Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRlL 1984 23 ég finn nú að furðu margt í lífinu hef ég upplifað fyrst fyrir ákvörð- un og áeggjan Einars Viðar. Strax í fyrsta bekk menntó tók Einar eitt sinn þá ákvörðun og hringdi í mig um það, að nú skyid- um við eins og aðrir kaldir karlar bjóða stelpum í bíó, og eftir úrtöl- ur mínar og áeggjan hans enduð- um við í Gamla Bíói með tvær fal- legar bekkjarsystur. Mínar fyrstu handahreyfingar við bridge-spil fóru fram að hans ákvörðun, hann hringdi einn dag á þessum árum, sagðist stofna bridge-klúbb, og bauð mér þátttöku. Foreldrar Einars, Gunnar Viðar og Guðrún Helgadóttir, bæði miklar bridgemanneskjur, höfðu gaman af og leiðbeindu, en mínar minningar úr þessum fyrsta spila- klúbbi mínum eru þær samt helst- ar, að ég var vitlausastur allra og var haldinn bridge-komplex lengi eftir það. Enn var það Einar sem ákvað það eitt sinn, að nú skyldum við fara að skoða landið okkar og ör- æfin, báðir nýbúnir að eignast jeppa í fyrsta sinn, og urðu þar ýmsar góðar ferðir. Loksins dreif Einar mig mikið í laxveiði, hafði upp á ýmsum lax- veiðiám, þar sem við hjónin ásamt Einari og Ingu höfura átt okkar yndislegustu daga. Eljan í Einari við veiðar var feikileg, endalaust gat hann geng- ið, fullútrústaður í vöðlum og með áhöld öll, og sprengdi gjarnan út- hald mitt þótt ég vissi, að hann stundaði aldrei íþróttir sérstak- lega og væri jafnófeiminn og ég við Bakkus og nikótínið. Er það nú helst mín eftirsjá að hafa ekki tekið öllum hans áskor- unum, hver hvetur mig nú til dáða? Einar Viðar var af góðum og landskunnum ættum, sem aðrir munu rekja, og Einar var einnig mjög ágætlega kvæntur Ingileif Ólafsdóttur. Hann átti fimm börn, sem eru Jónína Lára, myndlistarmaður og prestsfrú á Raufarhöfn, sem hann átti ungur, Indriði, stúdent, frá fyrra hjónabandi, en hann ólst upp hjá þeim Ingu frá tíu ára aldri, og börn þeirra Ingu, Birna, búsett I Svíþjóð, og þau Gunnar og Margrét, enn í heimahúsum og við nám. Sem gamall MR-stúdent hlýt ég að hugsa sérstaklega til unga mannsins, Gunnars Viðar, sem nú býr sig undir stúdentspróf úr sama skóla. Gangi honum vel og gagnist lestur. Eg veit að ég mæli fyrir munn allra í árgangi MR 1947, er ég votta ykkur öllum samúð okkar. Þér Inga, sem skapaðir Einar og okkur félögum hans ánægju og gleði í ótalin skipti, og þér Guð- rún, móðir Einars, sem við félagar hans áttum ætíð gott skjól hjá á Bergstaðastræti 69. Guðrún átti heimili sitt síðustu ár hjá þeim Einari og Ingu, og verður hún 85 ára nú þann 17. apr- II. Fari Einar vel á nýjum ferða- leiðum. Sveinn Haukur Valdimarsson Vinur minn Einar Viðar er lát- inn og í dag fyigjum við honum áleiðis. Aðrir munu skrifa sögu hans. Við áttum tíma saman i rótgrónu hverfi í Reykjavík, en saga okkar hófst með eiginkonum okkar, hjúkrunarkonum og æsku- vinkonum í Hafnarfirði upp úr 1960. Guð geymi okkur og gefi okkur styrk í lífi sem liðið er um fljótt, heilt æviskeið. Einar, vinur minn, var hljóðlátur, einlægur vinur, staðfastur í skoðunum, skoðunum sem ég mat meir og meir í anda. Einar las sögur um menn og málefni, stjórnmálasögur og ævisögur. Einar þekkti sögu 20. aldarinnar. Einar var einnig mik- ill útivistarmaður, rjúpnamaður, veiðimaður og Einar var einlægur gestgjafi síns afla á heimili sínu í Garðabænum, þar sem margir áttu skjól. Ég minnist Einars af virðingu og þakka honum allt úti og inni, í bíl og við borð, heima og erlendis, og þó sér í lagi þag- mælskuna og þrjóskuna. Ástvinum Einars, sem syrgja hann, Guðrúnu móður hans heima I Garðabænum, elsku börnunum Margréti og Gunnari heima, Birnu erlendis, og Indriða og Jónínu full- tíða, bróður og mágkonu, frænd- systkinum stórum og smáum og venslafólki í Hafnarfirði og ekki síst eiginkonu Einars, Ingileifu, sem í öllu veitir skjól, bæði að- standendum og vinum, biðjum við Guðs friðar. Ingileif mín, Guð gefi ykkur styrk og blessi minningu Einars. í félagi við vini inni á Gafli og börnin. Svend • vv O ¥ J í mörg Herrans ár hafa værðarvoðimar frá Álafossi verið sérfega vinsæl og vel þegin fermingargjöf, enda - ef þú hugsar um það - sjálfsagður förunautur ungs fólks út I lífið. Ávallt til taks - léttar, mjúkar og hlýjar; hvort sem er í skíðaferðir, útilegur eða bara til þess að hafa það huggulegt heima. Ætlar þú að sleppa fermingarbarninu þfnu út f lífið án værðarvoðar frá Álafossi? & Æafossbúóin --NESTURGÓIU2 SIMM3404- Yfir 20 mism. gerðir. ÞORSCAFE. BENIDORM FERmie/NNINC V¥ SÍÐASTA VETRARDAG 18. APRÍL Húsið opnað kl. 19. Dagskrá: Tordrykkur í anddyri MATSEÐILL: Eldsteiktar grísasneiðar með steinselju kartöflum gratineruðu blómkáli og hrásalati. Desert: Súkkulaðiterta orange. SKEMMTIATRIÐI: Hollenski söngvarinn og fjörkálfurinn:- John King Lobo bregður á leik og söng. DANSHOPUR EDDU SCHEVING atriði sem vakið hafa óskipta athygli fyrir glæsileika Danshljómsveit hússins leikur fyrir dansi ogGuðlaugur Tryggvi endurtekur hina stórskemmtilegu Ásadans- keppni og veitir verðlaun. Milljónasti gesturinn heimsækir Þórscafé á miðviku- dagskvöldið, síðasta vetrardag, og sá hinn heppni fer í boði Þorscafé í þriggja vikna ferð til Benidorm og dvelur þar á fyrsta flokks hóteli við glæsilegt viðurværi. FERÐAKYNNING OG KVIKMYNDASYNING Benidorm, Hvíta ströndin. Kynnir: Guðlaugur Tryggvi Karlsson. BORDPANTANIR í síma 23333 frá kl. 4-7 alla daga. MIÐAVERÐ: 450 kr. ath. 50 kr. rúllugjald fyrir matargesti. FERÐABINGO: Spilað verður um ferðavinninga til Benidorm. FERÐAMIÐSTOÐIIM AÐALSTRÆTI 9 SÍMI28133 11255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.