri að eiga þenn- an ljósleita, duglega og káta frænda, ég sá fyrir mér framtíðar- drauma um ævarandi vináttu- tengsl. Síðan Biggi dó hef ég oft farið uppá loft til að skoða hand- verk þessa unga manns, og ég minnist með söknuði stundar sem ég átti með Bigga í júní sl. Þá leigði hann sumarbústað uppá Kjalarnesi og vann við hænsna- rækt hjá frænku sinni. Ég sá þennan ljóshærða myndarlega dreng koma á móti mér brosandi útað eyrum, grannan, hávaxinn með handlegginn tilbúinn til handarbands og stikaði stórum. Hann gat ekki leynt gleði sinni og bústaðurinn bar þess merki að hann hefði pússað hann hátt og lágt áður en ég kom. Þetta var í síðasta sinn sem ég sá Bigga á lífi. En Birgir gekk með einn skæð- asta sjúkdóm sem herjar á nútíma velmegunarþjóðfélag. ítrekað en árangurslaust reyndi hann að leita sér hjálpar. Þessi sjúkdómur meðal annars, og aðstæður þenn- an örlagaríka dag urðu til þes að svo fór sem fór. Ég vil óska foreldrum hans, bræðrum, ömmum og afa, öllum ástvinum og ekki síst Gilla, besta vini hans, velferðar í allri framtíð. Bjarni Fyrirliggjandi allar algengar gerðir af glerullar og steinullareinangrun HÚSASMIÐJAN HF. Súöavogi 3-5,104 Reykjavík, sími: 84599

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.