Morgunblaðið - 17.04.1984, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.04.1984, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984 17 ísland mesti rokrass á byggðu bóli Samkvæmt mælingum á tíðni og hraða vinda VIÐ alþjóðlega rannsókn á vindstyrk á jörðinni hefur komið í Ijós, að búast má við meiri vindi á íslandi en í nokkru öðru byggðu landi á hnettinum. Er þá miðað við tíðni vinda og vind- hraða. Rcyndist ekkert byggt ból annar eins rokrass og Island. Þetta kom fram á meðfylgjandi korti, sem Einar B. Pálsson pró- fessor, sýndi fulltrúum á nátt- úruverndarþingi um helgina, og benti á að ekki væri að furða þótt gróður ætti erfitt uppdráttar og uppblástur væri mikill, þar sem mestu vindar á jörðinni væru sífellt að rífa í landiö. Á meðfylgjandi korti má sjá jörðinni skipt upp í 10 bletti eftir vindstyrk, bæði miðað við tíðni og magn vinda. Þar skera tvö belti sig úr með hæsta stig- ið. Annars vegar beltið kring- um hnöttinn norðan við Suður- skautslandið, sem nær upp að syðsta odda Suður-Ameríku, en vitað var að þar næða stöð- ugir vindar, enda ekkert land sem brýtur það. Á því belti eru þrír blettir verstir, og er einn af þeim Eldlandseyjar, sem frægar eru af stöðugum rok- um. En þar er engin byggð. Annar blettur stendur þessu svæði jafnfætis hvað vinda snertir. Það er í Norður- Atlantshafi og nær upp á suð- urströnd íslands. (Sjá kort.) Ekki nóg með það, heldur um- lykur svæði sem hlýtur ein- kunnina 7 hvað vindhraða og magn vinda snertir, þetta mesta vindasvæði í Norður- Atlantshafi (dökkt á kortinu). En 7-svæðið virðist annars staðar ekki vera nema í úthöf- um og uppi á hæstu fjöllum. Mælingarnar eru gerðar 50 metra yfir yfirborðinu. Og miðað er við meðaltal yfir árið. Fer styrkleiki víða nokkuð eft- ir árstíðum og til eru svæði þar sem varla er nokkurn tíma vindur. „Ljóst að tjón er gífurlegt og skiptir milljónum krónaa Segir Jóhannes Jónsson um eldsvoðann í Glæsibæ í undirganginum, þar sem eldsupptök urðu. Lögreglumenn og slökkviliðs- menn skömmu eftir að tekizt hafði að ráða niðurlögum eldsins. TVEIR MENN voru yfirheyrðir í gær hjá Rannsóknarlögreglu rfkisins vegna rannsóknar á orsökum brunans í Glæsibæ aðfaranótt mánudagsins, en þeim var sleppt í gærkvöldi. Margt þykir benda til þess að kveikt hafi verið í húsinu í undirgangi, þar scm ekið er inn í vörugeymslur hússins. Hurð var sprengd upp og til grunsam- legra mannaferða sást. í samtali við Mbl. sagði Arnar Guðmundsson, deildarstjóri í RLR, að ekki væri hægt að fullyrða um orsakir brunans, en ýmislegt benti til að eldurinn hefði verið kveiktur af mannavöldum. Tjón skiptir milljónum króna „Tjón af völdum brunans er gíf- urlegt — ljóst er að það skiptir milljónum króna," sagði Jóhannes Jónsson, yfirverzlunarstjóri verzl- ana Sláturfélags Suðurlands í sam- tali við blaðamann Mbl. í gær. Slökkviliðinu í Reykjavík barst tilkynning um að eldur væri laus í verzlunarsamstæðunni Glæsibæ í Álfheimum klukkan 00.45 aðfara- nótt mánudagsins. Húsvörður hringdi og gerði viðvart. Mikill reykur var í undirgangi hússins þegar slökkviliðið kom á vettvang. Mikinn reyk lagði um allt húsið og voru reykkafarar sendir inn í und- irgöngin. Eldsupptökin reyndust vera í skilrúmum að lager SS um 30 metra frá inngangi. Sjö reykkafar- ar börðust við eldinn og gekk greið- lega að ráða niðurlögum hans, en ljóst er að ekki mátti miklu muna að eldurinn yrði óviðráðanlegur. Ljóst er að svo hefði orðið, ef eldur hefði náð að magnast og læsa sig um vörur á lager. Allar raflagnir í kjallara brunnu og símakerfi eyðilagðist. Reykur og sót fór um allt húsið, einkum lager SS og búsáhaldaverzlunar í kjall- ara. Þá lagði reyk og sót um allt verziunarhúsnæðið. Hafist var handa um að lofthreinsa þegar tek- ist hafði að ráða niðurlögum elds- ins, en ljóst að gífurlegar skemmdir af völdum sóts og reyks höfðu orðið á margvíslegum vörum, sem SS hef- ur á boðstólum, íþróttavörum hjá Útilífi, búsáhöldum og fleiri teg- undum. Verðmæti lagers 16 milljónir króna „Sót og reyk lagði hér um allan lager en verðmæti hans nemur um 16 milljónum króna, lauslega áætl- að. Ljóst er að tjón er gífurlegt og skiptir milljónum króna, þó að svo stöddu sé engin leið að gera sér grein fyrir því nákvæmlega. Allt rafmagn fór af, einnig á frysti- geymslum. Við höfum ekki enn opnað frystigeymslurnar. Þar er geymt mikið magn af kjöti. Von- andi hefur reykur ekki komist þar inn,“ sagði Jóhannes Jónsson, verzl- unarstjóri í samtali við Mbl. Einsýnt að eldvörnum er áfátt „Mannskapurinn hefur unnið í allan dag að því að þrífa og laga til, bæði hér niðri og uppi í verzluninni og við höfum fengið aukalið. Við er- um staðráðnir í að opna strax í fyrramálið (þriðjudag) — í síðasta lagi í hádeginu. Því miður er ein- sýnt að eldvörnum hér hefur verið ábótavant," sagði Jóhannes að lok- um og gat þess jafnframt að SS væri tryggt fyrir því tjóni, sem orð- ið hefði. Pottar bráðnuðu Sigríður Auðunsdóttir í bús- áhaldaverzluninni í Glæsibæ vann ásamt nokkrum konum að því að þrífa verzlunina þegar blaðamann bar að garði. Lager verzlunarinnar eyðilagðist allur. „Hér hefur orðið mikið tjón — það er ljóst, þó ég geri mér ekki grein fyrir hversu mikið. Allur lager verzlunarinnar eyði- Ólöf Gunnarsdóttir í Karnabæ.„Allur fatnaður lyktar af sóti og reyk.“ lagðist — pottar og pönnur bráð- nuðu í hitanum," sagði Sigríður í samtali við blaðamann. „Betur horfir með vörur í verzl- uninni. Með því að taka þar vel til hendi má þrífa og skrúbba svo allt verði jafngott og nýtt,“ sagði Sig- ríður ennfremur. Jóhannes Jónsson, verzlunarstjóri SS. „Ljóst að milljónatjón hefur orð- ið." Allur fatnaður í Karnabæ ónýtur „Allur fatnaður lyktar og sóti og reyk — ég finn lyktina að vísu ekki lengur, er orðin samdauna fýlunni," sagði Ólöf Gunnarsdóttir í Karna- bæ í samtali við Mbl. „Allur fatn- Sigríður Auðunsdóttir fyrir utan lag- er búsáhaldaverzlunarinnar. MorKunbladid/Júlíus. aður í verzluninni fer út — hver einasta flík og nýjar koma í stað- inn. Því er ljóst að tjón er tilfinn- anlegt. Svo virðist sem kveikt hafi verið í húsinu og það er skelfilegt til þess að hugsa, ef satt er. En rann- sókn leiðir væntanlega hið rétta í ljós,“ sagði Ólöf. ffii

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.