Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984 31 Stjarna Ásgeirs rís hátt ÞAÐ ER sjálfsagt að bera í bakkafullan lækinn að segja frá því hversu míkið lof Ásgeir Sigurvinsson hefur fengíð í v-þýskum blöðum á keppnistímabilinu. En við getum ekki látiö hjá líöa aö birta hér mynd úr stórblaöinu „Bild“ þann 12. apríl síöastliöinn. Þar segir í fyrirsögn eins og sjá má: „Slæmt að „Sigi“ (Ásgeir) er ekki Þjóöverji. Og i undirfyrirsögn segir: Ef svo væri þá stjórnaði hann leik v-þýska landsliðsins. Þetta segir og sýnir vel í hversu miklu áliti Ásgeir er hjá V-Þjóðverj- um. Þýsk knattspyrna er í fremstu röð og að fá slík ummæli er sjálf- sagt einhver besta viöurkenning sem hægt er að fá. Því að þess ber að gæta að Þjóðverjar eru nú ekk- ert alltof mikið fyrir það gefnir að hrósa erlendum leikmönnum. Þetta sýnir því vel og svo ekki verður um villst að Ásgeir er nú á hátindi frægöar sinnar sem knattspyrnumaður. Frægð Ásgeirs og frami fer ekki framhjá neinum og í síðustu viku setti ítalskt félag sig í samband við Stuttgart og vildi kaupa kappann. Forráðamenn Stuttgart brugöust ókvæða við og sögöu strax að Ásgeir væri ekki falur. Af og frá. Þeir gera sér vel grein fyrir því hversu dýrmætur hann er fyrir fé- lagið og sjálfsagt leikur Ásgeir með Stuttgart þar til samningur hans rennur út vorið 1987. — ÞR. Schade, daB -— gm m m j m kem Peutscher is Sonst wáre der Islánder Chef unserer Nationaletf Stórgott hlaup hjá Oddi í 400 m ODDUR Sigurösson spretthlaup- ari úr KR er aö komast í góöa æfingu ef marka má árangur hans á frjálsíþróttamóti í Baton Rouge í Bandaríkjunum um helg- ina. Oddur hljóp 400 metra á 46,67 sekúndum, sem er með því þetra sem hann hefur náð á þessari vegalengd, en hann á Islandsmetiö sem er 46,39 sekúndur. Oddur sigraöi örugglega í hlaupinu, varð langfyrstur, og hljóp mjög vel. Til aö byrja meö sýndi sjálfvirk klukka á Ijósatöflunni aö hann hefði hlaupiö á 46,09 sek- úndum, en síðan kom í Ijós að klukkan var vanstillt og réttur tími reyndist 46,67 sek. Einnig hljóp Oddur sprett í 4x400 metra boðhlaupi og undir- strikaði þá góðan árangur sinn, þar sem hann fékk 45,9 sekúndur í millitima. Einar Vilhjálmsson sigraöi einn- ig í sinni grein, vart viö öðru að búast, enda með bezta heimsár- angurinn sem stendur. Kastaði Einar spjótinu 86,62 metra, sem er hans næstbezti árangur í ár. — ágás. Tvö drengjalandslið til Stokkhólms í sumar Körfuknattleikssambandiö hef- ur ákveöiö aö senda tvö drengja- landslið á alþjóölegt mót í Stokkhólmi í Svíþjóö 12.—16. júní í sumar — og verður ferðin kost- uö nær eingöngu af foreldrafé- lögum strákanna sem stofnuö hafa verið bæði í Keflavík og Reykjavík. Þjálfarar drengjanna eru Jón Sigurösson og Torfi Magnússon. Aldrei hefur veriö svo snemma hafinn undirbúningur meö drengjalandsliöiö — en keppni á þessu móti er liður í undirbúningi fyrir Evrópumeistaramót drengjalandsliöa næsta vetur. j þeim hópi sem valinn hefur verið til Svíþjóðarfararinnar eru eftirtaldir drengir. Frá Fram: Anton Jónmundsson og Rögnvaldur Sæmundsson. Frá Haukum: Héð- inn Gilsson, Leifur Garöarsson og Skarphéðinn Eiríksson. Frá ÍBK: Einvaröur Jóhannsson, Falur Harðarson, Gestur Gylfason, Magnús Guöfinnsson og Ólafur Gottskálksson. Úr ÍR: Bjarni Öss- urarson, Herbert S. Árnason, Ómar Þorgeirsson og Sigurvin Bjarnason. Úr KR: Árni Blöndal, Lárus Valgarðsson, Skúli Thorar- ensen og Stefán Valsson. Frá Snæfelli: Kristján Jónsson. Frá Tindastóli: Eyjólfur G. Sverrisson og Haraldur Þ. Leifsson. Frá UMFG: Hannibal Guðmundsson og Steinþór Helgason. Frá UMFL: Þorkell Þorkelsson. Frá UMFN Friörik Rúnarsson og frá UMFS Árni S. Gunnarsson, Bjarki Þor- steinsson og Einar K. Kristófers- son. — SH Tvö Islands- met á Akureyri HARALDUR Ólafsson, ÍBA, setti um helgina nýtt islandsmet í jafn- höttun: lyfti 173,5 kg. Haraldur keppti í 82,5 kg flokki. Guðmund- ur Sigurösson átti gamla metiö sem var orðið nokkurra ára gam- alt. Annað íslandsmet var sett á þessu móti á Akureyri. Jóhannes M. Jóhannesson setti met í flokki 23 ára og yngri, lyfti 230 kg í réttstöðulyftu. Jóhannes keppir í 90 kg flokki. AS/SH. Essen er enn efst ALFRED Gíslason og félagar í Essen sigruöu Göppingen á úti- velli í deildarkeppninni um helg- ina, 21:14. Grosswaldstadt sigraði einnig um helgina, vann Schwab- ing 22:16. Bæöi liðin eru meö 36 stig en markatala Essen er mun betri. Alfreð sagöi í samtali viö blm. Mbl. á dögunum að ynni Essen í Göppingen væru mögu- leikar liösins miklir á meistara- titli. Svo fór, og því virðist bjart framundan, en liöin eiga aöeins tvo leiki eftir í keppninni. Schwabing er í þriðja sæti meö 32 stig. Biarni í sjar þriðja sæti BJARNI Friðriksson varö í þriöja sæti á opna breska meistaramót- inu í júdó sem haldið var í Crystal Palace í London um helgina. Bjarni keppti í h-95 kg. fl. Bjarni sigraöi Breta og Hollend- inga í keppninni um þriöja sætiö á mótinu — háða á innon: Fullnaö- arsigri. Nánar siöar bGw*n.'• . «*»#*• íml M*t nm 'hnm . wi flgttfttn Þfiéétti# Lárus gerði sigurmarkið — er Waterschei vann Anderlecht • Lárus Guömundsson. Lárus Guömundsson var í sviösljósinu um helgina er Wat- erschei sigraöi Anderlecht 1:0 í belgísku 1. deildinni í knatt- spyrnu. Lárus skoraöi eina mark leiksins þegar tíu mín. voru til leiksloka. Waterschei fékk horn- spyrnu — boltinn var gefinn fyrir markiö þar sem Lárus kom á full- ri ferö og þrumaði í netiö. Þaö var slæmt fyrir Anderlecht aö tapa leiknum — liðið berst á toppi deildarinnar ásamt Beveren. Beveren tapaöi um helgina 0:2 fyrir Molenbeek. Beveren er enn efst með 43 stig, Anderlecht hefur 41, og FC Brúgge 38. Sævar Jónsson lék meö CS Brugge i 3:1 sigrinum gegn Kort- ryk og skoraði Sævar eitt mark í leiknum. Pétur Pétursson lék ekki með Antwerpen. Liöið geröi 1:1 jafntefli við Mechelen. Fyrsta tap FH í vetur „ÞETTA veröur til þess aö viö vinnum bikarinn," sagöi Guö- mundur Magnússon, fyrirliöi FH, eftir aö liðiö haföi tapað fyrir Vík- ingum í síöasta leik úrslitakeppn- innar í handbolta í Hafnarfiröi á sunnudag. Víkingar sigruöu 27:25 í mjög höröum og spennandi leik. FH tapaði þar meö sínum fyrsta leik á þessu fslandsmóti. „Þaö vantaöi í liðiö baráttuna og sigurviljann sem verið hefur í vet- ur. Við unnum Val létt á laugardag, og höfum reiknað með sigri í kvöld. Ekki var þó um vanmat aö ræöa. Flestir reiknuðu meö því að viö ynnum þetta mót meö fullu húsi stiga og þaö er óneitanlega svolítiö leiöinlegt aö þaö skyldi ekki takast, en vonandi endum viö veturinn meö því að vinna bikar- inn,“ sagöi Guðmundur. FH-ingar höfðu forystu mestall- an fyrri hálfleikinn, tölur eins og 3:0 og 8:5 sáust, en Víkingar jöfn- uðu svo 10:10. FH seig þá aftur framúr og var yfir, 13:12, i hálfleik. Þeir héldu svo forystu fyrstu mínúturnar í seinni hálfleiknum, en Víkingar komust fyrst yfir 20:19. Eftir það náði FH aldrei aö jafna. Atli Hilmarsson fékk gullið tæki- færi til þess er tvær mínútur voru eftir, FH fékk þá vítakast sem hann skoraði reyndar úr, en steig á lín- una þannig aö markiö var ekki dæmt gilt. Staöan var því áfram 25:24 fyrir Víking. Steinar Birgis- son skoraði 26. mark Víkings er 1:34 mín. var eftir og stuttu siöar fékk FH aftur víti en þá varði Ellert frá Hans. Guöjón Árnason minnk- aði muninn niður í eitt mark er 43 sek. voru eftir en 24 sek. fyrir leikslok skoraöi Karl Þráinsson 27. mark Víkings. I þann mund er flautaö var til leiksloka fengu Víkingar vítakast eftir hraðaupphlaup, en úr þvi skaut Siguröur Gunnarsson. Áöur en hann skaut ruddist fjöldi fólks inn á völlinn og einn drengur sparkaöi í Guðmund Víkingsfyrir- liða Guðmundsson. Guðmundur brást vitanlega hinn versti við og elti drenginn um völlinn, en ekkert varö úr. Leiöinlegt þegar áhorf- endur láta svona. Mörkin í leiknum skiptust þann- ig: FH: Hans Guðmundsson 7, Atli Hilmarsson 5/1, Óttar Mathiesen 3, Guöjón Árnason 3, Valgarð Valgarðsson 3, Pálmi Jónsson 2, Guðmundur Magnússon 1 og Jón E. Ragnarsson 1. Víkingur: Sig- uröur Gunnarsson 9/6, Steinar Birgisson 7, Hilmar Sigurgíslason 4, Guðmundur Guömundsson 3, Karl Þráinsson 3, Hörður Harðar- son 1. Dómarar voru Stefán Arnalds- son og Rögnvaldur Erlingsson. Mikil harka hljóp í leikinn í seinni hálfleik, dómararnir leyföu þá of mikiö. En leikir sem þessir eru ekki auðdæmdir og dómar þeirra fé- laga hölluðu ekki meira á annaö liöiö. — SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.