Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 49 Simone og Sartre. Simone og Sartre Jóhanna Kristjónsdóttir Simone de Beauvoir: ADIEUX, a Farcwell to Sartre. ÞýtL- Patrick O’Brian. Útg. Andre Doutsrh & Nicolson 1984. „Þetta er fyrsta bókin mín — og án efa sú eina — sem þú hefur ekki lesið, áður en hún er gefin út. Hún er algerlega helguð og til- einkuð þér og þú hefur ekki hug- mynd um það.“ Þannig byrjar Simone de Beau- voir bókina sem hér um ræðir og titill hennar segir náttúrlega til um efni hennar. Simone skiptir henni niður í kafla, lýsir árunum sem þau áttu saman og mikið var fylgst með og fyrirferðarmikill kafli bókarinnar er einnig samtöl hennar og Sartre sem hún tók upp á segulbönd. Aftast er svo nafna- skrá. Þessi kveðjubók Simone til Sartre sem hún átti samleið með lengi er óvenjulega hreinskilnis- lega gerð, án þess að hún verði óþægilega náin. Þar ræður vitan- lega mestu ritsnilld höfundar og ögun og virðing gagnvart efniviði sínum. Og ekki sízt virðing hennar og ástúð í garð Jean Paul Sartre. Ýmsir munu hafa gagnrýnt Sim- one fyrir of miklar lýsingar í þess- ari bók, á líkamlegri og andlegri hrörnun Sartre, þannig koma þær alls ekki fyrir sjónir, heldur finnst mér einlægnin og elskan stjórna penna hennar. Sartre og Simone voru bæði þeirrar skoðunar að maðurinn ætti að sækjast eftir sannleikan- um, skilgreina hann og gangast við honum og henni bregst hvorki kjarkur, trúnaður og allra sízt bogalistin í þessu. Þó að kaflar séu sumir myrkir lýsir alls staðar í gegn, þörfin að gera einmitt þetta og þar sem það er unnið á heil- steyptan hátt verður úr áhrifa- mikil bók. „Dauði hans skilur okkur að. Dauði minn færir okkur ekki saman aftur. Þannig er það: Það var í sjálfu sér stórkostlegt og fullnægjandi, að við fengum að lifa saman jafn lengi og auðna leyfði," segir hún. Þar birtist lífsskoðun þeirra beggja. Harmur hennar yfir því að hafa misst hann hefur ekki orðið til þess að hún búi sér til „blekkingu" sem hvorugt trúði meðan Sartre lifði. Það er heiðarlegt sjónarmið hvort sem menn eru sammála því eður ei. Og þannig er bókin öll. Sitt eget liv eftir Anna Karin Elstad Anne Karin Elstad: Sitt eget liv Útg. Aschehoug 1983 ÞESSI bók varð umtöluð þegar hún kom út í Noregi fyrir tæpu ári. Hún er eins konar framhald af bókinni Senere, Lene en má þó vel lesa hana sem sjálfstætt verk, þótt ég hefði kosið að hafa séð fyrri bókina eftir því sem á leið lesturinn. Hér segir frá hjónunum Kjell og Lene, sem hafa búið sam- an I hjónabandi í allmörg ár og eiga þrjú börn. Hjónabandið hefur smátt og smátt orðið Lene óbæri- leg kvöl, kúgunin sem hún sætir manneskjulega séð og (náttúrlega) kynferðislega og verður að lokum til þess, að mælirinn er fullur, hún krefst skilnaðar. Kjell vill ekki skilja við Lene, hann vill halda mynstrinu áfram, aukin heldur er honum óskiljanlegt hverslags óhemjugangur og óánægja er í Lene. Síðan er þó ákveðið að skilja og ætlun höfundar er án efa að sýna fram á, að konan ber yfirleitt skarðari hlut frá borði þegar til slíkra slita kemur — í öllum skiln- ingi. Kjell fær samúðina og vinina meðan hún verður að heyja heil- mikla baráttu til að ná fótfestu á ný. Hún kemur sér upp nýjum en skammvinnum kunningjahóp, og svo fer þetta allt að lagast hægt og bitandi, það verður ekki annað séð en hún hafi gert rétt í því að slíta þessu hjónabandi. Hún er sjálf- stæð og óháð og hún er staðráðin í að axla þær skuldbindingar og þá ábyrgð sem slíku sjálfstæði fylgir. Anne Karin Elstad. En þá verður karlmaðurinn Jörgen á vegi hennar. Hann hefur verið giftur Sunnevu, sem var kunningi Lene í bernsku. Og upp- hefst nú mikið strið vegna barna og vegna Sunnevu og afbrýðisemi og illmennskan gengur að lokum af sambandi þeirra allt að þvi dauðu — og þó er kannski einhver von til þess að mega vinna úr þvi eitthvað smálegt. En ekki er sennilegt að þau muni til fram- búðar sætta sig við það. Bók Anne Karin Elstad er að sumu leyti áhugaverð, en tekur aðra stefnu en lesandi hyggur. Það hefði að mínu viti verið langtum fróðlegra að lesa um Lene og bðrn hennar í því lífi sem hafið er eftir skilnaðinn. En konan getur víst aldrei verið ein frekar en karlmað- urinn. Að minnsta kosti ekki til lengdar. Það hlýtur að vera gagn- merk niðurstaða í sjálfu sér. Tilbake til Stella Jóhanna Kristjónsdóttir Helge Simonsen: Tilbake til Stella. Útg. Aschehoug forlag 1984. Helge Simonsen hefur sent frá sér þrjár Ijóðabækur og tvö rit- gerðasöfn, en spreytir sig hér á sinni fyrstu skáldsögu. Aðalper- sónan, karlmaðurinn, segir söguna sem snýst um samskipti hans við fjölskyldu sína, flókin nokkuð. Upprifjanir úr bernsku þar sem móðirin hefur verið allsráðandi og skilið eftir djúp spor hjá þeim systkinum. En fyrst og fremst snýst bókin um samskiptin við Stellu. Stella málar, hún er frjáls og óháð og eiginlega frábitin þess- ari sambúð, að minnsta kosti sér hún á henni fleiri ókosti en kosti. Sjálfur ræður hann ekki við að standa einn, enda verður karlmað- urinn jafnan veikari aðilinn þegar um tilfinningatogstreitu er að ræða. Að því er höfundurinn telur að minnsta kosti. Sagan er skrifuð af verulegum metnaði og ritleikni. Hann lætur persónuna hvarfla oft til liðinna stunda og tengir það oft og einatt býsna hnitmiðað við gerðir stund- arinnar. Persónan hans Simonsen hefur ekki ýkja mikla sjálfstrú né traust, og það verður náttúrlega til uppeldisins rakið og ekki sízt þeirra sterku rnóðuráhrifa sem áð- ur er minnzt á. Aftur á móti finnst mér Stella ekki skörp persóna, eig- inlega verður hún aldrei meira en útlínur. Skýringin liggur væntan- lega í því að höfundi er mikið í mun að koma á framfæri bernsku- áhrifunum svo að sjálf persónu- sköpunin verður útundan. Sambúðinni við Stellu lýkur og hann reynir sjálfur að finna sinn veg. En þessar sterku konur sem hann hefur hneigzt að á lífsleið- inni verða til að gera honum þetta erfitt. Þó bendir ýmislegt til þess að hann plumi sig þó svo að svartsýni og mæða leiki hann grátt. *so SRtHPÍHHH ILUBOÐ JuVelý f, HVEITI2 kg IffRÍSGRJÓN 1 Ibs HRÍSGRJÓN 2lbs mRÚN k * HRISGRJON12 oz sitoi ”IT5ds SYKUR 2 kg KELD! KRYDD 6 TEGUNDIR í pk ELDHÚSR ÚLL UR 4 RÚLLUR ípk SALERNISPAPPÍR 6 RÚLLURÍpk ...vöruverð í lágmarki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.