Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Krassandi smásögur Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Skúr yfir Starnbergsee Danski rithöfundurinn Knud Holten er höfundur margra skáldsagna, smásagnasafna, barnabóka og ljóðabóka. Auk þess hefur hann sent frá sér verk af öðru tagi, m.a. Lilla hándleksikon over nyopdagede Mærkelige Væs- ener (1973). í fyrra kom út smásagnasafn eftir Knud Holten: Dödelige for- tællinger, útg. Vindrose. Forlagið kynnir sögurnar með orðalagi sem minnir á höfundinn: Seks mag- isk-realistiske kærligheds-novell- er fra hele Jorden om vold, narko- tika, seksualitet og vanviddets endelöse blá tone. Þessi kynning getur fengið les- anda til að halda að Knud Holten sé á slóðum æsisagnahöfunda í sögum sínum. höfði til þeirra sem fyrst og fremst vilja spennandi lestrarefni. Vissulega á Knud Holten erindi til slíkra lesenda. Dödelige fortællinger er krassandi bók. I henni erum við leidd til Fá ljóð BRUNNURINN. í Ijóðaleit. Ritstjórn: Helgi Friðjónsson, Krist- inn G. Harð&rson, Árni Ingólfsson, Daði Guðbjörnsson og Tumi Magn- ússon. 3. tbl. 2. árg. 1984. Það er ekki nýtt að myndlist- armenn yrki. Dæmi eru um góð skáld í hópi þeirra, jafnvel tölu- verða endurnýjunarmenn í skáld- skap, en fleiri eru dæmin um já- kvæða viðleitni og veigalitlar til- raunir. Tímaritið Brunnurinn, sem nokkrir ungir myndlistarmenn gefa út og ritstýra, hefur að þessu sinni undirfyrirsögnina { ljóðaleit. í þessu hefti (3. tbl. 2. árg.) eru myndlistarmenn fengnir „til að birta ljóð eða texta sem þeir hafa verið að vinna með í verkum sín- um eða sem hliðarspor af þeim“. Ljóðin og textarnir sýna að ekki er mikils skáldskapar að vænta frá höfundum þeirra. Það er ör- sjaldan að vart verður ljóðrænnar upplifunar. Sé aftur á móti litið á f ljóðaleit sem eins konar uppá- komu er bókin um margt fróðleg þó hún geti ekki talist skemmtileg. Tvær listakonur, Harpa Agnesjóna Maitsland: Lykkjufall. Útg. Iðunn 1984. Kata er sjómannskona, tveggja barna móðir. Maðurinn hennar Þórður er langdvölum að heiman, og inn til Kötu og barnanna hefur flutt flagarinn Maggi. Hann gerir sér í fyrstu dælt við börnin, sem Kata átti raunar ekki bæði með Þórði. Hún hafði áður látið blekkj- ast af Einari nokkrum og alið hon- um barn en hann reyndist hið versta fól. Aftur á móti kemur það fljótlega í ljós að Þórður er góður maður, kannski ekki sérlega skemmtilegur, en vænn. móts við undirheimafóik: morð- ingja, eiturlyfjamiðlara, vændis- konur og alls kyns öfugugga. Fyrsta sagan nefnist til dæmis Det smukkest tænkelige mord. í Ocean Drive er það spjátrungur- inn Johnnie Blank sem grípur til óhugnanlegra ráða þegar veldi hans sem karlmellu er ógnað. Kredslöb hefst í íbúð undir súð í Kaupmannahöfn þar sem rithöf- undur einn er á fiótta undan raunveruleikanum sokkinn í vöku- drauma sina. Skipt er sífellt um svið í frásögninni, en efnið jafnan hið sama: ofbeldi og kynlíf. Ein saga í Dödelige fortællinger sker sig úr. Það er Hamskifte. í henni segir frá áhöfn skips, þrjá- tíu og átta karlmönnum og einni konu, á leið yfir Atlantshafið til sólríkari landa. Drenginn í sög- unni þekkjum við aftur úr ljóðum Knuds Holten, einkum Skibsdreng (1981). Því er lýst með hvaða hætti drengurinn kemst inn á yfirráða- svæði bátsmannsins, þ.e.a.s. i mjúkinn hjá konunni. Sagan er fyndin í neyðarlegum lýsingum sinum þar sem kynhungur ræður ríkjum. fundin Björnsdóttir og Ragna Her- mannsdóttir, komast einna næst því að birta raunveruleg ljóð i í ljóðaleit. Harpa yrkir opinskáa Afmorsvísu, dregur upp mynd af The artist and his model og lætur á þrykk Eldgamlar spælingar: Skrifaðu mér ekki segir þú, og sendir mér bréfkort ég hef ekkert við þig að tala segir þú, og sendir mér nokkur vel valin orð ég kann ekki að leika á hljððfæri segir þú, um leið og þú slærð á strengina égsegi spilaðu, fíflið þitt Spilaðu Ragna Hermannsdóttir yrkir Ljóð, sem ekki er til: Þetta er ljóð um kvikmynd, sem aldrei var gerð, og ekki var mögulegt að gera, því öll hlutverk voru í höndum fólks, sem sat inni í dimmum fangelsisklefa, þar sem aldrei sást ljós, og var dæmt til ævilangrar dvalar þar, Börnin virðast afar þæg við móður sína, að minnsta kosti ber aldrei á því að Kata óttist að Þórð- ur frétti af því að vondi Maggi skuli flytja inn til hennar þegar eiginmaðurinn er á sjónum. Þagmælsk börn það. En svo kemur að því að Kata uppgötvar að hún er barnshafandi — hvorki meira né minna — og nú er heima. Hún hefur ekki hugmynd um hvor á barnið Maggi eða eiginmaðurinn og gengur í gegnum mikið sálar- stríð. Endar með því að fleygja Magga út, segja Þórði sannleikann og þrátt fyrir að hann verði voða leiður endar sagan I lukku og láni og öll fjölskyldan er hamingjusöm í bili. Það var nú og. Og hvað skyldi Agnesjóna vera að segja okkur með þessari sögu? Að karlmenn Knud Holten. Sögur Knuds Holten einkennast af hugarflugi og oft meistara- legum tökum á máli og stíl. Ekki er auðvelt að benda á danska höf- unda sem fást við svipaða hluti og hann. Oftast er nútíma borgarlíf vettvangur hans. Söguefnið og úr- vinnsla þess geta verið hrollvekj- andi, minna á tíma sem kannski eru ekki runnir upp, en nálgast óðfluga. Það er harðneskja og mis- kunnarleysi lífs þar sem hver maður er öðrum vargur sem tekið hefur völdin í þessum sögum. En ekki sist er það hinn leiftrandi stíll sem vekur athygli, hve höf- undurinn á auðvelt með að dáleiða lesandann, fá hann með sér inn í leyndustu afkima mannshugans. fyrir íkveikjutilraunir, sem því miður tókust ekki. Svo þetta Ijóð er ekki til. Ragna nær ekki lakari árangri í Skuggum á ferð og Hvítri heiði. Sögur Helga Þorgils Friðjóns- sonar eru kapítuli út af fyrir sig. Helga er eiginlegt að laða fram sérstæðar stemmningar, skringi- legar hugdettur í barnslegum stíl. Dæmi Eyðieyjabrandari og Ást- ardýrið. Sumir textarnir eru fremur í ætt við hugleiðingar eða spak- mælagerð, samanber það sem prentað er eftir Björgu Örvar, Hannes Lárusson, Magnús Guð- laugsson, ómar Stefánsson og Þorlák Kristinsson. Á ekki ósvpaðri bylgjulengd og Helgi Þorgils Friðjónsson eru Halldór Asgeirsson, Kristján Steingrímur Jónsson og Stein- grímur Kristmundsson. Bygging eftir Kristin G. Harð- arson er þokkalegt prósaljóð. Með góðum vilja má benda á fleira sem neisti er í. Myndskreytingar teljast varla til tíðinda. Þó eru hér athyglis- verðar myndir (Harpa Björnsdótt- ir, Jökull Jónsson, Steingrímur Kristmundsson, Tumi Magnús- son). Með fáeinum undantekningum er Brunnurinn, í ljóðaleit, varla merkilegri en hvert annað skóla- blað. Jóhann Hjálmarsson séu alltaf að kúga konur? Og að það sé kannski engin furða, því að þær láta einlægt misbjóða sér? Er hér á ferð raunsönn nútímasaga af baráttu kynjanna með félags- legu og meðvituðu ívafi og tengist þetta samskiptunum við börnin og kyndugu tengslaleysi við þau. Höfundi er mikið niðri fyrir og skrifar hratt og hrátt. Stundum er hugað einum of mikið að aukaat- riðum og upprifjanirnar missa marks til að gera vægi bókarinnar meira. Einföldun á persónunum og atburðum og hvað þær eru lítt áhugaverðar, hver er aðeins dreg- in með einum lit. Kata er án efa sú persóna sem höfundur vill leggja mesta rækt við að koma til skila. En þar hefur ekki tekizt eins og að var stefnt. í morgunþætti útvarpsins 26. sept. sl. minntist Illugi Jökulsson afmælis breska skáldsins T.S. El- iot (1888—1965). Einnig var flutt upptaka með lestri skáldsins á upphafi The Waste Land (1922). Síðast las Egill Helgason þýðingu sína á upphafsljóðinu. Þetta var vel til fundið á afmæl- isdegi skáldsins og leiðir hugann að ýmsu því sem varðar kynningu erlends skáldskapar, einkum ljóðaþýðingum. Hið mikla ljóð, The Waste Land, er meðal kunnari ljóða aldarinar og mun vera þýtt á flest menning- armál og yfirleitt af úrvals þýð- endum. En ljóðið er ekki auðvelt viðfangs. Eliot lét fylgja skýringar eða athugasemdir með því, nokk- urs konar leiðarvísi. Ljóðið er í fimm köflum, 433 Ijóðlínur I heild sinni. Magnús Ásgeirsson þýddi á sín- um tíma upphaf ljóðsins, aðeins fáeinar línur úr Greftrun hinna dauðu: Apríl er grimmastur allra mánaða — vekur blóm upp úr dauðum berangri, blandar saman þrám og minningum, kitlar dofnar rætur með regni. Veturinn hélt á oss varma, hjúpaði jörðina í mjöll og gleymsku, geymdi lífsvott í þurrum laukum. Sumarið kom i skyndi, í skúr yfir Starnbergsee, við biðum uppstyttu í afdrepi súlnagangsins, gengum út í sólskinið og héldum til Hofgarten og röbbuðum yfir kaffi í klukkutíma. Bin keine Russin, stamme aus Lithauen, echt deutsch. Helgi Hálfdanarson sem þýtt hefur mörg ljóð eftir T.S. Eliot, meðal þeirra Marina og Holir menn, þýddi fjórða kafla The Waste Land, en hann nefnist Sjó- dauði í þýðingu Helga: Fðníkinn Flebas, dauður tvær vikur, man ekki máva flug, eða hvít brim-flog eða vinning og tap. Bjarni Bernharður Bjarnason: MAURABORÐIÐ Útgáfa höfundar 1984 Bjarni Bernharður Bjarnason hefur sent frá sér nokkrar ljóða- bækur, hina fyrstu 1975, og hafa ljóð hans vakið athygli. Tónn hans er sérkennilegur og hvernig hann beitir málinu til að tjá hugsanir sínar og skynjanir hefur bent til þess að hér sé einfari á ferð. Hafi menn skap í sér til þess er auðvelt að finna að mörgu hjá Bjarna Bernharði, en meira vert er um það sem er með nýstáriegu sniði. í nýrri bók Bjarna Bernharðs, Mauraborðinu, er ljóð sem nefnist Skógur: Hver dagur nýr inn í skóginum eitt lauf trésins einn blóðdropi líkamans fellur til jarðar og tekur að rðkkva. Varla verður annað sagt en hér sé laglega kveðið. Sama er að segja um fleiri ljóð bókarinnar. Það hvarflar jafnvel að lesanda að hér sé nýrómantískt skáld í upp- siglingu: „undurfögur blóm“, „tréð umvafið kvöldsins húmi“, „dýr- mætt djásn", „drýpur blóðperlum af náttrósinni". Þetta nægir. En svo eru önnur ljóð sem ein- kennast af óróleika. Það er eins og hugsunin leysist sundur og úr verði brot sem ekki ná saman til að verða heild. Þessi ljóð eru for- vitnileg. En þau skortir ýmislegt sem prýðir ljóð, m.a. hnitmiðun. Sem dæmi um þessi ljóð get ég Röst í djúpum sjó tærði hvískrandi kjúkur. Sem hann hófst og hneig bar hann um skeiðin frá árum til æsku, hvarf inní hring-sog. Hvort gyðinga-trú er þín, þú sem hjólinu snýr og horfir í gráðið, hugleiddu Flebas, sem forðum var hár og fríður sem þú. Nú skyldi enginn vanmeta þýð- ingarbrot þessi Magnúsar Ás- geirssonar og Helga Hálfdanars- onar úr The Waste Land. En óneitanlega hefði verið gaman að eiga ljóðið allt í þýðingum þeirra. Það hlýtur aftur á móti að koma á óvart sem skýrt var frá í fyrr- nefndum útvarpsþætti að ljóðið er til í íslenskri þýðingu. Egill Helgason mun snemma hafa glímt við það, jafnvel á menntaskólaár- um eins og skólablöð eru til vitnis um og einnig hefur Egill birt brot í Lesbók Morgunblaðsins. Varla verður þetta kallað annað en ofdirfska, en tilvalið væri að Egill endurskoðaði þýðingu sína við tækifæri og helst þyrfti hann að fá hana prentaða í bókarformi. í útvarpinu las hann Greftrun hinna dauðu í heild sinni og hljómaði þýðingin vel þótt eflaust mætti að ýmsu finna. T.S. Eliot tileinkaði The Waste Land bandarískum skáldbróður sínum, Ezra Pound, þeim sem var að hans dómi meiri smiður. Þetta höfuðskáld var lengi þyrnir í augum íslenskra ljóðaþýð- enda, menn þorðu ekki að takast á við hann nema í mesta lagi snara fáeinum smákvæðum. En árið 1970 komu út Kvæði eftir Ezra Pound, þýdd af Kristni Björnssyni lækni, útg. Almenna bókafélagið. { eftirmála segir Kristinn m.a.: „Það má virða mér það til ofmetnaðar, að ég skuli hafa færzt það í fang að þýða þessi kvæði Ezra Pounds, þar sem ég hef lengstaf fengizt við allt annað en nefnt Frá stríðshyggju til afvopn- unardagatals og Hanastél. Það er áreiðanlega ætlun Bjarna Bern- harðs að yrkja eins konar heims- ósómakvæði: Á stolnum trukk af sung sung gerð ók heimsvaldastefnan... (Frá stríðshyggju til afvopnunardagatals) og: Guð getur gefið á jötuna ef hann á strá handa flóðhestinum... (Hanastéi) Samt verður heimsósóminn meira áberandi og markvissari í einkennilegu ljóði á borð við Ung- templarabrauð: Beinagrind draugur skuggi skjáaldur Þessu er hnoöað saman í kvartseils- tungii og gegnum tvær ofnar lúkur full- ar af hetróníum. Sfðan eru rifnar upp nikksónítur. Lumman bökuð á ultrmón- ísku gólft í Gúttó Oft er raulað á milli ofnrimla og rokks: „Frá skugga í skjáaldur frá draugi í háaldur “ { Mauraborðinu heldur Bjarni Bemharður áfram sinni ljóða- smiði þolinmóður og vinnur nokk- uð á þegar best lætur. Margar teikningar eftir hann fylgja ljóðunum, flestar af sálræn- um toga og eins og gerðar í vímu. Jóhann Hjálmarsson Vondar erum við konur — en verri þó karlarnir Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Strá handa flóðhestinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.