Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Þrjú fréttaskot Það er annars einkennilegt, hve sumar fréttir hræra uppí sálar- tötrinu, skjóta jafnvel upp kollin- um í draumaheiminum. Persónu- lega finnst mér oft fréttir í sjón- varpi hafa mestu áhrifin, því það er stundum eins og þulirnir séu að segja manni frá einhverju, sem þeir sjálfir hafi lent í eða frétt af. Já, svo sannarlega er sjónvarpið áleitinn miðill. Því til sönnunar vil ég hér nefna þrjár stuttar fréttir, er bárust af skján- um á mánudagskveldið var. Hér er auðvitað um persónulegt „fréttamat" mitt að ræða, en þessi þrjú fréttaskot höfðu það mikil áhrif á huga minn, að skyndilega fannst mér íslenskur veruleiki blasa við mér í nýju og fersku ljósi. Fyrsta fréttin greindi frá 12% gengislækkun, og var hnýtt aftan við hana yfirlýs- ingu frá oddvita ríkisvaldsins, í þá veru, að hér væri raunar búið að taka til baka að hluta þá launahækkun er nýlega hefði samist um, en að ríkisvaldið myndi bæta launþegum upp skerðinguna. Fréttaskot númer tvö sýndi inní pólska kirkju, þar sem menn gengu um og andæfðu við sálmasöng aðför ríkisvaldsins að nýstofnuðum mannréttinda- samtökum. Þriðja fréttaskotið sýndi okkur inní fundarsal rúm- enska kommúnistaflokksins, þar sem menn klöppuðu í kór að venju fyrir oddvita ríkisvaldsins, er þar ber nafnið Nicolae Ceaus- escu. Ég sagði hér fyrr, að þessi þrjú fréttaskot hefðu sýnt mér ís- lenskan veruleika í „ ... nýju og fersku ljósi“. Ég átti við, að á ein- hvern undarlegan hátt samtvinn- uðust fréttirnar af ríkisvaldinu á íslandi og í Rúmeníu og Póllandi saman í huga mér, að afloknum fréttatímanum. Ég fór að velta fyrir mér, hvort það þýddi nokk- uð fyrir almenning yfirleitt að andæfa stefnu stjórnvalda, til dæmis með því að heyja verk- fallsbaráttu. Ríkið fer sínu fram hvað sem tautar og raular. Því er í lófa lagið að stjórna kaupgjaldi með gengisbreytingum og ... öðrum aðgerðum í peningamál- um, einsog það er kallað á seðla- bankamáli. Auðvitað er stigs- munur á yfirgangi ríkisvaldsins eftir því, hvort þú býrð austan tjalds eða vestan, fulltrúar mannréttindasamtaka hérlendis þurfa ekki að flýja inní kirkjur undan lögregluhundum ríkis- valdsins, og oddviti ríkisvaldsins á ekki eingöngu jábræður, er lofa hann eins og guð almáttugan. Þökk sé Guði fyrir að hér á ríkis- valdið hverju sinni ekki eingöngu jábræður. Sá eðlismunur er líka hér á, að í Póllandi og í Rúmeniu er ríkið raunar eina leyfða fyrirtækið i landinu. Þannig sér það auðvitað alfarið um samninga milli launa- manna og atvinnurekenda. Hér á landi er „ríkið" aðeins eitt af fjöl- mörgum fyrirtækjum lands- manna, kannski það stærsta og voldugasta, en bara eitt af mörg- um, minnumst þess. Mér finnst einhvernveginn, að framkvæmda- stjórar þessa mikla fyrirtækis eigi ekkert með að ráðskast með þá launasamninga er gerðir eru í öðrum fyrirtækjum á landi voru. Þeir ættu fremur að fara að for- dæmi forstjóra vel rekinna fyrir- tækja, er greiða hæfum starfs- krafti góð laun. Ég held að fáir vilji, að fréttamyndir berist héð- an af landi voru er sýna launþega á flótta inni kirkjur, eða fram- kvæmdastjóra Ríkis sf. á halle- lújasamkomu, hyllandi stjórnar- formanninn einsog Guð almátt- ugan. Olafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Mysa og skyr ■i í kvöld sýnir 40 sjónvarpið ann- an þáttinn í myndaröðinni „Matur og næring". Þáttur þessi fjallar um mjólk og mjólkurmat og verða þar kynntar þær uppskriftir, sem hér birtast. Mysudrykkur l'h dl mysa 2'/2 dl appelsínuþykkni þunnar appelsínusneiðar vínber eða jarðarber ísmolar 1. Blandið saman mysu og appelsínuþykkni í glæra skál. 2. Látið örþunnar appel- sínusneiðar út i ásamt vínberjum eða jarðarberj- um og ísmolum. Skyrsósa á grænmetis- eða ávaxtasalat 'h lit.il skyrdós 'h dl appelsínuþykkni 'h dl vatn klipptur graslaukur eða blaðlaukur eftir smekk Blandið saman skyri, app- t elsínuþykkni og vatni og bætið klipptum graslauk eða blaðlaukssneiðum út i. Nkyrýsa 1 lítill blaðlaukur eða lítill laukur 1 ýsuflak 'h tsk. salt 1 msk. sítrónusafi 'h. lítil skyrdós 3 msk. olíusósa 1 tsk. karrý Graslaukur eða steinselja til skrauts. 1. Látið púrru- eða lauksneiðar í smurt eld- fast mót. 2. Leggið roð- og bein- hreinsað fiskflak ofan á. 3. Stráið salti yfir og hell- ið sítrónusafanum yfir. 4. Hrærið saman skyri, olíusósu og karrýi og breiðið það yfir fiskinn. 5. Bakið neðarlega í 200°C heitum ofni í 20—30 mín. Berið réttinn fram með soðnum kartöflum, hráu salati og grófu brauði. GERILSNEYDD NYMJOLK 2 LiTRAR GEHÍLSHEVÖO NÝMJÖLK 2 LlTRAR MIÐVIKUDAGUR 21. nóvember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöldinu áö- ur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.t5 Veöurfregnir. Morgunorð: Guömundur Hallgrlmsson talar. 9.00 Fréttir. 94)5 Morgunstund barnanna: .Breiðholtsstrákur fer I sveit" eftir Dóru Stefánsdótt- ur. Jóna Þ. Vernharösdóttir les (16). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 104» Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10A5 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Or ævi og starfi Islenskra kvenna. Umsjón: Björg Einarsdóttir. 11.45 Islenskt mál. Endurtekinn þátlur Guörúnar Kvaran frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12^0 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.20 Barnagaman. Umsjón: Gunnvðr Braga. 144» A bókamarkaöinum. Andrés Björnsson sór um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 Miödegistónleikar. a. Fllharmonlusveitin I Los Angeles leikur „Candide”, forleik eftir Leonard Bern- stein; höfundurinn stj. og „Sirkus-polka eftir Igor Stravinsky; Zubin Mehta stj. b. St. Martin-in-the-Fields- hljómsveitin leikur Menuett I E-dúr op. 13 eftir Luigi Boccherini; Neville Marriner stj. 14.45 Popphólfið. — Jón Gústafsson. 15J0 Tilkynningar. Tónleikar. 164» Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slödegistónleikar: islensk tónlist. Sinfónlu- hljómsveit íslands leikur. 19.15 Attanstund Barnapáttur með innlendu og erlendu efni: Söguhorniö — Karlinn I kúluhúsinu (1). Höfundur Guörún Asmunds- dóttir les. Litli sjóræninginn, Tobba og Högni Hinriks. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Matur og næring 2. Mjólk og mjólkurmatur I pessum pætti verður fjallaö um hollustu mjólkur og mjólkurafurða. bæöi fyrlr börn og fullorðna, og kynntir mjólkurréttir. Gestir I pættin- Um- ræður unga fólksins Indira Gandhi Indira Gandhi ■ í kvöld sýnir 10 sjónvarpið við- tal írska sjón- varpsins við Indiru Gandhi, forsætisráðherra Indlands, sem mvrt var fyrir skömmu. I þætti þessum segir Gandhi meðal annars, að óróleiki í Indlandi, sérstaklega varðandi sikka, sé póli- tísks eðlis en ekki trúar- legs og að hún og ríkis- ÚTVARP Stjórnendur: Páll P. Pálsson, Þorkell Sigurbjörnsson og Guðmundur Emilsson. Ein- leikarar: Hans Ploder Franzson og Hafliöi Hall- grímsson. a. Fagottkonsert eftir Pál P. Pálsson. b. Tvö lög úr Melodlu I út- setningu Þorkels Sigur- björnssonar. c. Sellókonsert „Ulysse ri- torno" eftir Þorkel Sigur- björnsson. 17.10 Slðdegisútvarp. Tilkynn- ingar 1845 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 194» Kvöldfréttir. Tilkynningar. SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 21. nóvember um verður Jón Óttar Ragn- arsson, dósent. Umsjónarmaður Laufey Steingrímsdóttir, dósent. Upptöku stjórnaöi Kristln Pálsdóttir. 21.15 Þyrnifuglarnir Rmmti páttur. Framhaldsmyndaflokkur I tlu þáttum, gerður eftir sam- nefndri skáldsðgu Colleen McCulloughs. Efni sföasta þáttar: Ralph de Bricassart fer til Sidney par sem hans blður aukinn frami en á Drogheda gerast vá- legir atburðir. Þangaö spyrst stjórn hennar hafi fylgi meirihluta sikka. Hún segir einnig, að hún muni taka virkan þátt I ind- versku þjóðlífi svo lengi sem hún lifi. Viðtal þetta var tekið við Indiru hinn 18. águst, en hún var skot- in til bana síðasta dag októbermánaðar og var þar að verki einn lífvarða hennar, sem er sikka- trúar. 19.50 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum“ eftir Jón Sveinsson. Gunnar Stefáns- son les pýöingu Freysteins Gunnarssonar (4). 20J20 Mál til umræöu. Matthlas Matthlasson og Þóroddur Bjarnason stjórna umræöupætti fyrir ungt fólk. 214» „Let the People Sing“ 1984. Alpjóöleg kórakeppni á veg- um Evrópusambands út- varpsstöðva. 2. páttur. Um- sjón: Guðmundur Gilsson. I pessum pætti verður sagt frá keppni barnakóra. 21.30 Útvarpssagan: I aö Frank hafi verið dæmdur I ævilangt fangelsi fyrir morö. Skógareldur kviknar og Paddy ferst viö að bjarga búfénu. Villigöltur verður yngsta bróöurnum aö bana. Séra Ralph kemur I heim- sókn og Meggie reynir enn aö vinna ástir hans. Þýöandi Oskar Ingimarsson. 22.10 Indira Gandhi Viötal sem fréttamaður Irska sjónvarpsins átti við hinn ný- látna forsætisráöherra Ind- lands 18. ágúst sl. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.40 Fréttir I dagskrárlok. ■■ Matthías Matt- 20 híasson og Þór- oddur Bjarna- son stýra í kvöld umræðu- þætti fyrir ungt fólk og nefna þeir þátt sinn „mál til umræðu“. Þetta er annar þáttur þeirra og munu þeir í kvöld fjalla um skiptinema. Fjölmarg- ir íslendingar hafa farið sem skiptinemar til út- landa á síðastliðnum ár- um og ekki hafa útlend- ingarnir verið færri sem hingað hafa komið, eins og gefur að skilja. Matthí- as sagði, að umræðurnar í kvöld yrðu í beinni út- sendingu og ættu hlust- endur kost á að hringja í þáttinn með fyrirspurnir. „Við höfðum sama hátt- inn á í fyrsta þætti okkar, en þá fjölluðum við um fíkniefnamál og komust færri að en vildu í síman- um. Við ætlum að reyna að bæta úr því f kvöld og viljum benda fólki á að hafa fyrirspurnir stuttar og hnitmiðaðar," sagði Matthías Matthíasson að Iokum. I Grettis saga. Oskar Hall- dórsson les (4). 22.00 Horft I strauminn með Úlfi Ragnarssyni. (RÚV- AK). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Tlmamót. Þáttur I tali og tónum. Um- sjón: Arni Gunnarsson. 23.15 Nútfmatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynn- ir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RÁS 2 10.00—12.00 Morgunþáttur Róleg tónlist. Viðtal. Gesta- plötusnúöur. Ný og gömul tónlist. Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Jón Ölafsson. 14.00—15.00 Út um hvippinn og hvappinn Létt lög úr ýmsum áttum. Stjórnandi: Inger Anna Aik- man. 15.00—16.00 Ótroönar slóöir __ Kristileg popptónlist. Stjórnendur: Andri Már Ing- ólfsson og Halldór Lárusson. 18.00—17.00 Nálaraugaö Djass rokk. Stjórnandi: Jónatan Garö- arsson. 17.00—18.00 Tapaö fundið Sögukorn um soul-tónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sig- fússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.