Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Bretar vilja kynna sér „líbf ska samsærið" * Kairó, EgypUlandi, 20. nÓTember. AP. BRESK stjórnvöld hafa lýst yfir að þau hafi í hyggju að yfirheyra tvo Breta sem lögreglan í Egyptalandi handtók í gær fyrir meinta aðild að samsæri um að myrða ýmsa af helstu þjóðarleiðtogum heimsins, m.a. Margréti Thatcher forsætis- ráðherra Bretlands, Helmut Kohl kanslara Vestur-Þýskalands og Fahd konung Saudi-Arabíu. Samsærið segja Egyptar af líb- ýskum toga spunnið, tveir til við- bótar voru einnig handteknir, báð- ir Líbýumenn. Handtökurnar komu í kjölfarið á miklu hitamáli, er Egyptar sviðsettu morð á Bakoush, fyrrum forsætisráð- herra Líbýu, og gerðu það svo vel að ríkisútvarpið líbýska greindi frá því að „sjálfsmorðssveitir hlið- hollar Gaddafí hefðu myrt flökku- dýrið Bakoush og hefðu það verið makleg málagjöld fyrir hann“. Bretarnir tveir sem um ræðir heita Anthony William Gill, 48 ára, og Godfrey Philip Shiner, 47 ára. Egypskir leyniþjónustumenn fóru með annan þeirra í banka einn í miðborgi Kaíró í gærmorg- un til að taka út 90.000 dollara sem áttu að sögn að vera hlutur hans fyrir morðin. Fréttamenn sem fylgdust með gátu ekki séð hvort viðkomandi var Gill eða Shiner, því hann skýldi andliti sínu með tösku. Vangaveltur um heilsu Marcosar Forsetinn hefur ekki sést í tvær vikur Mmnila, FUippneyjam, 20. nÓTember. AP. ÞÆR SÖGUR hafa gengið fjöllun- um hærra á Filippseyjum síðustu daga, að Ferdinand Marcos sé ann- að hvort orðinn afar heilsuveill, á grafarbakkanum eða hreinlega all- ur. Hann væri nýrnaveikur og það studdi sögurnar að Marcos hafði ekki sést opinberlega í tvær vikur. Lesin var tilkynning í útvarpi sem undirrituð var af forsetanum og sagði hann þar að hann „væri hress og stjórn landsins væri í traustum höndum sínum". Hann neitaði því þó ekki í pistlinum að hann hefði gengist undir meiri háttar skurðaðgerð, en það hafði komið fram í víðlesnu dagblaði á Filippseyjum. Þá grein hafði fyrr- um upplýsingamálaráðherra i stjórn Marcosar, Francisco Tadad, ritað og sagði að sögur um ólækn- andi nýrnasjúkdóm forsetans ættu við rík rök að styðjast. Tadad ritaði jafnframt, að það væri ekki ljóst hvort Marcos væri búinn að ná sér. Fréttafulltrúi forsetans, Amante Bignorina, sagði ekkert hæft í því að Marcos hefði verið skorinn upp, þvert á móti hefði hann dvalið í bústað sínum sfð- ustu viku og haft samband þaðan við ýmsa af ráðherrum sínum. Marcos kom fram í sjónvarpi á fimmtudaginn, en talið er að þar hafi gömul spóla verið sýnd. For- setinn hefur ekki sést fyrir utan heimili sitt í alls tvær vikur. Sög- urnar fengu þó ekki byr undir báða vængi fyrr en að lokinni fyrri vikunni. Mál þetta hefur vakið mikla at- hygli í Bretlandi og fjölskyldur mannanna tveggja hafa lýst þeim sem miklum öðlingum sem geti vart gert flugu mein, hvað þá ver- ið forhertir leigumorðingjar. Álandseyjar: Hjörtur í stað ljóns Stokkhólmi, 20. nÓTember. AP. NÚ Á AÐ skipta um merki á búning- um lögreglumanna á Álandseyjum og veróur finnska Ijónið ásamt brugðnum brandi látið víkja. Heimastjórnin í Mariehavn hef- ur ákveðið að ljónið víki fyrir hirt- inum í skjaldarmerki Álandseyja. Hjörturinn minnir á að eitt sinn voru þar veiðilendur sænskra kon- unga. I nokkur ár hefur lögreglan á Álandseyjum verið undir heima- stjórnina sett, en ekki ríkið. Og nú á það að sjást á búningum lög- reglumannanna. Til öryggis á orð- ið „lögregla" að standa við hliðina á hirtinum. Þetta er Ijósmyndin, sem Tatiönu Yankelevich barst fyrir skömmu af þeim Jelenu Bonner og Andrei Sakharov. Tatiana er búsett í Massachussetts í Bandaríkjunum og segir hún, að þetta sé fyrsta myndin sem sér hafi borizt af móður sinni og Sakharov frá því í marz sl. Ljósmynd af Jelenu Bonner og Sakharov Á að vera sönnun um, að þau séu enn á lífi Newton, MaasachusseUs, 20. dót. AP. TATIÖNU Yankelevich, stjúpdóttur sovézka andófsmannsins Andrei Verðbólgustigið hátt í Danmörku á alþjóðlegan mælikvarða VERÐBÓLGUSTIG er enn mjög hátt I Danmörku í hlutfalli við verðþróun í mikilvægustu viðskiptalöndum Dana, aðþví er fram kemur í grein í síðasta tölublaði danska blaösins Börsen. Sést m.a. á „verðbólguvog", sem fylgir með greininni, að verðbólgan í Danmörku hefur verið 6,6% á timabilinu ágúst '83 til ágúst ’84 og hefur á sama tímabili aðeins verið meiri á Ítalíu (10,8%) og í Svíþjóð (7,8%), sé horft til aðalviðskipta- landanna. í Frakklandi er verðbólgan af sömu stærðargráðu og í Danmörku, eða 6,6%. í Noregi er verðbólga lægri, eða 6,2%, en mun lægri í Englandi, 4,9%, og Bandaríkjunum, 4,1%. Lítill verðbólguhraði Vestur-Þýskaland, Japan og Holland eru áfram sér á báti með afar lítinn verðbólguhraða. f Vestur-Þýskalandi, þar sem verðbólgan fór allar götur niður í 1,7% í ágústmánuði, hefur vöruverð greinilega farið lækkandi á undan- förnum mánuðum, eins og 1 Hol- landi, þar sem verðbólgan var 2,8% í agúst á þessu ári Þessu er öfugt farið i Japan, sem var með 2,6% verðbólgu í ágúst- mánuði. Þar hefur vöruverð farið lítillega hækkandi á undanförnum mánuðum. f öllum þeim löndum sem hér um ræðir er verðbólgustigið á hverjum tíma reiknað út eftir hækkun á vísi- tölu vöruverðs i næsta mánuði á undan miðað við sama mánuð árið áður. Þar sem vístala vöruverðs er reiknuð beint eftir því verði, sem vörurnar kosta í verslunum þegar útreikningurinn fer fram, fer ekki hjá því, að hægt er að hafa áhrif á þessa vísitölu til hækkunar eða lækkunar með breytingu á óbeinum sköttum eða eftir öðrum pólitískum leiðum. Á ftalíu, sem hefur hæst verð- bólgustig þessara landa, hefur dregið um næstum tvö prósentustig úr verðbólguhraðanum frá áramót- um. Að því er Svíþjóð varðar benda síðustu tölur til að vérðhækkanir fari vaxandi, öfugt við það sem hef- ur verið undanfarna mánuði. Stöðugar hækkanir í Danmörku hefur verðlag hækk- að jafnt og þétt á síðustu mánuðum. Og verðlag á matvælum og elds- neyti nú undanfarið bendir ekki til að neitt lát ætli að verða á þessum hækkunum á næstu mánuðum. Sé litið yfir árið 1984 sem heild, mun visitala vöruverðs hækka um u.þ.b. 7% og er það svipuð hækkun og varð allt árið í fyrra. 7%hækkun Vísitala heildsöluverðs, sem mæl- ir verðlag á fyrsta viðskiptastigi, án tillits til þess hvort vörurnar eru framleiddar heima eða erlendis, hækkaði um 7% miðað við ágúst 1983. Heildsöluvísitala danskfram- leiddu varanna hefur þó hækkað ívið meira, eða um 6,5%, a milli samanburðarmánaðanna (ágúst ’83 og ágúst ’84), en sama vísitala inn- fluttra vara hækkaði um u.þ.b. 6%. Vísitala hráefnaverðs sem sýnir island 18 16 14- 12 italía 10- 8 Svíþjóð Danmörk Frakkland 6- ' Noregur England 4- Bandarikin Holland Japan 2- Vestur-Þýskaland f & Sakharov, hefur borizt ljósmynd af móður hennar, Jelenu Bonner og Sakharov. Fylgdi sú orðsending myndinni, að hún hefði verið send til þess „að sannfæra þig um það um síðir, að við enim á lífi.“ „Eg held, að þetta sé raunveruleg mynd af þeim, sagði Tatiana Yankelevich. „Myndin virðist ekki vera eftir- gerð.“ Tatiana tók það fram, að þetta væri fyrsta myndin, sem sér hefði borizt af móður sinni frá því í marz sl. og væri myndin sönnun þess, að hún væri komin til Sakh- arhovs. „Það er mér léttir að sjá þau saman, en myndin segir ekki mikið og orðsendingin segir ekkert um heilsufar þeirra né heldur um, við hvaða aðbúnað þau búa,“ sagði Tatiana Yankelevich ennfremur. Hún kvaðst álíta, að umslagið með myndinni og orðsendingunni hefði verið opnað af sovézkum yf- irvöldum, áður en það var sent til Bandaríkjanna. Sakharov, sem stjórnaði rann- sóknum Sovétmanna fyrir fram- leiðslu fyrstu vetnissprengju þeirra, var rekinn í útlegð frá Moskvu til borgarinnar Gorky ár- ið 1980 fyrir gagnrýni sína á inn- rás Sovétmanna í Afganistan. Afganskir andspyrnumenn: Grönduðu 4 þyrlum Verðbólguvogin sem tekin er úr Börsen sýnir hækkun vöruverós í umræddum löndum í einu ári, frá því í ágúst ’83 þangaö til ágúst ’84. Islandi var bætt í hópinn, en þar var hækkun framfærsluvísitölu á fyrr- nefndu tímabili 18,8%. verðlag á mikilvægustu innfluttu og óunnu hráefnunum, svo og elds- neytisverð, var um 7% hærri í ág- úst ’84 en í ágúst ’83. Verðhækkunin á þessu ári hefur orðið ívið meiri en hinu síðasta og virðist ekki útlit fyrir breytingu til lækkunar á næstunni, haldist doll- araverð jafnhátt og verið hefur. Nýjn Delhí, 20. BÓTeinber. AP. AFGANSKIR andspyrnumenn gerðu Sovétmönnum slæmar skráveifur í síðustu viku eftir því sem vestrænir stjórnarerindrekar í Delhí höfðu eft- Júgóslavía: Heimsmet á fjölunum Belgrad, 20. nóvember. AP. NÝLEGA bætti júgóslavneski leikar- inn Miroslav Mihajlovic eigið heims- met í gamanieik og einleik, að sögn Tanjug-fré ttastof u nnar. Mihajlovic var stanslaust á sen- unni í 50 klukkustundir, skipti 150 sinnum um búninga og fór með leiktexta eftir 93 innlenda og er- lenda höfunda. Miroslav Mihajlovic gekk allt í haginn, meðan á þessu stóð, utan einu sinni er hann missti röddina smátíma. En hann hélt áfram að leika þrátt fyrir raddleysið og lét þá látbragðsleikinn nægja á með- an. ir áreiðanlegum en þó ónafngreind- um heimildum. Andspyrnumennirnir skutu niður fjórar sovéskar þyrlur í þremur mismunandi bardögum og sagði vestrænn stjómarerindrek- inn athyglisvert, að atburðirnir hefðu gerst á slóðum þar sem sov- éski herinn og afganski stjórnar- herinn hafa til þessa haft töglin og hagldirnar, m.a. í Logar-dal skammt frá höfuðborginni Kabul. Einn sovéskur hershöfðingi lést er ein þyrlan var skotin niður og annar var handtekinn eftir að hafa svifið til jarðar í fallhlíf. Þá gómuðu andspyrnumenn framkvæmdastjóra úr leynilög- reglu Kabúlstjórnarinnar, Hassan Shan ofursta, og var hann líflát- inn. Loks má geta þess að and- spyrnumenn létu til sín taka í höf- uðborginni Kabúl eftir að rökkva tók síðustu viku eins og venja hef- ur verið og hermdu fregnir að að- gerðir þeirra hefðu verið „í meðal- lagi“. Skutu þeir eldflaugum að nokkrum skotmörkum, en ollu heldur litlu tjóni að þessu sinni og einnig sáralitlu manntjóni ef nokkru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.