Morgunblaðið - 17.04.1984, Síða 18

Morgunblaðið - 17.04.1984, Síða 18
MORGUNBLAÐH), ÞRtÐJUDAGUR-VT. AP-RtL 1984 - Lögreglan í Reykjavík: i fengur á leið út úr Reykjavíkurhöfn sl. sunnudag. Ljósm. Mbl. oi.k.m. Fengur hélt til Græn- höfðaeyja á sunnudag „ALLUR undirbúningur hefur geng- ið mjög vel, og okkur hefur tekist ágætlega að halda áætlun,“ sagði Halldór Lárusson, skipstjóri Fengs, í samtali við blm. Mbl. áður en Feng- ur lagði af stað héðan í átt til Grænhöfðaeyja í eftirmiðdaginn á sunnudag. Halldór sagðist reikna með að áfram tækjst að halda áætlun, þannig að Fengur yrði kominn til Grænhöfðaeyja eftir 20 til 22 daga, en hann sagði að skipið myndi hafa viðkomu á írlandi þar sem veiðarfæri sem ekki væru framleidd hér á landi yrðu tekin, og jafnframt yrði komið við á Kanaríeyjum. Um borð í Feng er 6 manna áhöfn, þar af einn Grænhöfða- maður, en 5 íslendingar. Þessi áhöfn verður i hálft ár á Græn- höfðaeyjum, en þá kemur hún heim og önnur áhöfn héðan fer til eyjanna, en meiningin er að alltaf verði 3 Islendingar í áhöfninni, og sá fjórði í landi á Grænhöfðaeyj- um. Jóhannes Guðmundsson verk- efnisstjóri er sá íslendinganna sem mun starfa í landi á Græn- höfðaeyjum og stýra þaðan útgerð Fengs. Hann verður á Grænhöfða- eyjum a.m.k. til loka ársins 1985 og fyrir brottför Fengs spurði blm. Mbl. hann að því hvernig dvölin á Grænhöfðaeyjum legðist í hann. „Þetta leggst alveg ágæt- lega í mig. Þetta er áreiðanlega gott skip — þetta er fjölveiðiskip, þannig að það verða mismunandi togveiðar, nótaveiðar og túnfisk- veiðar sem skipiö stundar, og ætti slíkur fjölbreytileiki að verða rekstri skipsins til góðs.“ Ljósm. Mbl. ÖI.K.M. Halldór Lárusson skipstjóri Fengs (til vinstri) og Jóhannes Guðmundsson verkefnisstjóri við brottför Fengs á sunnudag. Hyggst fjarlægja bfla, sem lagt er ólög- lega með kranabfl LÖGREGLAN í Reykjavík mun á næstu dögum verða með kranabíla í miðbæ Reykjavíkur og fjarlægja bif- reiðir, sem lagt hefur verið ólöglega. „Að undanfórnu hefur verið mikið um að bifreiðum hafi verið lagt ólöglega í miðbænum á sama tíma og hið svokallaða Kolaport við Kalk- ofnsveg hefur verið lítið nýtt,“ sagði Óskar Olason, yfirlögregluþjónn þegar Mbl. spurðist fyrir um ástæð- ur þess að gripið verður til jafn harðra aðgerða og raun ber vitni. Síðastliðinn föstudag voru að- eins 17 bifreiðir í Kolaporti á mesta annatímanum, en þar má leggja um 170 bifreiðum. Gjald fyrir að leggja bifreið þar í ‘/z dag er 20 krónur, en 40 krónur fyrir allan daginn. Ásókn bifreiðaeig- enda í að leggja bifreiðum í Kola- portinu minnkaði mjög eftir að gjaldtaka hófst. En það er bif- reiðaeigendum dýrara að leggja ólöglega. Venjuleg sekt vegna ólöglegrar stöðu bifreiðar er 240 krónur, en verði bifreiðin fjarlægð með kranabíl þurfa menn að greiða 800 krónur. 7.200 vinn- ingar í happ- drætti DAS MISRITUN varð í frétt af nýju happdrættisári Happdrættis DÁS. Þar sagði að heildarfjöldi vinninga á árinu væri 2.700, en átti að vera 7.200 vinningar. Hlut- aðeigendur eru beðnir velvirð- ingar á þessu. Vinningar eru hús og íbúðavinningar, svo sem fram kom í fréttinni. Páskaflugið: Flugleiðir flytja á fimmta þúsund farþega innanlands Á FIMMTA þúsund farþegar eiga pantaó far með Flugleiðum í innan- landsflugi fram að páskum, að því er 100 grömm af hveiti í ÞÆTTINUM „Matur og mat- gerð“ í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag var birt uppskrift af páska- tertu með súkkulaði og marzipani. í uppskriftinni gleymdist að geta þess hve mikið magn af hveiti er í tertunni, en það á að vera 100 grömm. Sæmundur Guðvinsson fréttafulltrúi tjáði Mbl. í gær. I dag verða t.d. farnar tvær þotuferðir til Akureyrar og þrjár ferðir með Fokker-vélum. Á morg- un eru áformaðar sjö ferðir með Fokker-vélum til Akureyrar. Lang flestir fara til Akureyrar m.a. vegna skíðalandsmótsins, en einn- ig er mikið pantað til ísafjarðar, Egilsstaða og Húsavíkur. A 2. páskadag verður mjög mik- ið að gera í innanlandsfluginu. Þann dag verða tvær þotur í för- um milli Akureyrar og Reykjavík- ur. Stórmótið í Osló Skák Bragi Kristjánsson FJÓRUM umferðum er nú lokió á stórmótinu í Osló. Kfstur er heims- meistnrinn Karpov með 3 vinninga, en Miles, stórmeistari frá Knglandi, getur náð honum, ef hann vinnur betri bið- skák við llúbner, stórmeistarann góð- kunna frá Vestur-I»ýskalandi. Jón L. Arnason hefur staðið sig vel í þessum félagsskap, hefur 2 vinninga, vann de- Kirmian, góðkunningja okkar íslend- inga, gerði jafntefli við Hort og Adorjan en tapaði fyrir Miles. Við skulum nú sjá tapskák Jóns fyrir Miles í 3. umferð, en þar lendir Jón í byrjun sem andstæðingurinn þekkir greinilega mun betur: Hvítt: A. Miles (Englandi) Svart: Jón L. Árnason Nimzoindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6 Jón teflir ekki uppáhaldsbyrjun sína, Ben-Oni (2. — c5), í þessari skák. 3. Rc3 Miles er vanur að koma í veg fyrir Nimzoindverska vörn með 3. Rf3, en þá kemur upp Drottningarindversk vörn eftir 3. — b6. Jón L. hefur ef til vill verið vel undir þá byrjun búinn, og 3. leikur Miles því komið honum á óvart. 3. - Bb4 Nú voru síðustu forvöð að komast i Ben-Oni með 3. — c5. 4. e3 — c4, 5. Rge2 - Eftir 5. Bd3 - Rc6, 6. Rf3 - Bxc3+, 7. bxc3 — d6kemur upp hið vinsæla Húbner-afbrigði. 5. — cxd4, 6. exd4 — 0-0 Svartur gat auðvitað leikið hér 6. - d5 7. a3 — Be7, 8. d5 — exd5, 9. cxd5 Afbrigði það, sem nú er komið upp, hefur verið mjög vinsælt að undan- förnu. Miles hefur m.a. teflt það með svörtu, svo að það er nokkuð djarft hjá Jóni að tefla það gegn honum. 9. — Bc5l? Jón leikur leik sem Kasparov og Keene stinga upp á í nýlegri byrjana- bók. Hann hefur ef til viíl óttast 10. d6 eftir venjulega leikinn 9. — He8. Skákin Kortsnoj-Miles, Wijk aan Zee 1984 teflist þannig: 9. — He8, 10. d6 (oft er leikið hér 10. Be3) - Bf8, 11. g3 - Db6l? (eða 11. - He6), 12. Bg2 - Bxd6, 13. Be3! - da6, 14. 0-0 - Be5, 15. Rf4 - d5, 16. Rcxd5 - Rc6, 17, Rxf6+ - Bxf6, 18. Rd5 - Be5, 19. Dh5! með betra tafli fyrir hvítan 10. b4!? Alfræðibók um skákbyrjanir telur þennan leik slæman og stingur upp á 10. Ra4. 10. — Bb6, 11. Ra4! 1 ofannefndri alfræðibók er aðeins reiknað með 11. Rg3? — De7+, 12. Be2 - Rg4!, 13. Rce4 - Rxf2!, 14. Rxf2 - Df6 með yfirburðastöðu fyrir svart- an. Með leiknum í skákinni nær Miles uppskiptum á Bb6 fyrir Ra4, en við það verða allar hótanir á borð við Re4 og Rg4 máttlausar vegna svarsins Ddl - d4. 11. — He8 Fórnin á f2 leiðir ekki til neins, en með 11. — d6 hefði mátt koma í veg fyrir að biskup svarts á c8 lokaðist inni. 12. Rxb6 — axb6 Betra var 12. — Dxb6, 13. Be3 — Dd6, 14. Rc3 - De5, 15. Hcl - d6, o.s.frv. 13. d6 — Re4, 14. Bb2 — Rc6, 15. g3 — Re5, 16. Bg2 — Rc4, 17. Dd4 — Rxb2, 18. Bxe4 — df6 Til greina kom að reyna 18. — b5 ásamt Rc4, því endataflið verður mjög erfitt fyrir Jón. 19. Dxf6 — gxf6, 20. Bd5 — b5, 21. Ha2 — He5? Nauðsynlegt var að reyna 21. — Rc4 (eftir 21. Rd3+, 22. Kd2 - Rxf2, 23. Hfl — Rg4, 24. Rf4 hefur hvítur yfirburðastöðu), en eftir 22. Bxc4 — bxc4, 23. Kd2 - He6, 24. Rd4 - Hxd6, 25. Kc3 er svarta staðan ekki öfundsverð. 22. Hxb2 — Hxd5, 23. Hd2! — Hxd2, 24. Kxd2 — Ha6 Ekki 24. - Hxa3, 25. Hcl - ha8, 26. Rd4 — b6, 27. Hc7 og hvítur hefur vinningsstöðu. 25. Rd4! — Hxd6, 26. Ke3 — b6, 27. Hcl — Bb7, 28. Hc7 og svartur gafst upp því hann tap- ar miklu liði, t.d. 28. — Bc6, 29. hc8+ - Kg7, 30. Rf5+ ásamt 31. Rxd6. Hér kemur skák Karpovs og Horts. Byrjunartaflmennska Horts sýnir Ijóslega, að hann er dauðhræddur viö heimsmeistarann, enda hefur hann yfirleitt farið illa út úr viðskiptum sínum við hann. Hvítt: Karpov (Sovétríkjunum) Svart: Hort (Tékkóslóvakíu) Skandinavíski leikurinn 1. e4 — Rc6, 2. Rf3 Eða 2. d4 — d5 o.s.frv. 2. — d5?I Það er mjög vafasamt að skandina- víski leikurinn sé góður, þegar svart- ur hefur leikið Rb8 — c6. 3. exd5 — Dxd5, 4. Rc3 — Da5, 5. Bb5 6. a6? Betra hefði verið að leika 5. — Bd7 eða 5. — Rf6, því hvítur hagnast á uppskiptunum á c6. 6. Bxc6+ — bxc6, 7. De2 — Rf6, 8. Re5 — e6, 9. 0-0 — Bd6, 10. d4 Karpov eyðir ekki tíma í að drepa peðið á c6, enda hefur það ekki mikla þýðingu. 10. — 04), 11. lldl Með 11. a3 hefði hvítur komið í veg fyrir 11. — c5, því þá tapar svartur drottningunni eftir 12. Rc4! 11. — c5, 12. Re4 — Db4, 13. a3 — Db8, 14. Bg5 — Rd5, 15. Re4 — cxd4, 16. Rexd6 — cxd6, 17. Hxd4 — Ha7, 18. Dd3 Hvítur hótar nú bæði Rc4 — a5 ásamt c2 — c4 og líka Hh3 og svara h7 — h6 með Bg5xh6. 18. — f6, 19. Bd2 - He7, 20. Hcl — Bb7, 21. Ra5 Nú feliur peðið á d6, því við hótun- inni c2 — c4 er ekkert að gera. 21. — f5, 22. c4 — Rf6, 23. Bb4 — Re4, 24. Bxd6 — Rxd6, 25. Hxd6 — f4 Svartur verður að reyna kóngs- sókn, því hann getur ekki beðið að- geröaiaus eftir framrás hvítu peð- anna á drottningarvæng. 26. Í3 — Ba8, 27. b4 — e5, 28. c5 — e4, 29. fxe4 — f3 Þessi örvæntingarfulla tilraun til sóknar er dæmd til að mistakast. 30. gxd3 — Dc8, 31. Hdl — Dh3, 32. Hd8 - Hf7, 33. Hxd8+ — Hxf8, 34. Dc4+ - Kh8, 35. DÍ7! Einfalt og sterkt. Nú valdar hvítur peðið á f3 og frfpeðin á drottningar- væng renna upp í borð og verða að drottningu. 35. — Ilg8 Eða 35. — Hxf7,36. Hd8+ og mátar. 36. c6 — Dh6, 37. c7 — De3+ og svart- ur féll á tíma um leið og hann lék þessum leik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.