Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 18
18______ Akranes: MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Höfum upp á fjölmarga kosti að bjóða fyrir framleiðslufyrirtæki — segir Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri Akranesi, 16. nóvember. Akraneskaupstaöur stendur nú fyrir kynningu á þeim möguleikum, sem bæjarfélagið hefur upp á að bjóöa til atvinnureksturs. Fréttarit- ari Morgunblaðsins hitti Ingimund Sigurpálsson bæjarstjóra að máli og spurði hann fyrst um helztu fram- kvæmdir á vegum Akranesbæjar á þessu ári. „Framkvæmdir hafa verið all- miklar á vegum bæjarins í ár,“ sagði Ingimundur. „Þar má fyrst nefna byggingaframkvæmdir við heimavist Fjölbrautaskólans á Akranesi, en hún er reist úr ein- ingum, sem steyptar voru á bygg- ingarstað og hafa húsgerð og byggingarmáti reynst afar hag- kvæm. Efri hæð hússins var tekin í notkun nú í haust, rúmu ári eftir að fyrsta skóflustunga var tekin í heimavistinni, og er aðstaða þar nú fyrir 32 nemendur. Veruleg að- sókn hefur verið í skólann úr öðr- um byggðarlögum, og er langur vegur frá, að skólinn hafi yfir að ráða nægjanlegu húsrými fyrir aðkomunemendur. Unnið hefur verið við innrétt- ingar í 1. áfanga Grundaskóla og verður sá áfangi fullbúinn öðru hvoru megin við áramót. I vor hóf- ust einnig framkvæmdir við við- byggingu Brekkubæjarskóla, en það er 1370 fermetra bygging, og er nú unnið af fullum krafti við uppslátt. Að því er stefnt að taka kennslustofur viðbyggingarinnar í notkun næsta haust sem er mjög brýnt, því húsrými grunnskólans hér á Akranesi er langt undir þeim viðmiðunartölum sem menntamálaráðuneyti hefur lagt fram. Ég held að óhætt sé að full- yrða, að húsnæðisaðstaða á grunnskólastigi sé hvergi jafn takmörkuð og hér á Akranesi, en það má fyrst og fremst rekja til verulegrar fólksfjölgunar undan- farin ár, meðal annars í framhaldi af rekstri járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga. Þá hefur verið unnið við inn- réttingar á nýju dagheimili, sem fyrirhugað er að taka i notkun á næsta ári, og nú í haust hófust bygginarframkvæmdir við nýja sundlaug, sem staðsett er á íþróttasvæðinu við Langasand. Er Akranes fyrirhugað að halda framkvæmd- um þar áfram í vetur, og er að því stefnt, að laugarker og búnings- herbergjahús verði uppsteypt að vori. í sumar og haust hefur talsvert átak verið gert í gatnagerð. Undir- byggðir voru rúmlega 1100 lengd- armetrar af nýjum götum, um 540 m í iðnaðarhverfum og um 570 í íbúðarhverfum. Slitlag var lagt í tæpa 900 lengdarmetra, og var jafnharðan lokið við gangstéttar- lagningu við íbúðargötur, en alls voru nú í ár lagðar gangstéttir á tæpan 1,5 km. A sviði heilbrigðismála voru töluverðar framkvæmdir á árinu. Smíðað var nýtt þak á hluta sjúkrahússins og lokið var við gerð botnplötu að nýrri heilsu- gæslustöð, sem Akranesbær og hrepparnir sunnan Skarðsheiðar byggja i samvinnu við ríkið. Auk þess má svo nefna átak sem gert var í gerð göngustiga og áframhaldandi uppbyggingu skógræktarsvæðisins hér skammt innan við byggöina, en þar er nú komin upp mjög skemmtileg úti- vistaraðstaða, sem bæjarbúar not- færa sér í síauknum mæli. Hafnarframkvæmdir hafa verið æði drjúgar í ár eins og jafnan áður, enda er Akraneshöfn ein stærsta flutningahöfn landsins og hefur raunar verið um langt ára- bil. í ár hefur töluverðu fjármagni verið varið til styrkingar aðal- hafnargarðs, en sú framkvæmd lætur þó lítið yfir sér, því hún er undir sjávarmáli. Öllu áþreifan- legra verk var hins vegar unnið í Lambhúsasundi, en þar var lögð þekja á viðlegukant, sem þjóna á þeim öfluga skipasmíðaiðnaði, sem verið hefur einn af máttar- stólpum atvinnulífsins hér. Svo má ekki gleyma áhugaverðu verkefni, sem við unnum að í vor í samvinnu við áhugaaðila um sér- styrkta steypu, en það var gerð flotbryggju fyrir smábáta, sem út- færð var af Verkfræði- og teikni- stofunni sf. hér á Akranesi. Þessar bryggjur voru settar upp nú í sumarbyrjun, og hafa þær reynst sérstaklega vel, það sem af er. Sýnist mér hér komin býsna skemmtileg og hagkvæm lausn á viðlegu smábáta, en er víða mjög bágborin." Hvaða framkvæmdir aðrar hafa verið í gangi? „Fyrir tilstuðlan og á vegum dvalarheimilisins Höfða sem er sameign Akraneskaupstaðar og hreppanna sunnan Skarðsheiðar, hófst í fyrrasumar bygging sjálfs- eignaríbúða fyrir aldraða, og var nú í haust flutt inn í tíu slikar. Þá um leið hófust framkvæmdir við 2. áfanga, sem í eru einnig tíu hús, og eru þau öll seld. Mikill áhugi hefur verið á þessum húsum, enda hefur verð þeirra verið afar hag- stætt og aðstaða öll hin ákjósan- legasta. Með byggingu þessara húsa gefst íbúum þeirra kostur á að nýta þá þjónustu, sem dvalar- heimilið býður upp á: Margs konar félagsstarf, endurhæfing, iðju- þjálfun, þrif, þvott og fæði, ef svo ber undir. Að undanförnu hefur verið unn- ið að undirbúningi 2. áfanga dval- Ingimundur Sigurpálsson arheimilisins, en í honum er m.a. gert ráð fyrir eldhúsi og sameig- inlegum matsal. Er nú beðið eftir fjárveitingu í þetta verkefni, m.a. úr framkvæmdasjóði aldraðra, en mjög aðkallandi er að fram- kvæmdir hefjist sem fyrst, ef takst á að veita vistmönnum dval- arheimilisins og íbúðum raðhúsa- hverfis aldraðra viðunandi þjón- ustu. í kjölfar sjávargangsins mikla, sem varð hér 5. janúar sl., og olli verulegu tjóni, var veitt myndar- leg fjárveiting úr ríkissjóði til landbrots- og flóðavarna á hættu- mestu svæðunum og er sú fram- kvæmd komin vel á veg. Þessi framkvæmd er á vegum Hafna- málastofnunar ríkisins, en Verk- fræði- og teiknistofan sf. hefur haft aðalumsjón með verkinu. Við höfum lagt verulega áherslu á að verki þessu verði lokið nú fyrir áramót, svo komast megi hjá enn frekari tjóni, en fjárveiting sú sem veitt var í ár fer langt með að hrökkva fyrir framkvæmdum við flóðavarnir á þeim svæðum, þar sem tjón varð tilfinnanlegast. Fyrir utan þær framkvæmdir sem ég hef nú nefnt hefur töluvert verið unnið á vegum einstaklinga og fyrirtækja. Hér eru nú í smíð- um um 70 íbúðir í einbýlis-, rað- og fjölbýlishúsum og 8 iðnaðar- hús, þar á meðal svonefndir iðn- garðar, sem sjö framleiðslu- og þjónustufyrirtæki hafa tekið sig saman um að byggja." Hvernig hefur atvinnuástand verið á Akranesi? „Atvinnuástand hefur verið gott á Akranesi undanfarin ár, en í fyrra fór að bera töluvert á at- vinnuleysi, og var svo lengi fram eftir vetri. í vor var útlitið afar dökkt í sjávarútvegi og þjónustu- greinum tengdum honum, en nú hafa vonir okkar glæðst á ný, eftir Sólbaðsstofur og húðkrabbamein — eftir Halldóru L. Helgadóttur Fyrirsagnir á baksíðu Morgun- blaðsins hafa verið aðal umræðu- efnið hjá fólki sem ég hef hitt síð- ustu daga vegna starfs míns. „Böndin berast að sólarlömpum“ stendur stórum stöfum á baksíðu Morgunblaðsins þ. 11. þ.m. ásamt stærstu fyrirsögn síðunnar „aukn- ing húðkrabbameins meiri hjá körlum". Fram kemur í greininni að þreföld aukning húðkrabba- meins (sortufrumæxla) hefur orð- ið hjá körlum en tvöföld aukning hjá konum og stuðst er við rann- sóknir frá árinu 1975 til ársins 1982 og sagt að á árinu 1983 hafi tíðnin verið hin mesta til þessa. Ekki voru gefnar upp tölur um fjölda tilfella í áðurnefndri frétt og væri fróðlegt að þær yrðu birt- ar. Mér finnst mikið ósamræmi koma fram í þessu sambandi og vil ég fyrst nefna að konur byrjuðu fyrr en karlar að sækja ljósa- lampa og hafa stundað ljós á mín- um stofum í miklum meirihluta. Samkvæmt lauslegri samantekt frá janúar 1983 stunduðu það ár um 8,5 sinnum fleiri konur ljósa- böð hjá mér, og það sem af er þessu ári um 5,5 sinnum fleiri kon- ur. Að sjálfsögðu eru þessi hlutföll mismunandi eftir sólbaðsstofum. Ég hef haft samband við 12 stofur og virðast þeirra tölur svipaðar, en vænta má nákvæmari samant- ektar síðar. Hvers vegna beinast böndin þá að ljósaböðum sem aðalskaðvald- inum þegar karlar, sem stunda i Ijósaböð mikið minna, fá húð- krabba í þriðjungi fleiri tilfella en konur og byrjuðu seinna að stunda ljósaböð? Mörgum hættir til að gleyma hve stutt saga sólar- lampanna er hér á landi í núver- andi mynd og vil ég því rekja sögu þeirra í sem stystu máli. Þá á ég ekki við litlu háfjallasólarlamp- ana sem hafa verið til í tugi ára á mörgum heimilum og ljósin sem þeir „ræfilslegustu" voru sendir í barnaskóla til að fá D-vítamín í kroppinn. Fyrstu sólarlamparnir sem eru til umræðu núna komu á markað- inn hér heima í kringum 1980 og voru í fyrstu ekki samlokur heldur einfaldur bekkur og kostaði þá um tíma 35.000.- að fara í 10 tíma í ljós. Var þetta hinn mesti lúxus og „Áður en meiri áróðri gegn sólarlömpum verð- ur slegið upp í feitum fyrirsögnum í dagblöð- um óska ég eindregið eftir því að könnun verði gerð á húðkrabba- tilfellum.“ ekki á færi nema þeirra sem mesta peninga höfðu handa á milli eða vildu leggja allt í sölurnar fyrir útlitið og hafa konur þar rið- ið á vaðið. Einnig ber þess að geta að snyrtistofurnar byrjuðu fyrstar og konur eru í meirihluta við- skiptavinir þeirra. Jókst fjöldi sólarlampa hægt í fyrstu og tel ég að það sé fyrst árið 1982 sem hægt er að tala um að sólarlampanotkunin sé orðin nokkuð algeng, en ekki i likingu við notkun lampanna á þessu ári enda hafa sóibaðsstofur sprottið upp á hverju götuhorni og held ég persónulega að bekkjafjöldi hafi aukist um helming ef ekki meira á þessu ári og verðið er ekki nema brot af því sem í fyrstu var að verðgildi. Það sem ég vil koma á framfæri með þessari grein er einfaldlega að á tímabilinu 1975—1982, sem þessar rannsóknir miðast við í fyrrnefndri grein, voru karlmenn sáralítð búnir að fara í ljósaböð. Ein önnur ástæða fyrir því var að stofurnar sem tóku á móti karl- mönnum voru færri og oft aðeins tímabundið daglega sem karlmenn gátu sótt ljós vegna aðstöðuleysis á stofunum. Skv. frétt þessari í Morgunblað- inu sl. sunnudag ættu þessar tölur að vera á hinn veginn til að trúlegt gæti verið að hægt sé að skella skuldinni á ljósalampana. Ég er ekki í þeirri aðstöðu að dæma í þessu máli en bið viðkomandi að- ila að leita sannleikans áður en feitum fyrirsögnum er slegið upp í blöðum sem fela í sér slíkt ósam- ræmi. Tek ég undir síðustu orð Bjarka Magnússonar meinafræð- ings í fyrrnefndri grein, þar sem hann telur að hófleg notkun sól- arlampa ætti ekki að skaða fólk, enda eru engar sannanir fyrir því eða nokkuð sem bendir til þess að sólbekkir hafi valdið þessari aukn- ingu húðkrabbameins nema síður sé samanber hærri tíðni hjá körl- um og verður að leita skýringa á þessu annað en benda einungis á sólbekki. í umræddri grein segir Bjarki ennfremur að augljóst væri að ekki hefði orðið nein afgerandi breyting á veðurfari sem skýrt gæti þessa miklu aukningu húð- krabbameins og sólarlandaferðir gætu ekki verið stór þáttur vegna þess að menn væru yfirleitt stutt- an tíma í þeim og hefðu böndin þvi beinst að sólaríampanotkuninni. Vil ég gjarnan benda Bjarka á að í sólarlandaferðum liggur fólk meira og minna frá morgni til kvölds eftir því sem húðin þolir og oft mikið meira en það. Mjög margir með óhreina húð koma í ljósaböð að læknisráði og hefur mér virst það færast sífellt í vöxt að gefa góðan árangur. Margir sem þjást af psoriasis telja sig fá mikla bót í ljósaböðum þó ekki sé um fulla lækningu að ræða frekar en ferðir til Svarta hafsins en mun ódýrari og fram- kvæmanlegri lausn allt árið. Vöðvabólgur í öxlum og baki eru aðalástæða margra sem sækja ljósabekki og tala mikið um að þeim líði eins og nýjum manneskj- um og ekki saki brúni liturinn i kaupbæti. Einnig er þetta tilvalin leið til að slappa af i amstri dags- ins. Flest fólk notar ljósin skyn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.