Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 37 til að takast á hendur forystustörf í verkalýðshreyfingunni? „Ég held því alveg hiklaust fram, að við eigum margar hæfar og mjög frambærilegar konur til að skipa sér í forystusveit verka- lýðssamtakanna, og ekkert síður hæfar en karlarnir sem þarna sitja. Ég get nefnt scm dæmi, að í samtökum verslunarfólks eru margar dugmiklar konur, sem eiga erindi í forystusveit verka- lýðssamtakanna og er mér engin launung á því, að það yrði mér mjög að skapi, að fá varaformann VR, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, inn í miðstjórn ASl. Eins gæti ég nefnt Hansínu frá Selfossi, sem er líka úr hópi verslunarfólks og einnig má benda á fjölmargar góð- ar konur úr Iðju, sem eiga fullt erindi í forystusveit verkalýðs- félaganna. Það er enginn vandi að benda á konur sem standa körlun- um fyllilega á sporði. Vandamálið er bara, að konur hafa ekki sótt sinn hlut. Þær hafa ekki haft sig nægilega í frammi. Þær bíða á meðan karlarnir semja um hverjir eigi að vera í fararbroddi og síðan sætta þær sigvið þeirra ákvarðan- ir. Þessu verður að breyta. Konur verða að skilja það, að þær verða að sækja sinn hlut sjálfar. Það er hins vegar þýðingarlaust að kenna karlmönnunum um þetta. Kon- urnar verða að sækja fram sjálfar, fyrst innan landssambandanna og síðan á vettvangi heildarsamtak- anna.“ Kjaramál í brennidepli „Ég á ekki von á að þetta verði neitt átakaþing," sagði Aðalheiður er við vikum talinu að ASÍ-þing- inu sem hefst nú eftir helgina. „I þau fjögur ár sem ég hef setið i miðstjórninni hef ég ekki orðið vör við að flokkspólitísk sjónarmið ráði þar ferðinni, og því á ég alls ekki von á að flokkspólitískar deil- ur verði áberandi á þessu þingi. Sjálf er ég óflokksbundin og er óhrædd við að lýsa yfir stuðningi minum við báða forsetana. Eins má það vel koma fram, að ég er hlynnt þeim hugmyndum að bæta við öðrum varaforseta, einkum og sér í lagi þar sem fjórar konur hafa verið orðaðar við það emb- ætti, ef til kemur.“ Hvaða mál heldurðu að verði efst á baugi á þessu þingi? „Eins og alltaf á ASÍ-þingum taka kjaramálin mikinn tíma og þar sem kjarasamningar eru nú nýafstaðnir má búast við að kjaramálin verði í brennidepli. Þá má einnig búast við mikilli um- ræðu um skipulagsmál." Áttu von á að konur láti meira að sér kveða á þessu þingi, en á fyrri þingum ASÍ? „Á seinni árum hefur orðið mik- il vakning meðal kvenna og ég á því von á að þær láti meira að sér kveða á þessu þingi en oft áður. Satt að segja finnst mér tími til kominn, þar sem konur starfa í stórum félagasamtökum, hvort sem það er innan ASÍ eða á öðrum vettvangi, að þær geri sér grein fyrir, að eina ráðið til að ná ein- hverjum árangri í baráttumálum kvenna, eins og til dæmis i launa- málum, er að þær verða að skipa sér sjálfar í forystusveitina. Þær geta ekki alltaf samþykkt með þögn og þolinmæði, það sem karl- arnir ákveða fyrir þær og að það séu þeir sem hafi forystu á öllum sviðum. Ég held að konur séu nú farnar að gera sér grein fyrir þessu og því á ég von á að þær muni láta talsvert til sín taka á þessu þingi. Það er alveg mál til komið að snúa kvennabaráttunni inn á þá braut að konur fari sjálf- ar að berjast fyrir rétti sínum. Við getum ekki endalaust gert þær kröfur að karlar taki ákvarðanir fyrir okkur. Við eigum bara að segja: Hér erum við, við þekkjum okkar rétt og við ætlum að sækja hann,“ sagði Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir að lokum. Sv.G. Sveinn Jónsson (Lv.) einn elsti starfsmaður Eimskips í Sundahöfn, vígir gámakranann og gefur honum nafnið Jaki. Halldór H. Jónsson stjórnarfor- maður Kimskips, sem flutti ivarp við vígsluathöfnina, er lengst til hægri á myndinni og Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips í miðið. og síðan losaður eftir löndun. Gámunum fylgdu síðan tæki til að vinna með þá, mun stórvirkari en áður höfðu þekkst. Samt vantaði það sem mestu máli skipti — af- kastamikinn krana, sem nýttist flestum tegundum skipa auk bif- reiða og lesta i landi, og sem væri auðveldur í meðförum fyrir einn stjórnanda." Þróaðar voru ýmsar gerðir krana, meðal annars af PAC- ECO-gerð, en fyrirmynd þeirra var ákveðin gerð kolakrana. Hegr- inn, gamli kolakraninn I Reykja- víkurhöfn, var einn slíkra. Fyrsti PACECO-kraninn af þeirri gerð var tekinn í notkun í Alameta I Kaliforníu fyrir rúmum 25 árum. Hann afkastaði 400 tonnum á klukkustund og með tilkomu hans styttist viðkomutími stærri skipa úr því að vera allt að þrjár vikur í um það bil sólarhring. Jaki, gáma- krani Eimskips í Sundahöfn, er einn af um 800 PACECO-krönum sem nú eru starfræktir í yfir 100 höfnum víðs vegar um heim. Kranabóma Jakans er i 26 metra hæð yfir hafnarbakka þegar hún er lárétt en teygir sig í 61 metra þegar hún er reist. Kraninn vegur alls 450 tonn. Hann getur lyft gámum sem eru 32,5 tonn að þyngd en hámarkslyftigeta er nokkuð meiri. Reiknað er með að raunveruleg afkastageta verði um 20—30 gámaeiningar á klukku- stund. Allur vélabúnaður er rafknúinn og er kraninn tengdur við veitukerfi borgarinnar. Raf- lagnir eru um 6 km að lengd. Endanleg ákvörðun um að reisa þennan krana i Sundahöfn var tekin um áramótin 1983/1984 og þótti stjórnendum fyrirtækisins sú ákvörðun vera eðlilegt fram- hald þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað á Sundahafn- arsvæðinu undanfarin ár. Vinna við undirbyggingu kranasporanna hófst f mars 1984 og annaðist Reykjavíkurhöfn þá framkvæmd. Kranasporin liggja á steinsteypt- um bitum, sem hvíla á steyptum staurum, er reknir voru niður á klöpp. Kranasporin voru lögð síð- astliðið vor en kraninn sjálfur reistur i sumar og var hann til- búinn til notkunar 18. október sl. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR 'f*. ■ * Samdráttur hefur orðið í landbúnaði. Sýrland: Breytinga að vænta á utan- ríkisstefnu Sýrlendinga eftir flokksþing Baath? í SÝRLANDI eru nú í undirbúningi kosningar til stjórnarráðs landsins, en í því situr tuttugu og einn fulltrúi. Þessir fuiltrúar verða kjörnir á 500 manna flokksráðsfundi Baath, sem verður í desembermánuði og samkvæmt hcimildum er nú verið að velja þessa fimm hundruð fulltrúa. Stjórnmálafréttaritarar segja, að Assad Sýrlandsfor- seti hafi i hyggju að treysta stöðu sína með þessu móti og hann ætli sér tvímælalaust að ráða mestu um, hvaða menn komast í ráðið og tryggja sér að þeir séu sér hollir. Þá mun sjálfsagt koma fram á flokks- þingi þessu, hver er núverandi staða Rifads, bróður Sýrlands- forseta, en menn hafa skiptar skoðanir á hver hin raunveru- legu völd og áhrif hans séu. Rifad var í fyrirsvari mjög vold- ugra „varnarsveita" sem í voru um fjörutíu þúsund manns og hafði það meginverkefni að verja höfuðborgina. Rifad hefur verið erlendis síðan í maímánuði sl. og ýmsir hafa sagt að hann hafi verið í útlegð. Hefur meðal ann- ars verið bent á því til stuðnings, að fækkað hafi verið í varnar- sveitum hans i fimmtán þúsund manns og fleira hafi verið gert til að minnka völd hans. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma nú, virðast þeir bræður Hafez og Rifad hafa náð samkomulagi og Rifad er nú annar varaforseti Sýrlands. Á hinn bóginn er ekki þar með sagt að Hafez Assad telji það sjálfsagt lengur að bróðirinn taki við embættinu af honum, en áður voru uppi há- værar raddir um þann vilja for- setans. Aftur á móti hafa nýlega verið gefnar út opinberar yfirlýsingar um að Rifad sé senn væntanleg- ur heim og muni þá taka til óspilltra málanna að gegna skyldustörfum sínum. Ekki er búizt við að frétta- streymi af flokksráðsfundinum verði neitt að ráði, alténd ekki meira en stjórnvöld kæra sig um að koma til skila. Mjög ströng ritskoðun er i Sýrlandi, fáar er- lendar fréttastofur hafa fengið að starfa og öll fréttaöflun þar er erfiðleikum bundin. Þó eru stöku háttsettir embættismenn reiðubúnir að tjá sig sé þeim tryggð fullkomin nafnleynd. Það er svo ekki leyndarmál að Assad og aðrir sýrlenzkir ráða- menn hafa hvað eftir annað hitt að máli Richard Murphy, aðstoð- Hafez Assad arutanrikisráðherra Bandaríkj- anna. Hefur verið rætt um fyrir- komulag brottflutnings sýr- lenzks herliðs frá Líbanon, eins og fram hefur komið í fréttum, svo og brottför alls ísraelsks liðs frá Suður-Líbanon. Það hefur komið fram í mörgu, að Sýr- lendingum er áfram um að endir verði bundinn á átökin og ágreininginn í Líbanon, enda hefur vera gæzluliðs þeirra þar kostað skildinginn. Þá hefur Assad alveg nýlega átt viðræður við brezka sendinefnd um hugs- anleg vopnakaup og álitið er að það muni einnig bera á góma i viðræðum hans við Mitterand, en Frakklandsforseti kemur f heimsókn til Damaskus síðari hluta þessa mánaðar. Er haft fyrir satt að Sýrlendingar bindi miklar vonir við heimsókn Mitt- erands og að þeir vilji óumdeil- anlega bæta samskiptin við Frakka. Eins og alkunna er hefur Sýr- land verið einn traustasti banda- maður Sovétríkjanna í Araba- heiminum. Ekki er sýnileg nein breyting á og ekki er lengra síð- an í október, að Assad var í heimsókn í Moskvu. Á því leikur þó enginn vafi, að Sýrlendingar eru að hverfa að einhverju leyti frá einangrunarstefnu sinni og þó alveg sérstaklega fjandsam- legri stefnu gegn Vesturlöndum svo og þeim Arabalöndum sem hafa verið kölluð hófsöm í af- stöðu sinni til tilvistar ísraels- ríkis. Þegar Jórdanía tók að nýju upp stjórnmálasamband við Ég- ypta fyrir skömmu vakti það reiði Sýrlendinga. Þá hafa full- trúar íraks — erkifjanda Sýr- lands og Bandaríkjanna — rætt um að taka upp stjórnmálasam- band á ný. Meðal annars i Ijósi þessara breytinga kann að vera að Assad sjái, að sá kostur er vænstur, að taka upp ögn mild- ari stefnu bæði gagnvart Vestur- löndum og Arabarikjunum. Ræður þá einnig töluverðu að efnahagsástandið i landinu er erfitL Ástæður þess eru meðal annars að vegna stefnu stjórn- valda að verja slíku fé til her- mála hefur landbúnaðarfram- leiðsla dregizt saman og gríðar- legur kostnaður hefur verið vegna gæzluliðsins í Libanon eins og áður var vikið að. Með því að styðja írani i stríð- inu við írak hefur Sýrland svo misst allan fjárhagslegan stuðn- ing frá írak og hefur ekki lengur aðgang að olíulindum íraka. Hafa Sýrlendingar því fengið olíu frá Iran og er nú svo komið að olíuskuldir Sýrlendinga við íran nema milljörðum dollara. í blöðum í Sýrlandi er ekki rit- að um flokksráðsþingið en ýms- ar sögusagnir eru á kreiki engu að síður. Meðal almennings virð- ist vera jákvæð afstaða til þess að Sýrlendingar breyti nokkuð um stefnu í utanríkismálum. Og stöku rödd er farin að nefna að kannski væri æskilegast ef lsra elar og Sýrlendingar gætu kom- izt að samkomulagi um framtíð- arskipun landsvæða sem löngum hefur verið deilt um. En um það er að svo komnu talað hljótt. (Heimildir m.a. AP, Syrian Times, Jordan Times o.fl.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.