Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, simi 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakið. Klukkan færð til baka Strax daginn eftir að efni nýgerðra kjarasamninga var kynnt kom það fram í yfir- lýsingum almennra launþega meðal annars í viðtölum við þá hér í Morgunblaðinu, að þeir litu þannig á að kaupmáttur væri ekki tryggður þótt krón- unum fjölgaði í launaumslag- inu. Nú hefur sannast að þessi skoðun var rétt, enda byggðist hún á langri og dýrkeyptri reynslu á verðbólguáratugnum. Með því að fella gengið um 12% hefur klukkan verið færð til baka. Þegar gengisfellingin er met- in er nauðsynlegt að líta á þær yfirlýsingar sem henni fylgdu. í samtali við Morgunblaðið sagði dr. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri: „Þetta er minnsta gengisbreyting, sem hægt var að komast af með til að endur- heimta þá stöðu, sem atvinnu- vegirnir höfðu fyrir hækkun launakostnaðar nú í haust." Og í fréttatilkynningu Seðlabank- ans segir: „Þeirri gengisbreyt- ingu, sem nú hefur verið ákveð- in, er eingöngu ætlað að endur- reisa þau rekstrarskilyrði, sem atvinnuvegunum voru búin fyrir launahækkanirnar." í hin- um tilvitnuðu orðum felst, að með gengislækkuninni er ekki tekið á þeim vanda sem við sjávarútveginum blasti fyrir kjarasamningana og enn er óleystur. Þar eru ekki öll kurl komin til grafar enn, samning- ar við sjómenn eru lausir og uppi kröfur um 100% launa- hækkun hjá þeim. Með nýgerðum kjarasamn- ingum var ríkisstjórnin ekki svipt neinum af þeim hag- stjórnartækjum sem hún hefur á valdi sínu. Það lá fyrir áður en til samninganna var gengið að yrði farið út fyrir þau mörk sem atvinnufyrirtækin þyldu væri um tvo kosti að ræða, at- vinnuleysi eða gengisfellingu. Seinni kosturinn hefur verið valinn án þess þó að vandi sjáv- arútvegsins hafi verið leystur. Þá Iiggur ekki heldur enn fyrir hvernig gripið verður á ríkis- fjármálunum. Fjárlaga- frumvarpið sem lagt var fram 10. október síðastliðinn hefur ekki enn verið kynnt á Alþingi, fjárlagaræðunni var frestað. Þangað til að hún eða stefnu- ræða forsætisráðherra hefur verið flutt liggja frekari áform ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum ekki fyrir eða þau markmið sem hún setur sér í þeim efnum á næsta ári. Ljóst er að ríkisstjórnin mun eiga fullt í fangi með að halda sjó í efnahagsmálum á næstu vikum og mánuðum. Hættan er sú að hún sé nú komin inn á svipaða braut og allar stjórnir undanfarin ár. Tíminn fer í það eitt að verjast áföllum. Þessi þróun getur ekki verið neinum fagnaðarefni, þótt úrræðalaus stjórnarandstaða láti eins og stund mikilla sigra sé að nálg- ast. Vandi kennara Kennarar hvaðanæva af landinu láta i ljós álit sitt á síðum Morgunblaðsins í gær og svara spurningum um kjör sín og stöðu. Lesandinn sér það í hendi, að kennarar telja sig síður en svo standa betur að vígi eftir nýgerða kjarsamn- inga BSRB. Fram kemur að þeir hyggja margir á frekari aðgerðir eins og fjöldauppsagn- ir til að treysta stöðu sína. Hér er um vandmeðfarið mál að ræða, sem alls ekki hefur verið skilgreint til neinnar hlít- ar. Auðvitað er það hagsmuna- mál allrar þjóðarinnar en ekki kennara einna að hæft fólk ráð- ist til og starfi við kennslu. Um þá staðreynd þarf ekki að ræða. Björn Ulfar Sigurðsson lærði húsgagnasmíði en kennir nú handmennt í Hagaskólanum í Reykjavík. Hann sagði meðal annars: „Fyrir sautján árum var betra að vera kennari en húsgagnasmiður. Nú hefur dæmið snúist við ...“ Hér er komið að kjarna málsins. Sam- anburður kennara og raunar annarra opinberra starfs- manna við kjör fólks á hinum almenna vinnumarkaði veldur hvað mestri reiði. Hvaða skýr- ing er á því að opinberir starfsmenn hafa dregist jafn mikið aftur úr og raun ber vitni? Ekki er því um að kenna að þeir hafi ekki verkfallsrétt. Þeir höfðu hann hins vegar ekki fyrir sautján árum. Á því árabili sem hér um ræðir hafa þeir stjórnmálaflokkar verið lengst við völd sem segjast standa vörð um allt á vegum ríkisins í nafni vinstrimennsku. Á þessum árum hefur opinber- um starfsmönnum einnig fjölg- að mikið, ekki síst kennurum. Fjöldauppsagnir kennara eru neyðarúrræði sem engu bjarg- ar. Hitt er brýnna að af hálfu stjórnvalda og kennara veljist hæfir menn til þess að grand- skoða af sanngirni og yfirsýn hvernig leystur verði vandi kennara og þar með þjóðarinn- ar allrar í skólamálum. Konur verða að sækja sinn hlut sjálfar — Spjallað við Aðalheiði Bjarnfreðs- dóttur í tilefni af ASÍ-þingi sem hefst eftir helgina ÞING Alþýðusambands íslands hefst hinn 26. nóvember næstkomandi og munu yfir fimm hundruð fuiltrúar sækja þingiö víðsvegar að af landinu. I þeirra hópi er Aðaiheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Starfsmannafélagsins Sóknar, en Aðalheiður á einnig sæti í miðstjórn Alþýðusambands íslands. í tilefni af þinginu hafði Morgunblaðið samband við Aðalheiði og lagði fyrir hana nokkrar spurningar um stöðu og stefnu ASÍ, og þá einkum með tilliti til stöðu kvenna innan verkalýðshreyfingarinnar. „Það hefur sýnt sig, að konur eitthvert náttúrulögmál. Það hlýt- verða að sækja sinn hlut sjálfar," sagði Aðalheiður, er þessi mál bar á góma. „Það hefur talsvert verið um það rætt að undanförnu, hvað hlutur kvenna hefur verið lítill í stjórn heildarsamtaka verkalýðs- félaganna innan ASÍ. 1 þessu sam- bandi má minna á, að í miðstjórn ASÍ sitja nú aðeins tvær konur. Þetta er auðvitað óviðunandi að mínum dómi. Mér finnst það vera sjálfsagt réttlætismál, að konur eigi fulltrúa í hlutfalli við fjölda þeirra í sambandinu, en konur eru nú um 40% af heildarfjölda með- lima í ASÍ.“ En hver er ástæðan fyrir þessu misræmi? „Það eru margar samvirkandi ástæður fyrir þessu misræmi. Ein er sú, að formenn iandssamband- anna eru allir karlmenn, jafnvel þótt í sumum tilfellum sé meiri- hluti aðildarfélaga konur. Síðan er það orðin eins konar hefð að for- mennirnir séu I miðstjórn og þar af leiðandi fara þessir karlmenn sjálfkrafa í miðstjórnina. Ég er engin kerfiskerling og get því ekki séð að þessi hefð þurfi endilega að vera föst og óhögguð eins og ur að vera hægt að finna ýmsar leiðir til að tryggja áhrif for- manna landssambandanna á stjórn samtakanna, án þess að þeir þurfi endilega að vera í mið- stjórn. Fjölgun í miðstjórn komi konum til góða „Hitt er svo annað mál, að á meðan þessi hefð er fyrir hendi, finnst mér eðlilegt að allir for- menn landssambandanna sitji í miðstjórn, en eins og nú er eru tveir þeirra utan stjórnar. Og það er auðvitað óréttlæti gagnvart fé- lagsmönnum viðkomandi lands- sambanda," sagði Aðalheiður ennfremur. „Til að lagfæra þetta mætti fjölga fulltrúum í miðstjórn og með því mætti jafnframt skapa möguleika til að taka fleiri konur þar inn. Með þessu er ég ekki að íýsa vantrausti á þá sem sitja fyrir í miðstjórninni. Þvert á móti, því þetta eru allt mætir menn, sem þar sitja. Mér finnst bara sjálfsagt réttlætismál, að úr þvi að þessi hefð er svona rík, að formenn landssambanda séu nán- Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formað- ur starfsmannafélagsins Sóknar og stjórnarmaður í miðstjórn ASÍ. ast sjálfskipaðir í miðstjórn, að þá sé eðlilegt að þeir sitji þar allir, enda ætti að vera tiltölulega auð- velt að breyta reglunum til að lag- færa þetta misræmi. Sú leið sem ég sé, er að fjölga fulltrúum í mið- stjórn og um leið að sú fjölgun komi konum til góða.“ Þú talar um að fjölga konum í miðstjórn ASÍ. En getur ekki ver- ið að þáttur þeirra sé svona rýr vegna þess að þær sækjast ekki sjálfar eftir aðild að stjórn sam- takanna og ennfremur að í þeirra hópi hafi ekki komið fram nægi- lega margar frambærilegar konur Jakinn setur svip á borgina. Frá víglsu kranans á laugardag. Morgunblaðið/ÓI.K.Mag. Jaki, gámakrani Eimskips í Sundahöfn, vígðun „Eðlilegt framhald upp- byggingar í Sundahöfnu Kraninn kostaði 74 milljónir HINN nýi gámakrani Eimskips I Sundahöfn var vígður á laugardag við hátíðlega athöfn í Sundahöfn og honum gefið nafnið Jaki, eins og fram kom í Mbl. á sunnudag. Við athöfnina flutti Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður Eimskips, ávarp en Sveinn Jónsson, sem er einn af elstu starfsmönnum Eimskips í Sundahöfn, vígði kranann og gaf honum nafn. Viðstaddir voru flestir starfsmenn Eimskips í Sundahöfn auk ýmissa annarra gesta. Kraninn kostaði um 74 milljónir kr. I frétt frá Eimskip f tilefni vígslu kranans segir m.a. um þróun flutninga og tækni við lest- un og losun flutningaskipa: „Á sjöunda áratugnum urðu kafla- skipti í sögu flutningamála í heiminum. Skip höfðu sífellt farið stækkandi, en aðferðir við lestun og losun þeirra höfðu ekki breyst í langan tíma. Skipin voru þvf sum hver lengur við hafnarbakkann en á sjó og kostnaður vegna þess var um tíma rúmlega 60% af heildar- flutningskostnaði. Fjárfestingar í nýjum, fullkomnari og hagkvæm- ari skipum var þvf ekki nóg til þess að hagræðingin skilaði sér sem skyldi í lægri flutningskostn- aði — meira þurfti að koma til. Með endurskipulagningu og ein- földun flutninga, stærri flutnings- einingum og tilkomu flutnings- bretta náðist strax mikil hagræð- ing í lestun, losun og nýtingu skip- anna. í kjölfarið fylgdi gámurinn, sem í raun má lýsa sem litlu sjálfstæðu vöruhúsi, og um leið breyttust öll vinnubrögð við flutn- inga verulega. Gámurinn er hlað- inn áður en skip koma að bryggju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.