Morgunblaðið - 17.04.1984, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.04.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984 27 Minning: Gestur Gunnlaugs- son - Meltungu Margs er að minnast margt er hér að þakka Guði sé lof fyrjr liðna tíð. Þær eru margar og góðar minn- ingarnar sem koma upp í hugann við lát míns gamla vinar, Gests í Meltungu. Það er nú komið hátt í hálfa öld síðan vinátta tókst með foreldrum mínum og Meltunguhjónunum, og bar þar aldrei skugga á. Þau hjón- in voru þeir beztu nágrannar sem hægt var að hugsa sér — alltaf tilbúin til aðstoðar á allan hátt ef á þurfti að halda. Þegar við sett- umst að á Digraneshálsinum vant- aði hér flest sem nú telst sjálfsagt, svo sem vatn, rafmagn, síma, strætisvagna o.fl. í Meltungu var nóg vatn, og buðu þau hjónin móð- ur minni að þvo hjá sér og þvoði hún þar alla þvotta í mörg ár. Gestur lánaði okkur hest og kerru til að keyra burt grjótið úr land- skikanum okkar. Hann sló oftast fyrir okkur þegar búið var að rækta tún og hjálpaði okkur oft að koma heyinu í hlöðu. Ótal sinnum fylgdi hann mér heim á dimmum vetrarkvöldum á stríðsárunum. Þá voru hermenn hér oft á ferli og ég þorði ekki ein heim úr strætisvagninum, en um tveggja km óupplýsta leið var að ganga og engin hús á leiðinni frá Meltungu og heim til mín. Oft beið ég eftir honum þegar hann kom úr fjósinu á kvöldin, vafalaust oft þreyttur eftir langan vinnudag, en alltaf var mér fylgt með jafn ljúfu geði og stundum var stungið að mér peningaseðli að skilnaði, en það var nokkuð sem maður hafði ekki oft handa á milli á þeim ár- um. Gesti fannst sjálfsagt að ég færi með þeim Meltungumönnum í Hafravatnsrétt á haustin og lán- aði mér þá hest og reiðtygi. Þetta voru skemmtilegar ferðir sem mikið var hlakkað til og munu seint gleymast. Þegar ég, dauðfeimin og ófram- færin, réði mig í vinnu í fyrsta skipti, fór Gestur með mér að tala við vinnuveitandann og mikið var gott að hafa hann til halds og trausts. Ófáar voru sendingarnar sem við fengum frá þeim Meltungu- hjónum, broddur þegar kýrnar báru og kjöt þegar slátrað var. Gestur fæddist í Neðri Vífilsdal í Hörðudal í Dalasýslu 8. okt. 1895, og voru foreldrar hans Gunnlaug- ur Baldvinsson og Halldóra Gísla- dóttir. Árið 1919 réðst hann sem vinnumaður að Eskiholti í Borg- arfirði til Þórðar Oddssonar, sem þar bjó, og Loftveigar Guðmunds- dóttur, konu hans. Tveim áður síð- ar lézt Þórður og stóð þá Loftveig uppi með fimm ungar dætur, en eini sonurinn hafði farizt af slys- förum tveggja ára gamall. Fluttist hún þá til Hafnarfjarðar og síðan til Reykjavíkur og þar giftust þau Gestur þann 15. ágúst 1925. Árið 1937 fluttust þau hjónin að Meltungu, sem var 16 hektara nýbýli sem þau byggðu upp aust- ast við Nýbýlaveginn. Þá voru erf- iðir tímar fátæktar og kreppu og lítið um vinnu. Fyrstu árin í Mel- tungu átti Gestur því lögheimili í Reykjavík þar sem hann fékk at- vinnubótavinnu með hest og vagn. Þannig mun hafa verið með fleiri af fyrstu íbúunum hér. í Meltungu bjó Gestur með miklum dugnaði meðan hann gat stundað búskap, og hafði 12—15 kýr í fjósi, á annað hundrað fjár og alltaf einhverja hesta, enda voru dráttarvélarnar ekki komnar til sögunnar fyrstu árin í Mel- tungu. Ekki var heyið af Mel- tungutúninu nóg fyrir þennan bústofn og varð hann því að nytja bletti hingað og þangað. Loftveigu konu sína missti Gestur 16. júlí 1968 — varð hún bráðkvödd í svefni. Það varð hon- um áfall og fannst mér hann og heimilið ekki bera sitt barr eftir það. Þau hjónin eignuðust eina dótt- ur, Unni Katrínu, sem fæddist 10. apríl 1926 (sama mánaðardag og Gestur dó), en hún dó fárra vikna. Ekki var þó heimilið barnlaust, því þau ólu upp kjörson, fósturson og að mestu leyti tvo dætrasyni Loftveigar. Gestur var ákveðinn í skoðunum og fylgdi þeim eftir af harðfylgi. Hann tók virkan þátt í uppbygg- ingu byggðarinnar f Kópavogi og átti sæti í fyrstu hreppsnefnd Kópavogshrepps. Nú að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst þessum góðu hjónum, fyrir allar velgjörðir þeirra við mig og mína og allar þær ánægjulegu stundir er ég hef átt á heimili þeirra. Hafi þau þökk fyrir allt og allt. Jóhanna Björnsdóttir Árni Friðriksson í slipp í Reykjavík. Morfninhlaðið/ÓI.K.M. Veltilistar á Árna Friðriksson Að undanförnu hefur verið unnið að lítilsháttar breytingum á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni auk venjubundins viðhalds. Settir hafa verið á það svokallaðir veltilistar til að draga úr veltingi skipsins, en einnig var settur í það skutrennuloki. Árni Friðriksson heldur til rækjuleitar að liðnum páskum. NORÐDEKK heilsóluð radiál dekkÆ íslensk {fflmlgídstoj Gúmmívinnustofan hf, RÉTTARHÁLSI 2 s.84008 & 84009 Gúmmívinnustofan hf, SKIPHOLTI 35 s.31055 & 30360 Hjólbarðahöllin, FELLSMÚLA 24 s 81093 Höfðadekk hf, TANGARHÖFÐA 15 s 85810 Hjólbarðastöðin sf, SKEIFAN 5 s.33804 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns, HÁTÚNI 2a s. 15508 Hjólbarðaverkstæði Jóns Ólafssonar, ÆGISSÍÐU s.23470 Holtadekk sf, BJARKARHOLTI, MOS. s 66401 Auglýsingar & hðnnun AFSLÁTTARMIÐI 10% kynningarafsláttur til páska Bruna- slöngu- hjól Eigum fyrirliggjandi }A", 25 og 30 metra á hagstæðu verði ÓIAFUK GÍSIASON « CO. ÍIF. SUNOABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 64800 Mónuegg no. 1 Auglyst verð 24.00 1Q 7K Okkar verö 10* f J Mónuegg no. 2 Augtýst verö 102.40 7O QB Okkarverö 19*93 Mónuegg no. 4 Auglýst verð 204.85 1CQ QE Okkarverö 139*03 Mónuegg no. 6 Auglýst verö 275.50 41C f|j| Okkar verð L I3«UU Mónuegg no. 8 Auglýst verð 365.05 OQO CC Okkar verö fa0b*33 Mónuegg no. 10 Auglýst verö 540.40 AOI 7R Okkar verð “fc I* f 3 Wissol konfekt 400 gr. Auglyst verö 196.00 1C1 OC Okkar verö 13 1*33 Appelsínur aðeins Auglýst verö 46.35 QA Qf| Okkar verö 4>9*9U Epli rauð Auglýst verð 51.40 Okkar verö 37.80 Epli gul Auglýst verð' 44.95 Of QQ Okkar verö M liOU Laugalæk 2. s. 86511.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.