Morgunblaðið - 17.04.1984, Side 15

Morgunblaðið - 17.04.1984, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984 15 Ferðaskrifstofukóngurinn Simon Spies látinn: Sérvitur brautryðjandi og einn af ríkustu mönnum á Nordurlöndum Kaupmannahöfn, 16. aprfl. Frá Ib Björnbak, frétlaritara Mbl. SIMON Spies, danski ferða- skrifstofukóngurinn og einn af auðugustu mönnum á Norður- löndum, lést í dag 62 ára að aldri. Var banameinið lifrar- sjúkdómur, sem hann hafði átt við að stríða um misserisskeið. Spies var einn af brautryðjendum í ferðamál- um á Norðurlöndum og upp- hafsmaður „pakkaferðanna" svokölluðu. Arið 1955 sagði hann upp starfi sínu hjá rík- inu og stofnaði ferðaskrif- stofu, sem síðan hefur flutt að jafnaði 500.000 manns á ári til suðrænna sólarlanda. Talið er, að Spies hafi verið einn af auðugustu mönnum á Norðurlöndum þegar hann lést og aðeins í verðbréfum átti hann um þrjá milljarða íslenskra króna. Simon Spies var mjög sér- kennilegur maður vægast sagt og landar hans gerðu ýmist að hneykslast á honum eða dá hann. Hann var hippi þegar hippar voru í tísku, fiktaði við fíknilyf þegar það þótt sniðugt og sleppti fram af sér beislinu í kynlífsbylt- ingunni svonefndu. í dönsku blöðunum birtust myndir af honum allsnöktum í ein- hverju kynlífssvallinu, stundum var hann kófdrukk- inn eða í eiturlyfjavímu þeg- ar hann kom til að halda ræðu, lét taka frá sérstakt sæti í leikhúsinu fyrir göngustafinn og á veitinga- stöðum pantaði hann oft steik fyrir pelsinn sinn. „Ég er bara að gera það, sem allir aðrir myndu gera ef þeir þyrðu og ættu pen- ingana mína,“ segir Spies. „Því óskammfeilnari sem ég er, þeim mun hrifnara er fólkið af mér.“ Spies hafði rétt fyrir sér í því, eins og sjá mátti þegar hann varð fimmtugur og ók um götur Kaupmannahafnar í hestvagni og var fagnað eins og konungi af þúsundum manna. Ekki var mannfjöld- inn minni í maí í fyrra þegar Spies gekk að eiga Janni Brodersen, tvítuga stúlku, sem unnið hafði á skrifstof- unni hjá honum. Brúðkaup- sveislan fór fram í flugskýli enda ekki annars staðar pláss fyrir brúðkaups- Brúðkaupstertan var sú stærsta í heimi og fékk þess vegna verðug- an sess í metabók Guinness. Hún var 11 metrar og 40 sm. tertuna, sem skráð er í Guin- ness-metabókinni sem sú stærsta í heimi. Simon Spies lofaði Janni Brodersen því, að hann skyldi gera hana að „mjög kátri ekkju" og víst er, að hún þarf ekki að hafa áhyggjur að því að hafa ekki til hnífs og skeiðar. Janni er þó ekki eini erfinginn því að móðir Spies, Emma, lifir enn, hálfníræð. Það gekk ekki lítið á I Danmörku þegar Simon Spies gekk að eiga Janni Brodersen í maí í fyrra. Þessar myndir af Spies voru teknar með skömmu millibili, fyrir og eftir að hann veiktist. Óviljaflug yfir franska herstöð París, 16. aprfl. AP. FLUGMENN sovéskrar farþegaþotu, sem viku af réttri leið og flugu yfir franskt hersvæði, gerðu það ekki af „ásettu ráði“ að því er skrifstofa Pierre Mauroy, forsætisráðherra, skýrði frá í Síðastliðinn föstudag gerðist það, að sovésk þota af gerðinni Tupolev 134 fór af fyrirfram ákveðinni flugleið og flaug yfir herstöð franska sjóhersins í Toul- on. Franskir flugumsjónarmenn urðu fljótlega varir við það og beindu vélinni aftur á rétta leið. „Rannsókn bendir til, að sov- ésku flugmennirnir hafi ekki flog- ið af réttri leið af ásettu ráði,“ dag. sagði í tilkynningu forsætisráð- herraembættisins, en franskir fjölmiðlar eru hins vegar á öðru máli. Telja þeir ekki ólíklegt, að Sovétmenn hafi með þessu viljað kanna viðbragðsflýti og árvekni franskra flugeftirlitsmanna auk þess sem þeir vekja athygli á því, að þegar sovéska vélin fór yfir flotastöðina voru þar í höfn kjarn- orknúna flugmóðurskipið Foch og kjarnorkukafbáturinn Rubis. Hollenzku kaupfari lyft af sjávarbotni? Sökk 1749 við austurströnd Englands lla.stings, 16. aprfl. AP. HÓPUR enskra og hollenzkra fomleifafræðinga hefur hafið her- ferð til þess að safna saman 4 millj. sterlingspunda í því skyni að bjarga flaki hollenzks fiutninga- skips, sem sökk árið 1749 úti fyrir strönd Hastings í Englandi. Hollenzka skipið, sem bar nafnið Amsterdam, var á leið til Austur-Indía hlaðið silfri, er það strandaði í óveðri. Um 250 manns var bjargað af 332, sem með skipinu voru, áður en það sökk rétt fyrir utan suðaust- urströnd Englands. Er haft eftir Peter Marsden, sem stjórnar björgunaraðgerðunum, að skipið sé lítið skemmt, sökum þess að það hafi sokkið í djúpan sand og varðveitzt þar. Það sé í miklu betra ástandi en Mary Rose, flaggskip Hinriks konungs VIII, sem í fyrra var lyft af sjávar- botni fyrir utan Portsmouth, þar sem það hafði geymzt í 437 ár. í dag var byrjað á smíði köf- unarpalls, sem notaður verður við að kanna hollenzka skips- flakið. Vonir standa til, að unnt verði að safna nauðsynlegu fé með frjálsum framlögum ein- staklinga, en einnig kunni hol- lenzka stjórnin að leggja fram fé. Ef tekst að bjarga skipinu Amsterdam, verður það flutt til samnefndrar borgar í Hollandi á næsta ári. Steieótæki Philips útvarps- og kassettu- tækin eru viðurkennd úrvals- vara og breiddin er geysimikil. Allt frá mono kassettutæki með FM útvarpi upp í hljóðmeistara með 2x20 watta magnara og öllu tillieyrandi. Ódýrasta sambyggða mónó- tækið með kassettu og FM út- varpi kostar aðeins 3.540.- krónur. Kraitmikið steríótæki með tveimur 5 tommu hátölurum og tveimur „tvíderum“, M/S/FM- bylgjum og fullkomnu kassettu- tæki kostar aðeins 8.248.- krónnr. Við erum sveigjanlegir í samn- ingum. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.