Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 72
DTT KDRT AliS SIAAAR OPIÐALLA DAGA FRA KL. 11.45-23.30 AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Svanurinn með leðurólina, sem smeygt hefur verið um háls hans. HorgunblaSið/RAX. Tekst að bjarga svaninum? SVANUR með leðuról um hálsinn hefur undanfarna daga vakið at- hygli vegfarenda, sem átt hafa leið hjá Tjörninni. Þykir Ijóst að ein- hver hafi sett ólina um háls fugls- ins og hafa starfsmenn borgarinn- ar reynt að ná fuglinum en án árangurs hingað til. „Við höfum reynt að sæta lagi og ná svaninum, en ekki haft er- indi sem erfiði hingað til. Hætt er við að ólin herðist smám sam- an að hálsi svansins og ljóst að ekki er hægt að láta fuglinn af- skiptalausan. Ef ekki tekst að ná svaninum, þá verður að farga honum,“ sagði Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur- borgar, í samtali við Mbl. Samband sjávarvöruframleiðenda við Norður-Atlantshaf: Ver 39 milljónum kr. til að auka fiskneyzlu - hlutur íslands rúmar 11 milljónir Mokveiði á loðnunni: Fyllti sig og tvo aðra í einu kasti 1 kjölfar samninga og gengisfellingar: Verðbólga 26 %—28 % að meðal- tali 1985 — gæti orðið allt að 40 % á fyrsta ársfjórðungi VERÐBÓLGA á næsta ári verður líklega á bilinu 26—28% að meðaltali. Á fyrsta fjórðungi ársins 1985 gæti hún orðið enn meiri eða ailt að 40%, skv. upplýsingum Hallgríms Snorrasonar, hag- fræðings hjá Þjóðhagsstofn- un. „Okkar spá er byggð á þeim kjarasamningum, sem gerðir hafa verið og þeirri gengisbreytingu sem tilkynnt hefur verið,“ sagði hann. „Samkvæmt því gerum við ráð fyrir að verðlag geti orðið tvöfalt hærra en stefnt hefur verið að. Hækkanir verða væntanlega mestar fyrst en síðan dregur úr þeim. Á þessari spá eru ýmsir fyrirvarar — hún er m.a. miðuð við þekkta samninga og gæti auð- veldlega breyst ef til dæmis verð- ur samið aftur síðari hluta ársins 1985. Breytingar á sköttum, toll- um, niðurgreiðslum og þróun í peningamálum gæti auðvitað breytt þessum tölum," sagði Hall- grímur Snorrason. Við gengisfellinguna sem ákveðin var á mánudag hækka innfluttar vörur yfirleitt um 13 til 15% í athug- un sem Mbl. gerói I gær á nokkrum tegundum heimilistækja og fleiru voru hækkanirnar á bilinu 11,8% til 15,6% „Venjuleg Volvo-bifreið", það er Volvo 244 DeLuxe árg. 1985, kost- ar nú 592 þúsund, hækkaði um 15,6%. Þvottavél af algengri stærð NÚ ER unnið að endurvakningu Sambands sjávarvöruframleiðenda við Norður-Atlantshaf (North Atlant- ic Seafood Association, NASA), en í því eiga íslendingar sæti ásamt fleiri þjóðum við Norður-Atlantshaf. Meg- inverkefni þess er að auka fisk- og gerð kostar 22.564 kr., hækkaði um 15,2%. Ein tegund af þurrkara kostar 19.736 kr., hækkaði um 14,5%. Meðalstór kæliskápur kost- ar 19.126 kr., hækkaði um 12,8%. 300 lítra frystikista í verslun einni kostar 22.289 kr., hækkaði um 13,4%. 22 tommu sjónvarp af al- gengri tegund kostar 40.800 kr., hækkaði um 11,8%, og myndseg- ulband af algengrj gerð kostar 44.500 kr., hækkaði um 14,4%. neyzlu í Bandaríkjunum og þá sér- staklega á flski af sambandssvæð- inu. Formaður NASA er Othar Hansson, söluframkvæmdastjóri Coldwater. Guðmundur H. Garðarsson, blaðafulltrúi SH og Coldwater, sagði í samtali við Morgunblaðið, að á hauststjórnarfundi Coldwat- er hefði verkefni NASA verið rætt, en sambandið hefur nú ákveðið að verja um 39 milljónum króna, einni milljón dollara, á fjárhagsárinu 1984 til 1985 til að hafa áhrif til aukningar fisk- neyzlu í Bandarikjunum. Aðildarríki sambandsins eru Kanada, Danmörk og Færeyjar, Grænland, ísland og Noregur. Framlag Kanada til NASA er mest landanna, rúmar 20 milljónir króna (518.000 dollarar), framlag íslands er rúmar 11 milljónir króna (283.200 dollarar). Framlag hinna landanna er minna. NASA var stofnað fyrir um það bil 10 árum. „ÞAÐ ER þvflík mokveiði á loðn- unni nú, að maður hefur varla þekkt annað eins. Bátarnir fylla sig flestir í einu kasti og algengt er að þeir fylli aðra líka. Svanurinn fékk 1.500 lesta kast í síðustu veiðiferð og dugði það til að fylla hann, Ljósfara og fór langt með að fylla þann þriðja. Það er óhætt að segja að karlarnir kunni vel við svona veiði, minnsta kosti á Ljósfaranum," sagði Andrés Krist- jánsson hjá Loðnunefnd, er Morgun- blaðið innti hann eftir gangi veið- anna. Loðnuflotinn er nánast allur að veiðunum austur af Glettingi og hafa bátarnir landað að mestu á Austfjarðahöfnum, en einnig hef- ur nokkru verið landað í Vest- mannaeyjum, á Akranesi, í Fær- eyjum og Danmörku. Þróarrými er nú á þrotum fyrir austan og móttaka í Fuglafirði i Færeyjum hefur verið stöðvuð um stundar- sakir vegna skorts á þróarrými, en verksmiðjan þar tekur einnig á móti kolmunna af heimabátum og sitja þeir fyrir með löndun. Heildaraflinn síðasta sólar- hring nam 20.500 lestum af 29 skipum. Ákærður fyrir misferli með greiðslukort: Af „svarta listanum" með því að skipta um nafnnúmer MAÐUR nokkur hefur verið ákærður af embætti ríkissaksókn- ara fyrir misferli með Visa-kort. Hann hafði lent á „svörtum lista“ bankanna vegna vanskila og því ekki í mörg hús að venda hvað áhrærði lánstraust. Hann brá því á það ráð að fella niður fyrra nafn sitt og fékk nýtt nafnnúmer hjá Hagstofu íslands. Sem „nýr mað- ur“ með flekklausa fortíð í viö- skiptum sínum við bankastofnanir sótti hann um Visa-greiðslukort hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar og fékk eitt slíkt Eftir að hafa fengið greiðslu- kort fór maðurinn í verzlunar- leiðangur. Á skömmum tíma verzlaði hann fyrir liðlega 160 þúsund krónur og „greiddi“ að sjálfsögðu með kortinu. Greiðsl- ur bárust ekki til Sparisjóðsins frá manninum og var hann kærður. Maðurinn er ákærður fyrir umboðssvik, fyrir brot á 249. grein hegningarlaganna, sem hljóðar svo: „Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 ár- um og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi." Til vara er krafizt refsingar samkvæmt 248. grein laganna. Þetta er fyrsta ákæran sem gefin er út hér á landi fyrir meinta misnotkun á greiðslu- kortum. Innfluttar vörur hækka um 13-15%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.