Morgunblaðið - 17.04.1984, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.04.1984, Qupperneq 32
Op/Ö alla daga frá kl. 11.45-23.30. AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SlMI 11633. Opið ött fimmtudags-. töstu- dags-. iaugardags- og sunnu- dagskvöld. AUSTURSTRÆTI 22. (iNNSTRÆTI) SIMI 11340. ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra: Býður hluthöfum Iðnað- arbankans hlut ríkisins fyrir 32 milljónir króna SVERRIR Hermannsson iðnaðarráðherra sendir í dag bréf öllum hluthöfum Iðnaðarbankans sem eru á milli 1430 og 1440 talsins, þar sem hann tilkvnnir þeim forkaupsrétt þeirra að 27% hlut rfkisins í Iðnaðarbankanum, og verðleggur iðnað- arráðherra bréfin á liðlega þrefalt nafnverð eöa 32 milljónir. Morgunblaðið Júlíus. Hurðin að undirgangi Glæsibæj- ar, sem sprengd var upp. Eldsvoði í Glæsibæ: Milljónatjón af völdum íkveikju MILLJÓNATJÓN varð þegar eldur kom upp í Glæsibæ aðfara- nótt mánudagsins. Grunur leikur á að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum og yfirhevrði Kannsóknarlögregla ríkisins tvo menn í gær, en þeim var sleppt í gærkvöldi. Gldurinn kom upp í undirgangi, sem liggur að lager verzlana í Glæsibæ. Hurð að ganginum hafði verið sprengd upp og sást til grunsamlegra mannaferða skömmu eftir að eldurinn kom upp. „Sót og reyk lagði um allan lager hér í kjallara, en auk þess barst reykur upp í verzl- unina. Lauslega áætlað nemur verðmæti lagersins um 16 milljónum króna. Ljóst er að tjón er gífurlegt og skiptir milljónum króna," sagði Jó- hannes Jónsson, yfirverzlunar- stjóri Sláturfélags Suðurlands, í samtali við Mbl. Reykur og sót barst um allar verzlanir hússins og olli því mikla tjóni sem varð. „Allur lager verzlunarinnar eyðilagð- ist — pottar og pönnur bráðn- uðu,“ sagði Sigríður Auðuns- dóttir í búsáhaldaverzlun Glæsibæjar í samtali við Mbl. Sjá: „Ljóst er að tjón er gífurlegt og nemur millj- ónum króna“ á miðopnu. „Ég skaut talsvert yfir þau mörk sem Fjárfestingafélagið og aðrir ráðgjafar ráðlögðu mér hvað varðar verðlagninguna," sagði Sverrir í samtali við blm. Mbl. í gærkveldi, „en ég hef þá trú að þessi bréf seljist engu að síður, þótt eitthvað hægar verði en ella hefði orðið. Ég vil frekar vera ákærður fyrir að okra svo- lítið en að mér verði álasað fyrir að gefa eigur ríkisins." Iðnaðarráðherra sagðist hafa talið þessa verðlagningu rétt- lætanlega þar sem afkoma bankans hefði verið góð á liðnu ári, og ekkert benti til þess að það myndi breytast. Hann sagð- ist hafa boðið upp á viðunandi kjör í þessu sambandi, þar sem hann færi fram á að helmingur yrði greiddur í þremur áföngum á næstu 10 mánuðum og að 50% yrðu lánuðð með fullri verð- tryggingu og löglegum vöxtum til þriggja ára. „Ég hef þegar fengið sam- þykki fyrir þessari ráðstöfun í ríkisstjórninni," sagði iðnaðar- ráðherra, „en ég kynni hluthöf- unum samt sem áður að þetta tilboð sé háð því að samþykki Alþingis fáist fyrir sölunni." ísland mesti vindrass á byggðu bóli VIÐ alþjóðlega rannsókn á vindstyrk á jörðinni hefur komið í Ijós, að búast má við meiri vindi á fslandi en í nokkru öðru byggðu landi á hnettinum. Gr þá miðað við tíðni vinda og vind- hraða. Reyndar er ekkert byggt ból annar eins rokrass og ísland. Þetta kom fram á Náttúruvernd- arþingi um helgina, þar sem Einar B. Pálsson, prófessor, sýndi þing- fulltrúum kort og benti á, að ekki væri furða þótt gróður ætti erfitt uppdráttar og uppblástur mikill, þar sem mestu vindar á jörðinni væru sífellt að rifa í landið. Sjá nánar kort á bls. 17. Fox flytur vind- vél til Eyja Tökur myndarinnar „Gnemy mine“ hófust samkvæmt áætlun í Yestmanna- eyjum í gær en kvikmyndatæki, starfs- lið og leikarar komu til Vestmannacyja síðdegis á laugardag. Meðal tækja sem notuð eru við töku myndarinnar er vindvél sem framleiða á rok í myndina. Um vél þessa sagði Gísli Gestsson, að Fox- menn þyrftu að geta ráðið úr hvaða átt vindur kæmi hverju sinni og þvi væri hún hingað komin. Auglýsendur athugið Auglýsingar sem birtast eiga í Morgunblaðinu á skírdag þurfa að hafa borist auglýsingadeild- inni fyrir kl. 18 í dag, þriðjudag. Álsteypa reist við Straumsvík Fyrirhugað að vinna úr um 300 tonnum af áli fyrsta árið „VIÐ höfum nú um tveggja ára skeið gert tilraunir með fram- leiðslu álbobbinga í veiðarfæri í góðri samvinnu við íslenska álfé- lagið. Við höfum sótt um lóð fyrir álsteypu fyrir austan ÍSAL til að framleiða bobbinga og fengið vil- yrði frá Hafnarfjarðarbæ. Verk- smiðjan tekur væntanlcga til starfa fyrir áramót," sagði Guðbjartur Ginarsson, framkvæmdastjóri Vél- taks í Hafnarfírði, í samtali við blm. Mbl. „Fljótandi álið kemur beint frá ÍSAL og þarf því ekki að bræða það aftur. Þetta skiptir sköpum um hagkvæmni verksmiðjunn- ar,“ sagði Guðbjartur. Reiknað er með að fyrsta árið vínni ál- steypan úr um 300 tonnum af áli. Stofnkostnaður er áætlaður um 11 milljónir króna og reiknað er með að 10 til 12 manns vinni við fyrirtækið. „Undanfarna 8 mánuði höfum við verið með álbobbinga um borð í Ársæli Sigurðssyni frá Hafnarfirði, og fyrirhugað er að setja slíka bobbinga um borð í Ögra og Vigra frá Reykjavík. Kostir álbobbinga fram yfir hina hefðbundnu stálbobbinga eru margvíslegir. Þeir eru léttari og meðfærilegri, en jafnþungir í sjó og stálbobbingar. Mun þægilegra er að vinna með þá á dekki og þeir valda minna sliti. Þá verður kostnaður við framleiðslu vænt- anlega svipaður," sagði Guð- bjartur Einarsson. Guöbjartur Ginarsson meö bobbinga en rosskúlu sér til hægri handar en bobbingarnir og kúlan voru framleidd í Véltaki. MorKunbiiM/Kristjín Kinarmon. 60 hassplöntur fundust Maður handtekinn með 850 grömm af hassi 25 ÁRA Reykvíkingur var handtck- inn á Keflavíkurflugvelli síðastlióinn laugardag. í fórum hans fundust 850 grömm af hassi og lítilsháttar af marihúana. Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu, en var sleppt í gær eftir að fíkniefnadeild lögreglunnar hafði dregið gæzlu- varðhaldskröfu til baka. Hann hefur ekki áður komið við sögu fikniefnadeildar lögreglunnar. í framhaldi af handtöku manns- ins var gerð húsleit í íbúð í Reykjavík og fundust þar 60 hass- plöntur og tæki til ræktunar. Plönturnar og tækin voru gerð upptæk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.