Morgunblaðið - 17.04.1984, Page 2

Morgunblaðið - 17.04.1984, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 17. APRÍL 1984 Söltistofnun lagmetis og fleiri framleiðendur: Sýna Frökkunum sfld, kavíar, rækju o.fl. ÍSLENSKIR matvælaframleiðendur munu hugsanlega ná sér í aukin við- skiptasamhönd við frönsku stórmarkaðseigendurna sem koma hingað til lands nú á fimmtudaginn, skírdag. Þeir ætla allmargir að mæta með framleiðsluvörur sínar og kynna Frökkunum í Lækjarhvammi á föstudaginn langa, en það er eini dagurinn sem Frakkarnir hafa til þess að skoða það sem íslenskir framleiðendur hafa á boðstólum. Eins og Morgunblaðið hefur áð- ur greint frá munu þessir Frakk- ar, sem eiga um 250 evrópska stór- markaði, Euromarché, koma hingað til lands fyrir milligöngu Alberts Guðmundssonar fjár- málaráðherra. Ætla þeir að taka á móti íslenskum framleiðendum í Lækjarhvammi á föstudag og skoða framleiðsluvörur þeirra, einkum íslenska matvöru í neyt- endapakkningum. Morgunblaðið sneri sér í gær til Theodórs Halldórssonar, fjár- málastjóra Sölustofnunar lagmet- is og spurði hann hvort þeir hjá Sölustofnun lagmetis hygðust hitta Frakkana að máli. „Já, við ætlum að hitta Frakkana, og sýna þeim okkar framleiðsluvörur. Við sýnum þeim síldartegundir ýmis- konar, rækju, kavíar og fleira. Við hyggjumst einfaldlega sýna þeim alla okkar framleiðslulínu og auð- vitað vonum við að út úr þessu komi svo aukin viðskipti við Frakkland. Við erum þegar með talsverð viðskipti við Frakka, en þangað flytjum við kavíar og rækju. Við vildum að sjálfsögðu auka þessi viðskipti, og vitum að svo er um fleiri, sem þarna ætla að mæta með vörur sínar,“ sagði Theódór. Seldi 10 Porsche á bflasýningunni „FLESTIR töldu það bjartsýni hjá mér að ætla að selja einhvern þeirra Porsche-bíla, sem voru á sýning- unni, en ég tel mig nú öruggan um að selja 10 bíla og geri mér vonir um að selja 10 bíla til viðbótar,“ sagði Jón S. Halldórsson, umboðsmaður Porsche-bifreiða á íslandi er blm. Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi. Það þætti e.t.v. ekki í frásögur færandi þótt svo margir bílar af einni og sömu tegundinni hefðu selst á bílasýningunni ef ekki kæmi til verðið á þeim. Porsche- bílarnir, sem sýndir voru, kosta nefnilega á bilinu 900.000 til 2,4 milljónir króna. „Það seldust eintök af öllum fjórum gerðunum, sem við sýnd- um. Sá sem seldist mest og ég mæli reyndar með er af gerðinni Porsche 944 og kostar hann 1,2 milljónir. Fjórða gerðin á sýning- unni kostar 1,8 milljónir króna. Ég er að athuga það nú hvaða lánakjör hægt er að bjóða upp á og geri mér vonir um að geta lánað helming bílverðsins í eitt ár. Tak- ist það er það betra en nokkurt hérlent bílaumboð býður," sagði Jón S. Halldórsson. Mjólkurfræðingar og skipstjórar SAMNINGAR tókust með mjólkur- fræðingum og viðsemjendum þeirra í gærkvöld eftir 30 tíma samninga- fund. Samningurinn er sá sami og gerður var á milli ASÍ og VSÍ, en auk þess náðu mjólkurfræðingar fram ákvæðum um ýmis vinnurétt- indamál. Þá tókust samningar með Skip- semja stjórafélagi fslands og viðsemj- endum þeirra síðari hluta dags í gær eftir 24 tíma fund. Lauk þar með boðuðu verkfaili félagsins, sem staðið hafði frá miðnætti í fyrrinótt. Samningurinn er byggð- ur á samkomulagi ASÍ og VSÍ utan hvað kauphækkunin skip- stjóra 1. apríl er 7% í stað 5%. Þá fá þeir 2% 1. júní. E E0000000 8AI<H(V*MT LÓGUM NB tO SEÐLABANKI ÍSLANDS 1000 króna seðill og tíu króna mynt AÐ UNDANFÖRNU hefur verið unnið að útgáfu á nýjum 1000 króna seðli og 10 króna mynt. Sýn- ishorn hafa nú borist frá framleið- endum og er gert ráð fyrir að nýi seðillinn og myntin verði sett í um- ferð í júlí eða ágúst í sumar. Eitt þúsund króna seðillinn er teiknaður hjá auglýsingastofu Kristínar. Aðallitur seðilsins er fjólublár og stærð hans 7x15 sm., eða xk sentimetra lengri en 500 króna seðillinn. Á framhlið er mynd af Brynjólfi SveinsSyni biskup, og mynstur í grunni og ramma eru meðal annars úr rekkjurefli úr Þjóðminjasafni fslands, sem talinn frá 17. eða 18. öid. Brynjólfskirkja í Skál- holti séð framanverð er á bak- hiiðinni og sneiðing langsum eft- ir kirkjunni og sýnd er gerð hennar að innan. Neðst til hægri er mynd af hring Brynjólfs. Tíu króna myntin er teiknuð af Þresti Magnússyni teiknara. Hún er slegin úr kopar/nikkel eins og krónu- og 5- krónu- myntin. Hún er 8 grömm að þyngd. Á framhliðinni eru land- vættirnar fjórar en á bakhlið fjórar loðnur. Porskblokkamarkaöurinn í Bandaríkjunum: Líkur á verðlækkiin í kjölfar mikils framboðs MIKIÐ FRAMBOÐ er nú á þorskblokk í Bandaríkjunum og væntanlega einhver verðlækkun í kjölfar þess. Munar þar miklu veruleg þorskveiði Dana í Eystrasalti, en þeir hafa nú þegar tekið um 74.000 lestir af rúmlega 100.000 lesta kvóta sínum þar. Verð á þorskblokk hjá íslenzku fyrirtækjun- um hefur ekki lækkað, en með sömu þróun gæti svo farið. óttar Hansson, sölustjóri Coldwater, sagði i samtali við Morgunblaðið, að nú væri verið að bjóða þorskblokkina á nokkuð lægra verði en fyrirtækið greiddi fyrir hana frá íslandi. Meira framboð væri nú á þorskblokk en eftirspurn. Ástæða þess væri með- al annars sú að neyzla á þorsk- blokk vestra hefði minnkað veru- lega. Á síðasta ári hefðu blokkar- birgðir hrannazt upp og sú þróun héldi áfram á þessu ári. Þá hefði mikil veiði í Éystrasalti veruleg áhrif á framboðið, en Danir legðu mikla áherzlu á það, að vinna afl- ann í blokk og koma honum sem fyrst til Bandaríkjanna vegna styrkrar stöðu dollarsins og geng- ismunar. Coldwater hefði ekki breytt verði sínu enn, en síðasta opinbera .narkaðsverð (Blue Sheet) væri sagt 1,05 til 1,08 dollarar á pundið, en Coldwater borgaði 1,08. Reikn- aði hann með, að við útgáfu næstu talna yrði sagt, að flestir seldu á 1,05 dollar og jafnvel minna. Þá væri staða Coldwater orðin erfið. Ákvörðun um verðlækkun hefði ekki verið tekin enn, en ef mark- aðsverð færi verulega niður fyrir það verð, sem Coldwater greiddi, yrði óhjákvæmilegt að fylgja því. Annars yrði fyrirtækið varla sam- keppnisfært, þar sem það væri þá að keppa við aðra, sem keyptu blokkirnar á lægra verði. Olíufélagid hf.: Kid Jensen á Rás 2 í dag Útvarpsmaðurinn kunni, Kid Jensen, verður sérstakur gestur morgunþáttar Rásar 2 í dag. Þátt- urinn hefst kl. 10 og stendur til hádegis. „Okkur, sem erum að byrja á núllinu, er það mikil ánægja og jafnframt heiður að fá heimsókn jafn frægs útvarps- manns og Kid Jenson er,“ sagði Þorgeir Astvaldsson, útvarpsstjóri Rásar 2, er blm. Mbl. ræddi við hann í gær. Að sögn Þorgeirs skoðaði Kid Jensen húsakynni Rásar 2 í gærdag og lét vel af. „Það er okkur mikilvægt að fá álit manns eins og hans, sem verið hefur í fremstu röð í rúm 15 ár. Hann hefur mikla og góða yfir- sýn yfir það, sem er að gerast í þessari tegund fjölmiðlunar, og því gott að fá hann til skrafs og ráðagerða. Jensen er nú einn vinsælasti útvarpsmaður BBC og hefur verið svo um margra ára skeið." Jensen hóf feril sinn sem út- varpsmaður hjá Radio Luxem- bourg. Margir íslendingar hlust- uðu á þá stöð á þeim tíma, og gera enn, og komust. þá fyrst í kynni við Jensen. Þaðan lá leið hans til útvarpsstöðvar í Nott- ingham áður en hann hóf störf hjá BBC. Jensen er kvæntur ís- lenskri konu. Hann hefur marg- sinnis komið til landsins og hef- ur fylgst vel með þróun útvarps- mála hérlendis. JT Sendir sérstakt skip til Isa fjarðar með olíu á OLÍUFÉLAGIÐ hf. hefur nú tví- vegis sent olíuskipið Bláfcll til ísa fjarðar til að dæla olíu á rann- sóknaskipið Ilafþór, sem nú hefur verið leigt þangað til rækjuveiða. Leigutakar Hafþórs óskuðu eftir olíukaupum af Olíufélaginu hf„ en þar sem félagið hefur ekki fengið leyfi til að reisa svartolíutank á at- hafnasvæði sínu og ekki náðist samkomulag við Olíusamlag út- vegsmanna um afgreiðslu svartolíu fyrir Hafþór, var gripið til þessa ráðs. Guðmundur Guðmundsson, formaður Útvegsmannafélags Vestfjarða, fjallar um mál þetta í grein í Morgunblaðinu á bls. 48 í dag. Þar segir hann meðal ann- ars að Olíusamlagið hafi lýst sig reiðubúið til að annast afgreislu á svartolíu til viðskiptamanna Olíufélagsins hf., og yrði olíuút- tekt viðkomandi þá færð milli olíufélaganna í Reykjavík. Svar Olíufélagsins hafi hins vegar verið það að senda sérstakt olíu- skip vestur. Mikið hafi verið rætt um það á hvern hátt væri unnt að draga úr dreifingarkostnaði á olíu, en þessi vinnubrögð Olíufé- lagsins hf. bendi ekki til þess að það ætli sér að reyna að draga úr dreifingarkostnaði. Hins vegar gefi þetta tilefni til þess að ætla UM 300 MANNA fundur félaga í Dagsbrún sem vinna hjá Reykjavík- urborg, samþykkti sérsamninga við borgina mótatkvæðalaust á fundi í Iðnó í gærdag. Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar, sagði samninginn í grundvallaratrið- um eins og þann sem Dagsbrún gerði við VSÍ, en auk þess innhéldi hann nokkur atriði sem miðuðust við aðstæður hjá Reykjavíkurborg. Guðmundur sagði að um 400 fé- lagar Dagsbrúnar ynnu hjá Hafþór að álagning á olíuvörur sé það rífleg að seljendur geti leyft sér að bruðla á þennan hátt með fjármuni sína. Sjá nánar grein Guðmundar Guðmundssonar á bls. 48 í dag. Reykjavíkurborg og kvaðst hann mjög ánægður með mætinguna á fundinn, miðað við það sem iðu- lega gerðist á fundum hjá verka- lýðshreyfingunni. Guðmundur sagði að viðræður við skipafélögin um sérsamning fyrir hafnarverkamenn myndu hefjast strax eftir páska, en ákvæði eru um það í samningi Dagsbrúnar og VSÍ að niðurstaða þeirra eigi að liggja fyrir 1. maí. Dagsbrúnarmenn hjá borginni samþykkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.